Heimskringla - 18.05.1949, Side 5

Heimskringla - 18.05.1949, Side 5
WINNIPEG, 18. MAÍ 1949 HEIMSKRINGLA arnir urðu að gjalda nýja land- inu allt sem þeir áttu, heilsu, líf, og börn sín í ótal liðu. En svo giftu-drjúgir hafa íslendingar verið að mörgum þeirra hefur tekist að greiða gamla landinu föðurlaunin, ef ekki í beinhörð- um dollurum, þá í annari fyrir- greiðslu, og hafa skáldin gold- ið ríflega fyrir sig. Stephan G. Stephansson, Jakóbína John- son, og nú Guttormur J. Gutt- ormsson hafa öll komið heim eigi aðeins sem gestir íslendinga, heldur líka sem heimamenn aust- ur þar í bókum þeim, sem gefnar hafa verið út heima á gamla landinu. HUGLEIÐINGAR UM HLUTLEYSI Árbók Ferðafélags íslands MCMXLVIII: Vest- mannaeyjar eftir Jóh. Gunnar Ólafsson. ísafold- arprentsmiðja, Reykjavík, 1948. 205 bls. með korti. Frh. frá 3. bls. Skyldi ekki vera tímabært að fara að láta menn vita, að það geti líka verið bundið áhættu að vera í flokki fimmtu herdeildar- manna — að það geti meira að segja verið bundið áhættu að eiga samstöðu með slíkum mönn- um að málum sem þjóðin getur| átt tilveru sína undir — sam-| stöðu, sem ekki er hugsanlegt að| geti orðið til framdráttar hags- munum annara en þeirra, sem sitja á svikráðum við sjálfstæðij og menningu þjóðarinnar? ábending mín beri vott um skort á því frjálslyndi, sem lýðræðis- sinnuðum manni beri að ala í brjósti. — Ef einhverjum skyldi finnast þetta, þá er eg ekki á sama máli. Það er, að mínum dómi, ekki skortur á hollustu við lýðfrelsi, þó að lagt sé á móti því, að það sé bókstaflega verið að dekra við spillinguna í land- 5. SÍÐA B R É F til ísl. ritstjóranna í Winnipeg Þetta er eigi aðeins lýsing, heldur einnig að miklu leyti saga Vestmannaeyja. Hefur Jóhann Gunnar, sem sjálfur er uppalinn í eyjunum, skrifað sex fyrstu kapítulana. í fyrsta kapítula ræðir hann um fund eyjanna og nafn þeirra og mjög stuttlega um sögu þeirra þá um íbúana, tölu þeirra og upp- runa, þá um atvinnuvegi, sem að- allega eru þrír: fiskiveiðar, land- búnaður og fugla-veiði. í öðrum kapítula fer höfundur með lesar- ann á ferðalag um eyjarnar, en í þriðja kapítula telur hann upp örnefni og kennileyti í eyjunum. í fjórða kapítula er gengið á Helgafell, Heimaklett, sem er hæstur klettur í eyjunum, og á Yztaklett, lengst til suðurs, en í fimmta kapítula er ferðalangin- um sýnt inn í alla hella á eyjun- um. f sjötta kapítula lýsir höf- undur fornum menjum og mann- virkjum í eyjunum: Skanzinum, Landakirkju, Skrúðabyrgi og akurgerð eyjarskeggja til forna. Sjöundi kafli um bergmynd- unarsögu Vestmannaeyja er eftir Trausta Einarsson, jarðfræðing. Áttundi kapítuli er um fugla- líf í Vestmannaeyjum og eftir Þorstein Einarsson íþróttafull- trúa. Níundi kapítuli er um Gróð- urríki Vestmannaeyja eftir Bald ur Johnsen grasafræðing, en tí- undi kapítuli um skordýr í Vest mannaeyjum, eftir Geir Gigju. Baldur telur um 122 tegundir planta í eyjunum, en Geir um 70 tegundir af skordýrum, en þar koma þó ekki nándar nærri öll kurl til grafar. Kaflinn um fuglana er eins og við mátti búast mjög merkilegur og fróðlegur um hætti