Heimskringla - 19.10.1949, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.10.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 19. OKT. 1949 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Skoðanir og viðhorf Þjóðverja nú í sögum Eftir S. K. Padover Nýlega sagði velbúinn verk- smiðju eigandi í Ruhrdalnum við .og brosti kuldalega um leið: “Þó stjórnmálamennirnir okka.' hafi ekki enn gert sér það ljóst. er Þýzkaland orðið stórveldi á ný, og hin stórveldin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa okkur með sér en ekki á- móti.” Skoðanir alþýðunnar á Þýzka- landi eru sjálfsagt nokkuð á reiki því undanfarin ár hefur hún haft fullt í fangi með að halda í sér lífinu, og ekki haft mikinn tíma til að kynna sér stefnur og strauma í heimsmálunum. En það er lítill vafi á því, að leiðandi mönnum í Þýzkalandi, ekki síst á sviði verzlunar- og mentamála, er það vel ljóst að land þeirra er aftur orðið miðdepill og hjarta- staður Evrópu. Þeir vita vel, að Evrópa verður aldrei endurreist til fulls, né náði sínu fyrra gengi nema máttur auðæfa Þýzkalands, og þekking þjóðverja í iðnaðar- málum kæmi þar yið sögu. Þeir þykkjast líka hafa sýnt hverju þeir geta til leiðar komið í þeim efnum, á þeim tæpum tveimur árum sem liðin eru, meðan þeim voru gefnar frjálsar hendur í iðnaðarmálum. Á þessari staðreynd byggist að sjálfsögðu framkoma þeirra gagnvart stórveldunum sem sigr- uðu þá í stríðinu. Allar líkur benda til þess, að það hafi ekki orðið miklar skoð- anabreytingar í Þýzkaíandi síð- ustu árin. Þó erfitt sé að vísu um það að segja með fullri vissu. Ritskoðun hefur verið í landinu, og í herteknu landi hika menn sér við að láta skoðanir sínar í ljósi opinberlega, nema þá helst þeir sem hafa skipað sér ákveðið í flokk með annari hvori af þeim höfuðstefnum, sem nú eru efst á baugi í heiminum, hinni Vest- r®nu eða Austrænu. En síðan vestur-Þýzkaland var gert að lýðveldi hefur skoðanafrelsi rýmkast þar að miklum mun, enda er nú margt og mikið fund- ið að gerðum hernámsveldanna í þýzkum blöðum. Hinu má held- ur ekki gleyma, að síðan stríðinu lauk hefur Þýzkaland verið nokkurskonar heimur, út af fyrir sig, með mjög lítil sambönd við umheiminn, Því fáir Þjóðverjar hafa fengið leyfi til, eða haft efni á að ferðast erlendis. Og fátt er um ferðamenn, enn sem komið er. Dálítið af erlendum bókum hefur verið þýtt á þýzku; þar á meðal bók Kravchenko’s “Eg kaus frelsið”. Það er því auðsætt að þjóðverjar muni eiga erfitt með að gera sér glögga grein fyrir því sem er að gerast heiminum umhverfis þá. Nú undanfarið hef eg ferðast víðsvegar um Vestuf-Þýzkaland frí úr vinnunni, en alt gekk þetta vel, þó smáævintýraleg og skop- leg atvik kæmu stundum fyrir. Þorleifur Þorleifsson gerði sér- stakt handrit að leikritinu, en þetta er að sögn kunnugra, alger nýjung hér á landi, en talið nauð- synlegt. Leikendur Svo sem fyrr segir koma als fram 12 leikendur í myndinni, en þeir eru auk stúlkunnar og pilts- ins sem fyrst voru taiin: Þóra Borg Einarsson, Nina Sveinsd. Erna Sigurleifsdóttir og Jón Aö- ils, en þau eru öll kunnir leikarar ennfremur Valdimar Lárusson sem stundar leiknám hjá Ævari R.. Kvaran.. Lögregluþjónarnir Ólafur og Valdimar Guðmunds- synir leika tröllkarlana, Guð- björn Helgason leikur dverginn Ennfremur eru þær Klara Óskars dóttir og Sigríður óskarsdóttir í myndinni. Svo sem fyrr segir mun myndin verða frumsýnd í byrjun næsta árs.