Heimskringla - 15.06.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 15. JÚNf 1949
HEIHSKRINGLA
3. SÍÐA
stóð yfir í 10 nætur. Ástæðan
fyrir því, að það þurfti að vinna
það að nóttunni var sú, að það
var alt h'laðið upp við aðal C.P.R.
brautina að austan við Winni-
peg og við urðum að renna lest-
inni inn á auka eða hliðarspor, er
fólkslest kom.
ÆFINTÝRI
Á KEYRSLUFÖR
Á þessum dögum lang ferða
laganna myndi það naumast
þykja í frásögur færandi þótt
menn bregði sér frá Winnipeg til
Árborgar en bráð skemtilegt get
ur það nú samt verið með skemti
legum ferðafélögum og þetta
varð mitt hlutskifti fyrir
skemstu þegar eg gerði ‘trippið’
með “jolli krádi”: Philip Pét-
urssyni, sem vonandi á sér langa
og góða framtíð sem þingmaður
íslendingum til sóma og Kanada
til giftu. Já, og þarna var Ragn-
ar Stefánsson, sem getur verið
manna skemtilegastur, og ung
mentakona frá fslandi, kvenn-
iæknirinn Kristíana Ólafsson, al-
veg bráð skemtileg eins og
reyndar flest hið íslenzka
mentafólk sem hingað sækir til
framhalds náms, þarna var líka
Elsa Pétursson, hin prúði kvenn-
kennari og systir Philips, og síð-
ast og ekki sízt sjálfur forseti
Manitoba háskólans, reyndar var
hann nú aðeins með í bakaleið-
inni því þegar við vorum á ferð-
inni norður sat hann og Lindal
dómari í sviða og skyr veizlu hjá
Gunnari sæmundsyni og þarf
ekki að efa að þeir hafi skemt
sér við réttina og samræðurnar,
því Gunnar er víst áreiðanlega
einn af okkar gáfuðustu og fróð-
ustu bændum, af yngri kynslóð-
inni. Til allrar lukku vissum við
ekki hvað var að gerast og hvað
var rætt þarna undir borðum og
því síður hitt að þarna áttum við
líka heimboð þótt engin fregn
bærist um slíkt til okkar fyr en
diskar voru ruddir og tími kom-
in til að hefja samkomuna. Ein-
hver sem átti okkur boðin að bera
gleymdi illilega skyldu sinni og|
á hann mikla skömm skilið.
Jæja, ekki vil eg gerast kjöft-
ugur en víst hefur séra Philip
notið þessarar samfylgdar því
hann gerði stanz á ferðina í bak-
leiðinni til að njóta vors félags-
skapar þess lengur. Hæfir ekki
meir um slíkt að tala því hver
veit nema að andstæðingar hans
í pólitíkinni notuðu það sem her-
bragð á móti honum, að hann
gerði smá yfirsjón í keyslunni.
Þetta hafði samt sínar afleið-
íngar og drógst í tíman. Tók nú
svefnin fast að sækja á báða
doktorana og er þar skemst frá
að segja að báðir blunduðu rótt.
Ragnar hélt sér vakandi sem
nokkurskonar vörður annars
þeirra, og þeir menn munu hafa
fyrir fundist, sem öfunduðu
Ragnar þessa stundina.
Jæja, ferðalagið var bráð
skemtilegt, eins af þessum inn-
skotum í æfi þáttin sem gerir
þægi'lega tilbreytingu í hvers-
dagsleik daganna. Enda þótt
ferðalagið væri skemtilegt
myndi eg trauðla gera slíkt að
blaðamáli úr því engin stór æfin-
týri gerðust. Þetta rabb er að-
einis inngangur að því sem um er
vert að geta en við fórum til að
sækja samkomu, uppsagnar gildi
íslenzku skólans á Árborg, sem'
deildin Esjan stóð fyrir. Sam-'
koman fór hið bezta fram undirj
lipri stjórn Gunnars Sæmunds-
sonar, forseta deildarinnar. —,
Börnin lásu prýðilega upp svo
til stórsóma var þeim sjálfum og
kennurunum. Var ervitt að út-^
hluta verðlaun en við reyndumj
að gera okkar bezta, en dómarar
voru: dr. Kristíana Ólafsson, WJ
J. Lindal dómari og H. E. John-j
son. Þarna var auk framsagnar-
innar hjá börnunum, hið ágæt-
asta “program” enda eru ennlþá,
sem fyrrum miklir hæfileikar í
Nýja íslandi, bæði til söngs og
annars.
Aðal atriðið á skemtiskránni
var vitaskuld ræða dr. A. H. S.
Gillsons, forseta Manitoba há-
skólans. Gerði Lindal dómari
hann kunnugann með ítarlegri
ræðu sem greindi frá störfum og
mentastigi doktorsins.
