Heimskringla - 09.03.1949, Side 3
WINNIPEG, 9. MARZ 1949
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
Megan Lloyd George
Kristján frá Djúpalæk:
í MINNINGU SKÁLDS
(Steindórs Sigurðssonar)
I.
Hverfult Sveimhugans Langförli
er heimslán söngvaþrá leitandi
vandrötuð eillfi til fegurðar
vegleysa. upphafs leitar. og fagnaðs.
Hrælog Svanur í Loks þér
og hillingar sárum, á landsýn
teygja á tónamýkt birtist í
torfærur. tregsára. blámóðu.
Málhalt Útþrá seidd Söngvarinn
er matarstrit. æskulund síungi
Flýr bros leiðir fer vinmargi
fjörusveina. leggjabrjóts. veizlugestur.
Verður glæst Heimþráin Ógæfu
vínmóða hafvilt einstiga
grátský fagnar bezt friðlausi
á geigsfjalli. feðragrundu. ferðamaður.
Orðspök Lokið er Skal nú
er Óðnis hirð. langvinnu er skóhljóð þitt
Man kveld draumamanns deyr út
morgun eigi. dauðastríði. á dagvegi
Gleymist Ljóðsvanur tæma þér
í glaumhofi leggur frá tregans skál.
köllun sortans vök Deyi skáld
og kynfylgja. á sólveg. deyr þjóðin.
II.
Sem vatn er sitrar gegnum gisin þök
til gólfs í strjálum dropum, f? ,-vegslaust,
sem dapur ferill fugls í þröngri vök,
sem fis er þyrla vindar undir haust
er líf þitt, bróðir, vega- og áttavilt
í veröld, sem þér fáa geisla bar.
Var stríð mitt háð t.il einskis ógnum fylt?
í örvænting þú spyr og hlýtur svar.
Að eiga draum í dagsnis trylta gný
og djúpa þrá til söngs í hljóðum skóg.
Að eiga sýn til sólar gegnum ský
og sorg í hjarta, það er skáldi nóg.
III.
Eitt fagurt stef, eitt ljóð, ein lítil saga.
Ein lína formuð snilli spekings handa
er hugans leiðar-ljós um myrka daga
og lind er svalar þyrstum vegfaranda.
En sjálfgjört er, að söngvaranum blæði
og sárni hendur þess er ryður veginn.
En fái ’ann lesið grös, sem aðra græði
er gleðin hans að verkalokum þegin.
Og þú, sem hefur blómsveig öðrum bundið
í bláskóg andans, ríkur lífið kveður.
Þér fylgja þakkir okkar, yfir sundið,
sem óðs þíns töfrasproti snart og gleður.
Svo megi dauðinn þjáning lífsins þagga,
og þungbrýn skapanorn í f jarlægð standa.
Svo megi svefnsins mjúku hendur vagga
í mildum drauma sævi þínum anda.
Sá orðrómur gengur nú í Bret-
landi, að stjórnin hafi mjög til
athugunar að efna til þingkosn-
inga á komandi sumri. Hún telji
kosningaaðstæður nú allgóðar,
þar sem afkoma manna fari held-
ur batnandi og atvinna sé næg.
Sennilega taki stjórnin þó ekki
endanlegar ákvarðanir um þessi
mál fyrr en kunn sé úrslif í auka-
kosningunum, er fram eigi að
fara í apríl og maí næstkomandi.
Næstu kosningar í Bretlandi
munu verða mjög örlagaríkar
fyrir frjálslynda flokkinn og
skiftir þar sennilega ekki máli
hvort þær verða einu ári fyrr eða
seinna. Þær munu að líkindum
ráða úrslitum um það, hvort
flokkurinn á framtíð fyrir hönd-
um eða ekki.
Frjálslyndi flokkurinn bætti
allmiklu við atkvæðatölu sína í
seinustu þingkosningum, en tap-
aði þó þingsætum vegna kosn-
ingafyrirkomulagsins. Flokkur-
inn lét þó ekki hugfallast, held-
ur hefir haldið upp vaxandi
flokksstarfsemi og seinustu skoð
anakannanir benda til að fylgi
hans sé heldur í vexti. Hins veg-
ar kann þetta ekki að nægja hon-
um í kosningunum, ef frambjóð-
andi hans verður talinn vonlaus
og valið stendur því milli Verka-
mannaflokksins og íhaldsflokks-
ins.
