Heimskringla - 15.06.1949, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.06.1949, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 15. JÚNÍ 1949 HEIMSKBINGLA 5. SÍÐA STÓRJÓN í TVEIMUR ELDSVOÐUM í REYKJAVIK Framh. Bíllinn á brunnastaðnum Skömmu áður en eldsvoðans varð vart urðu menn varir við bíl, sem var skamt frá bruna- staðnum. Síðar sást þessi sami bíll nema staðar við húsið nr. 55 og 57 við Framnesveg. Þeir, sem voru í þessum bíl eru beðnir að gefa sig fram við rannsóknar- lögregluna og hafi einhver orð ið var við mannaferðir á þessum slóðum, eða öðrum stöðum þar sem eldsvoðar hafa orðið und- anfarið eru þeir beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregl- una. Bruninn í Franska spítalanum “Franski spítalinn” við Lind- argötu stórskemdist af e'ldi, reyk og vatni á fimmtudagsmorgun- inn. Var það annar stórbruninn hér í bænum þann morgun. Hús- ið stendur uppi en er mikið skemt að innan, einkum norður- endi þess. Brann þar og skemd- ist mikið af skólaáhöldum Gagn- fræðaskólans í Reykjavík. Frækilegt slökkvistarf Það er eingöngu að þakka vaskri framgöngu slökkviliðsins og flugvallarslökkviliðsins, sem kom bæjarliðinu til aðstoðar, að húsið brann ekki til ösku. Elds ins varð vart kl. rúmlega 6. Var slökkviliðið kallað kl. 6.31. Var þá rétt búið að hefta útbreiðslu eldsins í netagerð Björns Ben- ediktssonar. Eldsupptök í kjallara Eldurinn hafði komið upp kjallaraherbergi í norðurenda hússins. Þar bjó enginn maður og átti ekki að vera um nein eld- fim efni að ræða þar. Rafmagns- menn athuguðu í gær raflagnir og telja þeir, að það geti átt sér stað, að kviknað hafi út frá raf- magni, þar sem ekki hafi verið búið um leiðslur í kjallara húss- ins sem skyldi. Mun þó ekki vera hægt að slá því föstu, að þetta sé orsök eldsvoðans. Urðu að rífa til að komast að eldinum Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var eldurinn allmagnaður, og læsti sig brátt á efri hæðina, þar sem skólastofurnar eru. — Urðu slökkviliðsmenn að rífa mikið til að komast að eldinum, en það var erfitt verk, því viður er góður og harður í húsinu. En þó tókst brátt að hefta út- breiðslu eldsins og er það eitt frækilegast slökkvistarf, sem hér hefir verið unnið. Franski spít- alinn er eitt af stærstu timbur % húsum í bænum. Skemdirnar Skólabekkir og borð skemd- VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar, reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. ust í tveimur kenslustofum, en auk þess brann mikið og eyði- lagðist í kennarastofu skólans. Þar brann handbókasafn kenn— ara, húsgögn og fl. í kennarstofunni voru geymd- ar allar einkunnarbækur nem- enda skólans. Þær voru í einum stafla og sviðnuðu og blotnuðu Var unnið að því í gær að þurka bækurnar og fá nemendum bæk- ur sínar, þótt sumar séu illa út- lítandi. Svo heppilega vildi til, að að- albókin, þar sem allar einkunnir nemenda eru færðar, var heima hjá skólastjóra Ingimar Jóns- syni. Prófum nærri lokið Prófum var nærri lokið í skól- anum, ekki eftir nema 3—4 próf. Fór próf fram í gær í hinu nýja gagnfræðaskólahúsi á Skóla vörðuhæð, en þangað mun skól inn flytja fyrir haustið með alla kenslu sína og kemur þetta — brunatjón því ekki tilfinnanlega niður á sjálfum skólanum. íbúum varð ekki meint Á efstu hæð Franska spítalans er íbúð. Vöknuðu íbúarnir við eldinn og varð þeim ekki meint af. Ekkert mun hafa skemst að ráði af búslóð þeirra. —Mbl. laugardagur 28. maí FJÆR OG NÆR Fundarlaun Jón Víum, Blaine, Wash., býð- ur 20 dala verðlaun hverjum sem haft gæti upp á týndri skrifaðri innbundinni ljóðabqk ömmu sinnar, Guðrúnar skáldkonu Þórðardóttur, er síðast bjó í grend við Akra, N. Dak., U.S.A. Finnandi gæti afhent bókina Jacob J. Erlendssyni, Hensel, N. Dak., U.S.A., eða Ólafi Péturs- syni, 123 Home