þessara nytjagripa og um veiðiaðferði: eyjarskeggja. Ef til vill er jarðfræði eyjanna eftir Trausta, með aðstoð ösku- tímatalsfræðingsins * Sigurðar Þórarinssonar eitt af því merk- asta í bókinni. Annars má segja að bókin sé öll prýðilega skrifuð og skemmti leg aflestrar, geysihagleg öllum þeim sem fróðleik girnast um eyjarnar, ekki sízt ef menn vilja heimsækja þær í tómi og sjá alla dýrð þeirra. Kort herforingjaráðsins danska af eyjunum fylgir bók- inni, en auk þess éru í henni nokkur kort í línuritum og myndir margar, bæði teikningar og ljósmyndir, eftir hina og aðra. Margar þeirra gamalkunnar úr eldri árbókum félagsins. Eru margar af myndunum mjög góð- ar og gefa ágæta hugmynd um eyjarnar. Höfundur og útgefendur eiga góðar þakkir skilið fyrir þessa árbók. Stefán Einarsson Milljónamæringum fækkar í jStokkhólmi hefir verið til- kynnt, að milljónamæringar séu nú 296, en í fyrra áttu 366 yfir ein milljón kr. í eignum. Hefir þeim þannig fækkað allverulega á einu ári. Það er vitað að þeir eru bundnir Moskva-heitinu Borgaraflokkarnir íslenzku hafa nú um alllangt skeið á- stundað svo vel umburðarlyndi í viðskiptum sínum og sambúð við kommúnista, að þeim ætti að vera óhætt að fara að æfa svolít-, ið einhverja aðra þætti skap- gerðarinnar. Okkur væri vafalaust hollt að taka okkur þar til fyrirmyndar Engilsaxa, sem standa nú þjóða best á verði gagnvart hættum úr austri. Eftir að landráðamálið í Can- ada var á döfinni, sem þingmað- ur kommúnista þar í landi var höfuðmaðurinn í, ásamt nokkr- um öðrum opinberum starfs- mönnum, sem tilheyrðu komm- únistaflokknum, eftir að réttar- höldin í því máli höfðu leitt í ljós, að kommúnistar hvar sem er, telja sig bundnari af heitinu, sem þéir gefa miðstjórn flokks ins í Moskvu, heldur en á eiðn- um, sem þeir vinna að stjórnar- skrá síns eigin lands sem trún- aðarmenn þess. — Og eftir að víðtæk opinber réttarihöld í Bandaríkjunum höfðu leitt hið sanna í Ijós þar, tóku Bandaríkin upp þá stefnu, að víkja kommún- istum þar í landi frá þýðingar- miklum opinberum trúnaðar- störfum, og láta þá í staðinn fá einhvern annan starfa, sem veitti þeim síður aðstöðu til að skaða ííkið. Eg minnist þess, með hvílík- um hryllingi blöð kommúnist- anna hér skýrðu frá þessari mannvonsku bandarísku stjórn- arvaldanna. En eg man ekki til þess, að neinu af málgögnum borgaraflokkanna yrði nokkuð verulega starsýnt á þessi furðu- læti kommúnista út af rang sleitni mannanna, eða að þau gerðu sér far um að útlista fyrir lesendum sínum, hversu vel slík- ar umkvartánir skarti á flokki, sem er ekki einasta vanur, hvern- ær sem hann kemur því við, að svipta andstæðinga sína embætt- um algerlega bótalaust, heldur og þráfaldlega að taka bæði líf þeirra og eignir. Eg hef ekki heldur orðið þess var, að íslenzk stjórnarvöld hafi ennþá stigið neitt spor í áttina til svipaðra ráðstafana og Banda- ríkin hafa nú gert, til þess að draga úr þeirri hættu, sem stafar frá því, að menn með landráða- hugarfari séu í trúnaðarstöðum ríkisins. Myndi nokkuð saka, þó að ís- lenzk stjórnarvöld færu nú líka að láta hylla undir það, að það