Heimskringla - 12.01.1949, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.01.1949, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JANÚAR 1949 ítfrimskrimiia (StofnaO 188«) Xemui út á hverjum miðvikudegi. Eierendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 12. JANÚAR 1949 við herrana í Moskva, lýsti hann því yfir í skeyti til stjórnar sinn- ar, að ekkert hefði áunnist, að sjúklingarnir í Vestur-Evrópu urðu að deyja undvörpum meðan læknarnir þrefuðu. Hann tók sér far með flugvél til Washington og í flugvélinni skrifaði hann viðreisnar tillögur sínar niður hinar merkilegustu stjórnmála- tillögur, sem sagan getur um — Marshall áætlunina. Hann flutti ræðu 5. júní 1947 í Harvard háskólanum um áætl- uninna. Hafði hann ekki fyr lok- ið máli sínu, en ljóst var að til- lögurnar breyttu algerlega strauminum í stjórnmálum heimsins og viðhorfi manna í málefnum Evrópu. Marshall hershöfðingi Marshall hershöfðingi hefir nú sagt lausri stöðu sinni, sem ríkisritari Bandarikjanna. Tíminn sem hann hefir verið við stjóm- mál riðinn, er ekki langur. En sá tími mun seint fyrnast þjóð hans. Hann var ekki einungis mestur ríkisritari í sögu landsins, heldur jafnframt stórmenni síns tíma. í sigri síðastá stríðs átti hann meiri þátt, en fjöldinn veit nokkuð um, og þá ekki síður hinu, að reisa við löndin í Evrópu er í rústum voru að stríði loknu. í viðbót við þetta, gerði hann skipulagninguna miklu um sameiningu þjóða Evrópu til varnar stríði. Til samanburðar við þetta, er ef til vill ekkert hliðstætt dæmi að finna í sögunni. Þegar hann á síðari árum var beðinn að taka við ríkisritara stöðunni, átti hann sér merkilega herstjórnarsögu að baki. Starf hans í hernaðarmálunum var eflaust eitt hið víðtækasta er nokkur Bandaríkjamaður hafði áður með höndum haft. í kveðjuræðu sinni til Marshalls, sagði Henry Stimson, her- málaritari, áheyrendum sínum, er flestir voru herforingjar: Eg hefi kynst mörgum miklum herforingjum á æfinni, en það get eg í ein- lægni sagt, að eg hefi engan þekt ennþá, er tekur Marshall fram! Dómur þjóðarinnar Og þetta var ekki aðeins dómur Stimsons. Þjóðin öll leit þannig á sinn mesta herforingja í öðru alheimsstríðinu. En þetta segir ekki frá því, er Marshall hershöfðingi í raun og veru afkastaði. Afstaða hans til hernaðarrekstursins var alveg sérstæð. Hann var afbragðs maður — “ekin hinn ósjálfelskasti maður og látlausasti, sem eg hefi nokkru sinni kynst”, eins og Stimson komst að orði og jafnframt, eins og Truman forseti sagði, “mesti núlifandi Banda- ríkjamaður”. En hann var gæddur fleiru en þessum persónulegu eiginleikum. Hann var sá vitringur í hermálum og var svo lagið að stjórna framkvæmdum, að það má þakka þessu meira en nokkru öðru, að sigur vanst. Enginn sem hin leyndardómsfullu skjöl les, sem eru efni stríðs- sögunnar, getur annað en tekið eftir því, að hið mikla samband þjóðanna, sem þá varð til, er ekki síður starf Marshalls en Roose- velts forseta. Forsetinn hefði án Marshalls að líkindum aldrei komið slíkri skipulagningu til leiðar. Það var þetta eitt, sem kom í veg fyrir það, að Marshall var gerður að yfirmanni sameinaða hersins í Evrópu, er innrásin var hafin. Hann var hershöfðinginn, sem langsamlega hæfastur var þar til stjórnar. Og það var ekki laust við að hann sjálfan fýsti þeirrar stöðu. Stalin rak talsvert á eftir Roosevelt, með að velja hann til yfirstjórnar hersins og Churchill var álíka áfram um það. Roosevelt var og rétt að því kominn sjálfur að tilnefna hann og spurði Marshall að hvernig hann tæki því. En Marshall neitaði að leggja nokkuð til þess máls, sagði