Heimskringla - 07.09.1949, Page 1

Heimskringla - 07.09.1949, Page 1
LXIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 7. SEPT. 1949 NÚMER 49. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Fjölskyldufriðurinn rofinn Engin frétt mun hafa vakið meiri athygli s. 1. viku, en deilan milli Stalins og Tito. Á tíunda afmælsdeginum frá því að Rússar ráku hnífinn í bak- ið á Pólverjum í síðasta stríði, héldu skröltandi skriðdrekar þeirra til landamæra Júgóslavíu og tóku sér þar aðsetur. Þetta voru nú engir aufúsu- gestir á landamærunum. Eigi að síður litu Júgóslavar sjálfir á þetta, sem vestlægu þjóðirnar margar, að með því ætti að herða taugastríðið við vonda strákinn, Tító marskálk. Stefnan sem Júgóslavar tóku til verndar sjálfstæði sínu er yfirráð Rússa fór fyrir 15 mán- uðum að gerast ráðríkt, hefir vakið mikla athygli út um allan heim. Júgóslavar risu svo kröft- uglega upp gegn ofbeldinu, að yfirráðið hefir farið hverja hrak- förina af annari síðan. Stalin er sagt að nú vildi tals- vert í sölur leggja, til að vinna vináttu Titos aftur. En það virð- ist héðan af ekki með góðu gert verða. Að stjórn Stalins reyni því að eitra hin fjölskylduríkin á móti Tító, má fyllilega eiga von á. En þeir sem málum þessum eru kunnugastir, halda fram, að Stalin muni ekki þora, að fara með lið sitt inn í Júgóslavíu, vegna þess að því fylgi alheims- stríð. Og þá fýsir ekki að eiga í því efni leik við Bandaríkin. Fyrir því eru ýmsar ástæður: • Hervald Rússa er ekki að svo komnu nógu vel útbúið fyrir stórstríð. • Stalin horfist í augu við erfiðleika áhrærandi iðnaðar- reksturinn heima fyrir. Svo er útlit fyrir rýra uppskeru. • Kommúnistaríkin á Balkan- skaga, sem Rússar þurfa mikið að eiga undir og treysta ef í stríð fer við Tító, eru engan veginn eins einlæg með Rússum og vera þyrfti. Það ber talsvert á óeirð- um í Ungverjalandi, Rúmaníu og Albaníu, að kunnugir segja. • Það er ef til vill ein á- vakíu. Stjórn landsins kvaðst s.l. þriðjudag, hafa gert upptækt leynifélag, er Bæheimsmenn (tékkar) hefðu myndað til að hefja uppreisn. Sex af uppreistarmönnunum voru dæmdir til lífláts af kom- múnista stjórninni, en 10 í lífs- tíðar fangelsi. Þeir dæmdu voru kallaðir landráðamenn og spæjar- ar vestrænna þjóða. Einn hinna dauðadæmdu var Josef Charvat yfirmaður lög- reglu landsins á fyrstu lýðveldis- árum Tékkóslóvakíu. F. 86A smíðaðir hér Fyirr tveim árum veitti sam- bandsstjórn Canada tvær miljón- ir dala til rannsókna á möguleik- um á að smíða hér stærri herflug- vélar. Árangurinn af því er sá, að nú hefir verið færst í fang, að smíða 100 þrýstiloftvélar af bandarís^ri gerð. Heita þær F. 86A, fjögra hreyfla hervélar. — Kosta þær allar til samans $30,- 211,190 eða um einn þriðja úr miljón hver. Vélar þessar þykja ágætar að gerð til landvarna og verða til þeirra notaðar í Norður-Canada. Landvarnirnar eru Bandaríkjun- um og Canada sameiginlegt mál, en samt mun vélasmíði þessi vera eitt af því sem algerlega kemur frá Canada til þeirra. Félagið sem flugförin smíðar, er Canadair Ltd. Er það félag nú reynt orðið að smíði góðra flug- véla, þeirra er North Star heita og í hringferð um hnöttinn þykja boðlegar. En þrátt fyrir þetta, eru líkur til að eitthvað heyrist á flugvéla- smíði hinna nýju skipa minst á komandi sambandsþingi. í kosn ingunum í júní, voru að minsta kosti miklar sakir á sambands- stjórnina bornar af Drew fyrir að selja þessu sama félagi flug- smíðastöð frá stríðsárunum á ó- þarflega rýmilegu verði. Samkvæmt hernaðar-áætlun- inni 1947-48, var eitthvað af stór- um vélum keypt, þar á meðal 85 Vampires, af Bretum. Nú missa Bretar þá sölu. Haraldur