Heimskringla - 09.03.1949, Side 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 9. MARZ 1949
RUTH
Þýtt hefir G. E. Eyíoxd
“En eg,” sagði hún fljótt, ‘sem var með
henni alla dagana á skipinu, hefði orðið vör við
það.”
“Það gæti maður ímyndað sér”, sagði hann.
“Eg vildi leyfa mér að spyrja einnrar spurning-
ar, fyrst við erum að tala um svona málefni.”
Hún horfði óttaslegin á hann, málrómurinn
var alvarlegri en áður.
“Hefur þú altaf vanist við að eyða tímanum
í ýmislegum skemtunum og samkvæmislífi?”
“Já,” svaraði hún dræmt, “eg var mikið í
samkvæmis og félagslífinu í Sydney, og svo aft-
ur í Bremen.”
“Og það var þér fullkomin ánægja?”
“Eg gat ekki vel verið án þess,” sagði hún
dræmt.
“Og þú gekkst inn á það, sem þú vildir ekki
ráða vinstúlku þinni að gera — að binda forlög
sín við mann, sem býr í einangruðu umhverfi!”
“Eg hélt að það væri ekki svo einangrað
hérna”, svaraði hún.
“Það meinar, að þú hefur ekki tekið þá lýs-
ingu á þessum stað sem eg gaf þér í bréfi mínu,
sem sanna lýsingu?”
Hún leit undan, eins fljótt og hún gat, svo
hárið gæti skýlt einurðarleysi hennar. Það var
allt annað en þægilegt að vera minnt' á bréfið
hans, og svar hennar.
“Var það tilfellið?” spurði hann alvarlega.
“Eg — eg talaði um það við föður þinn,”
gat hún loks sagt, með erviðleikum, “og hann
hélt að það væri ekki eins og þú lýstir því, að
við þyrftum að vera einangruð frá umgengni við
fólk.’
Svarið virtist að særa tilfinningar hans.
“Samkvæmt þessari upplýsingu að dæma,”
sagði hann og hleypti brúnum, “þá er faðir minn
ansvarlegur fyrir-----
“Hvað segirðu!” greip hún framí, og sneri
sér við. “Eg þarf engan að ásaka, og síst af öll-
um þennan góða, gamla mann, sem mér þykir
eins vænt um og hann væri faðir minn. Ef nokkr-
um er um að kenna, er það sjálfri mér. í bréfinu
þínu —” svo leit hún undan — “las eg, elskuleg-
ar, en ekki strangar ábendingar, og frá föður
þínum fékk eg að heyra það sem eg óskaði eftir
að vita, því eg vildi fara til Sukawangi; allur
hugur minn var þangað.”
Svipur hans varð léttari er hún talaði um
föður hans, en nú kom undrunarsvipur á andlit
hans.
“Varstu þá ekki þvinguð af neinum, og ekki
heldur af kringumstæðum?” spurði hann.
“Kringumstæðurnar voru þvingandi fyrir
mig, því er ekki hægt að neita,’ svaraði hún
dræmt. “Eg vildi komast burt frá Bremen, ætl-
aði að gerast kenslukona. En það var ekki vegna
þess að eg tók með fögnuði tilboði þínu. Eg var
gripin af löngun til að komast til þessa fallega
lands, og er eg heyrði að þú líktist föður þínum
sem mér geðjast svo vel þá---------.”
“En þú mistir þessa löngun áður en þú fórst
á stað?”
“Nei,” svaraði hún, og hristi höfuðið ergi-
lega. “Eg var glöð og kát er eg lagði á stað.”
“Það bar ekki á þessari gleði, er þú komst
hingað.”
“Eg veit það,” svaraði hún og leit augunum
flóttalega í kringum sig. “Hún var horfin.”
“Flaug sína leið á ferðinni?”
“Já” hvíslaði hún og varð kafrjóð í andlit-
inu.
Því miður hafði hún kastað hárinu aftur á
herðarnar svo nú var ekkert sem gat hulið lit-
brigðin í andliti hennar.
Hann sá ráðaleysi hennar og dróg þá álykt-
un af því, að hún hafi orðið ástfangin í millitíð-
inni, kanske í einhverjum þessara manna, sem
hún hafði myndirnar af. Hann sneri sér við og
sá litlu teiknibókina sem hann kom með á borð-
inu.
“Þetta vatnshelda leðurhylki sem var utan
um hana, hefur varið hana skemdum”, sagði
hann er hann tók hana í hendina. “Eg var svo
framur að opna bókina er eg þurkaði hana við
eldstóna í eldhúsinu. Eg vona að þú látir þér
ekki mislíka það.”
