Heimskringla - 12.01.1949, Blaðsíða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 12. JANÚAR 1949
RUTH
Þýtt hefir G. E. Eyford
Því miður hafði hann gert alvöru úr þess-
um hugsunum, og hafði nú fengið þessa konu,
þessa hofmóðugu konu, sem ekki áleit það ó-
maksins vert að sýna honum hina minstu alúð,
og sem hrylti við, jafnvel að snerta hans hrjúfu
hendi.
Hún sat hugsi og ásakaði sig fyrir það sem
hún hafði gert, og mældi með augunum bylið
milli sín og hans, og hugsaði: Hvað gagnaði það
nú, þó eg flýði til enda veraldarinnar? Eg væri
jafn ófrjáls fyrir því! Þetta band sem nú hefur
verið sett á mig í morgun fyrir altarinu, er sterk-
ara en stálhlekkir, það bindur tvær manneskjur
svo fast saman, að þær verða að einni. Eg er ekki
sjálfstæð framar — hinn helmingurinn passar
það!"
Ef fram að giftingar athöfninni kvíðin var
yfirsterkastur, þá tók nú hatrið yfir hendina í
hug hennar. Hvernig þessi heiftar æsing gjör-
spilti hennar innri manni, birtist hið ytra í hinu
hatursfulla augnaráði, sem honum gat ekki dul-
ist. Þetta hugar ástand hennar var orsokin, til
þess að hún misti að mestu sitt ytra fegurðar út-
lit; það samsvaraði illa hinni dýrðlegu náttúru
fegurð sem alstaðar blasti við, hvert sem litið
var.
f nágrenninu við Bolavia, er allt landið þétt
sett ávaxtatrjám, aldingörðum og piriha plant-
ekrum ásamt heimilum, bæði hinna fátækustu og
ríkustu.
Allt í einu opnast útsýnið til beggja handa
langt í burtu sést til skörðóttra fornra elldfjalla
bera við heiðbláan himinin, en landið í kríng,
svo langt sem augað eygir er ein óslitin slétta,
þar sem hinir innfæddu rækta helstu lífs nauð-
synjar sínar. Þessari sléttu er skift í beð eða
spildur, með skurðum, sem fyltir eru vatni og
smá uppistöðu tjörnum. Til þess að geta ræktað
þessa frjósömu sléttu, nota menn hvem smálæk
sem kemur ofan úr fjöllunum, til að fylla með
skurðina. Er lengra kemur inn í landið, verður
það öldumyndaðra. Við Buitentorg sést hin
skrautlega höll landstjórnans, þaðan er hið dýrð
legasta útsýni yfir Tjidanfljótið þar sem það
rennur í gegnum breiðan dal, þétt vaxin pálma-
trjám og alslags ávaxta-trjám. Milli ávaxta-
trjáanna sáust hópar hinna innfæddu, sem voru
að tína alslags ávexti af trjánum. Á auðari svæð-
um voru hús þeirra bygð úr bambusreyr og líkt-
ust stórum körfum. Hús Evrópumannanna voru
bygð úr gulleitum steini.
Það var ekki komið sólarlag þegar lestin kom
til Tjanddur. Það varð engin töf við járnbraut-
arstöðina, því vagn Mr. Bordewicks, með tveim
australiskum gæðingum fyrir beið þar. Vagnin
var á háum hjólum, eins og þar tíðkast.
Það mátti strax sjá að hestarnir voru óþolin-
móðir að bíða. Þeir spörkuðu í jörðina af óþolin-
mæði og fjöri svo vagnin hristist, svo það var
ekki hyggilegt að vísa frá sér hinni hjálpandi
hendi, sem henni var rétt, en hún komst upp í
vagnin af eigin ramleik. Hinn innfæddi keyrslu-
maður, fór upp í vagnin, á bak við herra sinn,
sem sjálfur tók taumana, og hestarnir þutu á
stað með feykna hraða, gegnum þennan litla
fallega bæ.
