Heimskringla - 15.06.1949, Page 4

Heimskringla - 15.06.1949, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JÚNÍ 1949 Heimskrittjjla fStofnaO 1889) Kemui út á hverjum miðvikudegl. Fi?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blafteins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaSinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrlft til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 15. JÚNf 1949 Um lýðræði, stjórnmál og flokka Framhald frá 25. maí EITT ER NAUÐSYNLEGT í pistlum þessum var síðast dregin athygli að því, í hverju frelsi í stjórnmálum væri fólgið. Var þar, sem áður, haldið fram, að það gæti ekki verið fólgið í öðru en því, að fjöldinn hefði óhindrað vald í lagasmíðinni. En það getur hann ekki nema með því að greiða beint atkvæði um hvert mál, en ekki fela það þingfulltrúa, sem vanalega tilheyrir vissum flokki og sameiginlega verður vegna valds flokksins, að greiða atkvæði með málum hans. Það hefir nú stundum verið kallaður gunguháttur að gera það ekki, en það verður á það að líta, að það bjargar engu máli, þó barist sé fyrir því, eftir að forgöngumaður þess hefir slitið samvinnu við flokk sinn og alla aðra. Það þarf sameiginlegra átaka með á þingum til að koma nokkru til vegar. Það þarf sameiginleg átök til allra stórræða. Þingræðinu er þannig háttað, að það vinnur ekki ávalt í sam- ræmi við óskir fjöldans. Kemur þar að jafnaði fram ofmikið ein- ræði. Takmörkun á valdi þessarar stofnunar, sem við köllum þing, er nauðsynleg, hversu óálitlegt, sem mörgum kann að þykja það. Vöxtur þjóðfélagsins og framfarir hafa átt sér stað undir þing- ræðisskipulagi. En sá vöxtur er þó ekki eins eðlilegur eins og hann ætti að vera og hreint ekki í þá mannúðar og jafnréttisátt, sem hann ætti að vera. Kúnstin í öílu stjórnarfari er það, að öillum líði vel, að auðurinn eða efnin skiftist jafnt niður á alla og þjóðfélagið í heild sinni njóti góðs af framförum og eflingu þjóðarbúsins. Það gerir það að vísu að nokkru. Þeir sem á eftir landnemunum komu til dæmis til Canada, hafa allir notið þess, er hér var áður gert. En hitt hefir þó orðið of oft ofan á, að einstakir menn eða félög söfn- uðu auði, sem óþarfur var fyrir sjálfa þá, á vinnu og kostnað annara og þjóðfólaginu til lítilla bóta. En það er ekki auðnum sjálfum að kenna og heldur ekki hinum efnuðu, það er stjórnskipu- lagið, sem leggur borgurunum þetta upp í hendur með fjármála- löggjöf sinni. Þegar eitthvert starf hefir verið unnið, hafa efni þjóðarinnar aukist við það. Sá auður er táknaður með útgáfu gjaldeyris eða peninga. En svo kemur þetta fyrir, að hinn fram- leiddi verulegi auður rýrnar, en peningarnir vaxa. Albirtingum er þetta ljósast allra í þessu landi og hafa reynt að sjá við lekanum. En það hefir ekki mátt. Peningarnir hafa orðið að vaxa, þó eignin þeim að baki verði að engu! Er von að vel fari og jafnrétti skap- ist með sl'íkum aðferðum? Fengi þjóðin það frelsi, sem hún á sann- gjarna heimtingu á, mundi hún undir eins kippa svona hlutum í tag og rétt horf. En þó skrítið kunni að þykja, er það þing og stjórn, sem þetta bannar. Ef al- menningur greiddi atkvæði um það mál, sem beint lýtur að þessu, yrði sá hlekkur undir eins brot- inn í keðju græðginnar. Vegna þsesa og ótal margs líku því, er takmörkun þingvaldsins nauðsynleg og bein atkvæða- greiðsla kjósenda um löggjöfina eins og vikið hefir verið að óum- flýanleg. Þá er nú þó skjótt sé yfir sögu farið, komið að þessari spurn- ingu, hyort nokkur stjórnar- flokkur þessa lands sem í þessum