Háskólaforsetin lýsti óbland-
inni ánægju sinni yfir því að eitt
af hinum allra fyrstu fram-
kvæmdum, við skólann, yrði
stofnsetning kennara embættis í
íslenzkum fræðum. Kvað hann
þar mikið stig í menningu stigið.
Hann benti á að íslenzkan væri
bæði fornt menningarmál (klass-
iskt)og jafnframt nútíðar bók-
mentamál í fremstu röð, þar sem
hin fornu klassisku mál, latínan
og grískan væru nú ekki framar
mælt mál hvorki á ítalíu eða í
Grikklandi. Hann benti enn-
fremur á að íslenzkan lægi á-
samt hinum fornu klassisku mál-
um til grundvallar fyrir nútíðar
enskunni og til hennar væru ótal
orð sótt í máli Engil Saxa. Hann
skýrði frá því að sér hefðu borist
mörg bréf bæði frá Bandaríkjun-
um og Canada viðvíkjandi stofn-
un kenslustóls í íslenzku og
sýndi það vakandi áhuga fyrir
málinu hér í álfu og væri það
einkum í sambandi við ætlun
margra að taka íslenzku sem
framhalds námsgrein til hærri
mentastigs í ensku.
Prófessorinn notaði tækifærið
til að minna fólk á að háskólinn
væri þeirra stofnun og að sam-
bandð milli skólans og alþýðu
fylkins ætti að vera sem nánast.
Til þess að styrkja það samband
sýnist dr. Gillson einkar vel fa‘11-
inn því hann er einstaklega
blátt áfram og aðlaðandi maður.
Eg er viss um að hann lætur
sér mjög ant um að íslenzku
kennslan við háskóla þessa fylk-
is takist sem bezt og beri sem
mestan árangur.
H. E. Johnson
ELZTA YERÐLAGSSKRÁ
ÍHEIMI
Fyrir nær 4000 árum voru eft-
irfarandi verðlags ákvæði í gildi
í hinni fornu babylonisku borg
Eshnunna, það er álitið að þau
séu hin elstu skrifuð verðlags á-
kvæði sem til eru. Leirtöflur
þær sem þessi fornu lög eru
skrifuð á, voru fundnar í
Frönsku fornmenjasafni í Bag-
dad fyrir tveim árum síðan. Mað-
urinn sem fann þær var Albecht
E. R. Goetze, prófessor í Assýríu
og Babylóníu fræðum við Yale
háskólann, og formaður Amer-
ísku fornmenja og fornfræða vís-
indanefndarinnar í Bagdad. Það
er sagt að lög þessi séu, að minsta
kosti 200 árum eldri en hin Baby-
lónsku lög, sem kend eru við
Hammuratji, sem nú eru að
nokkru kunn.
Eshnunna var blómleg borg á
austurbakka Tígris fljótsins. —
Borg þessi var í miklum blóma
18 öldum fyrir Krist.
Lögum • þessum svipar til nú-
tíma laga að ýmsu leyti, um al-
mennar relgur og skyldur, þau
byrja með verðlags skrá, sem á-
kveður verðlag á: korni, ull og
olíu, ásamt mörgu öðru. Tiíu mæl-
ar (bushel) af korni kostuðu einn
shekel af silfri, sem var % part-
ur úr únsu að þyngd. Sama verð
var sett fyrir 12 potta af olíu,
eða 6 pund af ull. Þessi lög setja
og ákveðið kaupgjald fyrir vinnu
og ýmsa þjónustu. Dagsborgun
fyrir að lána asna var 40 pottar
af korni, og kaup keyslumanns-
ins var hið sama, 40 pottar á dag.
í þessum lögum eru og reglur
um giftingar og hjónaskilnaði. í
Esihnunna varð brúðguminn að
borga brúðarpeninga, eða festar-
gjald, tilvonandi tengdaföður
sínum. Ef brúðurin dó áður en
giftingin fór fram, varð faðir
hennar að borga þessa peninga
til baka, ásamt 20% leigu.
Meðal annars ákveður hegn-
ingarlaga bálkurinn sektir fyrir
ýms smærri afbrot, sem ekki telj-
ast glæpir. Þannig: ef maður
bítur nefið af öðrum manni, eða
skemmir það til muna, skal hann
borga eitt pund silfurs í skaða-
bætur; að slá út eða skemma auga
annars manns, gildir hin sama
sekt, en svo var ofurlítið vægari
sekt fyrir að brjóta tennur í
manni og svipaða áverka er ekki
voru valdandi stór líkams lýtum,
það var ^2 pund silfurs.
Prófessor Goetze segir að þýð-
ing sín sé hvergi nærri fullgjör
enn. Hann er að vinna að sam-
anburði þessara laga við lög
Babílóníu manna, Assýringa,
Gyðinga og Hittites.