. % J
Þingmaður í 20 ár
Nýlega hefir frjálslynda
flokknum borizt liðsauki, sem
margir fylgismenn hans vænta
sér mikils fylgis af. Lady Megan
Lloyd George, dóttir hins kunna
brezka stjórnmálaleiðtoga, hefir
gengið í þingflokkinn og gerzt
varaformaður hans. Hún hefir
undanfarið talið sig fylgjandi
stefnunni, en þó óháða flokknum.
Ýmsir foringjar verkamanna-
flokksins, m. a. Morrison, eru
taldir hafa reynt mjög til þess
að ná henni í verkamannaflokk-
inn, og þóttá ekki ólíklegt að
hún féllist á þau tilmæli,
þar sem hún hefir jafnan verið
allróttæk í skoðunum. Hún hefir
nú hins vegar kjörið sér að berj-
ast undir hinu forna flokksmerki
föður síns.
Megan Lloyd George er 46 ára
að aldri, en á þó orðið 20 ára
þingsögu að baki. Svo miklar
voru vinsældir föður hennar í
Wales, að tvö börn hans, Megan
og Gwilynn, unnu þar þingsæti
eftir að hann var kominn í and-
stöðu við flokk sinn og hafði
ekki við annað að styðjast en
persónulegt fylgi sitt. Þessum
þingsætum halda þau enn og eru
talin örugg um að halda þeim á-
fram. Walesbúar fella ekki niðja
mesta og dáðasta stjórnmála-
skörungs, sem þeir og ef til vill
brezka þjóðin hefir nokkurn tíma
átt.
Megan eru stjórnmálin í blóð
borin og hún hefir fengizt við
þau frá blautu barnsbeini, ef svo
mætti að orði kveða. Hún var
kornung að aldri, þegar hún
fylgdist með föður sínum í kosn-
ingaferðum hans. Hann var þá að
berjast fyrir félags málalöggjöf
sinni, er var langt á undan því
er annars staðar þekktist, og í-
haldið veitti honum þá alla mót-
stöðu, sem það gat. Á síðari ára-
tugum hefir enginn maður verið
meira umdeildur en Lloyd
George þá. Eldmóður hans og
mælska unnu honum traustara
fylgi en nokkur maður í Bret-
landi átti þá að fagna, en and-
staðan gegn honum var að sama
skapi harðvítug. Oft reyndu því
andstæðingar hans að hleypa
fundum hans upp og stundum
varð hann að fara út um bakdyrn-
ar til þess að komast hjá meið-
ingum. Oftar var hann þó hyllty
ur meira en nokkur þjóðhetja.
Það var sögulegt og spennandi
fyrir Megan að fylgja föður sín-
um á þessum ferðalögum hans.
Megan byrjaði fljótt að taka
sjálf virkan þátt í stjórnmálabar-
áttunni. Einu sinni tókst hún það
t. d. á hendur fyrir kosningar að
ganga frá húsi til húss í kjör-
dæmi föður síns, berja að dyrum
og segja: Eg er Megan Lloyd
George. Þið kjósið pabba. Við-
tökurnar voru oftast góðar,' en
eitt sinn fékk hún þetta svar:
Já, ef þú kyssir mig. Megan varð
fljótt til svars: Það get eg ekki
— það væru kosningaprettir og
mútur.
Þetta þótti sanna það, sem síð-
ar hefir komið fram, að hún
hefði erft orðfimi föður síns.
■ ír
Snjöll jómfrúræða
Megan var eftirlætisgoð föður
sins og það gladdi hann mjög að
hún skyldi velja sér stjórnmálin
að lífsstarfi. Eftir að hafa lokið
námi í Englandi og Frakklandi,
bauð Megan sig fyrst fram til
þings 1929 og náði kosingu —
Hún hélt jómfrúræðu sína á
þingi árið eftir. Svo vildi til að á
sama fúndi flutti Malcolm Mc-
Donald, sonur þáv. forsætisráð-
herra, einnig jómfrúræðu sína.
