Heimskringla - 09.03.1949, Síða 1
TRY A
"BUTTER-NUT'
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
1 ]k
\n íl
##
TRY A
"BUTTER-NUT
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
LXIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. MARZ 1949
NÚMER23.
FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
J kringum jörðina á 94 kl.st,
Bandaríkja-flugherinn tókst
þá þrekraun nýlega á hendur, að
fljúga umhverfis jörðina—23,452
mílur á 94 klukkustundum.
Þeim Magellan og Julius Verne
hefði jafnvel þótt þetta saga til
næsta bæjar, ef uppi hefðu verið.
Alment mun þe.tta þykja vel af
sér vikið. Staðurinn er lagt var
upp frá og lent á var Fort Worth
í Texas. >
Aðal vélinni, herflugvirkinu,
fylgdu 2 flugför með bensín og
fyltu það í loftinu, er það þraut
eldsneyti.
Það er gert með slöngum og
fljúga þá fylgiflugförin yfir
virkinu og fylla það.
Þetta er nú ekki alveg ný upp-
götvun. Við þolflug hefir hún
áður verið notuð. En samt finna
ýms blöð að því, að þarna hafi
verið uppljóstað leyndarmáli, sem
ekki hefði átt að gera.
En þrekvirkið vekur athygli
út um allan heim.
Norður-Kína undir stjórn
kommúnista
og einn í rússneska yfirráðinu
(cominform).
Blöð hér virðast leggja þann
skilning í frétt þessa, að Molo-
tov sé fundinn mislukkaður mað-
ur vegna þess, að hann gat hvorki
stöðvað Marshall áætlunina né
myndun Atlantshafssamtakanna.
Um það er bágt að segja. En þó
Vishinsky sé orðhvassari en
Molotov, mun hann finna sig
fullreyndan á, að brjóta niður
þessi vígi vestlægu þjóðanna.
Djúphyggni Molotovs, vegur vel
upp á móti hraðmælgi Vishin-
sky.
Landvinningahrifs Rússa hef-
ir strandað og þrátt fyrir öll
skelmsku börgð þeirra í Berlín,
hefir þar ekki tekist betur. Að
um klofning innan stjórnar-
flokksmanna Rússa, er of snemt
að spá, af því sem enn er komið
fram.
Það er ef til vill eftirtekta-
vert, að blöð Rússa leggja ekk-
ert til þessara mála. Þau flytja
fréttina af breytingunni á inn-
síðum sínum í fám orðum eða
Um miðjan marzmánuð, er gertj sem hverja aðra smávægilega
ráð fyrir, að stjórn Kína og' stjórnartilkynningu. Mikoyan
kommúnistar komi saman og'heldur og enn áfram starfi í sín-
reyni að semja frið með sér.
ir um þessar hótanir kommún-
ista, eru þær nauða líkt orðaðar
og yfirlýsingar kommúnista um
allan heim voru, þegar þeir voru
andvígir því, að út í stríð væri
farið á móti iHtler, áður en hann
hélt innreið sína í Rússland.
Bandarískir kommúnistar
neita því, að Moskva eigi nokk-
urn þátt í yfirlýsingu þeirra.
Tim Buck í Canada hefir verið
spurður að því, hvað kommúnist-
ar hér mundu gera, ef til stríðs
kæmi. Hann neitaði að svara
spurningunni á annan hátt en
þann, að kommúnistum myndi
þykja viðurlitamikið að sjá til
raunir gerðar með stríði til þess,
að uppræta sósíalisma.
Þegar Truman forseti var
spurður um hvað hann hefði um
þessar yfirlýsingar að segja,
svaraði hann, að hann sæi ekki
þeir hafist eitthvað að, er svo tjj neins ag segja nokkuð út af
stendur á, er ofur eðlilegt. En
Kommúnistar ráða nú yfir öllu
norðaustur Kína, alt suður að
Yangtze fljóti skamt frá Nan-
king og Shanghai.
Frá Nanking hefir stjórnin að
nokkru leyti verið flutt suður til
um margháttuðu
öllum nema
um
unni.
ábyrgðarstöð-
ráðherrastöð-
Kommar ekki dulir í máli
Leiðtogar kommúnista flokk-
anna í Bretlandi, Bandaríkjun-
ummælum þegnskyldusvikara.
