Heimskringla - 07.09.1949, Page 3

Heimskringla - 07.09.1949, Page 3
WINNIPEG, 7. SEPT. 1949 HEIMSKBINGLA 3. SÍÐA Stjórnarherinn í Kína Tveir amerískir blaðamenn. Theodore H. White og Annalee Jocoby, voru í Kína meðan heimsstyrjöldin stóð. Þeir skrif- uðu síðan bók, sem heitir — Thunder out of China — og lýsa þar því frábæra sleifarlagi, sem var á stjórn kínverska hersins í viðureigninni við Japana. Má gera ráð fyrir að samskonar sleif- arlag sé á enn, og sé það skýr- ingin á þeim hrakförum, sem stjórnarherinn hefur farið að undanförnu. Hér birtist stuttur útdráttur úr bókinni. ★ þeim, og þess vegna þjáðust her- mennirnir af fjörefnaskorti. Um læknishjálp var varla að tala Kína var þá einn læknir fyrir hverjar 45,000 landsmanna, og margir þeirra höfðu ekki meiri þekkingu en lyfsalar. Helming urinn af þessum læknum hafði orðið eftir á hernámssvæði Jap- ana. Flestir hinna stunduðu sjálfstæðar lækningar eða voru starfsmenn í einkasjúkrahúsum f hernum voru því í mesta lagi 500 læknar, eða svo sem einn læknir fyrir hverja herdeild, ef þeim hefði verið skift reglulega Til Vig'fúsar Guttormson og' Vilborgar Konu Hans í gullbrúðkaupi þeirra, 1949 Þegar fyrstu sóknarlotu Jap-i niður. En allir bestu læknarnir ana lauk 1938, voru 4 milljónirj voru látnir vera við spítalana manna í kínverska hernum. Á að baki hersins og margar her- næstu sex árum kallaði kínverska! deildir höfðu því engan lækni stjórnin á hverju ári l^ milljón manna í herinn, og hefði her- styrkur hennar því átt að vera um 12 milljónir manna 1944. En tala hermannanna hafði staðið í stað. Hvernig stóð á þessu? — Hvað hafði orðið um þessar 8 milljónir manna? Á þessum árum var ekki mik- ið barist, svo að mannfall á víg- völlum hefur ekki farið fram úr einni milljón. Hinar milljónirn- ar voru blátt áfram horfnar. Ýmist höfðu hermennirnir hrunið niður úr hungri og drep- sóttum, eða þeir höfðu gerst lið- hlaupar — sumir leitað heim til sín, en langflestir gengið óvin- inum á hönd. ★ í Kína var herskylda, en þeir höfðu sína eigin aðferð við að kalla menn í herinn. Ekki var farið eftir manntali. Stjórnin á- kvað aðeins hve margir menn skyldlu teknir í herinn, og svo var þessu deilt niður á héruðin, þannig að hvert hérað átti að leggja til ákveðinn fjölda ný- liða. Héraðsstjórnirnar skiftu þessu svo niður á sama hátt á sveitir, þorp og bæi og svo var farið að smala. Þeir ríku þurftu ekki að fara í herinn. Þeir keyptu sig lausa, og á þann hátt stungu embættismenn stórfé í eigin vasa. Allir, sem það gátu, keyptu sig undan heíþjónustu. En þeir, sem teknir voru í her- inn, voru þá aðallega hinir, sem síst máttu missast frá fram- leiðslunni. Ef eitthvert umdæmi gat nú ekki skilað jafn mörgum nýliðum og heimtað var, voru ferðamenn teknir í skörðin, eða nýliðar keyptir af ræningja- flokkum. Ekki gekk þetta hljóða laust af, og margir voru drepnir í þessu bjástri. ★ Kínversku hermennirnir fengu aldrei frí. Þeir gátu því aldrei íarið heim til sín, og sjaldan fengu þeir bréf. Það var nokk- urs konar dauðadómur að vera kvaddur í herinn. Meiri hluti nýliðanna sálaðist áður en til vígvallanna væri komið. Þeir hrundu niður í æfinga-herbúð- unum og á hinni löngu göngu til vígstöðvanna. Ekki tók svo sem betra við fyrir þá, sem lifðu, þegar þang- að kom, því að hermennirnir sultu heilu hungri. Amerísku hermennirnir hlógu þegar þeir sáu kínverska hermenn flytja með sér hundahræ. En hláturinn fór af þegar uppáhalds hundar þeirra sjálfra hurfu. — Kín- versku hermennirnir stálu hund- unum til að eta þá, vegna þess hvað þeir voru soltnir, og