Hegningarlög allra þessara
þjóða voru svipuð, grimm og ó-
mannúðleg. G. E. E.
RÖDD ÚR VESTRI
Herra ritstjóri:
Það er séstakt gleðiefni allra
okkar fslendinga sem búsettir
erum á víð og dreif hér í Norður
Ameríku, þegar við hugleiðum
hin kærleiksríku samtök almenn-
ings, til að hlynna að og styrkja
velferð okkar öldruðu frum:
byggjara, sem ruddu lífsleiðina
gegnum þrautir, armæðu og böl,
með stæltu augnamiði um far-
sæld og framþróun fjölskyld-
unnar. Elli árin bera sína eðli-
legu afleiðingu hinum mismun-
andi æfiferli, en nauðsyn krefur
að hlynna að þeim vanmáttugu
þegar stríðið er að Hða undir lok.
Á því sviði hafa flestar aðal-
byggðir íslendinga hrint áfram í
einingu tilhlýðilegu starfi, með
stofnun elliheimila. Má þar
benda á fjölmennustu íslenzku
bygðarlögin, — Gimli, Man.,
Mountain, N. Dakota; Blaine,
Washington og Vancouver, B.
C. Hið fyrstnefnda er það elzta,
öflugasta og um leið vinsælasta
okkar elliheimila. Hin sem eru
aðeins á æskuskeiði hafa stofn-
að sér glæsilega von um óbilandi
traust og stuðning almennings
með vöxt og viðhaldi, eftir því
sem þörf gjörist.
í nafni stjórnarnefndar okkar
íslenzka elliheimilis hér í Van-
couver, og meðfram af eigin
kvötum, vil eg með þessum lín-
um ávarpa alla þá sem eru sér-
staklega hlyntir okkar hæli hér
á vestur strönd Canada, og þeir
eru margir í mörgum héruðum,
þvert yfir Canada, og jafnvel
Bandaríkjunum, sem sjá má af
undanfarandi auglýstum gjafa-
j listum, þar sem bæði félög og
; einstaklingar hafa rétt hjálpar-
I hönd peningalega í svo drjúgum
j stíl. Þar fyrir utan hefur heim-
! ilinu hlotnast að gjöf nokkrir
verðmætir hlutir og nauðsynleg-
ir húsmunir frá innlendum verzl-
unum hér í Vancouver. Fyrir
stuttu síðan var heimilinu sent
að gjöf frá Lestrar félaginu —
“Tilraunin”, í Keewatin, Ont.,
mjög vandað bókasafn, sem mun
vera frá $900.00 til $1000.00 virði
eftir verðmæti brúkaðra ís-
lenzkra bóka. Þar á meðal nokk-
ur fágæt og dýrmæt hefti, sem
ekki munu fáanleg nú á íslenzk-
um bókamarkaði. Þar fyrir ut-
an hefir okkur hlotnast minni
bókasöfn frá Mrs. E. Gillis og
Mrs. Wm. Anderson, fyrir utan
einstaklinga sem gefið hafa ýms-
ar bækur. Einnig er á heimilinu
stórt bókasafn sem tilheyrir
Þjóðræknisdeildinni “Ströndin”
sem heimilis fólkið hefur frían
aðgang að. Það má með sanni
segja að allar bækur á heimilinu
samtals muni vera hátt á þriðja
þúsund dollara virði.
Eg vil benda öllum sem eiga
heima í nærliggjandi héruðum
á það, að allir sem eru eða vilja
gjörast meðlimir okkar elliheim-
ilis félagskapar, sem löggilt er
undir nafninu “The Icelandic
Old Folks Home Society”, of
Vancouver, B. C. hafa frían að-
gang að bókahlöðu félagsins og
mega taka út bækur til heima-
lesturs samkvæmt reglugjörð
þeirrar deildar, sem bókavörður
gefur til kynna. Allir sem vilja
styrkja félagskapinn eða hafa
gjört það, með $25.00 gjöf eða
þar yfir eru lífstíðar meðlimir.
Hvað sem bofgast þar fyrir neð-
an kallast Ársgjald, en minst
$2.00. Vonandi er að allir fslend-
ingar hér á ströndinni sem ís-
lenzkum bókmentum unna
noti tækifærið að hafa aðgang
að þessari veglegu bókahlöðu
með því að gjörast meðlimir fé-
lagsins. Nefndin hefur í hyggju
að bæta við safnið nýjum útgáf-
um eftir hentugleikum.
