Heimskringla - 12.01.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 12. JANÚAR 1949
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
Maðurinn, sem íslenzkaði Reykjavík
Þegar Ulstrup landfógeti and-
aðist (1836) var Stefán Gunn-
laugsson sýslumaður í Gull-
'bringu og Kjósarsýslu, settur
landfógeti og bæjarfógeti í
Reykjavík. Stefáni er svo lýst að
hann hafi verið einkennilegur
maður, gáfaður vel, en undarleg-
ur 1 ýmsu, duglegur lögreglu-
stjóri og að öðru leyti góður em-
bættismaður. Þegar Dillon lá-
varður bjó hjá Mad. Sire Ottesen
(veturinn 1934 — 35) kyntist
hann Stefáni og segir svo um
hann: “Hann var liðlegur,
skemtilegur maður, ef til vill full
hreykinn af sýslumanns tign
sinni og vildi gjarna að aðrir
hefði sama álit á henni”.
Eg hygg ag dómur sögunnar
verði sá, að Reykjavík hafi aldrei
átt röggsamara yfirvald en hann
var. Og hann er fyrsti embættis-
maðurinn hér, sem af brennandi
áhuga reynir að útrýma þeirri ó
menningu sem hér var á öllum
sviðum, og hikaði ekki við að
beita embættisvaldi sínu til þess.
Hann hefir sennilega fyrstur
manna hafist handa um það að
koma í veg fyrir umferðaslys, þvi
að hann gaf út bann við því að
menn mætti ríða hart um götur
bæjarins. Áður þótti hinn mesti
mannsbragur að því, að spretta úr
spori innanbæjar og sýna hvað
klárarnir gæti. Benti landfógeti
á aðgangandi fólki og bömum
gæti stafað hin mesta hætta af
slíkri gapareið og mundu allir
dæmdir til sekta, sem ekki
hlýddu banninu.
Hann vissi að margir fóru óvar-
lega með eld og ljós, og hver
hætta gat af því stafað. Þess
vegna gaf hann út áskorun til
allra húseigenda um það að sjá
um að allrar varúðar væri gætt
um meðferð á eldi.
Hann var og hvatamaður að
stofnun bæjarstjórnar í Reykja
vík. Það var eftir tillögu hans,
að Kreiger stiptamtmaður gaf út
4. nóv., 1836 erindisbréf í 18
greinum fyrir bæjarfulltrúa í
Reykjavík, en það nafn var áður
óþekt hér. Eftir þessu erindis-
bréfi áttu fulltrúarnir að vera
fjórir — þrír kosnir af húseig-
endum og úr þeirra Chópi, en sá
fjórði af tómthúsmönnum, sem
hæfir teldust til að fara með kosn
ingar rétt. Skyldi bæjarfógeti
tilnefna þrjá menn er hann teldi
hæfasta úr þeirra hópi til að vera
í kjöri, og svo kosið um þá. Var
fyrsti fundur kosinna bæjarfull-
trúa haldinn 20. nóv. 1836, og þar
með hefst saga bæjarstjórnarinn-
Árið 1838 fekk hann útmælda
byggingarlóð fyrir austan læk-
inn nokkuð fyrir sunnan brauð-
söluhús Bernhofts og reisti þar
timburhús, sem talið var þá feg-
ursta húsið í bænum. Þetta hús
stendur enn, en bygt var við það
síðar. Guðmundur landlæknir
Björnsson eignaðist þetta hús og
bjó þar lengi, en nú er það eign
ríkisins.
Sá var ljóður á, að enginn veg-
ur var að þessu húsi og lækurinn
óbrúaður fyrir framan það. —
Haustið eftir gengust bæjarfull-
trúarnir fyrir borgarafundi til
þess að ræða um vegarlagningu
að húsi bæjarfógeta á kostnað
bæjarins. Menn komu á fundinn
en svo gerðist sá merkilegi at-
burður, að þegar þetta mál kom á
dagskrá, hurfu borgararnir allir
af fundi, og varð það því hvorki
rætt né atkvæði greidd um það.
Varð bæjarfógeti því sjálfur að
kosta vegarspottann og setja brú
á lækinn.
