Heimskringla


Heimskringla - 18.05.1949, Qupperneq 6

Heimskringla - 18.05.1949, Qupperneq 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. MAÍ 1949 RUTH Þýtt hefii G. E. Eyfoid Ruth hafði setið lengi út á svölunum og hrökk snögt við, er hugsanir hennar snertu þennan púnkt. Ástin hafði breytt henni í svo auðmjúka konu, að hún fyltist mikillætis tilfinn- ingu, við að hugsa til þess, að maður sem Mr. Bordwick gæti verið afbrýðissamur um konu sem sig. Hún leit feimnslega alt í kringum sig, eins og hún væri hrædd um að einhver kynni að hafa heyrt hugsanir sínar. Sarína, sem hafði setið þegjandi á gólfinu við fætur hennar, var farin, og litlu börnin sem Sarina hafði með sér voru líka farin, eftir að þau höfðu lengi beðið eftir að hin góða frú gæfi þeim sætar kökur, eins og hún ávalt var vön. Hún sat þarna einsömul ,í hugsunum sínum, þar til leið að miðdagsverði, þá færði hún sig ofan í salin. Skömmu eftir hún var sest, þá var hurðin opnuð baka til við hana, en ekki eins hægt og Seden var vanur, en hún hélt það væri hann, og sagði: “Er borðið sett? Þá skal eg koma.” Hún sagði þetta án þess að líta við. Nú hefði þjónninn, eftir venju, farið strax í burtu, en hún heyrði ekkert. Hún beið við svo sem tvö augnablik undr- andi, svo sneri hún sér með hægð að dyrunum, og hljóp svo á fætur og rak upp skerandi hljóð. Sá sem stóð þar var ekki Sendin, heldur Frank Tospischill, þó hann væri varla þekkjanlegur. — Hann var þakin rusli, og andlitið óhreint og hárið hékk niður á ennið. En það sem hún hrædd- ist mest, var hin æðislega ástríða sem skein úr augum hans. Það var eitthvað svo brjálslegt í því, eitthvað svo villimannlegt, svo djöfullegt. Henni datt í hug að Mr. Bordwick hefði sagt, er hann kvaddi gestina sína: “Eg fer til plantekranna, og get ekki komið heim fyr en í kvöld’, hún fölnaði upp og reyndi, en árangurs- laust, að láta ekki sjá að sig bilaði kjarkin. “Eg hef riðið eins og brjálaður maður”, sagði hann, “og verð að biðja þig fyrirgefa að eg er svona illa til reyka.” Að hann áleit það til einhvers að biðja hana fyrirgefningar, gerði hana svolítið rólegri í svipinn. Hann hafði ekki hætt við að álíta sig sem einn af hinum fínu herrum. “Bara óhreinindin á fötunum þínum?” sagði hún, og reyndi að tala í föstum og sterkum róm. “En ekki að þú komst hingað?” “Þú máttir vera við því búin,” svaraði hann rólega. ‘Eg læt ekki gabba mig.” “Hvaða erindi áttu hingað?” spurði hún, bæði hrygg og reið. “Eg er að sækja þig Ruth”. “Þú ert svívirðilegur djöful,” sagði hún. Er hún sagði þetta, hljóp hún að hurðinni til að hringja eftir hjálp, en þá fór hann í vegin fyrir hana. Ef hún vildi ekki lenda í fanginu á honum, þá varð hún að víkja til hliðar. “Til þess að koma í veg fyrir þetta, stend eg hér”, sagði hann, “og eg hef séð um að þjónn- inn komi ekki hingað af sjálfdáðum. Eg mætti honum í borðstofunni, er hann var að leggja á borðið, og lét hann skilja, að eg hefði áríðandi erindi við þig, fyrir herra hans. Eg gaf honum skipun um að ónáða okkur ekki um stund.” “Fantur!” hrópaði hún, með eld í augum. En svo náði hræðslan aftur yfirhöndinni yfir henni. “Hvað hátt sem eg hrópa á hjálp, þá heyrir fólkið ekki til min,” hugsaði hún og studdi sig skjálfandi við stólbak. “Þér þykir þó varla fyrir að sjá mig?” — spurði hann og hló kaldahlátur. “Herra guð! Það væri óhugsandi. Hve oft vorum við ekki tvö einsaman í Sydney?” Þetta sagði hann að vísu satt, en það var í gamladaga, þegar þau voru unglingar að alast upp í Sydney. Henni hafði aldrei komið