geti orðið takmörk fyrir því, hve augljósan skort á þjóðhollustu mönnum í ábyrgðarmiklum em- bættum sé óhætt að sýna, án þess að komið geti til mála, að þeir verði færðir á milli starfa? Slík afstaða stjórnarvaldanna myndi ekki einasta stuðla að því, að foringjar kommúnista í land- inu myndu heldur fara að halda í við gæðinginn, heldur myndi! hún líka vera mjög fallin til þess að draga úr líkunum fyrir því, að hinir fyrirhyggjusömu meðal borgaranna teldu sinni fleytu best borgið með því að “eiga sam- stöðu að málum” með “vondum mönnum”. Það má vel vera, að einhverj- um á meðal hinna heiðruðu á- heyrenda minna finnst, að þessi mu. Og það er ekki heldur skortur á hollustu við lýðfrelsið, þó að bent sé á það, að ekkert ríki get- ur staðist ti 1 lengdar við þær að- stæður, að borgarar ríkisins, einn á fætur öðrum, fari að telja það ábatavænlegra og öruggara, að eiga samstöðu að málum með vondum mönnum, gegn hags- munum ríkisins, heldur en að taka sér stöðu í flokki heiðar- legra og þjóðhollra manna. Engir venjulegir tímar Við verðum að hafa vel hug- fast, að þetta eru engir venju- legir tímar, sem við lifum á, held ur tímar, sem eru að búa sið-! menningunni meiri háska en við! höfum nokkru sinni haft sögur af. Við lifum á þeirri öld, þegar hópur siðspilltra manna, sem hafa náð einræðistökum á hart- nær fimmta hluta jarðarbúa, hafa uppi jafnvel ráðagerðir um það að opna sjálfar flóðgáttir himingeimsins og láta banvænt geislaflóð hellast yfir stór svæði jarðarinnar, í því skyni að geta lí'ka nað valdi a og gert að þræl- um þann hluta mannkynsins, sem ennþá fær að draga frjálst and- ann. Slíkir tímar geta vel þvingað þá, sem eru ráðnir í því að berj- ast SeSn öflum ofbeldisins og kúgunarinnar, til að gera jafn- vel ráðstafanir, sem þeim væri annars þvert um geð. fslenzka þjóðin getur þurft á slíkum ráðstöfunum að halda al- veg eins og aðrar þjóðir. Og hún getur líka þurft á því að halda, að þora að horfast í augu við manniháska. Á slíkum tímum, sem nú eru, er hollast að gera sér ljóst, að það er ekki lengur til neitt land, sem getur með nein- skonar ráðstöfunum tryggt sig algerlega gegn því að vera lagt 5 auðn að meira eða minna leyti. — Við verðum að reyna að sætta okkur við þessa hugsun. En það er önnur hugsun, sem íslenzka þjóðin má aldrei sætta sig við. Hún er sú, að ef þjóðin skyldi hreppa þau örlög, að eyð- ast í eldi næstu heimsstyrjaldar, að hún hljóti þau eftirmæli hjá óbornum kynslóðum, að þar hafi tarist þjóð, sem lítil eftirsjá var að, — Þjóð, sem hafi þau fáu ár, er hún var sjálfri sér ráðandi, aldrei vitað — hvar hún átti að standa — þjóð, sem þá, er dróg til úrslitaátaka á milli menning- ar og siðleysis á jörðinni, hafi kosið að vera hlutlaus, — þjóð," sem hafi síðast þegar til hennar spurðist, sitið ölUim dögum með sveittan skallann við að reiknaj út, hveynig hún fengi haldið: sjálfstæði sínu, menningu sinnii og sóma sínum, án þess að hún! þyrfti nokkru sinni sjálf að leggja nokkuð í sölurnar. (Erindið er lítið eitt stytt , prentuninni —Mbl.) —Mbl. 12. febrúar Reykjavík 7-5-49 Kæra Heimskringla! Við