Þetta atvik lýsir ofurlítið þeim
hugsunarhætti, sem þá ríkti í
bænum.
ar.
Hann var því mjög fylgjandi
að latínuskólinn væri fluttur frá
Bessastöðum til Reykjavíkur
vegna þess að hann sá að það
mundi hafa góð áhrif á bæjarlíf-
ið að helstu mentafrömuðir lands
ins ætti þar heima.
En lengst mun halda nafni
Stefáns Gunnlaugssonar á loft
barátta hans gegn dönskum á-
hrifum. Hann vildi gera Reykja-
vík að ‘íslenzkri menningarborg’
á fslandi og verður nokkuð sagt
frá þessu hér á eftir.
Hús Stefáns stendur enn
Þegar Stefán varð sýslumaður
í Gullbringu og Kjósarsýslu,
settist hann að í svonefndum
Brúnsbæ, sem var nr. 4 við Tjarn-
argötu. Brúnsbær var upphaflega
beykishús “innréttinganna” en
svo eignaðist ekkja Bruuns
fangavarðar bæinn og bjó þar
lengi. Upp frá því var hann kall-
aður Brúnsbær og var hinn
myndarlegasti. — Um 1830 var
hann rifinn og timburhús bygt á
ióðinni. Bjuggu þarna margir
merkir menn auk Stefáns, svo
sem Savignac, Jörundur hunda-
dagakonungur, Bjarni amtmaður
Thorarensen, Einar Helgason
snikkari, faðir Helga E. Helga-
sonar skólastjóra, Gísli Magnús-
son adjunkt og Steingrímur
Thorsteinsson skáld.
Ekki þjó Stefán þama lengi.
Fyrstu tilþrifin
Stefán var fyrst settur land-
fógeti 1836, en sama ár var em-
bættið veitt Morten Tvede sýslu-
manni í Suður Múlasýslu. En
honum mun hafa þótt embættið
umsvifamikið og vandasamt. —
Nokkuð er það, að ári seinna
fengu íþeir Stefán konungsleyfi
til þess að hafa embættaskifti.
Gerðist nú Stefán land- og bæj-
arfógeti og bélt því embætti úm
10 ára skeið.
Þegar Stefán tók við bæjarfó-
geta embættinu var mikill
drykkjuskapur og óregla í Rvík
og ryskingar tíðar. Kaupstaður-
inn var að visu ekki stór, miðað
við það sem nú er, því að íbúar
voru ekki nema um hálft sjöunda
hundrað. En þá var selt áfengi í
hverri búð, bæði í flöskum og
staupatali. Og menn hímdu í búð-
unum alla daga ýmist til að
kaupa áfengi eða þá í von um að
fá einn og einn sopa úr lekabytt-
unni fyrir eitthvert viðvik. Búð-
ir voru þá einnig opnar á sunnu-
dögum. Átti það að vera gert til
þess að ferðamenn gæti verzlað
en reyndin varð sú, að þá var
mest megnis selt áfengi.
Þá var og “Klúbburinn” og
sátu menn þar að drykkju öll
kvöld og fram á nætur. Enn
fremur voru ýmsir sem seldu á-
fengi í laumi þótt það væri ekki
leyfilegt.
Klúbburinn var eina samkomu-
hús og veitingahús bæjarins, og
var ekki í annað hús að venda fyr
ir þá, sem vildu fá sér hressingu.
Þetta þótti Stefáni óhæfa. Hann
ákvað því að reyna að koma hér
upp kaffihúsi er drægi fólk frá
Klúbbnum. Gaf hann því út aug-
lýsingu til borgaranna og skoraði
á þá, sem vildu reka slíkt veit-
ingarhús að gefa sig fram. Og
nokkrum dögum síðar gaf hann
út aðra auglýsingu:
“Borgari í Reykjavíkurbæ, hr.
Einar Hákonarson hefir öðlast
rétt til að halda kaffihús, hvers
vegna gestir hér eftir munu ekki
þurfa að bregða þessum bæ um
að hér fáist ekkert að drekka
nema brennivín (Dáradrykkur),
cg þess vegna hljóti aðkomu-
menn jafnan að vera druknir, ser
til skaða og svívirðu”.