það þeirra en ekki sitt. Á síðustu stundu afréð Roosevelt annað og sagði Stalin og Churchill, að án þessa samverkamanns síns gæti hann ekki verið í Washington. Að Marshall væri handan við haf, er hann þyrfti á vitsmunum hans að halda og góðum ráðum, yrði sér það áhyggjuefni, er hann gæti ekki til hugsað. Og Marshall var heima og var sá, er ráðin lagði á hvernig her- girðingu Norður- og Austurálfunnar var hagað. Aðeins eina klukkustund Að stríðinu loknu fór Marshall heim til sín að hugsa um heimili sitt og aldinagarðinn sinn, sem honum þótti svo vænt um. En hann hafði verið aðeins klukkustund heima, er Truman forseti símaði honum frá Washington. Þegar frú Marshall kom ofan stigann í húsi þeirra eftir stuttan dúr, sem hún hafði tekið sér, sagði maður hennar frá hvað fyrir hefði komið. Hann var beðinn að fara til Kína og reyna að jafna sakir milli stjórnarinnar og upp- reistarmanna í byltingunni sem þar geysaði. Sættir tókust ekki í Kína, £nda hefir það trauðla verið nokkurs manns meðfæri, að blíðka þá óróa seggi. En með því lauk ekki starfi Marshalls hjá stjórninni. f Evrópu var ný barátta að hefjast, “kalda stríðið”, svo kallaða. Var forsetinn orðinn mjög smeikur um afleiðingar þess. Sneri hann sér þá enn til Marshall og bað hann að verða ríkisritara í stjórn sinni. Var hann þó maður, sem aldrei hafði í stjórnarstöðu áður verið kösinn og um hans stefnu í stjórnmálum vissu menn yfirleitt ekki; hann hafði aldrei sýnt sig sem sérstaklega fylgjandi nokkrum flokki. . Athygli manna vakin En það var þá fyrst, að athygli almennings beindist að þessum manni. í hendur hans voru algerlega lögð utanríkismál Bandaríkj- anna af forsetanum, sem sjálfum var farið að lítast illa á þau og sá engin ráð við. Það var Marshall, sem beðinn var nú að taka ^ið og með einhverju móti, að forða Evrópu frá hruni og koma í veg fyrir að allar sigurvonir þjóða Evrópu yrðu að engu. Ágengni Rússa var þá orðin svo gífurleg að engu var líkara, en að það ætlaði í hvell- inum að leggja undir sig alla Evrópu og h'efði gert það, ef ekkert hefði verið hafst að. ★ ★ ★ Með allri þeirri þolinmæði og öllu því hæglæti sem Marshall var gefið, reyndi hann nú að komast að því, hvað yfirráðamenn Rússa hugsuðu sér að gera. En eftir margra vikna árangurslaust tal Þó Marshall hefði aldrei verið hermaður, þó hann hefði verið maður öllum ókunnugur, eftir hann flutti ræðuna í Harvard, hefði hann samt orðið einn af fremstu mönnum þjóðar sinnar. Áætlun hans var svo víðtæk og snerti Bandaríkin svo mikið að hún má heita að hafa kollvarpað utanríkismála-stefnu landsins — einangrunarstefnunni, sem ver- ið hafði við líði alt frá dögum Washingtons. Utanílokkamaður Það á vel við, að viðreisnar- starf Evrópu skuli bera nafn þessa manns. Það var Bandaríkj- unum einnig heill, að sá maður var höfundur þess, sem hafinn var upp yfir allan flokkaríg og metorð. Það er alveg óvíst hvernig þingið hefði með það mál farið, ef flokkaþras um það hefði náð sér niðri. Einu sinni og á því augnabliki sögunnar sem mest á reið, vildi svo til, að réttur maður var á réttum stað. En þetta var þó ekki nema byrjunin. Frá viðreisnar starfinu lá leiðin til myndunar þeirra samtaka, er sjálf heimsyfirráðin áhræra. Atlantshafs samtökin eru að mestu leyti verk Marsh- alls. Hann hefir farið svo hratt yfir, að með honum hafa skiln- ingsbeztu menn átt erfitt með að fylgja honum. Þegar flestir okk- ar frægu manna eru gleymdir, mun nafn Marshalls ekki einung- is lifa, heldur fer ekki hjá því að tímabilið sem hann var uppi á, verði í sögunni við hann kent. Það tímabil er frjálsir menn um