Meðfram veginum voru háir bambus runnar
og blómstrandi garðar, ásamt busc blómum með
sínar tignarlegu stóru rauðu blómkrónur, sem
skáru svo vel af við hin stóru myrkbláu lauf. —
Eftir veginum komu þeir innfæddu með byrgðar
af ávöxtum, sem þeir ætluðu að selja kínversk-
um smákaupmönnum, sem höfðu búðir til og frá
meðfram veginum.
Það sem var, ef til vill mest eftirtektarvert
er inn í landið kom, og var meir áberandi en í
Batavía, var hinn þrælslegi ótti sem innfædda
fólkið bar fyrir Evrópu mönnunum. Hvar sem
vagnin fór stóðu karlmennirnir berhöfðaðir, eða
krupu niður og snexu andlitunum frá. Konurnar
reyndu að komast inn á hliðarbraut, eða ef hægt
var að komast í húskofana sína; börnin skriðu
organdi inn í burknirunnana og ungabömin sem
mæðumar bám á bakinu stungu litlu höfðunum
sínum ofan í birrðar pokan sinn.
Hversu mikið sem Ruth var niðursokkin í
hugsjónir sínar, gat þetta varla dulist fyrir aug-
um hennar.
“Hvað er um að vera, hvað gengur að þessu
fólki”? hugsaði hún. Eftir að hafa skimað í all-
ar áttir til að reyna að sjá, hvað var valdandi
þessari hræðslu, komst hún að þeirri niðurstöðu
að það væri vagnin þeirra, sem orsakaði allt
þetta uppþót, og óttaslegin horfði hún á mann-
inn sinn.
“Þeir þekkja hann allir, og hræðast hann”,
hugsaði hún. “Guð minn góður! hverslags ótta-
legur maður hlýtur hann að vera, þegar menn,
konur og börn flýja strax er þau sjá hann!”
Hinn sami sljóleiki féll nú yfir hana, eins
og í bátnum, og sem kom henni til að fara upp
að altarinu, það var uppgjöf allrar mótstöðu, og
hún hugsaði sem svo: “Ef þú fylgir honum ekki
þá ertu glötuð”.
En svo talaði önrfur rödd í eyru h^nnar, er
sagði:
“Ef þú fylgir honum, þá veistu ekki hvenær
hann kann að taka upp á því, að draga þig á hár-
inu! Já, hver veit hvaða þrælmensku hann kann
að beita! Fjöllin, þau þegja og þessar vesalings
brúnu manneskjur, sem ekki þora að líta upp,
mundu aldrei þora að klaga hann. Kvalið þig
getur hann, drepið þig getur hann, en það bærist
aldrei til eyrna yfirvaldanna, að það sé einnri
hvítri konu færra í landinu, og þegar ættingjar
þínir spyrja eftir þér, mundi hann finna ráð til
að dylja það!”
Þannig var hennar æsta íímyndun, að mála
hinar fjærstæðustu myndir í huga hennar, —
þangað til hún var búin að gera sig svo æsta, að
engin skynsamleg hugsun komst að í huga henn-
ar. Þegar þau voru komin út úr þorpunum, sem
voru fram með veginum, lá vegurinn gegnum ó-
• bygt svæði, þar sem engin hús né manneskjur
voru sjáanleg. Vegurinn lá milli hárra kletta-
belta og djúpra skurða. Hún sat skjálfandi í
hnipri í sætinu. Af og til leit hann hræðilega út-
undan sér til hennar, og til þess að gera illt enn
verra, fór nú að dimma, svo nú gat hún ekki haft
hemil á sér lengur.
“Eg — vil ekki lengur”, hvæsti hún í ofboði
skelfingarinnar; en vegna hjólaskröltsins heyrð-
ist ekki hvað hún sagði. En er hún endurtók
sömu orðin, heyrði Mr. Bordevick hvað hún
sagði, og sneri sér að henni.