Stefáni var og mjög ant um
það að koma upp sem bestu lög-
reglu eftirliti í bænum. Þóttist
hann vita að bæjarbragur allur
mundi lagast ef hann gæti feng-
ið reyndan og áreiðanlegan lög-
regluþjón. Hann skrifaði því
Bræstrup yfirlögreglustjóra í
Kaupmannahöfp og bað hann að
útvega sér úrvals lögregluþjon.
Bræstrup útvegaði honum mann.
En hann reyndist Stefáni illa.
Þetta var Hendrichsen, er gerði
sig alræmdan hér í bæ með fram-
ferði sínu og drykkjuskap.
Danskur bær
Um þessar mundir var Reykja-
vík ekki íslenzk, miklu fremur
mátti telja hana danskan bæ. —
“Verzlunarstéttin var enn að
mestu leyti dönsk og verzlunar-
mennirnir íslenzku sömdu sig að
þeirra háttum. Alt var skráð á
dönsku í verzlunarbækurnar. —
Allar embættisbækur og nálega
allar réttargerðir voru færðar og
samdar á dönsku, þótt íslenzkir
væru embættismenn og málsað-
iljar”.
Þess er getið að Hoppe stipt-
amtmaður kærði það fyrir stjórn
inni 1845 og Grímur Jónsson
amtmaður hefði tekið upp þann
sið að skrifa sér bréf á íslenzku,
og vill að honum sé skipað að
skrifa öll bréf til sín á dönsku*).
Stefán getur þess á einum stað,
að þegar hann hafi tekið við em-
bættinu hafi látúnsplata verið á
skrifstofuhurðinni og á henni
staðið:
“Contoiret er aabent fra Klokk
en 9 Formiddagen til Klokken 2
Eftermiddagen og fra Klokken 4
— 7 Eftermiddagen”.
Málið í bænum var danska og
dönsku kaupmennirnir höfðu svo
að segja ráðið hér lögum og lof-
um.
Þetta líkaði Stefáni illa, en það
var þó ekki fyr en síðar að hann
reis upp gegn dönskunni. Þá var
hann þegar orðinn illa séður af
kaupmönnum fyrir afskifti sín af
áfengisverzluninni í bænum, og
skal nú fyrst frá því sagt.
Við ramman reip að draga
í þessari baráttu hafði Stefán
stiftsyfirvaldið oftast á móti sér
og var því við raman reip að
draga. Stiptamtmaður dró eigi
aðeins taum kaupmanna, sem hér
höfðu mestra hagsmuna að gæta,
heldur stælti hann einnig fólkið
gegn bæjarfógeta.
Um þessar mundir tíðkuðust
mjög hin orðlögðu “píuböll”, þar
sem jafnan var mikið um óreglu.
Stefán var ætíð tregur til að veita
leyfi fyrir slíkum dansleikum, og
ef hann gerði það, var það ætíð
með því skilyrði að dansleiknum
væri slitið eigi seinna en kl. 2
um nótt, “til þess að enginn verði
ófær til vinnu næsta dag”. En oft
synjaði hann um leyfi, og þá var
farið til stiftamtmannsins og
hann veitti leyfi.
Árið 1843 fekk Stefán leyfi til
ársdvalar erlendis og dvaldist þá
í Kaupmannahöfn. Þar komst
hann í kynni við “Hið íslenzka
hófsemdarfélag”, sem Hafnar-ís-
lendingar höfðu stofnað þá fyrir
skemtsu. Leist honum mjög vel á
þennan félagskap, og það varð
fyrsta verk hans, er hann kom
heim, að stofna hér bindindisfé-
lag meðal borgaranna og fekk
hann dr. Pétur biskup í lið við
sig. Félagið var stofnað 16. jan-
úar 1847 og voru stofnendur 24
en félagsmenn urðu seinna 32.
Þá hafði og verið stofnað annað
bindindisfélag fyrir skólapilta,
og var talið að um 100 manns
hefði veri& í þessum tveimur fé-
lögum, er flest var.