til hug- að hræðast hann„hvorki sem leikbróðir, né full- þroska mann. En eins og hann stóð þarna líktist þessi Howard ekki neinu prúðmenni, og að hann hafði enga sóma tilfiningu, sýndi sig best í þvi, að ráðast á varnarlausa konu, og sitja við þess manns borð, sem hann var komin til að skap- rauna. “Vertu nú róleg, góða mín,” sagði hann í smjaðrandi málróm. “Sestu nú niður, Rutth — og lofaðu mér að setjast hjá þér.” Hún sýndi engin þess merki að hún yrði við beiðni hans, sva hann stóð líka og sagði í af- sakandi tón. “Eins og eg mundi gera þér nokkuð ilt, eg sem elska þig, brjálæðislega! Hefurðu gleymt síðasta samfundi okkar?” Auðvitað hafði hún ekki, og hún æstist upp við að vera minnt á það. "Guð minn! Ef eg hefði fylgt honum!” — hugsaði hún. x Hann skildi ekki hið æðislega blik sem hann sá í augum hennar. “Þú undrast yfir, að eg þori að vitna til þess samtals,” sagði hann og stundi við. “Þú ert reið út úr, að eg fór frá Ceylon, án þess að bíða eftir svari þínu — eg varð þess strax var í gær, og get vel skilið það. En eg gat — eg þorði ekki að bíða, Ruth. Hraðskeyti, sem mín beið í hótel- inu, var þess eðlis að eg varð að fara þá -strax um nóttina til Pinang. Það hafði svo mikla hags- munalega þýðingu fyrir mig, að eg hefði orðð alveg eignalaus ef eg hefði skort mínútu lengur. Eg hafði ekki tíma til að senda þér línu. Eg náði rétt með naumindum í spanska skipið, sem eg talaði um við þig þá um kvöldið. í Pinang kom eg öllum mínum málum strax í lag. Og þegar eg var búin að því hafði eg tólf tímum til að eyða og bjóst við að mæta þær í Singapore — en — veistu kvað skeði. Eg tók mér far með skipi sem átti að fara þangað, og vera komið þangað á und- an ykkur, hvað skeði! Gufuketillin bilaði, og við máttum bíða tvo daga út á hafi, meðan ver- ið var að gera við hann. Eg æddi um gólf í káet- unni eins og ljón í búri. Eg sá Nixaan fara fram- hjá okkur, og var langt á undan okkur til Java. Svo mátti eg bíða fjóra daga í Singapore, þang- að til eg gat fengið ferð til Batavía, og er eg kom þangað varst þú búin að vera gift meir en viku — Mrs. —Bordwick.” Hann beit þessi síðustu orð sundur milli tannanna. “Hvað átti eg nú að gera? Átti eg að hengja mig, drekkja mér, eða skjóta mig? Eg var að velta því fyrir mér hvern þessara dauðsdaga að eg ætti að velja mér, því það segir sig sjálft, að lífið án þín var mér óbærilegt. En eg vildi ekki deyja fyr en að eg væri búin að sjá þig einu sinni enn. Það var mér því að happi, að eg kynt- ist í hótelinu í Bavaría, þar sem eg bjó, hollend- ing, sem bauð mér að koma með sér til Malibar, þar sem tigrísdýraveiði aetti að fara fram, og eg hugsaði að geta farið þaðan til Sukawangi. Og einmitt þar í Malibar, hafði eg þá aeru að kynn- ast þeim manni, og hló háðslega, sem hefir rænt mig lífshamingju minni, grunaði mig ekki! — Veistu hvaða tilfinningar vöknuðu í huga mínum við að sjá hann? Ásamt hatri og æsingu — lífs- f jöri og nýrri von, því eg sá strax að þessi klunn- alegi boli, er engin maður fyrir mína fínu ment- uðu Ruth. Hún hvorki getur né vill láta nokk- urn mann sjá sig við hliðina á honum.” Hún lét hann tala án þess að taka framí fyr- ir honum. — Guð gefi að hann haldi áfram að tala, til að lengja tíman — hugsaði hún — þar til hjálp kemur. Þegar hann nefndi hinn klunnalega klossa, skutu augu hennar eldingum af reiði, en hann tók ekki fremur eftir því, en fyrirlitningar bros- inu sem kipraði saman varir hennar. Hann áleit þögn hennar og útlit, sem samþykki þess er hann sagði. Með sigurbros á