Hjálmarsson: Sameinuðu þjóðirnar Af misskildu hatri nú heimurinn berst, það horfir til beggja vona. Hvað boðar framtíðin, hvað hefur gerst? Hvers vegna liður mér ekki sem bezt? Því breytið þið, börnin 'mín, svona? Ávalt er mannskepnan illvígagjörn, þar öfundin spilar á strenginn, sálin er ýmist í sókn eða vörn, í syndinni fæddust öll mannanna börn, því að eingetinn fæddist enginn. Að skilmast með sverði, að skapa sér völd, að skammast í blaðagreinum, það gjöra mennirnir öld eftir öld, hvern einasta dag og það langt fram á kvöld. Og á morgnana er legið í leynum. Er þetta heimur með heila þess manns, sem hugsar aí sanngjörnu viti? Það er farið í víking frá landi til lands í loftinu, sjónum, með skriðdrekafans, og rændur hver brauðskorpubiti. En sigraðar þjóðir með svíðand und svelta við mathroðið borðið. meðan stórveldin halda sinn stjórnlausa fund, stælandi um rúblur, dollara og pund. En neita svo öðrum um orðið. Setjist þið niður og semjið nú frið, sverð ykkar leggið til hliðar, hungruðu þjóðirnar þola ekki bið, þið hafið efni á að rétta þær við. Stofnið til framtíðarfriðar. -Samvinnan. Sem stendur eru í sjö fangels- um Canada-stjórnar 4,500 fangar. Þeir hafa aldrei fleiri verið. Næst | þessu mun talan hafa komist á árunum 1935 og næstu árin eftir kreppuna. Joseph McCulley, aðstoðar eft- irlitsmaður fangahúsa, hefir sér- staka umsjón allra umbóta í fang- elsunum. Leggur hann svo mikla áherzlu á endurbæturnar, að hann hugsar meira um þær en vörzl- una. Hann hefir ráðið í þjónustu sína ágæta menn til þess að kom- ast að forsögu fanganna og gera kveðnasta bendingin um, að j Rússar ætii sér ekki að senda Nýtt landabréf af Canada herlið inn í Júgóslavíu, að þeir' Frumgerð landabréf eru fágæt. hafa ekki leynt á neinn hátt gerð-j gíðasta landabréf af því tæi mun ir sínar. i yera þaðj er Hudsonsflóafélagið Þrjár vopnaðar herdeildir með gerð- 1906> Qg t6k Saskatchewan skriðdrekum og flugförum, voru! Qg Alberta.fylki með> er aðeins sendar yfir á landamæri Júgó-j ófullkomin mæling var þá til af. slavíu í norðvestur Rúmaníu. - Arið 1Q15 yar landabréfið endur. Þær gætu vaðið inn í Júgóslavíu skoðað Qg stækkun Manitoba og að líkindum fyrirhafnarlítið og Qntario nQrður til Hudsons flóa gert þar mikinn usla. En með því; þá tekin ti] greina> er minst fengið^ j Alberta-stjórn hefir nú sam- _ . | þykt, að leggja fram eina miljón Á nnðvikudag hermdu frettirj da]a tiJ þegs aQ taka myndir af frá London, að verið væri að hugsa þar um að rýmka bannlög- in á vopnasendingum til Júgó- slavíu. Er haldið að Bevin hreyfi þessu máli við ríkisritara Ache- son í Washington þessa viku. Snemma í fyrri viku er sagt að Tító hafi í fyrsta sinni snúið sér til Bandaríkjanna og beiðst aðstoðar í viðureigninni við Kominformráð Rússa. Hann kvað herútbúnað og fjármuni skorta sig vegna banns Rússa á innflutningi frá vestlægu þjóð- unum. Bráðabirgðahjálp 25 mil- jón dala, væri kærkomið lán frá Export-Import bankanum. Fréttir frá Washington voru þess leiðis, að Acheson muni greiða skjótt fyrir láninu. Alberta-fylki öllu saman úr loft- inu. En sambandsstjórnardeild náma- og fríðinda, hefir ákveðið að gefa út nýtt landabréf og kaupa til þess allar nýjar rann- sóknir er gerðar hafa verið síðan 1906. Er búist við að til verksins þurfi fimm ár, en þá komi full- komnara landabréf út af Canada en nokkru sinni fyr. f umferð eða notkun er nú urm- ull landabréfa af Canada, sem eru meira og minna gerð eftir ágizk- unum, vegna þess að mörg héruð í norðurhluta landsins, sem nú eru kunn, voru þá ókunn. Kommúnistar eiga einnig í ströngu að stríða með Tékkósló- 100 bækur í umferð Oft hefir á það verið