Nú mun Stefán hafa talið að
hann hefði komið ár sinni vel
fyrir borð og væri sér óhætt að
ganga á lagið. Rúmum mánuði
eftir að bindindisfélagið var
stofnað, gaf hann út svofelda
auglýsingu:
“Þeir, sem drekka og drabba,
samt styðja daglega krambúðar-
borðin, verða skrifaðir í bók og
fá engan styrk úr fátækrasjóði”.
Stiptamtmaður mun hafa litið
svo á kð bæjarfógeti hefði ekkert
vald til að gefa út slíka auglýs-
ingu, nema með sínu leyfi, og
enginn lagastafur væri fyrir
þessu. Mun úr þessu hafa orðið
*) Um Hoppe stiptamtmann
var kveðin þessi bænaskrá til
konungs:
Hvis endelig vi have maa et Bæst
til Ovrighed og Stiptamtmand
heroppe,
saa giv os da en veritabel Hest
istedetfor en dum og doven
Hoppe.
nokkur rekistefna, en Stefán
svaraði með nýrri auglýsingu 1.
júní:
“Landeyður, sem daglega
styðja krambúðarborðin, og sum-
part leita ekki sinnar atvinnu, en
súmpart svalla eða kaupa óþarfa,
geta ekki vænst seinna meir, nær
að herðir, að fá nokkurt lífsupp-
eldi af fátækrasjóðnum, þar eð
politíið mun um annast í tíma að
rita nöfn þeirra í sína bók, til
frekari löglegrar meðferðar skv.
kgl, reglugerð frá 8. jan. 1834 6.
°g 23 gr”
En svo lét hann ekki sitja við
þetta. Viku seinna gaf hann enn
út auglýsingu og var hún á þessa
leið:
“Þar eð sunnudagurinn er ætl-
aður til helgihalds og hátíðar
fyrir menn og skepnur, en það
lítur út fyrir að sumir, einkan-
lega þeir, sem vanhelga hann með
drykkjulátum og hangsi í búðum
hafi gleymt því lögmáli, þá finn
eg miig orsakaðan til að brýna
fyrir almenningi, að ekki sé leyfi
legt eða megi ætlast til, að kaup-
menn hafi verzlunarbúðir sínar
opnar nema frá kl. 4. e .h. nær
nauðsyn krefur að afgreiða land-
ferða- eða sjómenn, en engan veg
inn fyr en kl. 4 nema í lífsnauð-
syn, ef að höndum bæri, og að
öll verzlun fyrir téð tímabil er
. skýlaust fyrirboðin í tilskipun
frá 26. marz 1845, 1., 2. og 5. gr.,
hvað hér með auglýsist til nauð-
synlegrar eftirbreytni, undir eins
og eg brýni fyrir öllum hlutað-
eigendum, að skeinking áfengra
drykkja er ætíð fyrirboðið í verzl
unarbúðum, en þó mundi það
einkum verða athugavert, ef ein-
hvers staðar yrði lítið annað selt
á helgidögum en áfengir drykk-
ir, sem svo oft hafa orðið lands
og lýðs tjón”.
Þótt auglýsing þessi sé stíl-
uð til almennings, er auðfundið
að hún er beinlínis aðvörun til
kaupmanna, enda kom það fram
seinna.
Rosenörn stiptamtmaður
Hoppe lét af stiptamtmanns-
embætti á öndverðu ári 1847 og
tók þá við M. K. Rosenörn kamm-
erjunkar. Segir Klemens Jóns-
son að hann hafi verið duglegur
embættismaður, en Jón biskup
Helgason segir að hann hafi ver-
ið “röggsamt og viturt yfirvald”.
Þó fæ eg ekki séð að Reykjavík
hafi staðið neitt gott af honum.
Um afskifti hans af Reykjavík-
urmálum er það helst að segja
að hann fyrirskipaði að öllum
götum í bænum skyldi gefin nöfn
og öll hús tölusett. Hann fyrir-
skipaði einnig að á Lækjartorgi
skyldi haldinn markaður tvisvar
á ári, eftir danskri venju, og
markaðsdagar vera 8. — 10. maí
og 24. — 29. september. Sú fyrir-
skipun varð aldrei annað en dauð
ur bókstafur.
