Heimskringla - 02.06.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.06.1948, Blaðsíða 1
;**s*#s»s#s#sr* Alwctys ask for the— HOME-MADE "POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgi. *++¦*¦*+¦*+ iimte. \\ Always ask for the— HOME-MADE r#s#s#S*s#s#S#s#S#s#s#. s"P0TAT0 LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. \ | Winnipecj >s#s*^s#s#s#s#S#s*s#s*^^s^^^^s#s#s*^^#^^^sr,#s#s#s*s#s#v LXII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 2. JÚNÍ 1948 NÚMER36. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Gyðingar samþykkja vopnahlé Fregnir frá Haifa herma að í gær, (þriðjudag) hafi bráða- birgðastjórn Gyðinga í Palestínu tilkynt, að hún hefði þegar fall- ist á, og tekið til greina þá skip- un og ákvörðun Sameinuðu þjóð- anna, að Gyðingar hætti allri skothríð og stríðsárásum frá deg- inum í dag (miðvikudegi) með því móti að Arabar gerðu hið sama. Vopnahlés skipun þessi var samþykt í öryggisráðinu með at- kvæðagreiðslu, síðastliðinn laug- ardag. Vinnur fyrstu verðlaun Verðlaunaúrslitin í ágizkana- samkepninni um hið fræga tunnuflots-ferðaleg á Rauðar- ánni, frá Emerson til Winnipeg, sem lokið var fyrir meira en viku síðan voru að lokum birt í gær- morgun — þriðjudag — og hlaut Mrs. A. H. Gottick, Baddon Apt. fyrstu verðlaun, $1,450. Komst Mrs. Gottick svo ná- lægt hinni réttu tímalengd tunnuferðalagsins, 3. dögum, 6 mín, og 13 3/5 sek. að aðeins mun- aði 3 1/5-úr sek. Nítján verðlaun voru veitt fyr- ir þessa samkepni, en verðlauna- upphæðin í alt $4,350. Járnbrautaferðir teptar af flóðum Síðastliðinn mánudag ákváðu forstjórar canadisku járnbraut- arfélaganna að hefta alla sölu farmiða með járnbrautarlestum til Kyrrahafsstrandarinnar, eða neinna ákvörðunarstaða fyrir vestan Kamloops, með C. P. lest, og til engra staða vestur af Blue River og Red Pass, á C. N. braut- inni. Haldast þessar ákvarðanir, þangað til hin miklu flóð í B. C. sjatna. Með farþega, sem nú þeg- ar eru á leið til þeirra staða, sem bannið á við, verður flogið frá Calgary til Vancouver, af flug- felögum "Trans-Canada" og — "Canadian Pacific". Aðstoð herliðsins við flóðin í B. C. Rétt fyrir síðustu helgi leit- uðu borgara-yfirvöldin í Van- couver til herráðsins í Ottawa l"n skjóta hjálp til þess að stemma stigu fyrir þeim feikna flóðum, sem geisa nú í Fraser- dalnum, og víðar. Var jafnskjótt brugðið við, og 50,000 sandpokar fluttir vestur flugleiðis frá herstöðvum í Montreal. Er þetta í annað skifti a þessu vori, sem til herráðsins hefir verið leitað, og með svip- aða tölu af sandpokum flogið til sléttufylkjanna, þar sem, eins og vitað er, að flóðin hafa valdið hinu mesta tjóni. Sagt er einnig að herráðið, í samráði, og með að- stoð flugliðsins, hafi flutt tjöld °g fleiri nauðsynjar frá aðal-her- stöðvunum vestur til hinna ein- angruða ^væða. í neðrideild þingsins í Ottawa hafa fulltrúar vesturfylkjanna komist svo að orði, að flóðin í ^ritish Columbia væru almenn landplága, og leitað til sambands Etjórnarinnar um hjálp, á þeim pundvelli. Þó að stjórnin færð- 'st undan, og bæri fyrir sig að "ún bæri ekki ábyrgð á slíku, 'ýstu þrír ráðherrar stjórnarinn- ar því yfir, að þeirra sérstöku deildir hefðu þegar