Heimskringla - 05.05.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.05.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. MAf 1948 ÍÉfeimskrmgla (StofwaO lttt) Kemui út á hverjum mlðvikudegi. Eierendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verð blaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg 1 Advertising Manager: P. S. PALSSON "Heimskringlcr" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 5. MAÍ 1948 Hvað verður um Þýzkaland? Komi ekkert óvænt fyrir, eru miklar horfur á því að þess verði ekki lengi að bíða, að Þýzkalnad, eins og það var 1871, verði tvö ríki í stað eins. Eftir ófarir kommúnista á ftalíu, hafa Rússar ákveðið að kljúfa Þýzkaland með því að setja á laggirnar kommúnista stjórn í þeim hluta landsins, sem þeir ráða yfir. Á hún að taka við aðalstjórn þar í stað herráðs stórþjóðanna fjögra, sem nú stjórna landinu frá Berlín. Úr því svo er nú komið, má eiga það víst, að vestlægu þjóðirnar, Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar, myndi einnig stjórn í þeim hluta landsins, sem í þeirra höndum er. Vestlægu þjóðirnar virðast ekki eiga um neitt annað að velja. Með þessu er kollvarpað hugmyndinni um sameiningu Þýzka- lands, sem svo mikilvægt skilyrði hefir verið talið til viðreisnar landinu. Potsdam samningnum var hafnað með aðgerðum síðasta fundar ráðgjafa stórþjóðanan og skifting Evrópu frá norðri til suðurs er fyrirsjáanleg. Bið Sameinuðu þjóðanna eftir því, að Rússar semdu við þær um viðreisn Evrópu á nefndum grundvelli, hefir því engan árangur borið. Herstjórnir stórþjóðanna í Berlín, hafa ekki orðið til þess, að hvetja þýzku þjóðina til dáða, sem ekki var að vænta. Henni hefir fundist hún milli tveggja elda og lítinn mátt og vilja sýnt viðreisn- ar-tillögum öllum, einkum í austur hlutanum. Þýzku þjóðinni hefir þar bósktaflega verið bannað að hugsa upphátt um sitt stærsta og eina hugðarefni, sameiningu landsins. Þjóðverjar gerðu sér þó einhverjar vonir um haila þar til nú að myndun kommúnistiskrar stjórnar átti sér stað í austur hluta landsins. Með því dofnaði á skarinu. Það er aðeins eitt, sem nú heldur innri von þeirra vakandi, sem í rússneska hluta landsins búa. Og það eru áform vestlægu þjóð- anna um myndun þýzkrar stjórnar í vesturhluta Þýzkalands. Kvaö svo frá þeirri stjórnarskipun gengið, að þeim Þjóðverjum sem í austur hluta landsins búa, gefist tækifæri til þátttöku í þeirri stjórn, þegar Rússar uhna þeim þess frelsis, að láta vilja sinn í ljós um það, eða þfir brjótast blátt áfram undan kúgunaroki Rússa. Með stofnun stjórnar í vestur hluta Þýzkalands, er ekki átt við varanlega skiftingu landsins, heldur að flýta fyrir sameiningu þess. í því efni kemur margt til greina. En það sem slík fyrirætlun veltur á, er, að því er vestlægu þjóðirnar snertir aðallega almenn- ingsvilji þýzku þjóðarinnar, eða fult frjálsræði hennar til að efla hag sinn, að því einu undanskildu að henni er bannaður herútbún- aður eða hervæðing. Rússar þykjast heldur ekki á móti sameiningu af þessu tæi, en hún verði að vera eingöngu undir kommúnista- stjórn, sem er sama og að biðja um að afhenda sér alt Þýzkaland. í nafni þessa eru