—Mbl. og talað við fjölda þjóðverja af öllum stéttum, og auk þess lesið það sem blöð þeirra og tímarit hafa lagt til málanna. Og mikill meirihluti þeirfa, sem eg hef átt tal við, virðist líta á málinn nokkurn veginn sem hér segir. Þjóðverjar virða Breta fyrir prúðmensku og réttsýni, en er þó meinílla við þá undir niðri. Allir, sem eg átti tal við, viður- kendu, að Bretar, sem í Þýzka- landi dvelja, bæði hermenn og borgarar, hefðu komið fram óað- finnanlega og hárrétt. En það er ekkert að marka, segja þjóðverj ar, Bretar hafa ætíð einhverjar sérstakar ástæður á bak við eyrað og þær venjulega ilt vantraust, á öllu er Bretar gera, á sér ótrú- lega djúpar rætur meðal þjóð- verja. Mikið af þeirri grunsemi um undirferli og slægð Breta eru eflaust eftirstöðvar af áróðri þeim er beint var gegn Bretum á dögum Vilhjálms keisara og nazistanna. Þjóðv., fullyrða að Bretar hafi tvisvar hafið styrj- öld við sig, á einum mannsaldri, fyrir eina ástæðu — og aðeins eina— sem sé, að vernda heims- markaðinn fyrir samkeppni af Þjóðverju hálfu. Þeir eru sann- færðir um að þeir geti framleitt meira og selt ódýrara en Bretar hvenær sem er. Það er, segja þeir, aðal ástæðan fyrir því, að Bretar eru að láta rífa niður þýzkar verksmiðjur, því þeir vilja með engu móti %áta þjóð verja standa sér jafnt að vígi á sviði veksmiðju iðnaðins. Auk þeirra mörgu synda, sem þeir telja Breta hafa framið í við- skiftamálum, þykjast þeir einnig hafa persónulega ástæðu til að vera gramir við þá. Þjóðverjar eru sem sé stórmógðaðir yfir því, að setuliðið brezka hafi hundsað íbúana, og þótt ofgóðir til að hafa samneyti við þá. En hver sem ástæðan er, eru alveg ótrúlega litlar samgöngur milli setuliðsins og íbúanna. Helzt er að á bókasöfnunum, að þýzkir vísindamenn, og velmenntaðir Bretar mætast sem jafningjar. Eg hef komið í margar borgir, þar sem brezka setuliðið hefur aðsetur, og hef aldrei séð brezk- an hermann leiða þýzka stúlku um götur borganna — en það er algeng sjón á hernámssvæði Bandaríkjanna. Hinsvegar er brezkum hermönnum bannaður aðgangur að ýmsum opinberum skemtistöðum eins og t.d. lysti- görðunum og hermannalögregl- an sér um það, að þeim skipunum sé stranglega framfylgt, og þeir eru nokkurnveginn einu her- mennirnir sem sjást á faralds fæti í borgunum. Brezku hermennirnir sitja ekki eða matast í þýzkum veit- ingahúsum, og ekki fara þeir heldur á þýzk leikhús. Þeim er ekki bannað að heimsækja þýzk- ar fjölskyldur, en þó mun vera mjög lítið um það. Þeir halda sig mest í hermannaskálum og sínum eigin klúbbum. . “Framkoma þeirra gagnvart okkur er líkust því að við værum negrar sunnan úr Afríku,” sagði velmenntuð þýzk kona við mig. Og ung stúlka, sem vinnur hjá herstjórninni ensku hló dátt þeg- ar eg minntist á brezku hermenn- ina við hana. “Þetta er ómenntað- ur lýður, og þýzk stúlka sem léti sjá sig á götu með brezkum her- manni, mundi falla stórum í áliti fyrir bragðið”, sagði hún. Þetta er nú líklega orðum aukið, en það sýnir þó hvernig vindurinn blæs. Einn af foringjum sósíal Dem- ókrata viðurkendi fúslega, að herstjórn Breta hefði verið mild og sanngjörn. “En”, sagði hann “það hefur alltaf verið stefna ut- anríkisráðuneytisins í London að skoða