“Já — vil fara til baka!” stamaði hún.
Hann virti hana undrandi fyrir sér.
“Hvert, ef eg má spurja?”
“Heim — til Þýzkalands — til ættingja
minna! Eg hef yfirvegað það — eg — eg get
ekki verið með þér — eg get ekki!”
Þrátt fyrir að skuggsýnt var orðið, gat hún
séð fyrirlitningar svipin á andliti hans.
“Mér þykir fyrir því”, sagði hann kalt. “Það
er nokkuð seint nú fyrir þig að taka þá ákvörð-
un”.
Málrómur hans og svipur svipti hana öllu
sjálfs valdi.
“Eg fer ekki lengra”, sagði hún og greip í
taumana. Hestunum brá við, og voru næstum
komnir útaf veginum, ofan í djúpan skurð, svo
hlupu þeir á stað í fælnislegu ofboði. Það tók
nokkrar mínútur þar til Mr. Bordewick gat
þvingað þá til að hægja á sér. Svo sneri hann
sér að Ruth, sem sat þar og hélt sér dauðahaldi
í vagnsætið.
“Segðu mér, hvað heldurðu að eg sé í raun
og veru?” sagði hann.
“Eg”, sagði hún, hrædd við að heyra þann
sorgarblæ, sem var í málromi hans
“Já, kannske þú takir mig fyrir mann, sem
tekur sér til þakka, hvað sem honum er boðið?
Fyrir einhvern góðmótlegan bjána sem umhugs-
unarlaust lætur eftir öllum dutlungum þínum?
Hann, góðmótlegur?”
“Ó, guð, nei”, sagði hún með hryllingi.
“Það er þó það, sem mér sýnist. í morgun í
kirkjunni, lofaðir þú ýmsu, sem þú virðir að
vettugi nú. Þú heldur að það geri ekkert til,
það megi skoða það sem hvern annan skopleik.
Eg er engin leikari; eg tek hátíðleg loforð alvar-
leg. Heim viltu fara! Gott, þitt heimili er nú í
mínu húsi, og við erum á leiðinni þangað .
Þar var nú engin harmatónn í málrómi hans.
Kalda látbragð var bara brynja til að skýla innri
og óhagganlegri ákvörðun hans. Ruth, sem var
svo vön að hafa sinn vilja fram í smáu sem stóru,
fanst nú, sem hún væri í járngreipum; hún stóð
allt í einu upp í vagninum.
“Eg vil heldur liggja sundurmarin á veg-
inum, en vera undir hans yfirráðum , hugsaði
hún. En áður en hún gat hlaupið út úr vagnin-
um, fann hún hvernig hún var gripin með
sterkum armi og sett niður í vagnsætið.
“Ætlarðu að hálsbrjóta þig?” spurði hann.
Hún svaraði engu, en reyndi af öllum mætti
að losa sig úr þessum jámgreipum.
“Þú mátt trúa því”, sagði hann stillilega,
“að það fer best um þig hérna í vagninum, því
þó þú kæmist ómeidd ofan þá finnur þú ekki
leiðina til baka til Tandjur. Auk þess er þetta
pláss ekki óhult fyrir tigrísdýrum”.
“Það er ekkert tigrisdýr eins hræðilegt og
þú!” stamaði hún.
Án þess að taka hið minsta tillit til þess er
hún sagði, hélt hann áfram:
“Viltu nú ekki sitja róleg?”
“Nei”, sagði hún, og horfði á hann með æðis-
fullu augnaráði.
“Jæja, þá segi eg þjóninum að halda þér.
Það getur engin þjónað tveim herrum, og eg hef
nóg með að stjórna hestunum”.
Að vera minnt á að þjónnin var í vagninum
hafði sína þýðingu. Hún hafði í þessu æðis á-
standi alveg gleymt þessu þegjandi vitni, sem
sat í baksætinu. Hann sá hversu henni brá við,
svo hvernig hún leit á þjónin.