þeir að telja Þjóðverjum í umráðafylki sínu nú, trú um, að stofnað sé til hinnar sérstöku kommúnista stjórnar í bráð í þessum landshluta. Að þeir trúi Rússum fremur fyrir að berjast fyrir sínum hlut, en lýðræðisþjóðunum, er þó í fylsta máta vafa- samt. Það ber alt með sér, að Þjóðverjar í austurhlutanum trúi meira á efnalega viðreisn og frelsi undir handleiðslu vestlægu þjóðanna, en Rússa. Það er oft talað um dauft útlit í 'friðarmálunum. Líklegast er það nú hvergi ískyggilegrá en á þessum litla bletti — Berlín — hjarta Evrópu, sem svo oft hefir órótt slegið og þar sem tvö al- heimsstríðin hafa átt upptök sín. Rússar standa að sumu leyti vel að vígi í hverju sem að hondum ber þarna. Þeir hafa meira af ræktanlegu landi til framleiðslu matvöru, en í vestur hlutanum. Þeir gætu og hyglað íbúum austur hlutans með því að gefa þeim eitthvað af Póllandi, eða einhverjum öðrum ránfeng sínum. Spursmálið er aðeins hvernig Þjóðverjar sætta sig við að framleiða fyrir rússnesku einræðisstjórnina og láta kylfu ráða kasti með hvað mikið þeir uppskera af því. Það er enn- fremur hætt við, að þeim þyki ekki hátíð til koma, að verða eitt af leppríkjum Rússa. Af vestlægu þjóðunum væri meira að vænta með eflingu iðn- aðarins og samvinnuviðskifta 16 þjóðanna, sem Marshall áætlunina hafa aðhylst. Þessi tvö atriði eru þung á metum og á rekstri þeirra veltur viðreisn Evrópu. Rússar sáu þar hvað að fór undir eins og það er þessvegna, sem þeir horfa í ekkert og hafa eins og brjálaðir menn unnið að því, að reyna að kollvarpa viðreisnaráformunum. Þeir hafa reynt að tefja og trufla hverja tilraun sem áhrært hefir bjargráð Evrópu og eru meira en lítið orsök ástandsins, sem þar hefir ríkt og ríkir enn. Þessum sannleik haggar það ekkert, þó halakleppir Rússa, íslenzkir, sem annarar fólksættar, út um heim lofsyngi þessar gerðir Rússa. Fyrir skömmu ætluðu Rússar að stöðva alla flutninga milli Vestur-Evrópu og Berlínar. Það tókst að vísu ekki. Bandaríkin þverskölluðust við því. Þá var vestlægu þjóðunum í hinu sameig- inlega herráði í borginni brígslað um þjófnað verkstæða og prent- smiðja. Svaraði Bevin því með að spyrja Rússa hvernig þetta hefði mátt ske, þar sem ekkert af þessu hefði verið til í Berlín, eða, að minsta kosti, ekki í hverfi vestlægu þjóðanna, þegar Bretar og Bandaríkjamenn komu þangað. Rússar hefðu þá verið búnir að láta greipar um þetta sópa og sent annað hvort til Rússlands, eða til rússneska hluta brogarinnar. Rússar fyndu það, þegar þeir yrðu rukkaðir um greiðslu fyrir þetta. Er þetta ekki einungis glögg mynd af því sem er að gerast í Þýzkalandi, heldur jafnframt sýnishorn þess, sem Rússar ætl- uðu sér að gera í Evrópu. Þar áttu greipar að sópa um eignir þjóðanna eins og í Berlín, í einu landinu eftir annað, ef Bandarík- in hefðu ekki betur fyrir séð og stöðvað það með Marshall áætl- uninni. Það hefir fleiri löndum verið rænt og fleiri þjóðir verið sviftar frelsi sínu, síðan síðasta stríði lauk, heldur en nokkru sinni hef- ir átt sér stað í sögu heimsins. Að blöðum verði tíðrætt um það, er því ekki að furða. Samt halda ýmsir fram, að þau eigi að halda sér saman um þetta og ekki minn- ast