kosningum sæki, sé Kklegur til að uppfylla að nokkru þau skil- yrði sem með þurfi til þess, að berjast fyirr eins ákveðnum um- bótum og þeim t. d., að efla frels fjöldans með beinni þátttöku í löggjöf landsins, eða afnámi rentu og rentu-rentu í það óend- anlega af peningum, sem ekkert er nú orðið að baki? Oss er ó- mögulegt annað en að kannast við, að vér sjáum enga minstu von til nokkurra umbóta á hag fjöldans til í stefnuskrá nokkurs flokksins. Það fer enginn þeirra fram á neitt , sem vér getum séð aðalmenningi eða þjóðinni í bráð eða framtíð, verði nokkur hagur að. Það sér enginn þeirra þetta eina nauðsynlega, sem til bjarg- ar þarf sönnu lýðræði og frelsi. STEFNUR NÚTÍMANS eru aðallega tvær. Þær eru uppi í flestum löndum heims og eru ekki neitt sérstæðar fyrir eitt land fremur en önnur. Önnur þessara stjórnmálastefna lætur sig það mest skifta, að koma á fót svo sterkri stjórn, að yfir öllu eða sem mestu ráði, eignum: landsins, starfi og meira að segja borgurunum sjálfum. Það má segja, að í þetta horf hafi mjög sótt síðari árin. Þessu fylgja flestir vinstri flokkar, hverju nafni sem nefnast. f þessu landi gera liberalar það, CCF flokkur- inn og Social Credit flokkurinn. Má og segja að því ákafari og ákveðnari sem flokkurinn telur sig í umbótum og frelsi, því lengra vilji hann ganga í því að efla vald stjórnar. Eru Rússar í því efni eflaust ljósasta dæmi þessa í nútíð, sem ekki hafa horft í að taka sér algert ein- læðisvald í hendur. Innan lýð- ræðisríkja heimsins, kemur stefnan fram hjá flokkunum er henni fylgja í því, að öll eða flest stór fyrirtæki landsins ættu að verða þjóðeign og stjórnir ættu að hafa sem mest hendur í hári með öllu starfi í landinu. Þetta kann að horfa öðru vísi við, en stjórnir keisara eða einvaldskon- unga, en hefði hugmyndin frá þeim komið, hefði hún ekki ver- ið litin hýru auga. Stjórnir með allan auð landsins sér að baki, eiga sjaldnast í vandræðum með að tryggja sér valdið í framtíð. Stétta samtök, sem bænda, verka- manna og fleiri innan þjóðfé- lagsins, geta orðið svo öflug, að í stjórnir beri ofurliði. Það skortir | ekki mikið á, að jafnvel þar megi Pólitsíkar stefnur nútímans um einræði tala, er einu ríkasta og voldugasta landi í heimi Bandaríkjunum, er ögrað af járn- brautasamtökum með að stöðva allar samgöngur um landið. — slíkt getur of langt gengið og brýtur algerlega á móti því, sem almennigsréttindi áhrærir. En sú aðferð er ekkert frábrugðin þeim sérréttindum, er fjárjöfrar og stóriðjuhöldar fara fram á að þjóðfélagið veiti sér. Það er sögð auðlærð ill danska. Þeir af borg- urum landsins, sem ekki mega heyra jafnrétti nefnt, en halda að fyrst og fremst Verði ásjá rík- isins að beinast að þeim, eru nú ásakanlegri fyrir hvernig nú horfir við í heiminum, heldur en nokkru sinni stétta samtök eða nokkuð annað og geta gefið þessu byr í segl, sem öllum sönnum frelsissinnum ægir við, en það er að einræði, í þeirri mynd, sem heimurnin nú má sízt til hugsa, þó uppi hafi verið mannkyn, sem það hefir þekt og orðið að kenna á, rísi nú upp og ný kúgunaralda eigi að ganga yfir heiminn. Á hina hliðina eru hægri flokkar, sem hlyntari eru lýðræði eða trúa á einstaklings framtakið meira en framtak stjórna, halda að einstaklingarnir verði fund- vísari á einhverja vegi til að brjótast áfram á og framfarirnar verði eðlilegri með því, en skipu- lagningu stjórna. Þjóðfélög hvaða lands sem er, hafa í raun og veru þannig þróast, þó stjórn- ir kunni stundum að hafa stigið stóru sporin, er samtaka og á- taka þurfa með. Samvinna