hund- ar Ameríkumanna voru vel ald- ir og spikfeitir. Meðfram vegunum, sem her- sveitirnar fóru eftir, lágu lík manna í hrönnum. Sjúkir og horfallnir menn reyndu í lengstu lög að lafa á hersveit sinni, því að annars staðar gátu þeir ekki fengið mat. En þegar þeir drógust aftur úr, var ekkert skeytt um þá, og þar báru þeir beinin. Maturinn var aðallega “póler- Herlæknarnir voru svo illa launaðir, að þeir hefðu getað haft 1D sinnum meira upp úr sér með því að stunda einkalækn- ingar. Þeir höfðu lítið af lyfj- um og sama sem engin lækninga- áhöld. Þeir urðu oft frávita af örvílnan að horfa uppá eymd hermannanna og geta ekkert hjálpað. Tíundi hver hermaður var með berklaveiki. Engra varúðar ráðstafana var hægt að gæta, því að menn sváfu saman og mötuð- ust úr sömu ílátum. Úrvals her- sveit var einu sinni send til Burma. Hún varð að fara fót- gangandi frá Kanton tilKweiy- ang, 800 km. Á þeirri göngu lést þriðji hver maður. Amerískir læknar skoðuðu þá, sem eftir voru og sögðu að sjötti hver maður hefði verið berklaveikur. Blóðsótt og malaría hjuggu stór skörð í fyllkingarnar, því að hermennirnir voru svo veikir fyrir, að þeir þoldu ekki neitt. Vorið 1942 voru þrjár kín- verskar herdeildir sendar til Burma til þess að hefta fram- sókn Japana. Þarna er eitthvert versta malaríu-pestarbæli heimi. í einni hersveitinni voru upphaflega 7000 manna, en þrem- ur vikum seinna voru 400 uppi standandi. Herstjórnin kipti sér ekkert upp við það. * Það er auðvelt að áfellast her- stjórnina fyrir skeytingarleysi um heilsu og líf hermannanna. En hér kemur fleira til greina. Hermennirnir höfðu sjálfir ekki snefil af þekkingu á einföldustu atriðum heilsufræðinnar. Hrein- læti var þeim fásinna. Og í veik- indum treystu þeir á særingar og töframeðul. Ameríkumenn reyndu að fá þá til þess að drekka ekki annað en soðið vatn, en þeir létu það sem vind um eyrun þjóta og drukku úr hvaða polli sem þeir komu að. Amer- íkumenn létu þá fá sáraumbúðir en þeir notuðu þær til þess að fægja byssur sínar. ★ Skipulag kínverska hersins var mjög laust í reipunum. Yfir- hershöfðinginn, Chiang Kai Shek hafði verið meðal þeirra fyrstu, er stunduðu nám á her- skólanum í Paoting, en síðan voru nú 40 ár. Herforingja ráðið hafði enga heildarþekkingu á nú tíma hernaði. Það var skipað öldruðum mönnum sem áður höfðu borist á banaspjót, og höt- uðu hver annan. Fyrirskipanir þeirra voru því sitt á hvað, og máske alls ekki til þess ætlaðar að verða óvininum að ógagni. Spilling gegnsýrði alt. Hver hersveit var látin vera sjálfstæð heild, og foringjar þeirra fengu í hendur allan mála hermann- anna, en útbýttu honum eftir eigin geðþótta. Svo var látið svo heita að í einni herdeild væri 10 þúsundir manna, þótt þar væri ekki nema 5 — 7 þús. Mismunin- um á málagreiðslunni • stungu herdeildarforingjarnir auðvitað t sinn vasa. Þeir græddu líka á því að svelta hermennina. Allir greiðslulistar og matvælaskrár Við háborðið sitja þau saman og sál þeirra vakandi dreymir um stund þá sem löngu er liðin en lífið í minningum geymir og blóðið í hjartanu hitnar og hraðar um æðarnar streymir. Þau mætt hafa skúrum og skini með skynsemi eining og stilling, og skapað sér veglegar vonir í vorhlýju, fjarlægð og hylling. 