okkur sem aðalkeppi- nauta sína, og haga sér sam- kvæmt því”. Og þýzkur blaða- maður lét svo ummælt að Eng- lendingar væru ætíð prúðmann- legir í framgöngu, en undir niðri væru þeir kaldlyndir og eigin- gjarnii. Þjóðverjar líta með aðdáun til Frakka, á vissum takmörkuðum sviðum, en með megnustu fyrir- litningu í öðrum efnum. Frakk- land og ítalía hafa altaf hafti sérstakt aðdráttarafl fyrir þjóð- verja, og í bókmenntum og list- um líta þeir upp til Frakka og viðurkenna, að þar standi þeir skör lægra, en að öðru leyti bera þeir litla virðingu fyrir þeim. Það er heldur ekki fyrir það hve auðvelt þeim reyndist að sigra þá 1940, heldur miklu fremur að hinum nýtnu og reglusömu þjóð- verjum blöskrar hirðuleysi og óstundvísi Frakkanna. Og þeir geta með engu móti skilið það, að Frakkland jafn auðugt og það er af náttúrufríðindum og ný- lendum skuli vera fátækt land og í stöðugum fjármálavandræð- um. Þeir telja að ástæðan sé ekk- ert annað en leti Frakka og van- þekking þeirra á allri skipulægn- ingu. Þjóðverjar gefa í skyn, og segja það stundum upphátt, að ef þeir stjórnuðu Frakklandi, mundu þeir fljótlega gera það að paradís á jörðu. Þetta vita Frakkar líka ofur vel og þykkj- ast, því þeir sjá sér hættubúna ef þjóðverjar verði aftur sterkir og voldugir. Það virðist vera talsvert af góðvild og jafnvel aðdáun fyrir Bandaríkjunum á hernámssvæði þeirra, og margskonar amerískar venjur og tíska ryðja sér til rúms á Þýzkalandi, eins og t. d. tyggi-gnnuní og Hollywood kvikmyndir. — Anddyri kvik- myndahúsana eru öll uppmáluð með myndum af Hollywood leik- stjörnum, eins og Tracy og Gar- son, Pidgeon og Hayworth. Og þýzkur æskulýður fyllir þau kvöld eftir kvöld til að sjá mynd- ir eftir þessa, og aðra Bandaríska leikara. Yfirleitt munu þjóðverjar líta til Bandaríkja þjóðarinnar með samblandi af aðdáun og öfund Þeir eru þeir einu af sigurvegur- um, sem hafa allt það sem þjóð- verja hefur dreymt um að eign- ast, og sem hefur verið markmið- ið bak við allt þeirra styrjaldar- brask — völd, auðæfi og munað. Þjóðverjar eru sjálfir iðnaðar- þjóð og kunna iþví vel að meta tækni Bandaríkjamanna og for-| ustu hæfileika þeirra í vélamenn ingunni. Gamall véfræðingur Krefeld, sem orðinn var of gam- all til að skeyta um það hvort hann stilti orðum sínum í hóf, sagði við mig og hneggjaði við — en sonur hans, eldrauður í and- liti, reyndi að þagga niður í karl- inum. ‘Ha, ha”, sagði hann “Þið Amerikanar eruð slungnir ná- ungar, þegar þið hafið háð styrj- jld árum saman, endið þið með bví að vera ríkari en nokkru sinni áður. Þið hafið nú allt heimsins gull og mest af öðrum peningum. Það kalla eg að sjá niður með nefinu á sér. Ha! ha.” — Hann sagði þetta alveg gremjulaust, og í álíka tón og hestaprangari mundi viðhafa um stéttabróður sinn, sem hefði neynst honum sniðugri í viðskiftum. Ekki virðast þjóðverjar leggja mikið upp úr bandarísku lýðræði eins og það er starfrækt í Þýzka- landi, og þeim hættir til að daga dár að því, og benda um leið á allt sem er “verboten”, bannað því hvergi í Þýzkalandi er ein margt bannað eins og hjá “Sam’ fænda. Margir Þjóðverjar, sem eg átti tal við furðuðu sig á því hvað Bandaríkjamenn hafa strangar reglur, og hversu 'bók- staflega þeim er framfylgt af því leiðir að umsjónarmenn og varð- menn eru á hverju strái, sem vilja