Óvenjumargt þingmanna var því
viðstatt, Megan vann hinn full-
komnasta sigur í þessari sam-
keppni. Hún hafði valið sér að
tala um byggingamálin og sýndi
þannig, að hún ætlaði að h;lga
sér sama starfssvið og föður
hennar hafði verið hugleiknazt,
félagsmálin. Ræða hennar bar
vott um mikla þekkingu og var
flutt af sömu list, er einkenndi
föður hennar. Að ræðunni lok-
inni ætlaði lófatakinu aldrei að
linna og gamli Lloyd George
varð að þurka sér um aukun bak
við gleraugun áður en hann gæti
óskað henni til hamingju.
Samstarf föður og dóttur
Lloyd George var orðinn við-
skila við flokk sinn, þegar hér
var komið sögu, og þau feðgin
þrjú héldu því saman, ásamt 2—
3 þingmönnum frá Wales. Þetta
gaf Megan frjálsræði til þess að
deila jöfnum höndum á frjáls-
lynda flokkinn og Verkamanna-
flokkinn fyrir ódugnað þeirra í
félagsmálunum. Annars hefir
Megan ekki vanið sig á að tala
oft. En þegar hún talar, hefir
hún alltaf eitthvað merkilegt að
segja og það er hlustað á hana.
Mælska hennar og orðheppni
minnir hina eldri þingmenn á
liðna tíma, — á mesta ræðusnill-
inginn, sem þeir höfðu heyrt tala
á þessum stað.
Nokkru áður en Megan náði
þingkosningu hafði hún gerzt
einkaritari föðurs síns og því
starfi hélt hún áfram þangað til
hann féll frá. Ástríki þeirra hélst
alltaf og þau styrktu hvort ann-
að eftir beztu getu.
Arfur frá föðurnum
Eins og áður segir, hefir Meg-
an verið frjálslynd og róttæk í
skoðunum frá fyrstu tíð. Hinar
snjöllu kosningaræður föður
hennar, sem ritari föður síns og
því starfi hélt stefnu hennar og
viðhorf fram til þessa dags. Auk-
in forusta hennar í frjálslynda
flokknum er talin líkleg til þess,
að róttækari menn flokksins snú-
ist síður til fylgis við jafnaðar-
menn.
Megan hefir jafnan verið frek-
ar andvíg kommúnistum og hefir
nýlega sýnt hug sinn í þeim efn-
um með því að segja sig úr stjórn
“Alþjóðlega kvennadagsins,” þar
sem hún hefir talið að kommún-
istar hafi náð þar yfirráðum.
Kostir Megans sem þingmanns
eru ekki aðeins taldir þeir, að
hún sé ræðusnillingur, heldur
engu síður, hve glögg hún sé að
átta sig á málum og hve marg-
fróð hún er um þjóðfélagsmál al-
mennt. Fáir þingmenn eru taldir
skara fram úr henni við nefnda-
störf.
Megan svipar í útliti til föður
síns, er heldur lág vexti en and-
litsfríð. Hún er fjörleg í fram-
göngu, skemmtileg í samræðum
og laðar fólk að sér við kynn-
ingu. Margt veldur þannig því,
að frjálslyndi flokkurinn tengir
miklar vonir við forustu hennar
og væntir þess að nafnið Lloyd
George eigi enn eftir að setja
visst svipmót á brezka stjórn-
málasögu. t—Tíminn 28. janúar
STUTT ATHUGASEMD
f Heimskringlu frá 9 f. m.
stendur þetta, tekið úr bréfi frá
Vancouver:
“Þótti gott að sjá hvar þú kem-
ur með glæsilega grein um Skag-
field, Sem margir vilja níða niður
fyrir allar hellur.”
Eg veit ekki hvort þetta er með
öllu rétt, en býst þó við því að
svo sé, þar sem höfundur bréfs-
ins heldur því fram fullum fetum.
Það ber þó með sér, að C. H. ís-
fjörð ber hlýjan hug til Sigurðar
Skagfield og vill honum vel. En
það eru orðin: “margir vilja
níða niður fyrir allar hellur",
sem eg er ekki ánægður með, og
það jafnvel þó það hefði ef til vill
við einhver rök að styðjast.
Mér finst það svipað og að ýfa
upp gamalt hálfgróið meiðsli.
Að minni hyggju held eg þó að
höfundur bréfsins hafi slegið
þessu fram í ógáti. Það getur
verið að Sigurður Skagfield hafi
einhverja, sem ekki vilja honum
vel, eg veit það ekki og vil ekkert
uní það vita.
En eg held því fram af eigin
reynslu að fólk yfirleitt hafi litla
ástæðu til að hatast við hann.