"Alls ekki,” sagði hún, glöð yfir að hann lét
hið fyrra samtal þeirra falla niður. “Það er ekk-
ert markvert í henni.”
“Það er falleg landslags teikning hér, hvar
hefurðu tekið hana?”
“Þarna uppfrá — langt — hinu megin við
fossinn.”
“Svo langt máttu ekki voga þér að fara,”
sagði hann alvarlega.
“Þú sagðir þó,” svaraði hún, "að það væri
engin hætta í garðinum.”
“En þú hefir ekki verið í garðinum, eg fann
þig í skóginum, og fossin er í skógar jaðrinum.”
“Guð komi til,” sagði hún og náfölnaði. —
“Meðan eg sat þar og var að teiknar, heyrði eg
villi dýrs org, ekki mjög langt í burtu.”
“Varstu þar lengi?”
"Eg var þar líklega hálfan klukkutíma!”
Það fór hröllur um hann. Hver getur á-
byrgst það, — jafnvel þó það séu ekki tigrís-
dýr í skógunum, þá er þar nóg af öðrum hættu-
legum dýrum--------.
“Farðu þangað aldrei aftur,” bað hann ein-
læglega.
“Eg skal gæta mín betur,” sagði hún og
nötraði af hræðslu, að hugsa til þess í hvaða
hættu að hún hafði verið stödd. “Þegar óveðrið
var sem vest, sá eg tvö kattar-augu út í kjarr-
skógnum, það hafa kenske verið tigrisdýrs-
augu,” sagði hún.
“Þó það hefði bara verið panther, þá var
það nógu vont,” hugsaði hann. Svo sagði hann
upphátt:
“Það er þýðingarlaust að vera að hræðast
þetta á eftir. Við skulum þakka guði að ekki
varð slys að þessu, og lofaðu mér að þú skulir
aldrei fara út úr garðinum, nema hafa tvo þjóna
með þér. Þeir hafa þó barefli í höndunum, en þú
hafðir--------” Hann stanzaði aftur, því hann
fann kuldahroll fara í gegnum sig. Hann sá
hana í huga sínum, sitja þar einsamla, útí frum-
skóginum, og hugsaði um hvernig tigrísdýrin
láu í leyni við útjaðra plantekranna, til þess að
ná í verkamenninna þegar þeir væru að hreinsa
til í kringum plönturnar. Þá hljóp hann a þá
bakatil og með því að bíta þá bakatil á hálsin,
hafði hann drepið marga menn.
Þó Ruth gæti ekki séð í huga sínum þessa
hræðilegu mynd hafði hún samt mist alla löng-
un til að ganga útí skóginn.
“Ó, nei,” sagði hún, stamandi. “Eg feí
hvorki ein né með öðrum út í skóginn.”
“Og ekki með mér heldur?”
“Það er mjög vel boðið, en þú hefur altaf
svo mikið að gera allan daginn.”
“Ó, nei, eg get auðveldlega tekið mér frí.
Láttu mig bara vita þegar þú vilt fullgera teikn-
inguna sem þú byrjaðir á þar úti — það verður
að vera gert á staðnum.”
“Það er ekki nauðsynlegt. Ef eg bara hefði
uppdrætina, sem eg fleygði frá mér er eg flúði,
þá gæti eg málað myndina hérna heima.”
“Hvað er þetta!” sagði hann “þú einungis
teiknar ekki, og þú málar líka!”
“Dálítið,” sagði hún.
Nú datt honum í hug, að hún hefði kallað
máluðu myndina á veggnum, “klessulega”, af
því hún hefði málað hana sjálf.
“Veistu hvað eg held núna?” sagði hann og
horfði fast á hana, “að þú hefir málað myndina
af frændkonu þinni.”
“Það getur vel skeð,” sagði hún og hló að
uppgötvun hans og undrun.
Hann gekk aftur til að horfa á myndina, og
stóð þar um stund, hrifin af myndinni. Þegar
hann sneri sér aftur að henni, sá hún á andliti
hans, að hún hafði vaxið býsna mikið í augum
hans.
“Þú hefir óvenju mikla málara hæfileika,”
sagði hann í aðdáunar róm.
Hún vildi neita því, en hafði þó ekkert á
móti því að hann hélt fast við þá meiningu sína.
Svo leit hann aftur á blýants teikningarnar í
bókinni sem hann hélt á, rétti henni svo bókina
og sagði góða nótt.