sjá vegabréf þitt og önnur skil- ríki. Ef þú villt t. d. heimsækja sjúkrahús, eru það ekki spítala yfirvöldin, en öllu heldur lið þjálfinn við framdyrnar sem ræður því hvort þú færð aðgang eða ekki. Bandaríkjamenn í Þýzkalandi.j eins og reyndar allar deildir EU-' COM (European Commmand) —1 hafa flutt með sér siðvenjur og þjóðhætti síns heimalands. Á höfuðstöðvum þeirra Heidel- berg, sem þeir sjálfir kalla stund- um Idealberg eða litlu Ameríku, hafa þeir stofnsett sérstakt þjóð- félag. Þeir hafa þar sín eigin leikhús og klúbba, pósthús og banka, þvottahús og rakarastof- ur o. m. fl. Bandaríkja-börn ganga einnig á sérskóla, en á götunum eru þau háværir leikfélagar þýzkra barna, því samgöngur meðal barn anna eru ekki bannaðar. Það þarf naumast að taka það fram að allur fjöldi fólks í Vest- ur-Þýzkalandi er andvígur Rúss- um, og í þeim kosningum, sem haldnar hafa verið síðan styrj- öldinni lauk, hafa kommúnistar aldrei fengið meir en 5 — 6% greiddra atkvæða. Enda eru þar miljónir flóttamanna, sem flúið hafa Austur Þýzkaland eða Aust- ur-Evrópu undan yfirgangi Rússa og annara kommúnista. Ef til vill eru Þjóðverjar ekki eins eldheitir anti-kommúnistar eins og Bandaríkjamenn en eigi að síður eru þeir háværir og margmálir í ádeilum og háði á Rússana. Eins og í mörgum öðr- um löndum eru Sósíal Demókrat- ar einna beiskyrtastir í garð Rússa. Einn af foringjum þeirra Kurt Schumacher, sagði nýlega á fjölmennum fundi, að sem stríðsglæpamaður kæmi Stalin næstur á eftir Hitler. Andúðin gegn Rússum er af WAKE UP WINNIPEG! PLAYSAFE Elcct a Dcniocratic Candidate For School Board IN Ward Two ★ MARK YOUR BALLOT: NIIRPIIY, Mrs. Howard (NAN) tveimur rótum runninn. Fyrst og fremst líta þeir svo á, að Slav- neski kynþátturinn, og þar á með- al auðvitað Rússar, standi sér skör lægra, bæði menningar- og tæknilega, og í öðru lagi hafa þeir mjög litla trú á hagfræði- kerfi því, sem kommúnistarnir í Rússlandi starfrækja. Mið stétt- irnar þ-zku eru á móti kommún- ismanum mjög af sömu ástæðum og miðstéttir annara Vestrænna þjóða. Bændurnir eru honum andstæðir vegna þess að þeir vilja ekki tapa eignarrétti á bú- jörðum sínum, og að endingu eru verkamenn, minnsta kosti þeir sem tilheyra Sósíal Demókröt- um, mótfallnir, honum af lýðræð is ástæðum, því þeir segja að í Rússlandi hafi kommúnistar komið á einræði sem sé harla líkt því sem gerðist á Þýzkalandi á dögum Hitlers. Er þetta þá svo að skilja, að Rússar hafi ekki lengur neitt tækifæri til að þoka Þýzkalandi á sína sveif, eins og sumir Ev- rópumenn virðast álíta. Eg held ekki að svo sé. Það eru einmitt sterkar líkur til þess, að fyr eða síðar, setjist Rússar og Þjóð- verjar niður, og geri samninga sín á milli, og hefji viðskifti á ný. Atvinnuvegir og öll aðstaða þessara tveggja þjóða er þannig að þær bæta hvor aðra upp, og viðskifti milli þeirra nokkurn veginn óumflýjanleg. Rússar geta fyrirlitið þjóðverja og Þjóðverjar hafa viðbjóð á Rúss- um, en hvorki ást né hatur kemst að í viðskiftamálum. Þar brýtur nauðsýn lög. Engum er þetta kunnugra en þeim, sem nú eru í þann veginn að taka við stjórnar- taumunum i Vestur-Þýzkalandi Eg átti tal við ýmsa leiðandi menn í iðnaðar og viðskiftamal- um Vestur-Þýzkalands. Þeir fóru ekkert dult með skoðanir sínar á þessum efnum, og þær voru hér um bil á þessa leið: — Við erum iðnaðar þjóð, — sögðu þeir, sem þarf markað fyr- ir vörur sínar. Bretar og Banda- ríkjumenn ráða yfir markaðinum í Suður Ameríku, Afríku og As- íu. Auðvitað gætum við reynt að keppa við engilsaxa á þessum mörkuðum, en sem stendur hafa þeir allt okkar ráð í hendi sér, og mundu víst ekki gefa okkur mikið tækifæri til samkeppni. Hvað er þá eftir fyrir okkur? Ekkert nema Austur-Evrópa, sem altaf hefur verið okkar eðli- legasti markaður. Austur-Evrópa þarf vörurnar sem við framleið- um, og við þurfum hráefni frá þeim. Við erum ekki svo mjög hræddir við samkeppni af þeirra hálfu. Slavar hafa aldrei verið neinir stóriðnaðar menn og að minnsta kosti í stáliðnaðinum verða þeir að treysta á okkur um langt skeið enn. Það er ástæðan fyrir því, að við verðum að eiga viðskifti við þá, hvort sem þeir eru kommúnistar eða ekki. — Kommúnisminn hefur aldrei ver- ið annað en tálbeita fyrir ómennt- aðan landlausan bændalýð. Það vita stjórnendur Rússlands eins vel og við. Við skiljum hvorir aðra. í stuttu máli; þó Þjóðverjar beri virðingu fyrir Englending- um, sé hlýtt til Frakka, heldur en hitt, og dáist að Bandaríkja- mönnum, þá eru það Rússar, sem þeir geta ekki án verið. Og slík er kaldhæðni örlaganna að þess- ar tvær þjóðir, sem hata og fyrir- líta hvor aðra, munu neyðast til að gerast viðskiftavinir, hver á- hrif sem þau viðskifti kunna að hafa á heimsmálin. E. S. þýddi Magurt fólk þyngist um 5, 10, 15 pund Fær nýtt líf, þol, kraft Þvílík gleði. Vöðvar vaxa, hrukkur fyll- ast, hálsinn verður sívalur, líkaminn að- dáanlegur. Þúsundir manna og kvenna, sem aldrei gátu fitnað áður, benda nú á sinn heilbrigða líkama. Það er að þakka hinu uppbyggjandi lyfi, Ostrex, og þeim efnum sem það er samsett af. Vegna þeirra eykst matarlystin, meltingin batnar, blóðið heilnæmara, vöðvarnir stækka. — Hræðist ekki offitu, hættið þegar markinu er náð til þess að öðlast meðalvigt. Kostar litið. Hið nýja “get acquainted” stærð að- eins 60c. Reynið “Ostrex Tonic Tablets’ til aflgjafa og uppbyggingar. Byrjið strax. Hjá öllum lyfsölum. GILLETT’S JAVEL GERIR ÞVOTTINN HVITARI ... HVAÐA SAPA SEM NOTUÐ ER! REYNIÐ OG SANNFÆRIST SJÁLF! Gjörið þennan samanbur: Aðskiljið hvíta bómullar og lérefts þvottin í tvo hluti. Þvoið svo annan helm- ingin á venjulegan hátt. Látið svo y2 bolla af Gillett’s Javel í þvotta- vatnið fyrir hinn hlutann. Þvoið og fullgerið báða hlutina á sama hátt. Gerið svo samanburð á báðum hlut- unum. Þér munuð undrast stór- um mismunin. Gillett’s Javel gerir þvottinn snjó- hvítan, — hreinsar flekki ög alskon- ar bletti úr flíkunum. Þá munuð þér ákveða að þvo aldrei föt án þess að nota Gillett’s Javel í þvotta- vatnið. (Notið það samt aldrei fyrir silki, satin, rayon eða ullarföt). Hreinsar bað og þvotta-skálar Hreinsar eldhúss skolp-skálar Hellið 14 úr bolla í þvotta og þæginda skálarnar, — látið standa í þeim um 15 til 20 mínútur, rennið svo úr. Ef skálarnar eru mjög gróm-teknar, þá látið standa í þeim næturlangt. Stökkvið nokkrum dropum af Gillett’s javel á raka rýju, leggið á óhreinu blettina nokkrar mínútur, skolið svo vel skálina og rýjuna. Gillett’s Javel gerir þrent í einu: GERIR HVÍTT — SOTTHREINSAR — EYÐIR DAUN Fæst hjá matsala yðar í tveimur stærðum — 16 oz. og 32 oz. flöskur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.