Skagfield er einn þeirra sem oft
hefir orðið að lifa einstæðings
lífi, við lítil efni meiri part æf-
innar, og heimurinn stundum
gert lítið að því að létta honum
byrðina, enda fáir vinir þess
snauða. Mér er þó kunnugt um
nokkra, sem greiddu götu hans
hér vestra, þann tíma, sem hann
dvaldi á meðal þeirra eins og til
dæmis séra Rögnvaldur Péturs-
son.
Eftir útliti að dæma, er nú hag-
ur Skagfields betri en áður hefir
verið, og er það nokkur huggun
vinum hans og aðdáendum svona
undir vertíðarlokin.
S. Sigurðsson
—102 4th St. N.E.,
Calgary, Alta.
Trúboðar meðal eskimóa áttu
lengi vel erfitt með að láta á-
heyrendur skilja bænarorðin: —
‘Gef oss í dag vort daglegt brauð’
þar eð eskimóar þekkja ekki til j
brauðáts. Þeir neyddust því tilj
að víkja við orðum og segja: ‘Gef
oss í dag vorn daglegan sel.’
tr * *
Nýir stafir höfðy verið málað-
ir yfir kirkjuna. Þar stóð:
“Kirkjan er :hlið til himins”.
Meðan framhliðin var að þorna
eftir málunina var hengdur þar
upp bréfmiði með þessum orðum
“Gerið svo vel og farið hina
leiðina.”
MINNINGARORÐ
Albert C. Peturson
frá Leslie. Sask.
Andlátsfregn Alberts heitins
kom ekki kunnugum á óvart,
eins og heilsu hans var farið.
Hann hafði legið rúmfastur síð-
an haustið 1941 að hann fékk
hastarlegt slag, með þeim afleið-
ingum, sem sjáanlega myndu
draga til dauða fyrir aldur
fram. Hann andaðist að heimili
sínu í Reynaud, Sask., 29 des.,
síðast liðinn.
Albert var fæddur á Siglufirði
24. marz 1893. Foreldrar hans
voru Jakob Peturson og kona
hans Anna Jónsdóttir. Til Can-
ada flutti fjölskyldan sig árið
1903 og setist að í Winnipeg, þar
naut Albert tilsagnar á barna-
skóla fyrir tíma, en ungur þurfti
hann að fara að vinna fyrir sér.
Fór hann þá til Argyle-bygðar,
þar sem hann dvaldi í nokkur ár.
Lærði hann þar landbúnaðarstörf
einnig gekk hann þar eitthvað
á skóla Hka.
Árið 1910 flytur hann til
Vatnabyggða í Saskatchewan, og
settist að við Leslie, um líkt leyti
fluttu einnig þangað foreldrar
hans og bræður. Við Leslie
dvaldi Albert stöðugt, til ársins
1932, og vann lengst af við land-
búnað. Árið 1924 giftist hann eft-
irlifandi ekkju sinni Önnu
Gabríelsson, var hún dóttir
þeirra alkunnu merkishjóna
Kristjáns Gabríelssonar og konu
hans Halldóru, voru þau hjón ein
af frumbyggjum þessarar bygð-
ar.
Um þetta leyti, var verið að
mynda hveitisamlagið hér í fylk-
inu, fljótlega gekk Albert í þjón-
ustu þess, sem kornkaupmaður.
Vann hann við kornhlöðu í
Leslie um tíma, en 1932 var hann
færður lengra norðvestur í fylk-
ið í bæ sem Reynaud heitir. Þar
vann hann að kornkaupum til
haustsins 1941, að hann varð fyr-
ir því hörmulega áfalli sem að
framan getur. Það voru gerðar
marg ítrekaðar lækningar til-
raunir, bæði á spítölum og
heimafyrir, en allt reyndist á-
rangurslaust. Allan þennan
langa tíma stundaði Anna kona
hans hann, ein og óstudd af
þeirri umhyggju og fórnfýsi,
sem engin orð fá lýst. “Hinn
fórnandi máttur er hljóður” seg-
ir skáldið.
Albert var maður fríður sýnum
og mesta glæsimenni í allri fram-
komu. Hann var sérlega viðmóts-
þýður og vinsæll. Það var á orði
haft, hvað hann hafði komið sér
vel sem kornkaupmaður í Reyn-
aud, og áunnið sér jafnt traust
yfirboðara sinna og vináttu við-
skiftamanna, enda mun hann síð-
ar hafa notið þess að nokkru í
sínum langvarandi veikindum.