á það! Það fær auðvitað mik- ið á taugar þeirra, sem stefnu þjóðarinnar fylgja, sem harðast er leikinn af þeim fréttum og þyngstar á sakir á herðum sér. En hvert er verkefni blaða, ef ekki að minnast á slíkt? Blöðin eiga meiri þátt í sköpun þess frelsis, sem áunnist hefir í heim- inum, en nokkur önnur stofnun i hvaða þjóðfélagi sem er. Og það er einmitt fyrir það, hvað duglega þau hafa flett ofan af ástandinu, sem heimurinn hefir átt. við að búa, að ofurlítið hefir áunnist. Þó að þau geri ekki kröfu til að starf þeirra hafi ævinlega hepnast, og fullkomnun sé langt frá að vera náð, er það þeim eigi síður mest að þakka. hvað réttlátar umbóta-kröfur al- mennings eru orðnar miklar og djarfara fluttar en áður. Ástæð- an fyrir, að athygli er hér dreg- inn að þessum sannleika, er að nokkrum grímuklæddum póli- tískum loddurum geðjast ekki að sannleikanum, vegna þess að hann bitnar oft svo mikið á einni þjóð, sekustu þjóðinni auðvitað, sem þeir hafa gert “þjónustu bundnir andar” hjá og verða að standa jafnt og þétt í þvotti fyrir. Jafnvel íslenzku vikublöðin komast ekki hjá skólpslettum þessara rússnesku vaskara, sem gera þó sára lítið annað en að flytja þær almenn- ustu fréttir, er blöð ameríska fréttasambandsins og hins brezka prenta, til þess að gefa þeim er íslenzku unna öðru fremur tæki- færi á fréttaútdrættinum á ís- lenzku. Þó þessar rússnesku slettirekur kalli þá “mannhunda” og öðrum slíkum gælunöfnum, er ekki fallast á skoðanir þeirra, munu íslenzku blöðin ekki hætta sínum upptekna hætti, að flytja lesendum sínum sem óbrjálaðasta mynd af því sem er að gerast og þau vita að er það, sem hver and- lega heilbrigður lesandi kýs sér hundraðfalt fremur, en ámátlegt útburðar-væl þeirra, er hærri köllun hafa fundið í því, að þvo grútinn af rússnesku einræði, en að ástunda frjálsa og heilbrigða samvinnu við samþegna sína. SR. R. MARTEINSSON HEIÐRAÐUR Sr. Rúnólfur Marteinsson með- tók nýlega bréf frá forseta Gust- avus Adolfus College í St. Peter, Minn., er færði honum þá frétt, að skólinn hefði ákveðið að sæma hann doktorstitli í guðfræði (Doctor of Divinity) og æskti þess, að hann yrði syðra á hátíð skólans 30. maí. en þá færi nefnd athöfn fram. Sagði sr. Rúnólfur í gær, að hann og kona hans hefðu ákveðið að verða á hátíð skólans. Þessum mikla heiðri sr. Rún- ólfs, er hjartanlega fagnað af hinum mörgu vinum hans. Það er venja við fregnir sem þessa, að skrifa langar greinar um ævistarf hinna heiðruðu. Hér gefst ekki tækifæri til þess. — Starfssaga sr. Rúnólfs, er bæði lengri og viðameiri en svo, að hér verði til nokkrar hlítar sögð. Þess eins skal minst að hann er fæddur að Gilsárteigi í Eiða- þinghá 26. nóv. 1870; skortir því aðeins tvö ár í áttrætt. — Til Ameríku kemur hann með for- eldrum sínum, Marteini Jóns- syni gullsmið og Guðrúnu Jóns- dóttir, hálfsystur séra Jóns Bjarnasonar. Hóf hann snemma nám hér og var þá hjá frænda sínum séra Jóni, unz hann fór til Gustavus Adolfus College og út- skrifaðist þaðan 1895 og frá Manitoba háskóla 1911. Vígður var hann 1899, þjónaði söfnuðum séra Jóns hér mikinn tíma úr ári meðan séra Jón var í ferðalagi heima á ættjörðinni, en var svo