andlitinu sagði hann: “Við höfum þó ekki til einskls þekkst frá barndómi. Það eina sem undrar mig er, að þú gerðir ekki strax uppreistn gegn honum er þú sást hann, í staðin fyrir eftir giftinguna.” Hún leit upp og horfði á hann, skelkuð og undrandi. “Þú ert hissa á því, að mér er þetta svona kunnugt,” sagði hann hlæjandi. “Maður heyrir býsna margt, þegar maður hefst við á næturnar í laufskoginum. Veggirnir hafa eyru í þessum Bambus kofum, sem þeir innfæddu bua í. Til allrar lukku lá eg fast upp við slíkan vegg, er tvær manneskjur töluðu saman úti fyrir, og það á góðri ensku.” “Um hverja ertu að tala?” gat hún með naumindum stunið upp. “Þú meinar, hverjir það voru? Bordwick og vinur hans Burnand. Sá fyrri sagði vini sínum, að konan sín hefði á brúðskaupdeginum, krafist skilnaðar við sig, en hann hefði sagt, þrælmenn- ið, að þau skyldu reyna að vera saman í fjórar vikur. Nú eru þessar fjórar vikur liðnar og til- raunin hefir ekki heppnast. Mr. Burnand var falið á hendur, að senda honum áætlun bestu skipanna sem færu til Evrópu.” ✓ "Þetta er ekki satt,” sagði hún. Hann ypti öxlum. “En Ruth,” sagði hann undrandi, “því ert þú nú að brúka undanfærslu við mig? Hvað var það sem hindraði þig þá, að koma strax með mér. Bara þetta loforð, sem þú hafðir gefið þessum Bordwick. Er það ekki merkilegt að eg skuli vera sá fyrsti, sem------- “Þú vilt ekki að það skuli vera satt. Stór- læti þitt setur sig upp á móti því. Með blæðandi hjarta fór eg burt þá nótt, neyddur af hinum ó- hjákvæmilegu kringumstæðum sem hraðskeytið tilkynti mér." "Eg trúi ekki sögunni um þetta hraðskeyti,” sagði hún, og andlit hennar sýndi hina dýpstu fyrirlitningu. “Eg trúi ekki einu einasta orði af því sem þú segir.” “Ruth!” sagði hann æstur. “Ekki einu einasta orði,” endurtók hún, er hún í æsingunni gleymdi að hún var á hans valdi. “Þú ert — og hefir altaf verið lygari. — Hraðskeyti, sem kallaði þig? Hlægileg lýgi!” Sem snöggvast leit svo út að hann ætlaði að ráðast á hana, en hann hikaði við það. Með ísmeygilegu augnaráði og smjaðursleg- um orðum, sagði hann: “Hvaða ástæðu hefir þú til að segja þetta?” “Eg held að síðan við fórum frá Englandi, og alla leiðina, að þú hafir gefið nægilega á- stæðu til, að álíta þig sem siðferðilegt varmenni. Mér þótti það því ekki neitt undarlegt þó þú yrðir hvumsa við, er einn af nýkomnu Englend- ingunum ávarpaði þig sem Mr. Tospischill, og við það varstu svo hræddur að þú flúðir.” Nú hafði hún borgað honum fyrir hvað hann hafði sært hana, með sögunni um skilnað hennar við Bordwick. Þó hann væri orðin hams- laus af reiði, þá var það ekki undarlegt. En hann hélt sér í skefjum, og var rólegri eftir því sem hún talaði lengur, og er hún hætti, hló hann mjög ánægjulega. “Lydda! Lygari! raggeit!” endurtók hann. “Ja, hver skrambinn, Ruth. Þú veigrar þér ekki við að opna munninn! En maður getur látið sér standa á sama. Kona, sem finnur til afbrota sinna hefir auðvitað ekkert annað vopn til að verja sig með nema stóryrði. En nú er komið nóg af svo góðu. Þegar eg nú bið þig auðmjúk- lega um fytirgefningu, þá beittu ekki þessu litla sverði, líttu heldur á mig með vingjarnlegum augum.” Hún ansaði honum ekki, og í staðin fyrir að líta á hann starði hún óttaslegin fram fyrir sig. Hún heyrði alt í einu ekki hvað hann sagði. Hún heyrði bara sitt eigið hjartans mál, er sagði: —Lyggurum verður stundum á að segja sann- leikan. Hver vissi um samning þeirra á brúð- kaupsdagin? Engin nema hún og Bordwick? “Þakka þér fyrir! Það er hyggilegra af þér,” sagði