minst að bæta kjör fanga. Það hefir vissu- lega meira um það verið rætt og ritað, en umbæturnar sem á fangavistinni hafa verið gerðar Vandamál fanga í þessu landi, ná nærri eingöngu til karlmanna. Til kvenþjóðarinnar getur ekki heitið að þau nái. Það eru nokkr- ar konur í fangelsi, en þær eru allar sendar til Kingston og eru aðeins 75 sem stendur. Verkamannadagurinn 1949 Samuel Gompers, hinn mikli verkamannaforgingi, sem uppi var í byrjun þessarar aldar, mun eiga hugmyndina að stofnun verkamannadagsins. Það hafa að minsta ko'Sti engir skrifað um hann sem eitthvað alveg nýtt ályktanir um hvaða fræðslu væri sem hann. f grein einni eftir bezta hægt að gefa föngunum í|hann um myndun dagsins stend- þeim greinum er þeir væru hæf- astir til að starfa að, er þeir koma út. . ; Fræðsla fanganna er margvís- leg. Um 1200 þeirra njóta skrif-l æðstu hugsjónum mannkynsins ur: “Hann er ekki helgaður nein- um manni sérstaklega, hvorki lifandi né dauðum, engri stétt, kyni eða þjóðerni. Hann hvílir á f jölda nams- legrar fræðslu greina. Bókasöfn eru einnig meira not- uð af föngum, en alment er ætlað. Tala allra lesinna bóka, nemur 100 bókum á hvern fanga á ári. Af föngunum eru nokkrir, sem bezt virðast una sínu illa lífi. En McCulley og félagar hans segja þó von um betrun hjá miklu fleir- um en hinum, sem ekki vilja nein- um stakkaskiftum taka. Fyrir hina ólæknandi er gert ráð fyrir að hafa tvö fangelsi, annað eystra, en hitt í vestur- hluta landsins og aðskilja þá al- veg frá öðrum föngum. og verksvið hans er eins vítt og veröldin”. Á þeim áratugum sem síðan eru liðnir, skortir ekki mikið á, að hugmynd Gompers um daginn hafi ræzt. Hann er nú orðinn helgidagur um allan heim og fagnað af öllum stéttum þjóðfé- laganna. En jafnvel þó verkamannadag- urinn sé nú almennur helgidag- ur, eru það þó verkamannasam- tökin, sem eigna sér höfund hans. Er ekkert út á það að setja, ef áform eða hugmynd dagsins er ekki út í gönur leidd og haldið er sér við hugmynd þeirra þrett- S^usmrg£y£ljar* (Eftir Pauline Johnson) Sumargyðjan hvílist og sefur vært í dag. — Sungið er í loftinu hljómblítt vöggulag. Sveipuð er hún skikkju, sem glóir gulli lík. Getur engri drotningu hlotnast skikkja slík. Mánuð eftir mánuð hún vakti’ og stöðugt vann: vakti og hveitigullið í skikkju sína spann. Ilmi sætra blóma nú andar haustsins blær, augum hennar lokar og gullna hörpu slær. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi Islendingar skipa sér í fylkingu með lýðræðisþjóðum Ávarp forseta Islands við afhendingu kjörbréfs 1. ágúst 1949 Eg þakka yður, herra hæsta- réttarforseti, fyrir hlýjar árnað- aróskir, sem þér færðuð mér. Og eg þakka stjórnmálaflokkunum °g þjóðinni fyrir það traust, sem mér hefur verið sýnt með því að fela mér ennþá einu sinni þetta virðulega og vandasama starf. Er taka þurfti ákvörðun um það, hvort eg yrði í kjöri við þessar forsetakosningar, var eg í nokkrum vanda staddur. Eg hafði þá nýlega orðið fyrir áfalli hafði fengið svæsna lungna- bólgu og gekk illa að ná mér. En læknar mínir fullyrtu, að mér væri óhætt að verða í kjöri. Að ráði þeirra leitaði eg til útlanda og fékk þar þá heilsubót, sem læknarnir hér höfðu spáð mér. Þetta er í aijnað skifti, sem eg hef hlotið kosningu sem forseti án atkvæðagreiðslu. Og frá án miljón manna sem nú tileinka daginn sér í Canada, en ekki að- eins þeirrar einnar miljónar, sem verkamannasamtökum hér til- heyra. Canadian Seaman’s Union til dæmis að taka, er síðasta og gleggsta merkið þess, hve verka- mannasamtökin þurfa að vera á verði um, að óheillastefna kom- múnista verði ekki ofan á í á- formum þeirra og verkum. Verkamannasamtökin