prestur í Nýja-íslandi í 10 ár frá 1901. Eftir það eða árið 1913 til 1940, var hnan skólastjóri Jóns Bjarnasonar skóla, að 3 eða 4 ár- um undanskildum; var hann tvö af þeim í þjónustu safnaða vestur á Kyrrhafsströnd. Síðustu nokk- ur árin hefir hann ekki haft fasta kirkjustarf, en samt haft mikið að gera bæði við skrifstörf og prestsverk utan bæjar og innan. Árið 1900, giftist séra Rúnólf- ur Ingunni Sigurgeirsdóttur Bardal, systur A. S. Bardal og þeirra bræðra. Eiga þau fjögur börn á lífi: Guðrúnu (Mrs Hill), Armstrong, B. C.; Jón Lárus, bókhaldara í Hudson, Ont.; Theodís, gifta Dr. Taine, Super- intendant Sanatorium hælisins í Manitoba, og Hermann Brandur Thomas, læknir í Vancouver. Við Jóns Bjarnasonar skóla verður starf sr. Rúnólfs í þarfir íslenzku seint ofmetið. Hugur hans og kraftar voru ekki síður helgaðir málefni skólans utan kenslustundanna en innan þeirra. Preststörf í Nýja-fslandi voru heldur ekki á fyrri árum neitt sældarbruað. Það voru ekki and- legu kraftarnir sem þar komu einir til greina. Verkið var ekki öðrum fært, en þeim sem jafn- framt voru heljarmenni að líkams kröftum og dugnaði. Með heiðrinum sem sr. Rúnólfi er nú sýndur, er eitthvað verið að viðurkenna af þessu sem á hefir verið minst og sem ekki hefir dulist erlenda skólanum, að án manndóms, trúmensku og þrotlauss starfs, varð ekki í fram- kvæmd komið. Vinir Marteins- sons-hjónanna fagna hinum verð- uga heiðri einlæglega, þó erlend- ir yrðu fyr en íslendingar sjálfir til að koma auga á það. Á VÍÐ OG DREIF SAMKOMA laugardagsskóla Þjóðræknisfélagsins sem haldin var s. 1. laugardag í Fyrstu lút. kirkjunni, var svo vel sótt, að litlu munaði að sæti brysti. Nem- endur skólans sem í ár voru milli 25 og 30 að tölu, sungu og.léku þrjá smáleiki og var framkoma þeirra hið bezta rómuð. íslenzku lögin sungu börnin mjög vel og framburður þeirra var svo skír og skilmerkilegur, að hvert orð heyrðist glögt út að dyrum. Frú Hólmfríður Daníelsson stjórnaði söngæfingum á vetrinum og æfði leikina, er allir voru á íslenzku. Samkomunni stjórnaði frú Ingibjörg Jónsson, er skólastjórn hefir haft með höndum í 10 ár; hefir hún með því starfi hlúð svo lengi að íslenzkum hugsjónum og vernd íslenzks máls hjá æsk- unni, að eitt af viðurkenningar- verðasta þjóðfélagsstarfi okkar má telja. Ærnar þakkir bera og kennur- unum öllum, sem margir hverjir hafa að íslenzku kenslunni unnið fleiri ár. Á samkomunni héldu þeir sr. Eiríkur Brynjólfsson og sr. Phil- ip M. Pétursson ræður. Verkefni laugardagsskólans er svo mikilvægt, að skólinn þyrfti að verða að svo voldugri stofnun, að hann gæti viðað að sér eða keypt myndif heiman af fslandi til notkupar við kensluna og skipulagt þjóðræknisstarfsemi kenslu viðvíkjandi í miklu stærra stíl, en ennþá á sér stað. Það myndi vekja þjóðrækni hjá börn- um hér og um leið ætti að fræða æskuna um sögu þjóðar sinnar. Hún þarf að vita hver hin sögu- legu afrek hennar eru, áður en þjóðrækni verður vakin hjá henni. Við sáum myndir, sem heim fórum 1946, er dýrmætar væru hér við íslenzku kenslu. En þær eru dýrar. Ein hin bezta, af ferð forseta umhverfis landið, sem á annan klukkutíma tók að sýna, kostaði $1,300. Sú mynd gæti á stuttum tíma hér borgað sig. Þeg- ar eg vék að þessu við skólastjóra íslenzku skólans hér eftir sýn- ingu myndarinnar heima, sagði hún alveg frá sér numin, að það yrði engin vandræði að fá æskuna hér til að sækja og sinna kenslu, með mynd, sem þessari að sýna þeim. Það starf, sem laugardagsskóli hér gæti gert, er eina vonin um viðhald íslenkzu hjá æskunni hér vestra í víðtækum eða nokkrum verulegum skilningi. • ATHYGLI Heimskringlu hef- ir verið dregin að umsögn, sem í blaðinu birtist nýlega um skrif íslenzkrar söngmentar. Var þar haldið fram, að yfirlit hefði í fyrsta sinni verið gefið hér vestra um íslenzka söngment, af Mrs. Guðmunds, en þar þykir hallað réttu máli vegna þess, að erindi hafði áður verið samið um söng- ment íslendinga frá sögulegu sjónarmiði af frú Björg ísfeld og flutt víða á ensku máli og hafi síðast fyrir tveimur eða þrem ár- um birst í Heimskringlu á ís- lenzku. Að erindi Mrs. Guð- munds hafi verið það fyrsta yfir- lit sem er flutt hér um söng- ment íslendinga, er því ekki sögulega rétt með farið eða ná- kvæmast sagt. Með athugasemd þessari er ekki verið að draga úr hinni lofsverðu tilAun Mrs. Guð- munds, sem meta ber og hún á þakkir skilið fyrir, heldur aðeins á þessa missögn í frásögninni af því. Athygli Hkr. var vakin á þessu af söngelsku fólki er met- ur og fagnar hverju spori sem stigið er fram á við í íslerizkri söngment. “VIÐ SKULUM ATHUGA MÁLIД, sagði Ottawa-stjórnin, er henni var bent á það, að kjöt- verð í Winnipeg hefði hækkað um 8 cents pundið, vegna áflæð- isins í Emerson og Morris og þar af leiðandi kjötþurðar á kom- andi hausti eða jafnvel næsta ári. Ef Ottawa-stjórnin hefði reynst verki sínu vaxin í þessu máli, hefði hún umsvifalaust svarað þessu með því, að senda kjötsöl- unum hér skeyti með skýlausri skipun um að afnema 8 centa verðhækkunina. Það lá eitthvað nær, að gera þetta, en að lofa athugun, sem alt eins vel má bú- ast við, að aldrei verði neitt úr og enga lagfæringu hafi í för með sér, þó seint og síðar meir verði ráðist í. Þessi óbilgjarna verð- hækkun, átti ekki slíka afsökun skilið. SVAR TIL P. B. Páll Bjarnason í Vancouver sendir Hkr. pillur í síðasta blaði Lögbergs viðvíkjandi grein, er hann sendi henni fyrir nokkru, en þótti dragast um of að birt væri. Krefst hann ástæðu frá blaðinu fyrir drættinum og skal hún hérmeð gefin. Greinin barst Hkr. um þjóðr.- þingtímann, en þá er vanalega meira og minna fyrirliggjandi til birtingar. Drógst því prentun hennar í tveimur næstu blöðum, ep þá fór hún fram í prentsmiðj- una til birtingar. En degi eftir að hún var þangað komin, fær blaðið bréf frá P. B., sem til þess varð, að greinin var sótt fram og send höfundi. Þó á litlu stæði hvað blaðið snertir, hvort grein- in væri birt eða ekki, reið bréfið baggamuninn um það, að hún var til baka send. Dráttur getur á- valt orðið á greinum og t. d. var dr. Richard Beck þá búinn að eiga grein hjá blaðinu um mánað- ar tíma og Einar Sigurðson grein um þriggja vikna tíma. Dr. Beck minti mig á þetta í bréfi og seg- ir sér þykja væntum, ef ekki drægist nú lengur, ef hægt væri birting sinnar greinar. Skal svo ekki um