“Þetta á eg að þakka hve lítið skynbragð
hann ber á listmálningu,” hugsaði hún, er hann
lét hurðina aftur á eftir sér. “Það er ekki heldur
undarlegt um mann sem er búin að vera, svo að
segja útilokaður frá heiminum í fimtán ár, og
hefur ekki séð neitt meistara verk allan þann
tíma.”
Loksins fanst henni að hún hafa fundið
einn veikan púnt í honum; og að hann stæði nú
ekki eins stoltur og óhagganlegur fyrir sér og
áður. En var það nokkuð annað en, að þessi harði
steinn hafði sem snöggvast klæðst þunnu og
blautu lagi af mosa?
Hún hafði viljað læra að þekkja hann, nú
þóttist hún þekkja hann. Hann var ekki líkur
þeim, sem féllu strax fyrir kvenlegri fegurð,
og kvennlegum veiðibrellum. Háar hugsanir og
gáfur var það eina sem gat blindað hann. Hún
vildi vinna hann. Hann skyldi koma til að sperra
öðruvísi upp augum, áður en hún sneri bakinu
við Sskawangi.
23. kafli
Morguninn eftir gerði Ruth fleiri breyting-
ar í stofunni sinni, og fyllti fleiri skrautker með
blómum. Henni fanst nú orðið fallegt umhorfs
inni hjá sér, bara þessir ljótu hvítu veggir líkaði
henni ekki. Hve gjarna vildi hún ekki mála þá,
græna eða leir-brúna, en hún vildi finna út ein-
hverja milli liti, sem henni geðjaðist betur, en
hún vildi mála eitthvað, en hvað? — Siden —
Sarína? Þau voru bæði lagleg. Hún var ekki
búin að afráða hvað hún ætlaði að gera, er Siden
kom inn í dyrnar, og bar í fanginu kostulegan
blómvönd.
“Tuwan sendir þetta til Nonja,” sagði hann.
"Tuwan (herran) tíndi þessi blóm sjálfur á leið-
inni út á kaffiekrurnar, til að senda Nonja”.
Hún roðnaði af fögnuði.,
“Það er þó sannarlega umhyggjusamt af
honum”, hugsaði hún. “Og það eru akkúrat
blómin sem mér þykir fallegust.”
“Þakka þér fyrir Sidin,” sagði hún, “þúsund
þakkir!” og drengurinn hraðaði sér út, með
bros á öllu andlitinu, svo skein á allar hans
svörtu tannir.
Nú hafði metnaðargirnd hennar fengið
nokkuð til að glíma við. Hún fór út á svalirnar
tií að fullgera teikningarnar sem hún hafði byrj-
að á í gær. Hún vann uppihaldslaust að því allan
dagin framundir kvöld, hún var ekki búin þegar
íenni var fært eftirmiðdags kaffið. Hún ýtti
borðinu frá sér og settist í hægindastól, og var
rétt að teygja úr sér er Mr. Bordwick kom inn.
“Rektu mig ekki út aftur,” sagði hann glað-
lega, er hann kom inn úr dyrunum. “Eg reið
heim svona snemma til að sjá við dagsbirtuna,
hvernig að stofan líti út hjá þér núna.”
“Það er svo margt sem vantar til þess að
það sé fullkomið,” sagði hún.
“Nei, það sé eg ekki,” sagði hann og leit í
kringum sig. Svo settist hann á stól er var næst-
ur honum og var hinn rólegasti.
“Að hafa laglegt í kringum sig, er þó eitt-
hvað annað, það sér maður fyrst, er maður hefur
verið án þess svo lengi.”
“Og því varstu svo lengi án þess að hafa
fallegt í kringum þig?” spurði hún, er hún rétti
honum te bolla.
“Af því eg hafði ekki ráð á að veita mér
það.”
“Maður getur fengið hvað sem maður vill
fyrir peningana,” sagði hún.
“Og smekkvísina líka?”
“Að minsta kosti vanalegan húsaskreytara,
sem hefur dálitla smekkvísi.”
“Þeir sem gera slíkt í þessu landi, eru kín-
verjar, og gera það eftir kínverskum smekk, en
eg get ekki liðið það.”
Hún hló og sagði, að fyrir sinn part gæti
hún sagt til um hvernig það ætti að vera, og
hvers þyrfti með.
“Hvað er það, og hvað er sem þér finst
vanta?”
“Ó — alt mögulegt,” sagði hún gletnislega.
“Myndirnar mundu taka sig alt öðru vísi út, ef
veggirnir væru dökk-grænir en ekki hvítir.”
“Hm, hm,” sagði hann og leit í kringum sig.
“Eg held það líka. Og svo?”