Öllum sem þessu gefa nokkurn
gaum, er ljóst, í hvaða tilgangi
þessar yfirlýsingar eru gerðar á
einum og sama tíma víðsvegar
um heim. Það er til þess að vinna
á móti Atlantshafs-varnarsam-
tökunum, sem verið er að mynda
á meðal vestlægu þjóðanna, en
sem Rússum er ver við en nokk-
uð sem kemið hefir verið upp
með síðan Marshall-áætlunin
varð til.
Canton, sunnarlega í Kína. Nú-| um, Frakklandi, ítalíu og Þýzka-
verandi forsætisráðherra Sun Fo
er í Canton.
Stjórnin og lið hennar hefir
verið að setja upp varnir milli
Canton og.Nanking, ef kommún-
istar skyldu taka Shanghai og
Nanking.
Þykir nú líklegra að friður
verði saminn áður en til bardaga
kemur um hinar tvær nefndu
borgir, vegna þess, að kommún-
istar eiga mikið eftir jafnvel þó
þeir nái þeim.
Kommúnistar hafa verið að
skipuleggja stjórn sína í borgum
þeim og héruðum sem þeir hafa
unnið. Þykir nú sjáanlegt, að
það sé gert á sama hátt og
Rússlandi er gert.
Fyrst eftir að þeir unnu Peip-
ing í lok janúar, lofuðu þeir öllu
góðu um frelsi blaða þar. í lok
febrúar var blöðunum sagt, að
kommúnista-stjórnin tæki við
stjórn á þeim. Var um leið ut-
lendum fréttariturum vísað
burtu.
í landshluta kommúnista, hefir
einnig prestum verið gert að
skyldu, að prédika kommúnisma
daglega í skólum yfir æskunni.
Þykir þetta ásamt fleiru minna
á það sama og gerst hefir í Rúss-
landi og peðríkjum þess.
Getur þýtt alt og ekkert
í heimsfréttunum fyrir síðustu
helgi, var meira gert úr pólitískri
stokkun spilanna í Moskva en
nokkru öðru. Stalin hafði vikið
Molotov úr utanríkismála-ráð-
herrastöðunni, en skipað í hana
varamann hans, Andrei Vishin-
sky. Ennfremur var A. I. Mikoy-
an, viðskiftamálaráðherra veitt
hvíld, en í stað hans settur vara-
ráðgjafi hans A. Menshikov.
Það er satt, að Molotov hefir
verið utanríkisráðherra síðan
1939. En hann láti af starfi vegna
þess að hann greini á við Stalin,
eins og sumir gefa í skyn, er ekki
neitt að reiða sig á. Molotov er
ennþá aðstoðarforsætisráðherra
landi tilkyntu s. 1. viku, að þeir
mundu styðja Rússland, ef til
stríðs kæmi.
Flokksforingjarnir á Frakk
landi, ítalíu, Þýzkalandi og Bret-
landi, kváðust mundu bjóða vel-
kominn jnnrásarher frá Rúss-
landi.
Harry Pollitt,' ritari brezka
kommúnistaflokksins sagði flokk
sinn vinna öll þau eyðileggingar
störf, sem honum væri unt, ef
imperialistarnir reyndu að
steypa þjóðinni út í stríð á móti
Rússlandi. Flokkurinn mundi
skipuleggja verkföll og niður-
rifsstarfsemi, eins mikið og með
1 þyrfti til að koma þeim áformum
fyrir kattarnef.
Maurice Thorez ritari frakk-
neskra kommúnista, sagði, að ef
þjóðin væri rekin út í stríð stríð
á móti vilja sínum, þá mundi
flokkur hans bjóða rússneska
herinn velkominn, hvað sem það
kostaði, því óvinina (imperialist-
ana) yrði að leggja að velli.
Palmiro Toggliatti, númer 1
kommúnisti ítala, sagði það
skyldu kommúnista flokksins, að
aðstoða rússneskan her, sem skeð
gæti að þyrfti að fá inn í landið
til að yfirbuga kúgara ítalskrar
alþýðu.
f Bandaríkjunum sögðu tveir
laf fioringjum kommúnista, að
þeir mundu verða á móti Banda-
ríkjunum, ef þau steyptu þjóð-
inni út í óréttlátt og tilgangs-
laust stríð.
William Zebulon Foster, for-
seti og Eugene Dennis, ritari
kommúnista flokksins, sögðust
halda Wall Street ábyrgðarfullu
fyrir því, ef stríð brytist út.