Frank Tospisdhill, sem dróg þá ályktun af því að Ruth þagði, að hún væri að gefa eftir fyr- ir sér. “Eg vissi vel, að þú meintir það ekki svo illa. Þú hefir oft brúkað stór orð við mig, vesal- ings syndaran. Það er reyndar ekkert nýtt, við höfum altaf strítt hvort öðru, en svo höfum við altaf elskað hvort annað, er það ekki satt.” “Ekki satt?” endurtók hún, í því hann laut fram og var komin svo nærri andliti hennar, að hún hörfði óttaslegin til baka. “Hvað viltu?” sagði hún, sem eins og vakn- aði skyndilega upp af hugsunum sínum. “Eg vil heyra þig segja, að þú elskir mig, Ruth.” “Eg — þig —?” sagði hún full viðbjóðs og fyrirlitningar, — “Eg hef aldrei elskað þig!” “Ha — ha!” v“Aldrei!” endurtók hún æst. “Svo!” sagði hann og hryklaði brýrnar. “Nú lýgur þú! Kvöldið á Ceylon, ætlaðir þú að verða mín------” “Eg veit það,” svaraði hún, og hrylti við til hugsunninni. Hann varð hálf vandræðalegur, er hún svar- aði án undanfærslu og viðurkendi það sem hann sagði. En svo hló hann hátt. “Og þó segist þú aldrei hafa elskað mig?” “Já! það segi eg,” sagði hún. “Já mér leizt á þig, en í hjarta mínu hataðneg þig. Höllin þín á Scotlandi tældi mig — og svo fanst mér það hagfeldara, en fara til ókunnugs ríkismanns, sem kynni að hafa þá karakters eiginleika sem eg gæti ekki liðið, svo eg hélt mér væri betra að fá ríkan mann sem eg þekkti vel og gæti haft í hendi minni.” Með þessum bitru orðum hafði hún meitt sjálfa sig meir en hann. Honum fanst þetta styrkja málstað sinn, og hló hátt og sagði: “Þú hyggna Ruth, eins og þú útskýrir þetta þá er það næstum því ást, sem er sprottin af að- dáun fyrir þeim sem þú elskar, ásamt sjálfselsku og ágirnd. Við skulum nú gleyma þessari út- listun, og látum okkur nú koma þessari fyrir- ætlun í framkvæmd. Höllinn mín er til reiðu fyrir þig, og eg skal verða þér góður eiginmað- ur, og með ánægju lofa þér að hafa öll yfirráð j yfir mér. Lofaðu mér þá, elsku Ruth að þú viljir j verða konan mín, þegar þessi Bordwick gefur þér eftir skilnaðin.” Hún horfði á hann, eins og hún efaðist um hvort hann væri með öllu viti. “Viltu Ruth ?” > “Eg — fylgja þér — eftir alt þetta?” “Já, það er að segja undireins — ” “Eg vil heldur deyja,” sagði hún með skjálf- andi vörum. “Ruth!’ skrækti hann upp ógnandi. “Heldur deyja,” endurtók hún, og leit á hann með hinni dýpstu fyrirlitningu, sem æsti hann næstum til brjálsemi. “Er þetta þitt síðasta orð?” spurði hann skjálfandi af bræði. “Já. Mitt síðasta orð.” “Jæja, gott og vel,” hvæsti hann, “þá skaltu fá að vita mitt síðasta.” Nú fyrst, er hann bjó sig til að kasta sér yfir hana, sá hún að hún var varnarlaus á hans valdi. “Þessi fantur ætlar að myrða mig,” hugsaði hún í æðislegri angist. Hún rétti fram báðar hendumar sér til vamar og hörfði til baka. "Jæja, engillinn minn,” sagði hann og hló, er hún var komin upp að veggnum. “Þú sleppur nú ekki.” Hún skammaðist sín fyrir að hafa látið bera á hræðslu. “Fantur,” sagði hún og stóð hnarreist fyrir framan hann, “dreptu mig bara! Hvað kæri eg mig um að lifa.’” “Þakka þér fyrir,” hvíslaði hann. “Það er ekki meiningin.” Hið djöfullega glott á andlitinu á honum sagði henni hvað hann meinti, hún hrópaði á hjálpa og hljóp í einhverju ofboði að hurðinni. Hún komst ekki svo langt. Hann kom strax í veg fyrir hana, sú eina hindru sem var á milli þeirra var látið borð, sem hann sparkaði úr vegi sér með fætinum. Hún gat ekki hljóðað meir því hann hélt með annari hendinni fast fyrir munninn á henni, hún gat bara brotist um, og hún gerði það með