“Þú getur verið róleg”, sagði hann. “Hann
skilur ekki eitt einasta orð í Þýzku. En eg varð
að segja honum að —”
“Burt með handleggin þinn”, sagði hún í
ofsa æsingu.
“Þú lofast þá til að stija kyr?”
“Já, já! Eg lofa öllu, bara ef eg fríist frá
því að þú snertir á mér! Eg hata það, eins og eg
hata þig. Já, hata!” endurtók hún. Maðurinn
þarna í baksætinu skilur ekki Þýzku, og hennar
brennandi æði varð að brjótast út, ef hún átti
ekki að kveljast. *
“Strax í morgun, er eg sá þig, sagði eg við
mig sjálfa: eg hata hann, og held áfram að hata
hann, fyrir allt — allt er svo fráhrindandi, þessi
bolalegi bóndablær, þetta hræðilega rauða skegg
________>»
Hún, eins og var hálf hissa á sjálfri sér, og
auk þess var hún ekki vön að tala með slíkri
frekju til neinna. Auðvitað hafði engin móðgað
hana eins og þessi maður og — hvað hann kvaldi
hana — bara hún hefði getað hlaupið út úr vagn-
inum, þá læi hún nú dauð á veginum.
Þrátt fyrir þessar örvinglunar hugsanir, leit
hún þó af og til á Mr. Bordewick, þessa bolalegu
bónda-mynd, sem nú bar svo glöggt við nætur
himinin, er tunglið var að koma upp. Hann
þagði svo lengi — var vafalaust að hyggja á
hefnd. Svo skalf hún aftur af angist. En Friss
Bordewick, var ekki maður sem lét slík orð hafa
mikil áhrif á sig, því persónuleg fáfengilegheit
átti hann ekki til. Að hann þagði var vegna
þess, að hann vildi gefa henni tækifæri til að
ljúka við lýsinguna á sér.
Þar er hún sagði ekki meira, sagði hann ró-
lega en alvarlega:
“Úr því þetta var fyrsta álitið sem þú fékkst
á mér, því snérurðu ekki strax til baka?”
“Já”, svaraði hún, og beit saman tönnunum.
“Það er sem eg hefði átt að gera”.
“Auðvitað, það var skylda þín að gera það.
Það sem byrjað er með hatri, er líklegt til að
enda með hafcri. Hjónaband sem grundvallað er
á hatri, verður hreint helvíti á jörðu. Þú gerðir
bæði þér og mér afskaplega mikið rangt til, er þú
giftist mér”.
Hún leit upp, alveg hissa. Hvað var hann að
segja? Vildi hann reyna að velta óhamingjunni
yfir á hana, sem hann hafði tælt hingað í ólukk-
una? Svei, hversu ómannlegt! Hún stóð upp.
Með ofsafengnu útliti og málrómi, sem strax
gaf til kynna fyrirlitningu hennar og spurði:
“Og þú — kannske þú sért saklaus af þessu
— gastu ekki, ef þú hefðir viljað hindrað þessa
giftingu?”
“Nei”, svaraði hann rólega, “eg gat það
ekki!”
“Auðvitað ekki!” sagði hún í háði. “Því
hefðirðu svo sem átt að gera það? Það hefir vist
verið ómögulegt fyrir þig að sjá hvernig mér
leið!”
“Hvaða gagn hefði verið í því, þó eg hefði
strax getað lesið tilfinningar þínar í andliti
þínu?” svaraði hann. “Eg þurfti ekkert að
segja”.
“Svo! og hvers vegna ekki?”
“Eg held það sé auðskilið. Eg hafði svo
mikla ástæðu til að vera þér þakklátur fyrir að
þú komst, að það hefði átt illa við, að eg hefði
farið að fara þess á leit, að fá gefna eftir trúlof-
unina strax er eg sá þig. Eftir minni meiningu,
þá var nærri því of mikið að spurja þig, hvort þú
óskaðir að giftingin færi fram”.