Þessir tveir og 10 aðrir kom-
múnistar voru nokkru áður hand-
teknir, en þessi ummæli voru
eftir þeim höfð og eru kærðir
fyrir, að hóta að steypa stjórn
Bandaríkjanan af stóli með bylt-
ingu .
Eftir því sem fregnriti Win-
nipeg Tribune í Washington seg-
Clay hershöfðingi fer
Það mun afgert vera, að Lucius
D. Clay hershöfðingi, sem farið
hefir með völd Bandaríkjanna í
Þýzkalandi um þrjú ár, láti af
starfi sínu og í stað hans taki við
Mark Clark, hershöfðingi eða
Albert C. Vedemeyer einnig
hershöfðingi; þetta er ekki ráð-
ið, er línur þessar eru skrifaðar.
Hvað veldur? Að því er næstj
verður komist, þykir Washing-
ton stjórninni tími til þess kom-
inn, að setuliðsherir haldi ekki
lengur áfram stjórn, hvorki
Þýzkalandi né Japan. Foringj-
arnir eða stjórnendurnir hafa
verið býsna einvaldir, hafa orðið
að vera það og ekki getað í
hverju efni ráðfært sig við
Washington stjórnina. Alt hef-
ir þó blessast, en stjórnin
Washington æskir meira sam-
ræmis í starfinu og vill nú að
það sé flutt til Washington.
Clay hershöfðingja verður
ekki brugðið um dugnaðarleysi.
Honum var ætlað, að sjá við öll-
um brögðum Rússa í Þýzkalandi
og koma þar upp iðnaði. Þetta
hefir hann rækt svo vel, að
iðnaðarviðreisn landsins hefir
orðið með svo skjótum hætti, að
Þýzkalandi er nú fært um að
mæta samkepni vestlægu þjóð-
anna, Hollandi, Frakklandi,
Bretlandi og Bandaríkjunum. —
Og Rússa hefir hann ekki látið
vaða ofan í sigi.
í Þýzkalandi tekur nú Wash-
ington-stjórnin við ráðum. Er
ætlað að hún geri það einnig i
Japan áður en langt um líður og
annar taki við af MacArthur
hershöfðingja innan skamms.
íslenskir námsmenn
heimsækja Truman
Hinir 34 mentaskólanemendur,
frá 17 löndum, sem undanfarið
hafa verið í heimsókn í Banda-
ríkjunum í boði “New York Her-
ald Tribune”, gengu á fund Tru-
mans forseta í gær. t
Bauð forsetinn hópinn vel-
kominn með stuttri ræðu, þar
sem hann ræddi m.a. um stjórn-
arfar Bandaríkjanna og samtök
hinna Sameinuðu þjóða.
Kveðjuskeyti til Þjóðræknisþingsins
Frá forseta íslands Jierra
Sveini Björnssyni í febr. 1949
Á hverju ári leitar hugurinn
til yðar Vestur-íslendinga er þér
komið saman til þings í Góúbyrj
un. Vér dáumst að trygð yðar
við tungu vora og land. í þetta
skipti gerum vér það með sér-
stökum þakkarhug, er þér eruð
að lyfta því Grettistaki að fá
stofnað prófessorsembætti í ís-
lenzkum fræðum við Manitoba
háskólann, sem verða mun til
þess að halda við iðkun þeirra
fræða á virðulegan og happa-
drjúgan hátt á þeim stað, sem
svo margir góðir fslendingar og
fólk af íslenzku bergi brotið hef-
ir lifað og starfað sjálfu sér til
sæmdar og íslandi til gagns.
Af einlægum hug sendi eg
yður öllum persónulega, sem
viðstaddir eru, og öllum Vestur-
fslendingum hlýjar kveðjur og
árnaðaróskir. Ennfremur Þjóð-
ræknisfélaginu og þeim samtök-
um öðrum, sem starfa að því að
halda tengslum við föðurlandið
forna og auka veg og virðingu
móðurmálsins og íslenzku þjóð
arinnar.
Frá Háskóla íslands
Reykjavík, 5. febrúar 1949
Herra sendiherra Thor Thors:
Mér hefir í dag borizt frá ut-
anríkisráðuneytinu vitneskja um,
að þér munið verða viðstaddur
á þrítugasta þjóðræknisþingi ís-
lendinga í Vesturheimi 21. — 23.