St., Winnipeg, Man., Canada. Mér er kært að ná í bókina nú til prentunar, ef einhver vissi hvar hún er niður- komin. Jón Víum * * * * Icelandic Canadian Club We have room in our Fall issue of The Icelandic Canadian Magazine for a number of photo- graphs for Our War Effort Dept. We are anxious to have a com- plete record of those, of Iceland- ic descept, who served in the armed forces of Canada and the United States. Kindly send photographs if at all possible as snapshots do not make a clear newspaper cut. Information required: Full name and rank, full names of parents or guardians, date and place of birth, date of enlistment and discharge, place or places of service, medals and citations. There is no charge. Kindly send the photographs and information to: Miss Mattie Halldorson 213 Ruby St. Winnipeg, Man. * * * Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárusi Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island. $50.00 PRIZE for an ODE to CANADÁ To mark the 60th anniversary of the Icelandic National Day Celebration, held each year at Gimli, Man., the committee in charge is offering a prize of $50.00 for the best original poem in English submitted on the subject of Canada. RU LES: 1. This competition is open to all persons of Icelandic parentage domiciled in Canada. 2. Poems submitted must contain not less than 20- nor more than 40 lines. 3. The winning entry will become the property of the committee. 4. Three judges, whose decision will be final, will be appointed by the committee. All entries must be ^n the hands of the committee’s secretary, Mr. David Björnsson, 702 Sargent Ave., Win- nipeg, Man., by July lst 1949. GJAFIR til Elliheimilisins “Höfn”, Yancouver, B. C. Vancouver, B. C.: Mrs. B. Anderson........$ 2.00 Mrs. E. Brandson........ 10.00 Kristján Eiríkson ...... 20.00 Mrs. S. Grimson ........ 10.00 Mr. & Mrs. Kristján Isfjord 30.00 Mr. & Mrs. J. Th. Johnson 5.00 Mr. & Mrs. A. C. Orr, Memory of Jon Straum- fjord.................. 5.00 Mr. A. C. Orr...........100.00 “Ströndin” .............176.25 Proceeds Tombola dance “Sólskin” “Ströndin” ..209.50 Mr. H. J. Thorson......100.00 Mr. J. Young............. 2.00 Port Alberni, B. C. Mr. A. J. Bergman ...... 10.00 Mr. C. M. Gislason...... 10.00 Mr. A. Gislason......... 10.00 Mrs. H. B. Johnson...... 15.00 Mr. L. Kjernested....... 10.00 Mr. S. Magnusson........ 10.00 Osland, B. C. Mr. & Mrs. K. iEnarsson .. 10.00 Mr. & Mrs. Gisli Jonsson.. 20.00 Mr. G. J. Oleson, Glenboro, Man......... 10.00 Mr. G. S. Fridrickson, Selkirk, Man........... 5.00 Mr. S. Gislason, Nanaimo, B. C.......... 5.00 Mr. A. Gislason, Nanaimo, B. C.......... 5.00 Good Templars of Winnipeg, Man.........100.00 Mr. & Mrs. F. Kristmanson, Olsland Smith Island .. 5.00 Mr. Gunnar Johannson, Wynyard, Sask..........25.00 Mrs. H. Sveinbjornson, Mozart, Sask.......... 10.00 Mrs. C. Pritchard — Proceeds of Dances at Prince Rupert, B. C. . .312.75 Anonymous ............1,000.00 Með þakklæti fyrir hönd nefnd- arinnar og Hafnar. B. M. Marteinson, féhirðir * * * Til almennings Eg hef ákvarðað að ferðast til ættlandsins í júní n. k. máske til langdvalar. Nú hef eg hugsað mér að gera Vestur-íslendingum nokkurn greiða með heimferð- inni. Eg hef hugsað mér að flytja kveðjur, ef leyfist í útvarpinu frá einstöku mönnum hér vestra. Því vil eg stinga upp á þessu: Sendið kveðjurnar, stuttorðar samt, til mín, greinið frá nafni, ætterni og frá hvaða bæ eða sveit þið eruð á Islandi. Greinið enn- fremur til hverra kveðjurnar eru, ef til nafngreindra manna eða ætta, eða þá til bygðarlaga eru stílaðar. Ef óskað er eftir bréfa- skriftum, þá tilgreinið utaná- skrift ykkar. Bréfin sendist til mín, % Heimskringlu, 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Tíu cent með hverri