er aldrei úr vegi og ef til vill eitt mesta framfaraskilyrði þjóða. — Það er aðeins þegar hún getur orðið að pólitísku valdi, eins og þegar um þjóðeign er að ræða, sem hún getur orðið frelsi þjóða hættuleg. Þannig stefnir nú að oss finst. Að stefnurnar í pólitísku við- horfi, séu aðallega tvær, verður ekki neitað. Vér erum ekki að’ halda með því fram, að önnur horfi beint í einræðisátt, en hin í frelsisátt. Önnur horfir að minsta kosti að eflingu stjórnar- valdsins og þar fer alt undir hver maðurinn er, sem ræður. Það geta verið góðir einræðismenn eins og vondir. Og það geta ver- ið vondir lýðræðissinnar eigi síður en góðir. Eða kanske við höfum ekki rekist á það að hugsjón, sem jafnrétti sé þar ó- þekt? En það bætir ekkert úr skák, eða dregur úr hættunni af einræðishugsjóninni. Það bjarg- ar þjóðfélagslega samlífi manns ekkert nema að vinna fyrst að því, að tryggja einstaklings frels- ið. Með því einu er jafnhliða og hollrar viðreisnar að vænta. NÖFN FLOKKA GEFA LITIÐ I SKYN Það er oft erfitt að samræma nöfn flokka og stefnur þeirra. Höfum við í Canada þar við lítið að styðjast, sem mörg önnur þjóðfélög. Elzti flokkurinn í þessu landi er á íslenzku nefndur íhalds- flokkur. En það er hann vegna þess, að ekki hefir verið átt við að þýða orðið “konservative” rétt. Orðið þýðir að varðveita eða geyma, en á ekkert skylt við| íhald eins og heita er látið með| íslenzka orðinu. Hjá öllum eðaj flestum öðrum þjóðum þýðirj nafnið vernd. Og hvað er vernd-! að? Þær stefnur og hugsjónirj sem þess er vert að halda við,j geyma og lifa fyrir. íhalds-j flokkar, leggja ef til vill sögunal meira til grundvallar en aðriri flokkar. Jón Þorláksson heitinnj forsetisráðherra íhaldsstjórnar íslands, benti stefnu sinni til styrktar á það, að íslendingar hefðu flúið frá Noregi til þess að vernda frelsi sitt. Bretar fóru einnig frá Englandi til Ameríku upphaflega til þess að vernda trúfrelsi sitt. Þessi dæmi, eru eitt af því eftirtektarverðasta í sög- unni um hvað mikið er oft í sölur lagt fyrir verðmætar hugsjónir og hvers virði þær eru. Eins lengi og þessar hugsjón- ir íhaldsstefnunnar búa nokkrum í barn, í pólitískum skilningi, er þar ekki um neina hrörnun að ræða. Þessar hugsjónir úreldast eða deyja seint hjá mannkyninu. Ihaldsflokkur þessa lands mót- aðist ef til vill mest af brezkum hugsjónum, hjá Loyalistunum svo nefndu, er ekki vildu kasta frá sér andlega arfinum sem þeir fluttu með sér vestur um haf. Þeir voru svipaðir þeim fslend- ingum, er hér vilja sem lengst halda í alt, sem íslenzkt er og verðmætt. En hvað sem uppruna íhaldsflokksins hér líður, má hann heita lang þjóðlegasti flokkurinn sem hér hefir verið. Fyrst og fremst var hann for- kólfur að myndun þjóðareiningu Canada. En sá flokkur átti und- ir stjórn John A. Macdonalds langsamlega mest ítök í hugsun manna í öllum fylkjum landsins, eystra og vestra. Slík pólitísk eining hefir ekki síðan 1896 sézt eða verið til í þessu landi. Eftir nefnt ár, tekur liberala- flokkurinn hér við völdum. Hann virðist hafa verið myndaður með þeim hætti, að æsa Frakka upp gegn stjórn John Macdonalds og einingu landsins. Eftir Frökkum er jafnvel fram að þeim tíma voru í sárum eftir ófarinnar við Breta, þurfti ekki að bíða til pólitískra stórræða. Og sannleik- urinn er sá, að liberalflokkurinn stendur enn á þessum merg! — Hann stendur eða fellur ávalt með Quebec-fylki. Hann er frakkneskur og kaþólskur þjóð- ernis flokkur, sem að vísu berst fyrir sinni menningu, sem ekki er neitt út á að setja, en sem á í eðli sínu ávalt