þ.m. í Winnipeg. Vildi eg mega
biðja yður að flytja þinginu eft-
irfarandi kveðju frá Háskóla ís
iands:
Háskóli íslands sendir þrítug
asta þjóðræknisþingi íslendinga
í Vesturheimi alúðarkveðju sína
og fagnar því, að prófessorsemb-
ætti í íslenzkum fræðum verður
nú stofnað við Manitoba háskól-
ann fyrir forgöngu þjóðhollra
Vestur-íslendinga, sem af mikl-
um höfðingsskap hafa lagt fram
fé til þessa. Háskóli íslands lítur
svo á, að með stofnun þessa
kennarastóls sé mjög mikilsvert
spor stigið til varðveizlu ís-
1 lenzkrar tungu í Vesturheimi og
til þess að treysta ættarböndin
milli íslendinga beggja megin
hafsins.
Vinsamlegast
Alexander Jóhannesson
(rektor)
Ávarp frá Bjarna Benediktssyni,
utanríkisráðherra til fulltrúa
á 30. ársþingi Þjóðræknisfé-
lags V.-lslendinga í feb. 1949
Virðulega samkoma:
Þau Einar Benediktsson og alls $700,000.
Rósa Þorbjörnsdóttir, úr Menta-
skólanum í Reykjavík, létu bæði
í ljós mikla ánægju yfir því að
hafa fengið tækifæri til þess að
sjá forseta Bandaríkjanna, er
blaðamenn ræddu við þau að
beimsókninni lokinni.
—Mbl. 6. feb.
Manitobastjórn hækkar
ellistyrkinn
Manitoba-stjórn hefir gefið svo
mikið í skyn, að ellistyrkurinn
verði hækkaður um 5 dali á mán-
uði á þinginu, sem nú stendur
yfir.
Styrkhækkunin nær og til ann-
ara, svo sem blindra. En hún er
ekki skilyrðislaust veitt. Þeir
sem einhverjar aðrar tekjur hafa,
fá ekki alla styrkhækkunina. —
Hún nær aðeins til 4,000 styrk-
þega af 16,000 alls. Styrkurinn
kostar fylkið, þ. e. hækkunin,
Mér er það mikið ánægjuefni
að geta sent yður mínar hlýjustu
kveðjur á þessum merka áfanga
í sögu þjóðræknissamtaka Vest-
ur-fslendinga.
íslenzku þjóðinni hefur verið
mikill styrkur að þeirri vináttu
og hjálpsemi sem hún hefur jafn-
an átt vísa hjá íslendingum í
Vesturheimi. Að hinu hefur þó
verið enn meiri styrkur, hversu
myndarlega íslendingum hefur
tekizt að hefjast frá fátækt til
bjargálna og mannvirðinga í
hinu nýja umhverfi sínu. Hefur
það vakið stolt heimaþjóðarinn-
ar og verið henni styrkur í bar-
áttunni fyrir auknu sjálfstæði og
bættum kjörum, að frændurnir
vestan hafs hafa sótt fram af
kappi og dugnaði og aflað sér á-
lits og virðingar. En mest þykir
oss fslendingum þó um það vert,
að Vestur-íslendingar halda fasti
við þjóðerni sitt og menningar-'
arf og telja sér að því sóma að
eiga til fslendinga að telja.
Af þessum ástæðum verða |
kveðjur þær, sem vér nú sendum!
vestur um hafið, meir en venju-
legar vinarkveðjur. Þær verða
eins og kveðjur þær, sem bróðir
sendir bróður.
Ávarp Eysteins Jónssonar
menntamálaráðherra
Mér er sönn ánægja að fá tæki-
færi til þess að votta Þjóðrækn-
isfélagi íslendinga í Vestur-
heimi þakklæti mitt og viður-
kenningu fyrir heillaríkt og á-
gætt starf þess í þágu íslenzks
þjóðernis og íslenzkrar menning-
ar vestan hafs um þrjátíu ára
skeið.