1 moldinni minnast þau sumra en margra í lífrænni fylling. Ef mótlæti drepur á dyrnar til dyranna fara þau bæði, hún Vilborg með viljann og þróttinn hann Vigfús með hálfsamið kvæði. Þau mæta þar sorginni saman þó sálinni og hjartanu blæði. Ef hamingjan guðar á gluggann og gjörsnýr þeim öllu til bóta, með þakklæti. heilsa þau henni , og heilann í einingu brjóta um samyðgi góðvina og granna og gleðinnar með þeim að njóta. Þó dagur sé kominn að kveldi er kveldið oft bjart eins og dagur. Við biðjum og bænheyrslu væntum, að blessist þeim líðan og hagur, í umhverfi ótaldra vina og aftaninn langur og fagur. Sig. Júl. Jóhannesson Skýring: Þetta fagra kvæði orti Dr. Sig. Júl. Jóhannesson fyrir lúterska söfnuðinn á Lundar, sem lét skrautrita það og setja í umgerð bak við gler, og var afhent Vigfúsi og Vilborgu sem gjöf frá lúterska söfnuðinum á Lundar, af formanni safn- aðarins, Mr. Guðlaugi Breckman. GullbrúðKaupsljóð Til Vilborgar og Vigfúsar Guttormssonar, 14. ágúst 1949 Fyrir fimtíu árum þann fjórtánda ágúst — var himininn skínandi heiður heyanna tíðarfar. Gróður-ilmandi gola gældi við dýr og menn, þá unnu þau Vigfús og Vilborg, þá vára, sem tengja þau enn. Með hjúskapnum búskap þau hófu það hugnaðist Frey og Njörð, sem blessuðu bjargálnir þeirra, búpening, heimili og jörð. Þó veltur á því, hver á heldur hve hagnýtast verðmætin dýr, og fyrir það brúðarförin varð fegursta æfintýr. Og endaslept gera þau ekki við ástvini sína, þau goð, * sem ráða yfir regni og skini og rennandi byr í voð. Til hliðar í hamingju sjóði heiðríkju — sólarlag þau setja — og friðsæla framtíð þann fjórtánda ágúst í dag. Ármann Björnsson uð” hrísgrjón og stundum ekk-; voru falsaðar, og þetta gekk svo ert annað. Engin fjörefni voru í langt, að það var viðurkent að foringjarnir ætti að fá þennan mismun sem einn lið í launa- greiðslu sinni. . Hermennirnir voru barðir og pyntaðir ef eitthvað bar út rr eða þegar foringjarnir voru í slæmu skapi. Það var talið stór- hættulegt að láta hersveitir ferðast um heimkynni sín eða nærri þeim. Hermennirnir földu sig þá og sáust ekki framar. — Einu sinni voru 800 hermenn sendir frá Kansu til Yunnan, þar sem amerískir liðsforingjar áttu að æfa þá. Á leiðinni dóu 200, en 300 struku. Önnur hersveit var send yfir Szechwan, þar sem flestir hermennirnir áttu heima. Þegar hersveitin lagði á stað voru í henni 7000 manna, en þeg- ar hún kom á ákvörðunarstað voru 3000 eftir. ★ Herforingjar Kínverja voru alveg ónýtir. Þeir skýrðu ekki yfirmönnum sínum frá því, sem gerðist, heldur því, sem þeir töldu að yfirstjórnin vildi helst heyra. Þeir tilkyntu sigra, þar sem ekki hafði verið barist og að þeir hefðu tekið þorp og borgir, sem voru enn á valdi Jap- ana. Og þeir tilkyntu svo hroða- legt mannfall í liði Japana, að yfirherstjórnin hefði átt að sjá, að ef þær skýrslur voru réttar, mundi enginn Japani uppistand- andi vera. 1 stað þess tók hún alt trúanlegt og gaf út fyrirskipan- ir sínar samkvæmt því. Þó voru þarna undantekning- ar, eins og t. d. Wei Li-Hung hershöfðingi, Chen Cheng, Li Tsung-jin og Sun Li-yen, sem lærði af Stilwell hershöfðingja. Nokkrir foringjar þoldu súrt og sætt með hermönnum sínum og báru umhyggju fyrir þeim. En þeir voru fáir á móts við allan fjöldann. Kínverjar eru góðir hermenn. Það sést best á því hvert viðnám HVERS ÞARFNAST BOJÖRÐ YKKAR MEST? Nýrra amboða, véla eða annars útbúnaðar? Nýrra kynbóta fyrir skepnur yðar? Rafleiðingu til heimila yðar? Girðingar, skurði eða aðrar nauðsynlegar umbætur? Nýjar byggingar fyrir fólk eða skepnur? Viðgerðir eða stækkun núverandi bygginga? LÁN TIL AUKINNA ÞÆG- INDA eða framleiðslu til þeirra þarfa sem að ofan er skráð, fæst hjá öllum útibúum Royal Bank of Canada, með góðum skilmálum. Talið við næsta útibúsforstjóra, og fáið hjá honum upplýsinga-bækl- ing. v THE ROYAL BANK OF'CANADA FJAÐRAFOK Á slæmum vegi Seint í ágústmánuði 1886 var Þorvaldur