veitt nokkra hjálp. Einar Þórðarson Hon. Alphonse Tournier, ráð-. herra opinberra verka, sagði að aðstoðar-ráðgjafi hans og fleiri yfirmenn stjórnarinnar, er nú væru í British Columbia, væru í samráði við fylkisyfirvöldin þar, reiðu búnir að veita alla þá að- stoð sem hægt væri í þessum örð-' ugleikum. Einnig kvað Rt. Hon. J. G. Gardiner, akuryrkjumálaráðh., forstjóra sléttufylkja-endurbóta- ráðsins, vera kominn á vettvang þar vestra, en í verkahring þessa endurbótaráðs, væri umsjón og aðstoð við hömlur áflæðis. Sæmdur verðugum heiðursnafnbótum Gen Jan Chistian Smuts, er ný- lega lét af forsætisráðherrastörf- um í Suður-Afríku, sökum kosn- ingaósigurs, heimsækir Cam- bridge-háskólann á Englandi 10 júní, þar sem honum verður veitt Kanzlara embættistign. Einnig heimsækir hann Leyden háskól ann á Hollandi, og þiggur þar heiðursdoktors-sæmd, er ákveðið var að veita honum þar árið 1946, fyrir göfugar aðgerðir og tillög- ur í þágu alheims friðarmálanna. Meiri jöfnuður á atvinnumálasviðinu Atvinnumáladeildin í Ottawa tilkynti við lok síðastliðins mán- aðar, að ósamræmið á atvinnu- málasviðinu í Canada hefði lag- ast að nokkru upp á síðkastið. Samkvæmt mánaðarlegum rannsóknarskýrslum deildarinn- Hann stóð í broddi lífsins með sterkan frama hug, svo stórvirkur og framgjarn, og sýndi þrek og dug; og gæfan honum brosti — hann safnað hafði seim og sigurhrósi f jöldans og virðing hér í heim. Hann stóð að aftni lífsins, sem einstæðingur ber, með æskuf jörið þrotið og harm að baki sér; hans lífsstríð varð alt gagnslaust, hans auður öskufok; hann ellimóður horfði á gæfu sinnar lok. Svo varð hann barn eitt aftur, sem æsku fyrstu stund með angurværan svipinn og veika bernsku lund; með raunastimpil lífsins á sálarkraftinn sinn, með sólglatt bros og tárin á víxl um æsku kinn. Og svo kom loksins dauðinn með fegins friðinn sinn og feldi markið bleika á öldungs fölva kinn. Hann slökti kindil líf sins og lokaði augum hljótt og létti öllum raunum og sagði: "Hvíldu rótt". Og móðurfoldin unga sinn hlýja breiðir hjúp um helgan kirkju reitinn, þar bíður gröf in djúp; svo tekur mjúkri hendi í mildi sælan rann vor móðurfoldin góða hinn þreytta, gamla mann. Gestur Pálsson ATHUGASEMD: Þetta kvæði rakst eg á nýlega í bréfarusli sem eg var að líta yfir. Eg hélt að Heimskringla vildi gjarna birta það, þar sem seinustu störf Gests Pálssonar voru við það blað. Eg skrifaði kvæðið eftir minni Jakobs Briem þegar hann var á Betel. Eg hafði aldrei heyrt það og Jakob kvaðst vera nokkurn veginn viss um að það hefði hvergi birst opniberlega. Einar Þórðarson var prentari og útgefandi merkur og mikils- metinn maður um eitt skeið; en átti í basli og erfiðleikum síð- ustu árin. Mér finst kvæðið sverja sig í ættina, bæði að efni og búningi. Sig. Júl. Jóhannesson Unaðslegt kvöld Frú Elma Gíslason, sólóisti Sambandskirkjunnar í Winnipeg, söng eins og til stóð í kirkjunni í gærkvöldi fyrir fullu húsi. — Söngskráin var bæði löng og hið ágætasta valin, með unaðslegustu söngvum úr aríum bæði eftir Haydn og Verdi, sem söngkonan túlkaði með óskeikulli tækni og áheyrendur voru hrifnir af að hlýða á. Við Care Selve eftir Handel, er ávalt eitthvað tign- arlegt og fór