Stofnun þessa félags ber þög-
ult vitni um þróttmikla hug-
sjónamenn, sem gengu til félags-
starfs vonglaðir og fórnfúsir, —
menn, sem vissu, að á miklu reið,
að íslendingar varðveittu þjóð-
erni sitt og slitnuðu ekki úr
tengslum við þjóðlega menningu
sína, þótt tungan breyttist og
viðfangsefni væru nýju landi
helguð. Þeir höfðu sjálfir sýnt
það og sannað, með þjóðhollu og
mikilsvirtu starfi fyrir hið nýja
föðurland si.tt, að góður fslend-
ingur er góður þegn hvers þess
lands, er hann kýs sér að heim-
kynni. Mér skilst, að hugsjón
Þjóðræknisfélagsins sé og hafi
frá öndverðu verið sú að glæða
metnað fslendinga vestra, auka
þekkingu þeirra og ást á ís-
lenzkri tungu, sögu og bók-
menntum og treysta hollustu
þeirra við þjóðerni sitt, með það
fyrir augum að styrkja um leið
traust þeirra á sjálfum sér, efla
sjálfsvirðingu þeirra og tryggja
með þessu öllu aðstöðu þeirra til
þess að starfa fyrir fósturland
sitt í röð hinna fremstu og beztu
þegna þess. f þessa átt hefir fé-
lagið starfað með ýmsum hætti
í þrjátíu ár. Og einmitt nú á
þessum tímamótum hefir það náð
mikilsverðum áfanga er sýnir, að
enn er hér starfað af fyllsta trún-
aði við þá hugsjón, er í upphafi,
hóf þetta félag og gaf því sinn!
mesta styrk. Stofnun kennara-j
stóls í íslenzkum fræðum viðj
Manitoba háskóla er efalaust!
mesta þrekvirki félagsins, og
mun um langan aldur varpa
ljóma á götu þess, vera höfuð-
sómi fslendinga vestan hafs og
hinn mesti styrkur íslenzku
þjóðerni og íslenzkri menningu.
Og áhrif þessarar stofnunar
munu ná miklu víðar en til fs-
lendinga einna. Áhuginn á norr-
Ottawa-þingmannsefni
G. S. Thorvaldson K.C., M.L.A.
Á fundi íhaldsflokksmanna í
Suður-Winnipeg s. 1. miðviku-
dag, var mælst til við G. S. Thor-
valdson K.C. og fylkisþingmann
Manitoba, að sækja um þing-
mensku í næstu sambandskosn-
ingum í nefndu kjördæmi. Mr.
Thorvaldson varð við tilmælum
fundarins.
í ræðu sem hann hélt eftir að
vera valinn erindsreki í einu
hljóði, fór hann hörðum orðum
um einræðisanda liberal-stjórn-
arinnar í Ottawa, er bezt sýndi
sig í hveitisölu landsins, stjórn
fjármálanna (gulls), og útvarps-
ms, auk margs annars.
í Canada sagði hann skrif-
stofuvald hafa eflst svo, að öllu
lengra mætti ekki fara. En það
yrði ekki stöðvað nema með því
að sópa liberölum frá völdum i
næstu kosningum.
Hann kvað málefni vestur-
landsins eiga of fáa formælendur
í Ottawa. Annars hefði stjórnin
ekki leyft sér, að flytja aðal-
bækistöðvar, flugrekstursins
burtu úr Winnipeg.
Mr. Thorvaldson kvað stjórn-
ina hafa í frammi allskonar
brellur til þess, að koma á sömu
sölu á grófari korntegundum
og hveiti.
Notkun útvarpsins í höndum
sambandsstjórnar, sagði Mr.
Thorvaldson bezta dæmið af lág-
kúrulegu skrifstofuvaldi liberal-
stjórnarinnar.
“Liberal-stjórnin er þeirrar
skoðunar,” sagði ræðumaður, “að
sér leyfist, að reita hvern græn-
an eyrir út úr almenningi, vegna
þesss að hann viti ekki baun um
notkun peninga. Hann spáði að
stjórnin myndi reyna að koma
sköttum upp í eina biljón dollara
meira en með þyrfti til stjórnar-
reksturs.
Ráðið sem skipað væri til að
sjá um öll erlend peningavið-
skifti, væri gott dæmi þess hvað
stjórnin leyfði sér að gera án
þess, að spyrja þjóðina að því.
Verð gjaldeyris landsins væri
hreinasta blekking (artificial).
Hann lofaði að berjast á móti
slíku einræði, ef hann næði kosn-
ingu.
rænum, íslenzkum fræðum er nú
hvergi meiri utan norðurlanda en
meðal engilsaxneskra þjóða og
það gefur þessum nýja íslenzka
kennarastóli Þjóðræknisfélags-
ins stórum aukið gildi. Allir þeir
landar, sem hér hafa lagt fé til
meira eða minna, hafa með því
unnið íslenzkri menningu hið
mesta gagn.
Að svo mæltu vil eg færa
Þjóðræknisfélaginu beztu þakkir
og hamingjuóskir á þessum tíma-
mótum og óska því allra heilla
framvegis.
Framh. á 8. bls