kveðju verða þegin fyrir póstgjald ef eg þarf að hafa bréfaskriftir við ein- staklinga viðvíkjandi þessu kynningarstarfi, sem eg hefi hugsað mér að halda áfram um eitt ár að minsta kosti. H. E. Johnson * * * Sumarheimilið á Hnausum Sumarheimili Samb. kvenfé laga tekur aftur til starfa í sum- ar eins og á undanförnum sumr- um. Fyrsti hópur barna verður stúlkna hópur, sem tekið verður á móti, og fer hann niðureftir 5. júlí; en læknisskoðun verður daginn áður, 4. júlí í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg. — Drengja hópur fer niðureftir 19. júlí, en verður skoðaður af lækni þann 18. júlí. Umsóknar- eyði blöð fást hjá Mrs. J. Asgeir- son, 657 Lipton St. Winnipeg. Séra Philip M. Pétursson, 681 Banning St. Wpg., Mrs. E. Ren- esse, Árborg, Man., Mrs. S Thorvaldson, Riverton, Man., Mrs. B. Björnsson, Lundar, Man. Mrs. B. Björnson, Piney, Man. Þetta ár finst konunum sem standa fyrir heimilinu, óhjá- kvæmilegt að biðja foreldra sem senda börn sín á heimilið að borga með þeim $1.00 á dag, auk ferðakostnaðs. Þeim þykir fyrir að þurfa að gera þetta, en vegna aukins kostnaðar á flest öllum hlutum, og ekki sízt á matvörum auk annars, geta þær ekki annað fjárhagsins vegna. Þær biðja velvirðingar á þessu og vita að það verður vel tekið af öllum hlutaðeigendum. Skrautlegir lampar eru nú komnir til vor frá Englandi, ftalíu og Tékkóslóvakíu. Lampar, sem sýna Moorecraft leirkerasmíði og fallega ítalska fótstallla. Skrautlegar myndir af margskonar tegundum. Fótstallarnir aðeins, $5.95 til $27.50 Viðeigandi parchment, rayon og plastic ljós- skýlur sérstakar, $2.95 til $9.95 Rafurmagnsdeildin, sjöttu hæð, Donald *T. EATON C<2 LIMITED Tvær barnfóstrur voru úti með börnin í kerrum sínum. Ónnur þeirra spurði hina: — Ætlar þú á ballið annað kvöld? —Eg er hrædd um ekki anzaði hin. — Jæja, og þér, sem þykir svo gaman á böllum. — Já, fegin vildi eg fara, en sannleikurinn er sá, að eg þori ekki að skilja krakkann eftir hjá mömmu sinni. * * • Mér er sagt, að í Mexico sé hægt að fá keypt þrjú pund af sykri, eitt pund af kaffi, viskí- flösku og konu fyrir einar 20 krónur — Það hlýtur að vera vont viskí. Herra fundarstjóri, sagði ræðumaðurinn í kvörtunarróm. Nú hef eg talað í tíu mínútur, en það er svo mikill hávaði og frammíköll, að eg heyri naum- ast til sjálfs mín. Vertu feginn, heyrðist kallað aftast í salnum. * * * Maður nokkur sat í leikhúsi og var orðinn óþolinmóður yfir málæðinu í fólkinu fyrir aftan hann. — Afsakið, sagði hann, eg heyri ekki eitt einasta orð. — Nú, og hvað svo? spurði sá málugi. Varðar yður um það sem eg segi við konuna mína? KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— hezta íslenzka fréttablaðið SMÁYEGIS Ritstjórinn kemur inn og spyr vikadrenginn hvort nokkur hafi komið, sem vildi finna hann. — Já, einn maður kom, sagði drengurinn. Hann sagðist ætla að lúberja yður. — Og hverju svaraðir þú? — Að mér þætti það mjögi leitt, en þér væruð ekki við. ASK ANYONE IN NORTH CENTRE The Man They're All Voting for Your CCF Member and Candidate for Re-election in Winnipeg North Centre Authorized by Harry A. Chappell, Official Agent KJÓSIÐ BERT WOOD fyrir N0RQUAY kjördæmi ROBERT J. (Bert) WOOD Hann var fæddur á sveitabæ nálægt Teulon, Manitoba. Yfir 40 ár hefir hann verið kaupskaparmaður í kjördæminu. Hefir öðlast mikla þekkingu í bænda-málum sem sveitarstjóri Árborg umdæmisins. Hefir altaf verið trúr talsmaður þeirra sem aðsetur eiga milli vatnanna, (The Interlake Area). i Styrktarmaður heilbrigðrar og réttlátrar landsstjórnar. STUÐLIÐ AÐ ÞVÍ AÐ NORQUAY KJÖRDÆMIÐ HAFI ERINDSREKA HJÁ FRJÁLSLYNDRI STJÓRN Merkið kjörseðilinn þannig 27. júní: UJOOD, ROBERT JflMES X Published by George Lincoln, Official Agent, Teulon, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.