hafa sér- staklega barist á móti þessum öfgatsefnum svo vel á þessu ári 1949, að það má eitt af ánægju- efnum verkamannadagsins nú heita. Minnismerki La Verendrye La Verendrye, fyrsta hvíta manninum sem um sléttur Mani-^ toba fór, var reistur minnisvarði í þjóðgarði Canada 11 mílur vest- ur af Morden, Man., á verka- mannadaginn, s. 1. mánudag. Afhjúpun minnisvarðans fór fram með viðeigandi viðhöfn, að 400 manns viðstöddum. Fylkisstjóri, Hon. R. F. Mc- Williams og nokkrir ráðgjafar þessa fylkis og fulltrúar frá sambandsstjórninni, héldu ræður. La Verendrye lagði af stað 1738 vestur frá stórvötnum Can- ada. Þegar hann kom til Assini- boine árinnar, reisti hann Le Reine vígið. Hann fór um tals- vert af því landi sem nú er nefnt Morden hérað. En það sama ár hélt hann til lands Mandan Indíána, en sá flokkur hafðist við á sléttum í grend við Mis- souri ána. La Verendrye var að leita að leið vestur að hafi og hélt fljót þetta vísa veginn til vesturstrandarinnar að lokum. BA'LDUR STEPHANSSON (Sonur Stephans G.) Fæddur 25. sept. 1879 Dáinn 13. júni 1949 Moldin hefir mýkt þín sár — meinum ei skal flíka. Þú varst bóndi æfiár: unnir henni líka. Reistir bæ í bygðarlag — bú svo hlífa mætti: Orktir jörð í efnahag — undir bænda-hætti. Fátt af því sem fyrir ber — finst í þessum línum: Trygður föður-arfur er ættarkvistum þínum! Jakob J. Norman stofnun lýðveldisins hefur sami maðurinn verið forseti og verð- ur enn. Eg bendi ekki á þetta nú af persónulegum ástæðum. En það er enginn vafi á því, að þess- ar tvennu forsetakosningar án at- kvæðagreiðslu auka álit íslenzku þjóðarinanr út á við. Mér finnst ástæða til að fagna því. Þetta er ekki hugarburður einn eða óskahugsun. Sem dæmi þess skal eg nefna, að er eg var kosinn forseti án atkvæða- greiðslu fyrir fjórum árum, varð eg var við það á ýmsan hátt, að þetta vakti athygli erlendra manna. Góður kunningi minn er- lendis sagði mér þá, að menn í hans landi, sem töldu sig fylgj- ast nokkuð. með málum vor ís- lendinga, hefðu spáð því um það bil sem lýðveldið var stofnað, að eins og hér væri högum háttað, myndu íslendingar ekki nógu þroskaðir til þess að halda uppi lýðveldi. Það mundi meðal ann- ars svo mikill órói og kapp um forsetakosningar, er almennir kjósendur ættu að kjósa hann. Og ekki- kæmi til mála, að nokk- ur maður fengi að vera í því sæti nema eitt kjörtímabil — í hæsta lagi. Er sami maðurinn var end- urkosinn án atkvæðagreiðslu við fyrstu kosningu allrar þjóðar- innar, þögnuðu margar þessara radda. Sumar þeirra sögðu jafn- vel, að svo virtist sem fslend- ingar ættu meiri stjórnmála- þroska en búast hefði mátt við. Annar kunningi minn úr öðru landi sagði við mig nú nýverið, að íslendingar væru hagsýnni en margir héldu. í sumum lönd- um kostuðu forsetakosningarnar of fjár. “Þjóðin er margbúin að spara forsetasetrið á Bessastöð- um með því að kjósa forseta tvis- var án atkvæðagreiðslu,” sagði hann. Þetta minnir mig á samtal við merkan stjórnmálamann á Norð- urlöndum fyrir mörgum árum. Hann hélt því fram, að frá þjóð- arhagssjónarmiði væri ódýrara að hafa arfgengan konungdóm en lýðveldi með forsetakosningu á stuttu árabili. Hann átti ein- mitt við þetta sama: Kosningar eru afar dýrar beint og óbeint. ★ Hvað er framundan? Þetta er spurning, sem margir meðal flestra þjóða bera fram svo að segja daglega. Enginn veit með neinni vissu um framtíðina, um framtíð sína og um framtíð þjóð- ar sinnar. En það er sumt, sem gerst hef- ur síðan lýðveldið var stofnað, sem gefur nokkra hugmynd um hvert stefnir hjá oss í nánustu framtíð. Það er orðið ljóst, að vér fs- Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.