hin góða meðferð söngkonunnar þar ekki framhjá neinum, en líf og fjör í Rast- lose Liebe (ástarljóði) eftir Schubert og þrótturinn í söngn- um úr Aríu Verdi, bera túlkun og sönghæfni söngkonunnar fag- urt vitni. Þótti mér söngurinn í síðara laginu tilkomumesti söngur frúarinnar þetta kvöld og hefði langað að heyra meira frá henhi á því tónsviði. En yfirleitt lýsti sér mikil fimi og næmleiki í öllum söng frúarinnar og fylgd- ust áheyrendur svo vel með að tvær klukkusutndirnar sem f rúin söng voru liðnar áður en þeir vissu af og eftirvænting þeirra óx við hvern söng, svo hitinn þennan dag gleymdist. Elma Gíslason á þakkir skilið frá áheyrendum fyrir unaðslegt kvöld og henni skal æ til virð- ingar talið að hafa leyst í alla staði prýðisvel af hendi stórt hlutverk með söng sínum og markvert í okkar íslenzka þjóð- lífi hér. Á fiðlu spilaði stúlka, Miss Henderson, á milli þátta, og skemti afbragðs vel. en heyrðari kringumstæðum, nokkrar sögur fara af áður. En það var þegar fangar hegn- ingarhússins á Panama-svæðinu tóku sig saman og efndu til skiln- aðarveizlu fyrir Kapt. Oscar H. ar, hafa um 100,000 manns nú at- Lindstrom, er var að láta af að- vinnu, er eigi höfðu neitt að gera stoðar fangavarðarmebætti, eftir fyrir ári síðan. Og á síðastliðnum meira en 30 ára starf í þjónustu mánuði hefir eftirspurnin eftirj lögregluliðsins á Panama-Skurð verkafólki verið meiri á ýmsum sviðum, en hægt var að full- nægja. Skýrslurnar sýndu 13 maí, að tala fólks þess, er skrásett var á atvinnuleysingja skrifstofunni, hafði lækkað um 35,000 frá því sem hún var í næsta mánuði þar á undan. Skrásett voru þá 149,000 manns. Eftirspurnir námu 14,000 yfir mánuðinn, og urðu síðar 57,000 á skrám N. E. S. (National Em- ployment Service). Mest var eft- irspurnin eftir karlmönnum til allskonar starfa. í sléttufylkjunum voru 26,000 umsækjendur, er eigi hafði ver- ið hægt að veita atvinnu, og 10-, 000 atvinnutilboð 13 maí. Hafði atvinnuleysingjum fækkað um 5,000 frá því sem var 15 arpíl, þrátt fyrir óhagstætt veðurfar og hættuleg flóð. Sáningu og annari jarðyrkju- vinnu hefir seinkað mjög, vegna þess hve tíðin hefir verið slæm, en með sáningunni hefir þörfin og eftirspurnin eftir mönnum til akuryrkjuvinnu stöðugt aukist. Er vinnukraftur nokkurn veg- inn nægilegur hér í nærliggj- andi héruðum, nema í Saskatche- wan, en þar fréttist að hánn sé tæplega nægur. í trjáviðarframleiðslunni, — logging — hefir verið lokið við allan vor-undirbúning, og hafa allma'rgir menn, er við það hafa unnið yfir veturinn, leitað til sléttafylkjanna eftir bænda- vinnu. óvanalegur atburður í Gambot við Panama skurðinn fór nýlega fram kveðjuhóf fyri- ir einn af starfsmönnum Panama skurðar-félagsins á einkennilegri og undarlegri stað, og undir fá- arsvæðinu. Fóru fangarnir til verks, út- veguðu sér leyfi frá hlutaðeig- andi yfirvöldum til þess að halda hófið inn'an veggja fangelsins, og slóu svo upp rífandi veizlu í borðstofu tugthússins. Mrs. Lindstrom, sem viðstödd var þar með manni sínum, gáfu fangarnir vandaða leðurtösku að skilnaði. Framkoma Kapt. Lindstroms og ráðsmenesku allrar í fanga- gæzlustarfinu, öll þessi ár, var minst lofsamlega og maklega í ræðum, er