hérna tvær íslenzkar skóla- stúlkur, biðjum ykkur vinsam- legast um að birta nöfn okkar og heimilisfang í blaði ykkar í von um að fá að komast í bréfasam- band við Vestur-íslendinga. Nöfn okkar eru: Inga Melsted, (aldur 16-18 ára pilt eða stúlku), Freyjugötu 42, Reykjavík. Kristín Sveinbjörnsdóttir, — (pilt eða stúlka 16-18 ára), Óðinsgötu 2, Reykjavík. Með fyrirfram þökkum, kveðj- ur frá íslandi. Inga og Stína 16. maí 1949 Kæru vinir: Nú er einu sinni enn um sam- eiginlegt bréf að ræða þar sem eg er að koma á framfæri sam- eiginlega pöntun á auglýsingu, bæði í Heimskringlu og Lög- bergi. Það má vel vera að þið haldið það sé hálf einkennilegt að bréfið komi ekki beint frá Gunnari Palsson í New York; en þar sem við höfum haft smá vegis bréfaviðskifti um þetta mál, við Gunnar, þá lofaði eg honum að senda áfram til ykkar ; efnið í auglýsingjuna, í þeirri von að hún kæmist nú í blöðin í þessari viku. Bréf mitt ætti að ná ykkur á þriðjudagsmorgunn: eg er að senda það “Special Del- ivery” til þess að flýta ofurlítið fyrir því; varla hægt að greiðara sé með flugferð eins og stendur þar sem lestir fara héðan í kveld. Gunnar birti grein í marz, — minnir mig, um ‘átthagaflug’ sem hann vildi koma á. Nú virð ist það altsaman komið í lag, ef nægileg þátttaka fæst. Eg held að það sé ‘Loftleiðir’ sem muni senda vélina til Winnipeg, ein og gert var í fyrra þegar vél þeirra var að fara heim. Ef of seint er að koma þessari auglýs- ingu í blöðin í þessari viku, væri ekki hægt að minnast á þetta með aðeins nokkrum línum? Og náttúrlega væri það þakksam- lega þegið hjá Gunnari ef minnst væri á tilraunina í fréttadálkum blaðsins, hvernig sem gengur. Eg talaði við hann í síma í N. Y. í morgun, og úr því hann var búinn að smíða uppkast að aug- lýsingu, þá sagði eg honum að eg mundi senda ykkur það til þess að það tefðist ekki meir en komið er. Ástæðan til þess að Gunnar fór að skrifa mér, til þess að byrja með, var sú, að hann var að stinga upp á því, að eg færi með — og var eg um tímabil fjarska spenntur út af þeim möguleika. Þó eru, því miður, ýmsar ástæður til þess að eg get ekki hentulega farið um þetta leyti, en eg er að skrifa ýmsum kunningjum, að segja þeim frá þessu. Fljótt á að líta, þá virð- ist það vera mjög dyrt að borga $550.00 fyrir íslandsferð með aðeins þriggja vikna viðdvöl; þó eru ýmsir, sem geta ekki verið lengi að heiman. Sannleikurinn er, að með “Regular Scheduled Flights þá er farið $760.88, báð- ar leiðir, frá Winnipeg til Reykj avíkur og tilbaka; og með því að smala saman 40 manna hópi, þá er sparnaðurinn rúmir $210.00 á mann. Eg veit ekki hvort Gun- nar sé búinn að ganga frá því, hver verði fararstjóri er fengi þannig ókeypis ferð báðar leið- ír, en mér heyrðist það á honum að hann væri að fara fram á það við Richard Beck í Grand Forks, sem væri náttúrlega á- gætur. Hann minntist á það við mig að hann vilji endilega fá meðal farþega einhvern sem hafi kunnáttu í að taka myndir með “Movie Camera”; þið munið eft- ir því, þar sem hann var að tala áður um hvað yrði ánægjulegt að fá myndir að sýna beggja megin hafsins