allan heim sameinuðust um það að vernda frelsi sitt og sjálf- stæði. Það er mikil að maður ekki segi alvarleg eftirsjá að honum nú úr stjórnarráðinu. En það er þó bót í máli, að sá er við starfi hans tekur, skilur Marshall manna bezt og aðhyllist stefnu hans. Sem vara-ríkisritari, er Dean Acheson öllum hnútum kunnugur í starfi stjórnardeild- arinnar og hefir verið þar í og með í öllum ráðum Marshalls. Hann sá eins skjótt og skanske flestum fyr, hvað var að koma fyrir samþyktirnar í Teheran, Yalta og Potsdam. Það munu vera fáar hliðar á þessum málum sem hann er ekki flestum öðrum kunnugri. Hann sá, meðan aðrir voru að gera sér falskar vonir um ástand Evrópu, hvernig því var háttað. Það var hann, sem á sínar eigin spítur byrjaði að vara þjóð Bandaríkjanna í heild sinni við því, sem raunverulega var að ger- ast og benti á að meira þyrfti að gera fyrir Evrópu, en menn hefðu enn dreymt um. Það var einnig hann, sem sá að hin tak- markalausu hlunnindi, er Rúss- um voru veitt með Yalta sam- þyktinni, mundi ekki góðu láni stýra, og afleiðing þess yrði að Sameinuðu þjóðirnar gæti ekki verndað friðinn í heiminum og smærri þjóðirnar yrðu nauð- beygðar sjálfar að sjá sér fyrir henni. Atlanzhafs verndar samtökin eru eitt af því, sem á Acheson hvíla nú og það er eitt af hans mikilvæga starfi, að sjá þeim borgið.—Úr Wpg. F. P. Söguleg rit um Austurland Eftir prófessor Richard Beck Ritun héraðssagna hefir farið mjög í vöxt á íslandi hin síðari ár, og ber það vitni þakkarverð- um sögulegum áhuga og fagurri ræktarsemi við ættstöðvar og menningarerfðir. Tveim nýjustu ritum af því tagi, sem greinar- höfundi hafa borist í hendur, verður hér getið að nokkru, en þau eiga bæði sammerkt um það, að þau fjalla um Austurland. I. Breiðdæla. Drög til sögu Breiðdals. Jón Helgason og Stefán Einarsson gáfu út. Reykjavík. Kostnaðar menn: Nokkrir Breiðdælir 1948. 332 bls. Meginefni þessarar fjölþættu og fróðlegu héraðslýsingar er þetta: “Landnáms og byggðar saga Breiðdals” eftir Stefán Ein- arsson; “í Breiðdal fyrir sextíu árum (1849 — 1857)” eftir Árna Sigurðsson; “Minningar úr Breiðdal frá seinni hluta nítj- ándu aldar” eftir Guðmund Árnason; “Minningar úr Breið dal. Aðallega frá síðasta tug 19. aldar og til þessa tíma (1946)”, eftir Önnu Aradóttur: “Verzlun í Breiðdal” eftri Þorstein Ste- fánsson; “Sveitarlýsing” eftir Sigurjón Jónsson; “Sveitarbrag ir” eftir ýmsa; “Heydalaprestar” eftir Óla Guðbrandsson kennara; “Framtíð Breiðdals” eftir Pál Guðmundsson; “Breiðdælir fyrir vestan haf” eftir Stefán Einars son, og “Þættir” eftir ýmsa. Hin ítarlega inngangsritgerð dr. Stefáns Einarssonar um land- náms- og byggðarsögu Breiðdals er, eins og vænta mátti, rituð af vandvirki og miklum lærdomi, og mikið á henni að græða, ekki síst fyrir það, hve nákvæmlega liöf. fer út í það að .rekja og skýra mannanöfn og örnefni, og nýtur víðtæk málfræðiþekking han sín þar ágætlega. Hann ritar einnig gagnorðan inngang að hinni prýðilegu ritgerð Árna Sigurðsfeonar (Mozart, Sask- atchewan) um Breiðdal um miðja síðustu öld, sem er fágæt menn- ingarsöguleg heimild og ágæt- lega rituð, enda að öllu saman- lögðu samfelldasta og veiga- mesta ritgerðin í bókinni. Með því er þó hreint ekki gert lítið úr hinum ritgerðunum, sem allar eiga sér mikið sögulegt og menningarlegt gildi, og eru vel í letur færðar. Glögg og skipu- leg í senn er t. d. lýsingin á Breiðdal eftir Sigurjón bónda í Snæhvammi, og mikinn fróðleik að finna í grein Óla Guðbrands- sonar um það efni, sem uppruna- lega birtist í “Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar”, en hér