tveir enskumælandi fangar héldu, og einn á spán- versku? Töluðu þeir fyrir hönd allra hinna. Gátu ræðumenn ekki nógsamlega lofað réttsýni og mannúð Kapt. Lindstroms, er aldrei hefði brugðist, — öll þessi ár, í sambúð og viðurgerningi við fangana. Hafa yfirvöld Panama-svæðis- ins lýst því yfir, að atburður þessi sé svo sjaldgæfur og ein- stakur, að ef til vill hafi slíkt aldrei áður komið fyrir í allri begningarhúsa-sögunní. Sýnir hann áþreifanlega, — hversu mannúðleg og göfug framkoma má sín gagnvart þeim, sem í ógæfu rata á lífsleiðinni, og frelsinu eru sviftir um lengri eða skemri tíma. Jafnvel forhert- ustu úrhrök mannkynsins, eiga sínar tilfinmngar. HITT OG ÞETTA Mrs. Clarence McGee, 90 ára að aldri, frá Moira, N. Y., var ný- lega að ferðast og njóta hveiti- brauðsdaganna! Kvaðst hún ekki kæra sig koll- óttan, þótt stjórnin svifti sig gamalmennastyrknum, af því að hún giftist 37 ára gömlum vinnu- manni á bóndabæ. Sagðist hún miklu heldur vilja hafa ungan og sterkan mann, en ómerkileg- an ellistyrk! Sagan getur ekki um hvernig manngarminum líður yfir þess- ari ráðabreytni, ekki hefir hann átt kerlinguna til fjár. — Hvað kemur næst? • Prince Edward eyjan, sem um langt skeið hefir verið þrotalend- ingarstaður Canada. hvað vín- vann snertir, efnir til kosninga á 235 kjörstöðum 28 júní um á- fengisbann. Um 50,000 manns eru á kjör- skrá. Verða þeir látnir kjósa um, hvórt þeir vilja styðja nýtt frum- varp, er leyfir eina flösku af (wine) víni eða sterkara áfengi, eða einn kassa af öli á viku, eða hvort þeir vilja greiða atkvæði sitt með gamla frumvarpinu um algert bann áfengfa drykkja. x * Ferðakostnaður ráðherra Sam- bandsstjórnar ráðuneytisins, — nam alls $48,568 á fjárhagsárinu sem endaði 31 marz, 1947, og $32,021 á árinu þar á undan. Sýndu þingskýrslur þessar upp- hæðir. Mestur varð einstaklings- ferðakostnaðurinn á árinu í sam- bandi við ferðalög Hon. Brooke Claxton, landvarnarmálaráðh., en sá kostnaður nam í alt $7,314. Var í þessari upphæð innifalinn kostn aður við ferðalög erlendis, er hann sótti friðarráðstefnuna í París. * Forsætisráðherra Egyptalands Mahmoud NoKrahy Pasha, hefir sent ákæruskjal til þings S. þjóð. í Lake Success þess efnis, að 2 Zionistar, er handteknir voru ná- !ægt Reged, hefðu játað að hafa kastað taugaveikis og blóðsóttar- gerlum, sóttkveikjuefnum í vatn, sem hersveitir Egypta not- uðu til drykkjar. Hefir eitthvað svipað þessu áður verið leikið í hernaði, en fremur er það and- styggileg og óhugnanleg aðferð til þess að sigarst á óvinunum, og Egyptar þykjast hafa sannan- ir í höndunum, að þetta ódæði; hafi verið gert. Ákveðið hefir verið af yfirvöld- um Breta og Ameríkumanna, — Anglo-American Command — að hin eina úrlausn vandræðamál- anna um Trieste, sé að þetta land- svæði gangi aftur undir ítalíu. Ársfjórðungsskýrsla Sambandsþ. kvað svo að orði, að afhendingu Trieste ætti að vera þannig hagað til þess að sefa óeirðirnar og stilla til friðar eins og mögulelgt er á þessu landsvæði, sem nú er, og hefir undanfarið verið undir erlendri vernd, áður en hersveit- ir Sambandsþjóðanna verða flutt- ar þaðan. • Fjármálanefnd þingsins, sen- atsins, í Bandaríkjunum hefir nýlega samþykt með 