“Svo væri það fallegt að setja stóra spegla
milli glugganna, og kostuleg skrautblóma-ker
undir þá.”
“Ljómandi! Og svo hvað meira?”
“Úr því þú spyrð mig um mína meiningu á
því, þá máttu ekki verða hissa á því að eg vildi
helst láta taka burt allan reyr húsbúnaðin, og
setja í þess stað borð og stóla, sem samræmdu
flyglinum. Borð úr íbenholt við og stóla úr sama
efni, með mjúkum silki fóðruðum púðum — því
hér í þessu loftslagi duga líklega ekki upptroðn-
ir húsmunir.”
"Jú, það er einmitt ágætt loftslag hér fyrir
svoleiðis húsmuni, við erum hér tvö þúsund fet
fyrir ofan sjávarmál.”
“Það vissi eg ekki?”
“Ágætt,” sagði hann, “það sem þú hefir
stungið upp á skal verða gert.”
Hún horfði stórum augum á hann. Það væri
nú helst að hann færi að setja inn nýja húsmuni
hennar vegna, sem ætlaði að flýja í burtu innan
fjórtán daga.
“Mr. Borwick, eg var bara að spauga,” flytti
hún sér að segja.
“Eg veit það.”
“Það gæti ekkert verið f jær mér, en að koma
þér til að fara að leggja út peninga.”
“Það veit eg líka. En þú átt nú við þann
mann að skifta, sem tekur með ánægju hvert
tækifæri til að leggja út peninga, því hér býðst
sMkt tækifæri sjaldan.
“Þú misvirðir þetta ekki?”
Ha ha. Hann vill að verkamennirnir fái eitt-
hvað að gera. Hann þurfti þá ekki að vera í nein-
um efa — ó-nei — en samt sem áður —
“Eg vildi biðja þig að láta alt vera eins og
það er, Mr. Bordwick”, sagði hún með ákafa.
“Hversvegna?” spurði hann. “Eg vona að
þú viljir unna mér þeirrar ánægju að láta gera
það sem þú hefur stungið upp á. Eg þekki ungan
Javamann í Bandong, sem er vel lærður í hús-
munasmíði. Þú vildir kanske gera svo vel að
segja honum hvaða lögun þú vildir hafa á hús-
mununum.”
“Ó, já”, svaraði hún lágt og ólundarlega.
“Sjáðu til,” sagði hann. “Það er skylda mín
að sjá til að drengurinn hafi eitthvað að gera.
Hann var snemma svo bráð hagur, og gat búið
til alslags hluti úr bambusreyc, svo eg sendi
hann til Batavia og kom honum til fransks tré-
smíða meistara. Nú er hann búin að læra og kvað
vera reglulegur snillingur, og nú þarf hann að
fá nóg að gera. Svo er annar ungur maður hér úr
nágrenninu, sem eg sendi til Batavia, til að læra
málverk hjá enskum málningarmeistara, hann er
og útlærðir í sinni iðn. Eg fæ hann til að gera
alla þá málningu í húsinu, sem þú óskar eftir. En
með blómaskálarnar er öðru máli að gegna. Mað-
ur verður víst að fá þær hjá þessum kínversku
herrum; en það er líka það eina sem við þyrftum
að fá frá þeim — og það er það bezta í þessu til-
felli!”
“Það bezta?” spurði hún.
“Að við þurfum ekki neitt frá þeim.”
“Þér Mkar ekki við kínverjana?”
“Nei, öðru nær,” og hann varð harðlegur á
svipinn.
“Og því ekki?”
“Þeir hafa þrengt sér hér inn í landið, bara
til að þrælka og útsjúga Java-fólkið, en gera
engum neitt til gagns. Það má auðvitað segja
það sama um okkur Evrópu menninna, að þeir
hafa líka þrengt sér hér inn í landið, en við eig-
um ekki skilið að vera settir á sama bekk og Kín-
verjarnir. Jafnvel þó okkur farist ekki að hrósa
okkur af okkar miklu menningu fram yfir Java
fólkið, þá höfum við þó komið því til leiðar að
afnema þrælhald á Java. Þetta vesalings fólk
nýtur nú meiri réttinda og tryggingar en áður,
undir einvalds og harðstjórnar herradómi. Og
þó við höfum mest not af þeim auðæfum sem við
framleiðum hér, þá er mér óhætt að segja, að
án okkar lægju þau óhreyfð og ónotuð í skauti
jarðarinnar. Svo erum við Evrópumennirnir ekki
nema fáeinar manneskjur í samanburði við átján
milljónir Javamanna. Það eru Kínarnir sem er
stærsta bölvunin fyrir Java, þeir gera ekkert
annað en útsjúga landslýðinn og þvinga.”