erfitt með að sam- rýmast enskri eða vestrænni menningu, sem þó hefir verið tal- in vígi frelsisins í heiminum. — Svo lítið sem nú virðist gert úr þessu orðið, mun greinilega sjást hvað eftir lifir enn hjá liberal- flokknum af þessum anda í kosn- ingunum sem nú standa yfir. Yngri flokkar þessa lands koma hér minna máli við vegna þess, að vér höfum kosið að ræða stjórnmálin frá sögulegu sjónar- miði. C.C.F. flokkurinn er einn og sami flokkur og sá, er kallar sig alþýðuflokk heima á fslandi. Sá alþýðuflokkur er hægfara sósíalista flokkur og ekki fjarri jafnaðarflokknum á Bretlandi. Bændaflokkurinn heima á fs- landi er ekki sami flokkur og C.C.F. er hér þó því væri haldið fram af Jóni Ásgeirssyni nýlega. Tíminn, blað hans, rífur Alþýðu- flokkinn og jafnvel verkamanna flokkana einnig í sig. C. C. F. flokkinum hér mundi eg helzt líkja sögulega við Alþýðuflokk- inn heima og jafnaðarmanna eða sósíalista flokk Breta. Verka- mannaskoðanir og jafnaðar- manna, eru undirstaða þessara þriggja flokka. Allir vinna eða stefna þeir að meiri jöfnuði, en á sér stað í lífi þjóða. En þeir sjá ekki eða halda, að slíku verði ekki öðru vísi á komið, en með þjóðeigna skipulagi að nokkru leyti. En andstæðingar slíkrar stefnu benda á einræðishættuna, sem af því geti leitt, þó þessir flokkar sýni sig alls ekki í því, að meina að takmarka frelsi manna. Að baki þessum flokkum standa verkamanna samtök flestra landa, sem með bættum hag stétta sinna hafa vissulega unnið stórvirki, en sem gallinn er á að nær ekki nema til þeirra, sem ráð hafa haft á myndun samtaka. Hagsmunir af verkasamtökunum eru því stétta hagnaður enn sem komið er, en ekki almennings. Flokkar þessir standa því ekki lausum fótum í pólitískum skilningi og geta átt framtíðar sögu, ef þjóð- eigna reksturinn kemur ekki í bága við alment frelsi. Albirtingar sem þjóðeyris- stefnuna hafa aðhylst og að markmiði hefir að gefa út sína eigin peninga til þess að pen- ingavaldið geti ekki sprengt lán upp og stöðvað alt starf í þjóðfé- lagnu, ef það fer ekki eftir þess kokkabók. En nú hafa fylkin ekki vald til peningasláttu, held- ur sambandsstjórnin. Og sá sem valdið hefir, er að jafnaði ófús að láta það af hendi. Þar í liggur hættan af byltingum, að þegar valdi er náð með þeim, heldur það vanalega áfram og um frelsi er ekert skeytt. Þetta getur mj<*g auðveldlega einnig náð til flokka og stétta og haft þar sömu áhrif- in, ef varhugi er ekki við því goldin fyr en of seint er. Niðurlag KOSNINGARNAR í öllu Canada sækja 800 þing- mannsefni í kosningunum 27. júní. 262 verða kosnir. í Manitoba eru þingmannsefn- in 50 en þingsætin eru 16. Kjör- dæmin og umsækjendur eru þessir. Brandon J. Bracken (PC) J. E. Mathews (L) Dr. D. L. Johnson (Ind.) Verður íihaldsflokkurinn aftur eða í þessum kosningum hinn þjóðlegi flokkur sem hann áður var? Á því veltur kosning hans og framtíðarfylgi. Honum tjáir ekki þó kosningu nái nú, að þjóna efnaðri stéttum landsins eins og báðum eldri flokkunum hefir verið til foráttu fundið. Hann verður að vera þjónn þjóð- arinnar í heild sinni og vörður hinna sönnustu verðmæta. Það hefir verið sagt, að margt sé Kkt með gömlu flokkunum, liberölum og íhaldsmönnum. Það getur eitthvað verið satt í þvíi síðari árin, en það var það ekki. Auk þess hefir liberal-flokkur-! inn nú verið svo lengi við völd, i að skaðræði er, að hann nái hér meira valdi en hann hefir. — Skattamál landstjórnar og fylkj- anna eru augljós sönnun um valdagræðgi liberala og einvalds- anda þeirra. Þar er á hinn ó- skammfeilnasta hátt