Henni fanst hann hafa snúið á sig, og þagði
um stund. Jú hann var að segja satt; hann hafði
spurt hana að því í bátnum, en með svo ógnandi
svip, að henni kom ekki til hugar að það væri
alvara.
“Og þú meintir það á heiðarlegan hátt?”
spurði hún.
“Á heiðarlegan hátt?” endurtók hann, særð-
ur og undrandi.
“Það er að segja — eg meinti; mundir þú
ekki hafa haft neitt á móti því að giftingunni
hefði verið frestað — eða — eða kannske þú
hefðir helst viljað að giftingin hefði aldrei átt
sér stað?”
“Skilyrðislaust! Eg vildi ekki segja svo
stórt orð, að eg findi til haturs, er eg sá þig, en
mín fyrsta tilfinning var óbeit!”
Hún roðnaði út að eyrum.
“Ó, það hefði mér betur dottið í hug”, sagði
hún stamandi.
“Það er ávalt best að vera hreinskilin, bæði
við sig sjálfan og aðra”, sagði hann.
Hún rykkti höfðinu aftur á bak, og horfði á
hann með hatursfullu augnaráði, en er hún
reyndi að finna orð til þess að hefna sín með;
fann hún ekkert. Hverju hafði hún svarað í
morgun? “Eg finn allt eins og um var talað”,
og þó hafði hún í virkilegleikanum ekki fundið
neitt eins og hún bjóst við. Hversu hræðilegt að
standa þar sem lygari, fyrir framan mann, sem
þekkir ekki hinar einföldustu kurteisis reglur,
sem sagði blátt áfram, að hann hefði fundið
óbeit, strax er hann sá hana. Hræðilegt! —
Á-nei, það var sama hvað honum sýndist um
hana, sama hvað hann hugsaði; það sem var
hræðilegast var, að hún skyldi eiga að lifa saman
við þennan mann, tilheyra honum með líkama
og sál.
A& hugsa sér að hún hafði í morgun frelsi
sitt í hendi sér! Eitt orð á réttum tíma, og hún
væri enn Ruth Hillern, og gæti haldið áfram að
vera það, þangað til lukkan, — hin stóra lukka
— kæmi annarstaðar frá. Nú dugðu engin orð
lengur. Engin? — Mundi hún vinna það með
vingjarnlegu viðmóti, sem hún gat ekki unnið
með hæðnislegum og hofmóðugum orðum?
Ur því honum ekki einusinni leist á hana,
þá gat hann ekki kært sig um að halda henni hjá
sér.
Er hún reyndi að tala í mildari róm, fékk
hún strax hjartslátt.
“Mr. Bordwick, þú sagðir rétt nýlega, að
hjónaband sem væri grundvallað á hatri, væri
helvíti á jörðunni fyrir manneskjurnar.”
Hann kinkaði bara kolli.
“Er það þá anuðsynlegt — alveg óhjákvæmi-
legt, að það verði okkar hlutskifti?”
“Þú glejrmir því, að það er nú þegar okkar
hlutskifti.”
“En það eru ekki allar leiðir lokaðar. Hve
oft kemur það ekki fyrir að nýgift hjón skilja,
og það strax eftir giftinguna.”
“Já, það á sér stað, en mér finst það undar-
legt, að gefið loforð fyrir altarinu skuli fólk
ekki virða meir en skóna sem það gengur á, og
getur hent af sér þegar það kemur út úr kirkj-
unni, ef því svo sýnist. Hvað mig áhrærir þá
hef eg lofað, og er fast ákveðinn í, að uppfylla
mínar skyldur við þig. Það réttasta væri að þú
vildir taka þér hinn sama ásetning gagnvart
mér.”
“Og ef eg svo gerði það ekki?” sagði hún
hnuggin.