Hann ætlaði að ræna Reykja-
vík Ullarstofutúni, Hólakots-
túni (Biskupsstofut.) og Mels-
húsatúni. Helt hann því fram að
konungur ætti þessi tún. Þau
hefðu sem konungseign verið af-
hent “innréttingunum” á sínum
tíma, en þar sem þær væri úr sög-
unni ætti túnin að falla til kon-
ungs aftur. Þessu mótmæltu bæj-
arfulltrúar og lauk því svo að
konungur slepti öllu tilkalli um
túnin og fekk bærinn eignar-
heimild á þeim.
Barnaskóli hafði verið í
Reykjavík síðan 1830 og verið
haldið uppi með styrk úr Thor-
killisjóði. Það var eitt af Rosen-
örns verkum að taka styrkinn af
skólanum og var Reykjavík síð-
an barnaskóla laus í 14 ár.
Aftur á móti tókst honum að
hafa fé út úr íslendingum því að
hann efndi til samskota fyrir
ekkjur og börn danskra her-
manna, er fallið höfðu í stríðinu
við Þjóðverja og söfnuðust 6700
ríkisdalir.
Rosenörn var hér ekki lengur
en til sumarsins 1849. Þá var
hann kvaddur til Danmerkur og
gerður innanríkisráðherra. Von-
uðu þá ýmsir fslendingar, “að
hann kynni úr ráðgjafasessi að
reynast fslandi vinveittur og
styrkja hin stjómlegu áhugamál
landsmanna. Sú von rættist þó
ekki, nema síður væri”, segir dr.
J- H. Framh.
AFMÆLISFAGNAÐUR
Laugardagskvöldið 11. des. var
glatt á hjalla á heimili Páls
Stefáns Stefánssonar í Framnes-
þogar rúmir fimtíu vinir
ruddust inn til þess að sam-
gleðjast með Palla á 65. afmælis-
degi hans. Þessari viðhöfn stýrði
sú er þetta ritar. Var skemt með
ræðum,' söng og tveimur frum-
sömdum kvæðum, eitt frá B. J.
Hornfjörð, hitt frá Friðrik Sig-
urðson samið fyrir hönd Magnús-
ar Gíslason.
Var Páli gefinn hægindastóll,
fótaskemill og raflampi frá gest-
unum, nokkrar prívat gjafir og
skrautrituð skrá frá starfsnefnd
Árdals safnaðar, afhent af hr.
Magnúsi Gíslason, sem vottur
um hans mikla starf í kirkjumál-
um.
Páll þakkaði komuna með vel
völdum orðum.
Palli hefir lifað á fyrnefndu
heimili síðan hann flutti þangað
með foreldrum sínum 1901, þeg-
ar þau flúðu frá ísafoldarbgyð-
inni í flóðinu. Hefir það heim-
ili verið eitt af helztu heimilum
Framnes-bygðar, þar sem gleði
og góðvild hefir ávalt ríkt.
Palli er söngelskur maður og
hefir ávalt tilheyrt söngflokk-
um bygðarinnar, fyrir söfnuðinn,
fslendingadaga o. s. frv.
Hefir hann tekið þátt í sjón-
leikjum, og ávalt haft vandasöm
stykki og gert þeim góð skil.
Munu margir muna vel eftir
honum í mismunandi gerfum.
Palli hefir ávalt verið tryggur
vinur og góður nágranni, sýndi
það sig bezt í þessu tilfelli þar
sem unga fólkið í nágrenninu j
stóð fyrir þessari myndarlegu
veizlu. Mun það ef til vill vera í
minni hans og allra vinanna fyrir
lengri tíma.
Andrea Johnson
VINAR MÁL
Vissu þá hér vita menn,
vetur okkur kælir senn.
íslendingar eru þar,
altaf sömu hetjurnar.
Þeirra lund er þannig gerð,
þá ef kallar einhver ferð
eða veislu ætla til,
aldrei hræðast vetrar byl. —
Engan byl við hingað heim,
höfum fengið, — vel sé þeim,
sem að veðrið góða gaf,
greiði sá er sprottinn af,
velvild, — máttar mætum frá,
mannsins til sem heiðra á.