Þegar Albert var hér við Les-
lie, tók hann mikinn og góðan
þátt í íslénzku félagslífi, sem
um það leyti var all fjörugt,
skemtisamkomur tíðar og aðal-
lega skemt með söng, en þar
hafði Albert af miklu að miðla.
Hann hafði, sem sagt, afburða
fagra og mikla tenor-rödd, v#rð
þar afleiðandi stoð og stytta, á
öllum slíkum samkomum, ýmist
sem einsöngvari eða aðalmaður i
söngflokkum, sem þar skemtu.
Enda urðu Leslie-búar frægir
fyrir söng sinn og samkomur á
þeim árum, enda var þá starf-
ræktur hér í mörg ár ágætur
karlakór, sem hafði mikið af góð-
JUMBO KÁLHÖFUÐ
Stærsta kálhöfðategund sem til er,
vegur 30 til 40 pund. óviðjafnanleg
í súrgraut og neyzlu. Það er ánægju-
legt að sjá þessa risa vaxa. Árið sem
leið seldum vér meira af Jumbo kál-
höfðum en öllum öðrum káltegund-
um. Pakkinn 10y, únza 80f póstfritt.
um söngkröftum, þó Alþert bæri
þar af.
Albert var jarðsettur 3. jan-
úar s. 1. við hlið föður sins, í
grafreit Leslie-byggðar. Kveðju-
athöfn fór fram í samkomu hús-
inu í Leslie, sem enskur prestur
frá Foam Lake stýrði. Allstór
hópur vina og vandamanna hins
látna voru viðstaddir. Mun mörg-
um við þá athöfn hafa orðið að
hvafla þakklátum huga til hins
látna, fyrir þær mörgu ógleym-
anlegu gleðistundir sem hann
hafði fyr meir veitt þeim í þessu
sama húsi, með sinni yndislegu
söngrödd.
Að endingu, kæra þökk gamli
vinur og félagi, fyrir allar á-
nægju stundirnar sem við höf-
um átt saman. Vinur
Ljóðmæli Kristjáns S. Pálssonar
Ákveðið er, að gefa út ljóð-
mæli þessa vinsæla skálds.
Fjölskylda hans hefir beðið
mig að safna kvæðum hans. Vil
eg því vinsamlega mælast til, að
þeir sem eiga þau, annaðhvort í
eigin handriti eða úrklippur úr
blöðum og tímaritum, sendi mér
það sem fyrst.
Páll S. Pálsson,
796 Banning St.,
Winnipeg
* * »
DU-RITE
Cleaners and Dyers Ltd.
Nýlega hefir tekið til starfa
ný fatahreinsun hér í borginni,
er gengur undir nafninu DU-
RITE CLEANERS, er hefir
bækistöð sína að 291 Sherbrook
St., rétt sunnan við Portage Ave.
Fyrirtæki þetta hefir aflað sér
Vic Auto-Per hreinsunarvélar
og PERCARE þvottalagar, sem
nemur öll óhreinindi á brott svo
að segja á svipstundu. Við fyrir-
tækið starfar aðeins fólk, sem
langa æfingu hefir haft í þessari
sérgrein iðnaðarins; það veitir
24 klukkustunda afgreiðslu, 8
stunda “Cash and Carry”; ef þér
komið með föt yðar fyrir kl. 10
að morgni getið þér fengið þau
aftur kl. 4 síðdegis.
Föt yðar eru ábyrgst að fullu
meðan þau eru í vörzlum fyrir-
tækisins.
Daginn, sem þetta nýja fyrir-
tæki tók til starfa, voru þar við-
staddir Garnet Coulter borgar-
stjóri og margir bæjarráðsmenn.
Forstjóri fyrirtækisins er Mr.
Stepnuk jr. sem er sonur Mr.
Joseph Stepnuks bæjarráðs-
manns.
Símanúmer þessarar nýtísku
stofnunar er: 722 404.
Til kaupenda Heimskringlu og Lögbergs
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenziku bloðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn og 50fS á eins dálks þumlung fyrir samskota
lista; þetta er að vísu efeki mikill tekjuauki, en þetta
getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
THE VIKING PRESS LTD.
THE COLUMBIA PRESS LTD.