prentuð með nokkrum leiðréttingum og viðaukum. Þeim, sem þjóðlegum kveð skap unna, mun þykja góður fengur að sveitarbrögunum, er jafnframt eiga sögulegt gildi Þættirnir í bókarlok geyma einn- g þjóðlegan fróðleik, sem vert ;r að halda til haga. Bókin er vönduð að frágangi, arýdd fjölda staða- og manna nynda og teikninga, öllum hlut jðeigendum til sóma. Ættu Breiðdælingar vestan hafs og mnarsstaðar að minnast sinnar jömlu sveitar í verki með því að ifla sér þessarar sögu hennar og ýsingu. , II. Austurland. Safn aust- firzkra fræða. II. bindi. Ritstjórar: Halldór Stef- ánsson og Þorsteinn M. Jónsson. Útgefandi: Sögu- sjóður Austurlands. Akur- eyri 1948. 314 bls. í fyrsta bindi þessa ritsafns, em út kom 1947, var fyrirheit ;efið, að reynt yrði að koma út inu myndarlegu bindi árlega. >að loforð hefir nú verið efnt fyrir síðastliðið ár, því að fyrir stuttu síðan kom í hlað ofannefnt annað bindi safnsins, og mun ó- hætt mega segja, að þar sé haldið vel í horfi um fróðlegt innihald og frásagnarhátt. Ritið hefst á nákvæmri og mjög greinargóðri lýsingu á landnámi í Austfirðingafjórð- ungi eftir Halldór Stefánsson, er fjallar bæði um landnámið al- mennt og einstök landnám. Er þar geysimikill og merkilegur fróðleikur færður í einn stað. Halldór ritar einnig skilmerki- lega og góða grein um “Goðorða- og þingaskipun í Austfirðinga- fjórðungi”; sama máli gegnir um hina fróðlegu grein hans um Hrafnkelsdal og byggðina þar, er átti það sannarlega skilið, að saga hennar geymdist með þeim hætti. Seinni helmingur ritsins er helgaður merkismanninum Hall- grími Ásmundssyni á Stóra-Sand felli, er var bæði sveitarhöfðingi og merkisskáld á sinni tíð, og orðið hefir kynsæll með afbrigð- um, eins og víðkunnugt er. Meg- inmál þessa hluta ritsins er þátt- ur Hallgríms eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi, hressilega skrifaður og hinn fróðlegasti, enda fer höf. vítt yfir; gerir það þáttinn bæði skemmtilegri af- lestrar og eýkur á menningar- sögulegt gildi hans, en fyrir það verður hann einnig nokkuru lausari í reipunum. Ber hann í heild órækt vitni mikilli ætt- fræðilegri og þjóðfræðilegri þekkingu Benedikts, glöggum skilningi hans í þeim efnum, og eigi síst ríkri ásts hans á hinum austfirzku átthögum hans og menningu þarlendis, sem falla ætti í frjóa jörð hjá sveitungum hans. Mishermi er það samt í frá- sögn hans, að Helgi Jónsson Hallgrímssonar hafi fyrstur manna gerst ritstjóri að íslenzku blaði í Vesturheimi. Sigtryggur Jónasson var fyrsti ritstjóri blaðsins “Framfari” í Nýja-ís- landi, fyrsta prentaða blaðs, er íslendingar gáfu út vestan hafs (sept. 1877 — jan. 1880), en Helgi Jónsson var hinsvegar stofnandi og ritstjóri næst elzta íslenzka blaðsins þeim megin hafsins, “Leifs”, er kom út í Winnipeg 1883 — 1886. Vel var það og verðugt að lata fylgja þættum nokkur ljóðmæli eftir Hallgrím, en ennþá meiri fengur að eftirfarandi ljóðabréfi er hann (þá hreppstjóri) skrif- aði fsfjörð kaupmanni á Eski- firði til stuðnings fátæklingnum Magnúsi á Hryggstekk, er kaup- maður hafði neitað um úttekt til jólanna, en það er á þessa leið: i Bágstaddur er nú Magnús minn, má enginn honum þjarga, því hvorki vill þessi karlfuglinn konu né börnum farga. Fyrst guð vill ekki gleðja hann.j grát hans né bænir nýta, einhver verður á aumingjann augum miskunnar líta. Ó, minn háttvirti eðla vin, upp á hvers náð vér vonum, bljúgur andvarpa, bið og styn: blessaðir, lánið honum. Ljóðabréf þetta, sem fellt er inn í þáttinn, og erindisrekstur sá, sem þar var um að ræða, lýsir Hallgrími vafalaust vel bæði sem skáldi og manni, eins og