Vinur allra víst hann er,
verður reynslan þannig mér. —
Hér við ljúfan höfum fund,
hér er vina gleði stund.
Andans f jör er einkunn hans,
aldurshnigna bygðar manns.
Æfin því varð aldrei dimm,
árin sextíu og fimm.
Landnáms rún þó líta má,
letrið sézt þar höndum á. —
* ' í t
Félagslífi öllu ann,
ætíð bygð svo reyndist hann,
sannur hennar sonur var,
sýndi dugnað framsóknar.
Framnesbúar flytja þér,
fyrir það sem liðið er,
að ellin verði ætíð þín,
eins, — þá sól í heiði skín. —
Og nú vekja ætla eg máls,
í afmæli míns vinar Páls.
Hjartanlegt með handarband,
hér áð venju Isalands.
Þakka fyrir eitt og alt,
er frá byrjun þúsund falt,
sem hann hefir gert mér gott,
en greiðslu fyrir sýnt ei vott.
Óskum með eg ætla nú,
endurgjalda, — mín er trú,
signi gæfan sérhvert spor,
sem hann gengur meðal vor.
Og þótt verði aldur hár,
SYKUR T0MATAR
127o til 147«, sykurefni
Fyrstir allra tómata er framlelða
þroskaða ávexti
Hugsið yður marga
sæta tómata ávexti
með meiru en 12%
sykur. Ekkert líkt því
nokkru sinni áður —
Veitið athygli fegurð
og jafnvægi lima
avaxtarins, oft tvö fet
á lengd. Þœr eru
smærri en vanalega,
en útlitið og sætleik-
inn er svo mikill, a«
ekkert likt því hefii
áður sézt. Þœr halda
vel og eru fjarska
_ íar í fína rétti, sal-
at, sósur og juice o.s.
frv. —Ömótstæðileg.
Verið fyrstir að ná i
þær. Pantið nú.
(Pk. 15$ póstfrítt)
ætíð drottinn sérhvert ár,
gæti hans, — þá gengur vel,
gegnum dauðans myrkva jél!—
B. J. Horníjörð
TIL PÁLS STEFÁNSONAR
á 65 ára afmæli hans
11. desember 1948
Mælt fyrir munn Magnúsar Gíslason,
forseta Árdalssafnaðar
I.
Afmælisbarn sem altaf vex
um er vert að skrifa,
talan fimm og tugi sex
tókst þér ár að lifa.
Um eygtamótin merku þín
minnast allir vilja;
það ljúf erískylda líka mín
ljóða stef að þylja.
Allir við þig eru í skuld
afreks fyrir verkin;
bygðin er þess ekki duld,
æði víða merkin.
Engann hef’ eg áður þekt,
sem eins er kostum búinn:
gengur fram með gleði og spekt;
það gerir sanna trúin.
II.
í víngarði Drottins þú vinnur og
vanst,
og vinnur á meðan þú getur..
Aurunum betri sá arður þér
fanst,
sem alvitri dómarinn metur.
1
Þú hefir ei safnað þér fúlgum af
fé,
en fegursta líferni vandað;
mætasti auðurinn meina eg sé
sem mölur og ryð fær ei grandað.
Fyrir safnaðarmálum og sálu-
hjálp manns
sigrandi hefir þú barist;
og öllu sem lýtur að umbótum
lands,
en ástleitni kvenfólksins varist.
Svo bið eg þess, vinur, þitt líf
verði langt,
svo ljúfur og samvinnuþjáll.
Að vistast á himnum ei verður
. þér strangt.
Vertu svo blessaður, Páll!
Frá höf.:
Fræða vers þú færð hjá mér;
friðar hressi sólin,
gefi þessar gjafir þér
gleði um’blessuð jólin.
Að aftni skíni yzt frá jól,
eyði pínu harma;
hærur þínar signi sól
ag silfur krýni bjarma.
F. P. Sigurðsson
Wedding Invitatlons
and announcements
H j úskapar-boðsbréf
og tilkynningar,
eins vönduð og vel úr garði
gerð eins og nokkurstaðar er
hægt að fá, getur fólk fengið
prentuð hjá Viking Press Ltd.
Það borgar sig að líta þar inn og
sjá hvað er á boðstólum.