12 atkvæð- um gegn engu, eða með öðrum orðum, í einu hljóði, skattaf- náms-frumvarp á "oleomargar- ine", er áður hafði gengið í gegn í neðri deild þingsins. Nefndin bætti því við sam- þyktina, að fara þess á leit við almenn matsöluhús, sem notuðu litað "margarine", að þau aug- lýstu það á spjöldum, á þeim stöðum, sem væru fyrir allra augum. • Af þeim 2,350 nýju byggingum —house units — sem stjórnin, samkvæmt frétt frá Ottawa hefir ákveðið að reisa handa gifjum herþjónustu-mönnum á f járhags- árinu sem endar 31. marz, 1949, eiga um 538 að vera bygð á ýms- um stöðum í Manitoba. Sem stendur, hefir aðeins verið ákveðið að reisa fjögur "units" í Saskatchewan, og verða þau í Dundurn. • Pólland og Frakkland hafa undirritað 5 ára viðskiftasamn- inga. Frakkland á að byggja Pól- verja upp með $60,000,000 virði af bílum og vélknúðum vögnum, vélum af ýmsri gerð og öðrum varningi. Pólland á svo að borga alt þetta í kolum. * Mikið er talið um það í Tokyo og talið mjög líklegt, að Hiro- hito keisari leggi niður völd 15. ágúst næstkomandi. Myndi sá at- burður verða látinn bera upp á þann dag, sem stríðinu lauk; en svo komast Japanar að orði um þann atburð, í stað að segja eins og satt er, að þeir hefðu gefist upp. Frá Aþenu á Grikklandi heyr- ist haft eftir stjórninni, að 1,854 skæruliðar hafi fallið, og 3,290 fangaðir í árásum síðan 15. apríl. Af hersveitum stjórnarinnar, er talið að hafi fallið um 1,502. SKÓLA-UPPSÖGN Námskeiðinu í íslenzku, sem haldið hefir verið uppi í River- ton á s. 1. vetri, lauk með sam- komu í Parish Hall 29. maí. Á skemtiskrá voru böm er á ís- lenzku fluttu ljóð og sögur og sýndu smáleiki, er mikla ánægju vakti hjá áheyrendum. Á skólan- um voru 36 börn, er kenslu nutu stöðugt. Forseti samkomunnar var Sveinn Thorvaldson, M.B.E., er "önnur hönd" skólans hefir lengst af verið, en kennarar skól- ans hafa verið Mrs. V. Bene- diktsson, Mrs. O. Coghill, Miss K. Skúlason, en við söng hefir ensk kona aðstoðað, Mrs. Cuddy, kennari. Þakkaði forseti kenn- urunum fyrir hönd allra er ís- lenzku unna starf þeirra. Fram- burður barnanna þótti góður á því sem þau fóru með. Það er nú stundum sagt, að slíkt sé fyrir- fram æft og er það að vísu satt. En þegar ung stúlka flytur með góðum áherzlum alt kvæðið "Sandy Bar" eftir G. J. G. eins of Fern Hallson gerði, yljar það þeim sem ekki eru úr steini gerð- ir. Og vissulega ber það kensl- unni og starfi skólans gott vitni. Samkoman var ágætlega sótt, enda er ekki um það að villast að eldra fólk alt ann íslenzku hér enn og starfi, sem laugardags- skólans. Að lokinni skemtiskrá var sezt að ókeypis veitingum. TIL GUTTORMS J. GUTTORMSSONAR Úr bréfi Vísnabróðir vorsins glóð þú vaktir hlóðum mínum: andrík ljóð þú átt, og góð enn í sjóði þínum. Ei skal taka því með þögn, þó að braki í súðum, meðan vakir eilíf ögn undir klakahúðum. Vetraráttin missir mátt; magnast þáttur svarðar: ylsins gáttir opnar brátt æðasláttur jarðar. * Örfast blóð um æðagólf ungan gróður tryllir: straumaflóðið hjartahólf himinglóðar fyllir. Til beggja handa bráðið hjarn brýst um granda væna: vorið andar, eins og barn yfir landið græna. S. E. Björnsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.