“Þá væri það sjálfri þér.verst,” svaraði hann
rólega. Hún sá að það var þýðingarlaust að segja
meira. Hún hugsaði sem svo, að þessi stóri lík-
ami hefði tekið meir en sinn skerf af sálar hæfi-
legleikunum, iþví það væri ekki hugsandi að
vinna hann með skynsemi, og með því að fara
bónarveg. Það var nú þess líkast, að hún færi að
biðja hann um náð! Nei, heldur að deyja — já
deyja! Dauðinn hlaut að koma, hvort sem var á
einn eða annan hátt — þegar það kæmi til þess
versta. En (það var ennþá von. Meðan hún var að
velta þessum hugsunum fyrir sér voru hestarnir
að fara upp brattan veg upp háa hæð, með mikl-
um hraða, og svo ofan í dal, með enn meiri hraða,
þetta hefði verið hinn skemtilegasti keyrslutúr
fyrir hvern sem hefði getað notið þess. Sumstað-
ar stóðu stór pálmatré og önnur tré á báðar hend-
ur, eins og múrveggur, og svo alt í einu slétt-
lendi eða lágir hálsar, og þar á milli smábæir,
sem glitruðu í mánaskininu, eins og þeir væru
umvafnir silfurglans.
f meir en klukkutíma höfðu þau setið þegj-
andi, niðursokkin í hugsanir sínar, þá benti Mr.
Bordwick alt í einu á ljós í fjarska: “Þarna er
Sukawangi. Eitt verð eg að segja þér áður en
við komum þangað. Við þurfum tíma til að venj-
ast hvort öðru. Eg gef þér fyrst um sinn frelsi
—það er að segja, þú mátt auðvitað til að búa í
húsinu mínu, og haga þér samkvæmt hússins
venjum og reglum — eg þarf ekki að segja
meira, — þú skilur mig!”
Já, hún skildi og létti fyrir hjartanu.
“Hve lengi?” spurði hún og leit niður fyrir
sig.
“Látum okkur segja, fjórar vikur.”
Hún hugsaði, að innan fjögra vikna mundi
sér opnast einhver vegur til að sleppa undan
iþsessu þrælkunar oki.
18. KAFLI
Tíu mínútum síðar stönsuðu hestarnir fyrir
framan afar stórt hús, með stórum opnum forsal,
sem borinn var af mörgum útskornum súlum.
Án þess að líta til hægri eða vinstri, fann
bara til hve stirð og þretyt hún var, gekk hún
gegnum forsalinn. Mr. Bordwick gekk á undan,
og opnaði hurðina að stórum sal, með dreifðum
húsmunum. Þessis salur, ásamt hliðar herbergi
var henni ætlað, sagði hann, er hann fór út.
Hún stóð þar fáein augnablik og leit yfir
herbergið, en er hún heyrði ekki lengur fótatak
hans, féll hún, fremur en settist niður á næsta
stólinn, studdi olnbogunum á mahogní borð, er
hún settist við og huldi andlitið í höndum sér.
Þessi hugaræsisng sem hún hafði verið í
alla leiðina, snerist nú í líkamlega þreytu og út-
taugun.
Hun hafði rett með naumindum komist
°fan úr vagninum og inn í húisð, og nú óskaði
hún ekki eftir neinu í heiminum, öðru en að
mega liggja þar sem hún var komin.
En það fékk hún ekki lengi.
Hún heyrði einhverja rödd fyrir utan dyrn-
ar, eins og í fjarska, og er hún leit upp, sá hún í
dyrunum háan og grannan Java mann í hvítum
jakka með rauð uppslög. Hann hafði sveipað
mislitum dúk um höfuð sér, og á handleggnum
bar hann stórt hvítt handklæði.
Hann talaði til hennar, og hneigði sig djúpt,
og leit niður fyrir sig, sönn mynd ótta og auð-
mýktar. Hún skildi auðvitað ekki hvað hann
sagði, en hún mundi að maðurinn hennar hafði
sagt eitthvað um, að maturinn yrði til eftir fim-
tán mínútur, þegar þau gengu inn.