Heimilið varð fyrr nokkru síð-
an fullsetið, með 30 vistmmönn-
um. Af því að stöðugt er beðið um
inngöngu, hefir heimilisstjórn-
in verið að íhuga stækkun húss-
ins. En þó eg megi með gleðileg-
um sanni segja að starfræksla
vindlinga
tóbak
★
Kaupið
hina stóru
25c
pakka
heimilisins hefir hingað til borið
sig vel, og um enga f jármunalega
þraung að ræða, þó að meðlög
vistmanna séu mjög lá, þá er ekki
um neinn afgang að ræða til auka
kostnaðar. í staðinn fyrir að
byggja hliðarálmu við húsið,
hefir stjórnarnefndin álitið að
æskilegra væri að endurbyggja
eða breyta mjög tilhlýðilega
snotru útihúsi sem tilheyrir
heimilinu, og stendur fáein fet
frá aðal húsinu. Kostnaður við
þá endurbót mun verða sam-
kvæmt nokkuð nákvæmri áætlun,
fyrir hitaleiðslu frá aðal húsinu
og alla innrététingu með stofum
fyrir átta manns, frá $2500.00 til
$3000.00. f því húsi verður ekk-
ert loft og því engin stigi en
svo tilhagað að auðvelt verður
að byggja viðbót við það hvenær
sem kringumstæður og þörf gjör-
ast. Hvað fljótt að hægt verður
að koma þessari ákvörðun í verk,
er algjörlega komið undir örlæti
þeirra sem vilja rétta hjálpar-
hönd með kostnaðinn. Eins og
flestum mun kunnugt og áður er
getið um, hefir heimilinu borist
stöðugt hjálp úr ýmsum áttum
til heimilis nota og þarfa, sem
vonandi er að haldi áfram. —
En mín eigin skoðun er sú, að
æskilegt væri að allir þeir sem
vilja hjálpa til með þennan á-
kvarðaða byggingarkostnað í
smáum eða stórum stíl, sendi til-
lag sitt til féhirði okkar, með
þeirri vísbendingu að það sé á-
ætlað í byggingarsjóðinn. Utaná-
skrift hans er: Dr. B. T. H.
Marteinson, 911 Medical Dent-
al Building, Vancouver, B. C.
Vinsamlegast,
H. J. Halldorson
(fyrir hönd nefndarinnar)
Herra ritstjóri Hkr.:
Eg er íslenzk stúlka, sem lang-
ar að komast í bréfasamband og
langar til að fá nafn og heimilis-
fang ásamt aldri birt í blaðinu,
ef hægt er.
Eg bið yður svo að fyrirgefa
frekju mína. Með fyrirfram
þökk.
Nafn og heimilisfang mitt er:
Ásta Theódórsdóttir
Hásteinsveg 54
Vestmannaeyjum, fsl.
(Við pilt eða stúlku 19 — 23 ára)
Húsfrúin: “Hvaða karlmanns-
rödd var það, sem eg heyrði í
eldhúsinu?”
Vinnustúlkan: “Það var bróð-
ir minn.”
Húsfrúin: “Hvað heitir hann?”
Stúlkan: “Eg held hann heiti
Herbert.”
^cccccccccccccccccccccccccccccccccccooccccccccccccccccoísccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccco
Greiðið atkvæði með
CCF
Pliilip M. PelursNon
P. M. PETURSSON
Frambjóðandi Norquay
kjördæmis
Með mikilli ánægju samþykki eg hérmeð íramboð
herra Philips M. Pétursson til þingmensku í Norquay
kjördæminu þar sem mér er kunnugt um að hann er
auðugur af göfugum hugsjónum, ungur maður, stefnu-
fastur og framsækinn. Eg er þess fullviss að hann
reynist hinn ágætasti og hæfasti fulltrúi íbúanna í
Norquay kjördæminu, og mun halda uppi C.C.F. merkj-
um og kjörorðum, málum þeirra til styrktar og fram-
kvæmda.
M. J. COLDWELL
L
M. J. COLDWELL
Leiðtogi CCF flokksins
Málefni þjóðarinnar skifta hvern einstakling sem fjöldann
Kjósið mann sem þér getið borið fult traust til.
Stefna CCF
Trygging heiniila yðar og bújarða
Jöfn fræðsluskilvrði fyrir öll börn
Fullkomið heilsuverndarfyrirkomulag
Öruggt verðlag
Ellistyrkur til allra gamalmenna án tillits til efnahags
Framþróun samvinnufélaga
Greiðið atkvæði
FYRIR NORQUAY
Kosningadagur, MANUDAGUR, 27. JtrNt. KjörstaSur opnast kl. 8 f.h., lokast kl. 6 e.h.
(Standard Time)
§
§
Published by Authority of Norqttay CCF Constituency Association - Barney Egilson, Cimli, Manitoba, Official Agent
mcGGOGcccccccccccccccceoecicccaaaa?ccccGcoccccooQGoeo&yyo$