heljarafli örvæntingar og ör- vinglunar. Hún sló hann í andlitið og fyrir brjóstið,, með kreftum hnefunum, og varðist umfeðm- ingu hans, eins og hún væri brjáluð. En viðureignin var allt of ólík, hún gat ekki brotið af sér hans djöfullega faðmlag, en aðeins úttæmt krafta sína. Hún fann hvernig ofureflið var að yfirbuga hana, hnjen skulfu, og hendurn- ar héngu nríttlausar niður með síðunum, henni sortnaði fyrir augum, og fyrir eyrum hennar var sem fossa niður þá — alt í einu heyrði hún sagt með þrumu raust. “Fantur!” Móðan hvarf sem snöggvast af augum hennar. Bakvið kvalara sinn sá hún manninn sinn og út í fyrir gluggunum marga menn, svo hvarf henni allt sjónum og hún vissi ekki meira af sér. 27 kafli Þegar hún vaknaði aftur til meðvitundar, lá hún í rúminu sínu. Á enninu lá votur dúkur, loftið var mettað með mildum frískandi ilmi, og hópur af stúlkum voru í kringum hana. Það tók hana ofurlitla stund að átta sig á þessu öLlu, og því hræðilega sem á undan var gengið. Svo lá hún enn um stund með ldkuð augu, að síðustu fór hún að rétta úr sér, og þetta lífsmerki vakti undra fögnuð meðal hinna brúnu stúlkna, sem voru í kringum hana. Þegar þessum fagnaðar látum linti, spurði Ruth “Hvar er herrann?” “f salnum,” var henni sagt. “Það er gott,” sagði hún í veikum róm, “eg ætla að fara á fætur. Salina skal hjálpa mér, hin- ar stúlkurnar mega nú fara. Eg þakka ybkur öll- um saman.” Dálítið óstyrk, og eins hvít í andlitinu og búningurinn sem hún var í, gekk hún eftir fáar mínútur inn í salin. “Guði sé lof!” sagði Mr. Bordwick, og gekk á móti henni. Hann sá nú fyrst hve föl hún var. “Eg held þú hafir alveg öfreynt þig?” Hún hristi höfuðið, og settist í stól sem hann færði henni. Hún mundi að hún hafði sviða öðru megin á enninu, er hún strauk með fingr- inum yfir meiðslið. “Hvernig hef eg fengið þetta?” “Þú lentir á hornið á borðinu þegar þú dast” sagði hann. Hún rendi óttaslegin augunum út í dyrnar, hann sá það og flýtti sér að segja: “Þú getur verið róleg, fanturinn er nú í traustu varðhaldi.” Hún fyltist fögnuði við að heyra það, og neri saman höndunum, og horfði á hann með dauð^ps angist í augunum, og sagði: Hvílíkt lán — hvíMk Guðs náð, að þú komst.” “Og hverslags undurj” sagði hann. “Siden hefði þurft að fara alla leiðina til að ná mér út á plantekrunum —”. “Siden?” “Já. Drengnum fanst það grunsamt að þessi maður kom hingað aftur. Hann varð hræddur um eftir framferði hans, að þú værir í hættu, svo hann hljóp á hestbak, og reið allt hvað aftók til að sækja mig. Það var happalegt að hann mætti mér á veginum. Er eg var á leið út á kaffi ekrunar mætti eg tveimur mönnum, sem sögðust vera lögreglumenn frá Batavía, ásamt enslkum leynilögreglumanni. Þeir voru að leita að ein- hverjum Tospischill, sem kallaði sig Howard. Þegar eg hafði séð hann fara inn í lestina, áleit eg hann væri á leið til Batavía, svo eg reið með mönnunum til næstu hraðskeyta stöðvar, svo þeir gætu sent skeyti á undan sér. Við vorum einmitt á leiðinni þangað, þegar Sidin mætti okkur. Guð minn! Þegar eg hugsa til þess, að hann hefði komið aðeins augnabliki seinna —.” Hann þagnaði og gekk um gólfið, stórum og óreglulegum skrefum. Svo stanzaði hann allt í einu. “Það er nokkuð sem eg get aldrei fyrirgef- ið mér, að skilja þig eftir hér eina, og án vernd- ar.” “En------”, stamaði hún, “hvernig áttir þú að vita það.” “Maður mátti búast við öllu af slíkum manni.” “Eg varð svo alveg hissa — eg hef þekkt hann frá barnæsku.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.