þetta fjöl- yrða, en birta hér með bréf P. B. sem túlkar betur en nokkuð, sem hér verður sagt, hversvegna birt- ing greinarinnar fór út um þúf- ur og kröfu P. B. ætti að full- nægja sem svar frá Hkr. 4 W. Ave. Vancouver B. C. 9. marz, 1948 Hr. S. Einarson Ritstj. Hkr.: Með því að nú er orðið aug- ljóst að þú ætlar ekki að birta síðustu grein mína mælist eg til að þú viðhafir þá lágmarks kur- teisi að endursenda mér hana. — Ekki til þess að endursendast öðru blaði — til þess er hún nú orðin ótímabær, — því um engin blöð er hér lengur að ræða en fasistablöð; heldur til þess eins að bjarga hjá þér seinasta snefl- inum af almennri manndygð. Það er ekki einasta ótrúlegt, heldur óþolandi, að íslenzku blöð- in okkar skuli vera fallin svo lágt að ekkert orð, sem ekki lofsyng- ur fasismanum, skuli geta kom- ist að; en enginn vaðall svo illa saminn, eða lýgi svo svört, að hún sé ekki þakksamlega þegin, sverji hún sig aðeins í ætt við hitlerismann, sem þú og allir hin- ir þóttust vera svo mjög á móti fyrir skemstu. Þó að þið fóstbræðurnir ekki enn kannist við hina sönnu af- stöðu ykkar til málanna, þurfið þið ekki að ímynda ykkur að al- menningur, eins blár og hann er, ekki sjái hvað uppi er á tening. Og það verður munað þegar fram líða stundir. Og dómsins verður heldur ekki langt að bíða — þvi Hitler er dauður, þó þið Einar aldrei trúið því. Chiang-Kai- Shek, De Gaulle, Franco, Chur- chill, Bevin, McK. King og gull- ið í Fort Knox ráða ekki lengur við flóðöldu hinnar vaknandi þrár grúans í heiminum til frelsis og sjálfstæðis. Málfrelsið hérna í Canada hef- ir aldrei verið uppá marga fiska, og nú virðist alveg fyrir það tekið; og þá eiga önnur mann- réttindi, ef nokkur eru, ekki langa lífdaga. Enda eru merki þess að verða ljósari með hverj- um degi. Strax eftir stríðið sendi stjórnin flotann til Evrópu eftir 5,000 pólskum fasistum til að styrkja stefnu sína, og fagnaði Schusnigg, Mickolajsauk og vin- um þeirra með kynjum og kost- um, en bannar nú Harry Pollit landgöngu vegna skoðana sinna, þótt hann sé frjáls og fullveðja brezkur þegn. Nei, ef eg væri á máli þeirra mannhunda, sem vilja fótum troða frelsi og farsæld fjöldans myndu þið Einar taka hverju orði frá mér með fögnuði og biðja um meira. Og því miður mun eg ekki vera sá eini, sem þá sögu gæti sagt. En líklega hefir eng- inn skrifað þér eins hispurslaust og blátt áfram um þetta mál. Langlund mín er alveg komin að þrotum. P. Bjarnason Að þessu held eg óþarft að eyða orðum. Almenningur, “eins blár og hann er” eins og P. B. segir að hann sé, er meira en fær að dæma um þetta mál okkar. S. E. Morris (Casey) Jones, 44 ára gamall vörubjóður, (selur eink- um tóbaksvarning) trúir því fastlega að fjárhags, og efnalega afkomu almennings sé auðvelt að dæma af lengd vindlinga- stubba, sem fólk hendi frá sér. Hefir hann nýlega sagt að vel- líðan og góðæri ríkti nú hér í landi, því meðallengd vindlings- endanna, sem fólk fleygði frá sér óreyktum, væri 1% puml. Kvað Jones sýnilegt að almenningur væri eins vel stæð- ur og í velgengnisárunum 1920, þar sem lengd stubbanna væri hin sama og þá!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.