Bene- dikt tekur réttilega fram. Góður bókarauki er að kaflan- um “Endurminningar frá frænd- fólki á Austurlandi (1886-1890)”. eftir Bjarna Jónsson frá Þuríð- arstöðum, en það eru að mestuj leyti bréf frá þeim árum frá frændfólki hans, og afkomendum Hallgríms, austur þar. ur, og mjög er það til hægðar- aúka, að nafnaskrá fylgir. Vil eg, sem áður, hvetja Austfirðinga beg&í3 megin hafsins til þess að kaupa ritsafn þetta og stuðla að framhaldandi útgáfu þess. JÓLIN 1948 Nú eru jólin liðin og blessuð friðarhátíðin komin í baksýn. — Aldrei á æfi minni hefi eg séð eins einmanaleg jól, umkringd af ófriði, þar sem bróðir drepur bróður, og þetta eru bræður jóla- barnsins. Eg horfði á friðarhá- tíðina í baksýn þar til eg spurði: Því er þetta svona? Meðan eg leitaði að svari, gleymdi eg hvar eg var, en áttaði mig er eg heyrði rödd er sagði: Leyfið börnunum að koma til mín, og bannið þeim það ekki, því slíkum heyrir guðsríki til. Og ennfremur sagði röddin: “Kenn þeim unga þann veg sem hann á að ganga og þeg- ar hann eldist mun hann ekki ! af honum víkja”. Eg fékk inn- sýn, og eg skildi að það eru börn- in sem hafa skilyrðin til að vera meðhafar í friðarríkinu, ef þeim er kent ungum, og þau fá að koma til Krists, þá geta þau líka skapað himnaríki á vorri jörð. Já, enn eru ein jólin um garð gengin, og kennararnir búnir að útlista jólaundrið fyrir börnun- j um. En hafa nú börnin skilið kennara sína? Hafa kenararnir enn útlistað undrið mikla á því máli sem börnin skilja? Hafa ekki altof mörg börn enn skilið kennarann sinn svo, að guð hafi sent jólabarnið í heiminn til að borga fyrir syndir hinna barn- anna sinna svo honum gæti þótt vænt um öll börnin sín aftur, börnin sem honum var lengi búið að vera gramt til, fyrir þeirra kulda og kæruleysi? Hafa ekki alt of fá börn enn skilið kennara sína svo, að guð hafi sent jóla- barnið í heiminn með nýja lífs- stefnu, sem kendi að maðurinn sjálfur ætti að borga fyrir afbrot sín, svo guð gæti elskað hann eigin verðleika vegna, eins og hann gerði í upphafi. Hafa ekki alt of fá börn enn skilið kenanra sína þannig, að jólabarnið, kennarinn mikli, full- yrði að hver sú lífsstefna sem ekki er lifuð og starfrækt af mönnum, hún deyi, og þar sem segir: Eg er vegurinn, sannleik- urinn og lífið, það þýði, að við eigum að feta í fótspor Krists, og gera eins og hann gerði, og gerir enn, það sé hinn raunverulegi Krists vegur, og hann sjálfur. Aftur sé sannleikurinn hinn raunverulegi tilgangur lífsins, að skapa nýjan himin og nýja jörð, en í því felist aftur hið sanna gróandi líf? Nú lít eg af jólunum í baksýn og sé hvar tjaldið er að falla við þáttaskifti í leik mannlífsins, en það er strax dregið upp fyrir nýjum þætti. Lesari góður, við skulum nú taka vel eftir leikend- unum, og vita hvert við getum ekki lesið út úr rullum þeirra hvaða sort af kennara þeim hefir auðnast að hafa. Eg óska öllum hjartanlega til lukku með nýja þáttinn okkar í hinum mikla lífsins leik, og að við megum sem allra allra flestir sýna að við áttum því láni að fagna að eiga góða kennara, sem viturlega brutu til mergjar fyrir okkur, veginn, sannleikann og lífið. Kærar þakkir fyrir gamla árið, og hjartans beztu nýárs óskir til ykkar allra, “með Kristi út í framtíðina” Á. G. Eg vil að þetta sé endurgjald fyrir mörgu og fallegu körðin sem eg fékk um jólin. Þetta er það bezta sem eg á að endurgjalda með. Árið 1948 — farandi fram hjá oss talar. M. J. Af hverju er gatan grýtt, gerir sáran fótinn? Eldgamalt, þó einkum nýtt, annara’ er vegabótin. John S. Laxdal

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.