“Því eru þeir ekki reknir úr landinu?”
spurði hún.
“Það er auðveldara sagt er gert. Það er svo
mikill fjöldi af þeim; þeir hafa peninga, og þar
afleiðandi mikil áhrif og vald; auk þess eru þeir
samantengdir eins og fléttu viður. Þangað til á
mítjándu öld voru það lög á Java, að einungis
fáeinum kínverjum var leyft að hafa verzlun hér
í landi, svo að innfæddir liðu ekki skaða við það.
Þessum hyggilegu lögum hefur ekki verið fylgt
— hafa fallið í gleymsku. Nú eru kínverjarnir
orðnir svo sterkir hér, að þeir keppa nú um
verzlunina við evrópisk verzlunarfélög. Mest
öll innanlands verzlun og hand iðnaður er nú
komin í þeirra hendur. Þeir koma alveg félausir
til þessa lands, en dettur ekki í hug að vinna sér
inn peninga með því að yrkja blett af landi. Þeir
Kínverjar sem fyrir eru lána þeim peninga til að
setja upp verzlun, eða hvað annað sem hann vill
leggja fyrir sig. Með samviskulausu okri græðir
hann strax peninga, oft stór auðfé.”
“Og Java mennirnir?”
“Þeir eru miskunarlaust útsognir, og lifa
og deyja fátækir.”
“Þetta er þó skammarlegt að heyra,” sagði
Ruth með ákafa.
“Já, skammarlegt,” sagði hann, og stóð upp
og gekk stórum skrefum um gólfið. “Á einni
tíð voru Javamenn nafnkendir, sem verzlunar-
menn; og hvað iðnað áhrærði, þá stóðu þeir
manna fremstir í vopnasmíði og járnsmíði. Nú
vinna þeir bara sem daglauna menn hjá Kínun-
um, eða hann opnar litla warong (búð) og selur
það lélegasta af vörum, sem Kínarnir lána hon-
um með okurrentu.”
“Eru engin lög gegn okurrentu hér?”
“Nei,” svaraði hann.
“Hræðilegt ástand,” sagði hún. “Allur auð-
urinn í höndum aðkomu mannanna, en rieyð og
fátækt hlutskifti Java þjóðarinnar. Eg er viss
um ef eg væri rík, gæti eg aldrei lifað glaða
stund hér á Java,” sagði Ruth.
Hann stansaði og horfði alvarlega á hana og
hleypti brúnum.
“Þú lýsir alveg minni afstöðu,” sagði hann.
“Hver handfylli af gulli sem kemur í minn sjóð
er sem steinn á samvisku minni. Það kemur
stundum fyrir, að mér finnst að eg eigi að henda
öllum þessum auðæfum frá mér. En ef eg gerði
það, henda burt auðæfum mínum, sem geta orð-
ið þúsundum til gagns, þá mundi það ekki létta
byrgði samvisku minnar. Eg verð að leita þang-
að til eg finn eitthvað, sem getur orðið almenn-
ingi til gagns og blessunar og gefið mér frið og
ró.”
Þessi orð, án þess hún vissi, snertu við-
kvæman streng í brjósti hennar.
“Mr. Bordw’ick,” sagði hún í hrifningu, “eg
beindi ekki orðum mínum til þín, eg skil heldur
ekki því þú álítur það. Ef nokkur, þá ert það
þú, sem berð velferð Java manna fyrir brjóst-
inu,” hún talaði með talsverðum hita, sem hún
undraðist yfir. “Meðal fólks þíns er sannur frið-
ur og ánægja, og það, ásamt öðru, er fullkomin
sönnun fyrir því, hve einlæglega að þú villt
hjálpa Java fólkinu — þú vilt láta, með miklum
kostnaði, mála og skreyta þetta hús, og setja inn
nýja og dýra húsmuni, bara til að gefa tveimur
ungum handiðna mönnum atvinnu, sem þú hefur
kostað til náms. Eg er viss um að þeir eru ekki
þeir einustu sem þú hefir hjálpað á þann, eða
annan hátt.”
“Það er ekki til að gera mikið úr því,” sagði
hann, bæði hálf glettnislega og harðneskjulega.
“Góður vilji er ekki nóg til að auka og útbreiða
mentun, maður verður að finna þá sem hæfastir
eru til að taka á móti upplýsingunni, bæði sér
og öðrum til gagns, og til þess er eg ekki nógu
glöggur.”