Thoroddsen á ferð um Hornstrandir og var um nótt í Bolungarvík fyrir norðan Furu- fjörð. Segir hann svo frá ferða- laginu upp úr víkinni: Þegar við um morguninn fór- um frá Bolungarvík var allt hul- ið snjó niður í sjó. Upp af Bol- ungarvíkurseli eru snar brattir hjallar grasi vaxnir, með tölu- verðum jarðvegi og eintómum dýum. Var þetta allt upp bólgið og öklasnjór ofan á. Grasbrekk- urnar voru svo hálar, að varla var hægt að fóta sig og þurfti að hafa mestu varúð og fyrir- höfn með hestana, því þeir ým- ist duttu eða lágu í. Þegar við vorum komnir hér um bil 400 fet upp, á efstu brúnina á gras- hjöllunum upp af selinu, gekk annar af fylgdarmönnum mínum á undan og teymdi koffartahest. Klárinn lá í efst í hjallabrúninni, byltist og braust um, veltist svo um hrygg og gat ekki stöðvað sig á brúninni vegna þungans á koffortunum og hentist svo nið- ur fyrir. Oss datt ekki í hug, að við sæum hestinn lifandi aftur; það var eins og hvolpi hefði ver- ið kastað af hendi. Hesturinn snerist fjórum sinnum við í loft- inu, er hann hentist hjalla af hjalla niður alla hlíðina. Loks kubbaðist klyfsöðullinn sundur, og gjarðirnar og kofortin hopp- uðu niður undir jafnsléttu, en klárinn stöðvaðist hálfur á kafi í dýi. Við heldum að í honum hefði brotnað hvert bein, en svo var eigi; hesturinn var að mestu óskaddaður, hafði hann hvergi komið á stein, altaf fallið á gljúp- an jarðveg og í dý, og svo höfu koffortin hlíft honum . ★ Merkilegt fólk f bréfi, sem Matthías Jockums son skrifaði Stefáni Stefánssyni skólameistara fyrir nær 60 árum (1890) segir hann svo: — Merki- legt er þetta okkar fámenna, margpískaða, já, margdrepna fólkl.Það eru engin sjáanleg elli mörk komin á það enn. Það tímgast eins og bestu þjóðir! Það fæðir af sér færri idíóta og stórglæpamenn en nokkur önn- ur Evrópuþjóð og það framleiðir þeir gátu veitt Japönum í sex ár, þrátt fyrir illa herstjórn, ilt við- urværi og illa meðferð. —Lesbók Mbl. fleira af gáfuðu fólki en flestar aðrar, ef rétt er skoðað. Og hvað hleypidóma snertir, stöndum við ofarlega, enda stendur vor litla þjóð á fornum kulturmerg. Eftir kenningum vorra daga, er það stærra moment en flestir ætla. Reyndar eru (einmitt þess vegna) flestar traditionir hjá oss slitnari en á öðrum Norðurlönd- um, enda er því bæði nauðsyn- legra og auðveldara að kenna hjá oss nýtt (eða ætti að vera auð- veldara). ★ Gjör rétt — þol eigi órétt Því hefir verið haldið fram, að helstu skilyrði fyrir því, að frelsið yrði réttilega notað, væri að betri menn þjóðarinnar hlýddu boðorðunum: “Gjör rétt” og “þol eigi órétt”. Þeir, sem ó- réttinn gera eru lastverðir, en þeir, sem óréttinn þola, eru einn- ig lastverðir. Það getur verið mjög mikill ábyrgðarhluti að horfa á óréttinn, án þess að gera neitt til að halda uppi réttinum. Það er ekki holt heilræði að kenna mönnum að hnýsast ekki eftir því, sem órétt er gert, því að slíkt eiga menn að láta sig miklu skifta. Sá hugsunarháttur að best sé að skifta sér eigi af neinu, heldur láta þá, sem ilt gera, sjálfa bera ábygð á gerð- um sínum, verður að víkja fyrir þeim hugsunarhætti, að vér, sem njótum verndar réttarins, séum einnig skyldir að vernda réttinn gagnvart óréttinum, og að heill og hamingja íslands sé undir því komin, að lögum og réti sé hald- ið uppi gagnvart ólögum og rangindum. —(Páll Briem amtm. —Lesbók Mbl. INSURANCE AT . . . REDUCED RATES • Fire and Automobile • STRONG INDEPENDENT COMPANIES • McFadyen Company Limited 362 Main St. Winnipeg Dial 93 444 ÁdinniUoiiiuiniuiDi! KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.