gengið á réttindi og frelsi fylkjanna. Þó ekki sé nema þetta eina mál, að komast yfir alt það skattfrelsi, sem kostur er á, er það ærin sönn- un um einræðisstefnu liberala. — Með einræðinu í skattamálunum, sem komið befir fram, er tími til þess í þessum kosningum að segja: Hingað en ekki lengra! Lögberg mintist á nýlega, að j það væri léleg ástæða, að halda fram að liberal stjórnin ætti að víkja vegna þess, að hún er búin að vera svo lengi við völd. — Heimskringla vill benda því á, að það er ef til vill ein af meiri hættunum, sem af endurkosn- ingu hennar geti leitt, að hún fari að gleyma því, að hún sé þjónn fólksins og skoði sig ein- ráða um alla hluti og eigi ein landið og þjóðina. Lögin sem hún hefir samþykt án þess að spyrja þing um það, eru ekki orðin fá, og benda ljóst á hvert! stefnir. Svo hefir nú í þessum kosn-j ingum orðið ljóst um eitt mál,j sem stjórnin hefir litla sæmd af; meðferð á, en sem þjóðina hefirj verið reynt að dylja. Leiðtogi íhaldsmanna hefir nú flett skýl- unni af því og þjóðin stendurj cgndofa og hissa á liberal stjórn- inni. Vér eigum við Hong Kong málið. Þó Drew hefði ekkert annað gert um æfina, hefir hann unnið þjóð sinni þarft verk með að benda henni á þetta og reyna að koma í veg fyrir endurtekn-j ingu á slíku í einni eða annari mynd. Liberala dauðlangar að koma Drew í tugthúsið fyrir þetta, en hvað gerir þjóðin? ÚR ÖLLUM ÁTTUM ChurchiII R. F. Milton (PC) R. S. Moore, (CCF) G. Weaver (L) Dauphin M. S. Szewczyk (PC) W. J. Ward (L) F. S. Zaplitny (CCF) Lisgar D. Heppner (PC) H. W. Winkler (L) Gordon M. Atkins (CCF) Marquette Hon. S. Garson (L) J. Jackson (PC) Mrs. Bessie Keating (CGF) Norquay W. Koshowski (PC) P. M. Petursson (CCF) R. J. Wood (L) Portaeg-Nee pawa E. C. MaDhews (CCF) H. Nelson (PC) W. G. Weir (L) Provencher R. Jutras (L) B. MacKenzie (Ind.) St. Boniiace L. Leger (PC) A. R. Paulley (CCF) F. Viau (L) Selkirk W. A. Bryce (CCF) J. McDowell (PC) L. A. Regnier (L) Souris E. J. Dow (L) J. A. Ross (PC) G. Watson (CCF) Springfield J. L. Bodie (PC) J. S. Sinnott (L) H. Wasylyk (CCF) Andrew Bifecki (LPP) Winnipeg North J. R. Restall (PC) A. M. Stewart (CCF) P. Taraska (L) J. Zuken (Lab-Prog) Winnipeg North Centre S. Juba (Ind) S. H. Knowles (CCF) W. A. Molloy (L) R. H. Pattinson (PC) Winnipeg South Centre L. A. Mutch (L) G. S. Thorvaldson (PC> F. G. Tipping (CCF) Tólf þúsund gestir frá Banda- ríkjunum heimsóttu Winnipeg á afmælishátíð borgarinnar. % ★ Ominsky, 22 ára drengur í j Winnipeg bar fyrir rétti s. 1. mánudag, að hann hefði án nokk- urs tilefnis verið tekinn fastur af lögreglu bæjarins og að hann hafi verið kjálkabrotinn af lög- reglumönnum er hann spurði um ástæðu handtökunnar. vv niiii pvg aoutn G. M. Churchill (PC) R. Maybank (L) A. N. Robertson (CCF) Skrifstofuþjónn: “Afsakið, eg held að það sé síminn til yðar”. j Húsbóndinn: “Eg held--------, til hvers fjárans haldið þér eitt- hvað?” j Skirfstofuþjónninn: “Það var sagt í símann: Ert það þú, bein-j asninn þinn?” Ársþing Tuttugasta og þriðja ársþing Samibands íslenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga verður haldið á Sum- arheimilinu á Hnausum þann 19. og 20 júní og byrjar að kveldi, þann 18. kl. 8. Eru kvenfélögin hérmeð beðin að tilkynna Mrs. P. S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg, tölu fulltrúanna* sem búist er við að sendir verði. Aug- lýsing um þingið og árssamkom- una verður svo birt í blöðunum í næstu viku. Marja Björnsson (forseti S. í. F. K.)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.