af túrnum. Eg þekki mann hér sem hefði verið alveg valinn til þess; Ólafur heitir hann Ólafsson, og er tann- læknir; á vél, hefir tekið marg- ar myndir. En gallinn er að hann er að fara einu sinni enn til Afríku í veiðitúr; það finnst honum gaman. Eg vil ekki vera að taka að mér það sem kemur Gunnari Paulsson við — og úr því eg get ekki farið sjálfur, þá hef eg ekkert að gera við þetta ferðalag; en vel gæti verið að annar hver ykkar þekti Winni- peg mann, sem hefur gott vald á að taka myndir með ‘motion picture camera.’ * Mig minnir að ungur læknir hjá ykkur, Lárus Sigurðsson, hafi synt myndir einhvern tíma Oddný liristjánsson F. 10. sept. 1860 d. 21. maí, 1948 Oddny var fædd að Úlfstöðum í Akrahreppi í Skagafirði, í Skagafjarðarsýslu á íslandi 10., september 1860. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gísli Guðmunds- son og Oddny Magnúsróttir, bæði ættuð þar úr sveit. Þegar hún var aðeins sex mánaða, fluttu foreldrar hennar austur í Þing- eyjarsýslu og áttu heima á Breiðumýri í Reykjadal. Þar ólst Oddný upp. f þessari sömu sveit liðu þá, einnig æsku ár hennar Árið 1883 hugðist hún reyna gæfu sína í hinu nýja landi og fluttist til Ameríku. Kom hún þá fyrst til Winnipeg. Þar vann hún í tvö ár við ýms störf. 1886 flytur hún suður til svokallaðrar Ey- ford-byggðar í N. Dakota. Ekki löngu seinna giftist hún Sigurði Kristjánssyni, ekkjumanni úr heimasveit sinni, einnig fæddum ?ð Úlfstöðum. Atti hann 2 drengi Benedikt, sem dó fyrir mörgum árum og Kristján, sem nú býr í Vancouver, B. C. Canada. Reynd- íst Oddný drengjum þessum sem hin ágætasta móðir. Þau Sigurð- ur og Oddný bjuggu svo allan sinn búskap á óðalsjörð sinni og farnaðist mæta vel. Sigurð mann sinn misti hún árið 1925, hélt þó afram búi sínu þar til fyrir fáum árum áð hún flutti í lítið hús í bænum Mountain. Þar naut hún ° efri áranna síðustu í skjóli ást- ríkrar dóttur, Magníu sem hlúði að henni til hinstu stundar, og svo hinna barnanna sem svo trú- lega lögðu leið sína heim til hennar, hvernær sem tími frá önnum dagsins leyfðu. Hér seig henni hinsti blundur á brá, og brún sást af eilífum degi. Það var 21. maí 1948 Þau Sigurður og Oddný eign- uðust fimm börn og eru fjögur á lífi- Þau eru: Magnía, býr áfram í litla húsinu á Mountain; Guð- rún, gift M. S. Guðmundssyni að Garðar, N. D.; Gíslína, gift B. C. Gilbertson, Barnesville, Minn., Sigurður, er býr á ættaróðalinu í Eyford-byggðinni. Tvö systkini Oddnýar komu og vestur um haf, en þau voru Sigurlaug, gift Jóni Sigurjóns- syni í Winnipeg og hálf bróðir Magnús Jónsson sem bjó í Ey- ford-byggð og dó þar. Sigurlaug er einnig dáin fyrir nokkru. Oddný var ein af þessum ís- lenzku, tryggu, greindu sæmdar- konum sem prýtt hafa hóp frum- byggja kvenna okkar sveita. — Annir heimilisins voru miklar, með þreki og festu var þeim önnum mætt, án möglunar eða víls. Hún vissi vel að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði; og því fann hún tíma til að auðga anda sinn og sálarlíf með lestri góðra bóka, og þarmeð líka týna aldrei þeim íslenzku erfðum sem einar er hægt að flytja yfir hafið. Alt íslenzkt og göfugt átti heima hjá henni. Þrátt fyrir alla önn og störf fann hún einn- ig tíma til að styrkja með ráði cg dáð félagsskap kvenna bygð- arinnar og styðja öll góð mál- efni félagslega, enda naut hún heiðurssæti í slíkum félögum þegar ellin nú sótti hana heim. Og seinni árin þegar starfskraft- arnir voru minni var ljúft að lifa upp íslenzka æsku og lofa ensk- um heimi að líða framhjá óáreitt- um. Veikindi og sorg lögðu leið sína um bæ hennar, en með still- ingu og bjargfastri trú mætti hún því og möglaði aldrei um sitt hlutskifti. Hún gat litið yfir liðnu árin og haft yfir í hugan- um: “Eg hefi reynst trú, eg hefi runnið skeiðið”, og til hins eilífa lands og eilífra launa gekk hún hinstu sporin, ókvíðin, vitandi vel að Hann sem leitt hafði hana og blessað frá einu landi til ann- ars myndi og blessa henni síðasta landnámið eilífa. Og orð sálmsins bergmáluðu hug hennar: “Eg ferðast og veit, hvar mín för stefnir á. Eg fer til guðs eilífu landa.” Jarðarför Oddnýar fór fram frá Vikur kirkju að Mountain, 25. maí 1948 og var hún lögð til hinstu hvíldar í Mountain graf- reit. Séra E. H. Fáfnis flutti kveðjumálin hinstu, að viðstöddu nánustu ættingjum og samferða- liði. Friður sé með minningu frumbyggjakonunnar. E. H. Fáfnis á fundi í Winnipeg. Kannske hann væri fáanlegur; kannske Heimir eða Tryggvi — eg er að láta mér detta í hug ýmsa menn sem ættu að fara — og sem gætu ef þeir kynnu að taka myndirn- ar, fengið ókeypis far. Um slík mál verður að ræða við Gunnar í New York, og þið stingið þessu að þeim sem ykkur kynni að detta í hug. Vona mikið að auðlýsingin nái ykkur í tíma til þess að birtast núna, vegna þess að það gefur að skilja, að ferðin verði aldrei tarin nema 40 manns fáist til þess að “borga brúsan” og ekki er seinna vænna að fara að láta fólk hugsa um þetta. Verið þið báðir blessaðir — Þakkir fyrir síðast! Vinsamlegast, Valdimar Björnson Aths. Hkr.: Heimskringla sér ekkert betra til liðveizlu í þessu máli en að birta ofanskráð bréf frá V. B. Það skýrir alt sem skýra þarf í þessu máli. Að flesta fslend- inga langi að sjá ættjörð- ina, er ekki að efa. Með niður- settu fari eins og þarna býðst, er vonandi að draumur margra um það rætist. Messur I Nýja Islandi 22. maí — Riverton, ferming og altarisganga kl. 2. e. h. Hnausa, messa og safnaðarfund- ur kl. 8.30 e. h. 29. maí — Árborg, ferming og altarisganga kl. 2. e. h. — Víðir, íslenzk messæ kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því glevmd er goldin sknld Fyrsta ATTHAGAFLUGIÐ til ÍSLANDS— (ef nægileg þátttaka fæst) FRÁ WINNIPEG 2. JÚLÍ (til baka frá Reykjavík 23. júlí) Opinberar móttökur í Reykjavík ráðgerðar. Karlakór Reykjavíkur syngur o. fl. Fararstjóri og kvikmyndari með í förinni. Fjöldi þátttakenda takmarkaður. Flugfarið fram og aftur AÐEINS $550 Á MANN Þeir sem taka vilja þátt í för þessari eru vinsamlega beðnir að gera oss aðvart hið fyrsta. og greiða helm- ing farsins, en síðari hlutinn greiðist eigi síðar en 15. júní n.k. VIKING TRAVEL SERVICE 165 BROADWAY NEW YORK 6, N.Y.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.