Heimskringla - 19.10.1949, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.10.1949, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. OKT. 1949 Alma Crosmont Þýtt hefir G. E. Eyford “Frískur og fjörugur! Nei, það er nú orðið of seint — of seint! Og vinna mín á nóttunum — eg get ekki hætt við það. Næturnar eru versti tíminn, maður liggur vakandi og hugsar um yfirsjónir sínar og heimskupör. Lærdóms iðkan- ir mínar halda mér uppi, eg get ekki hætt við það.” “Ekki einu sinni, ef þú gætir með því þókn- ast konunni þinni?” “Ef hún æskti þess, jú — þá gæti eg það. En hversvegna skyldi hún gera það, vesalings barnið? Hún heldur að þessar stúdéringar geri mig hamingjusaman, og eg vildi ekki fyrir nokkra muni koma henni til að hugsa annað. Eftir hið snögga sjúkdóms tilfelli, sem eg fekk í haust, þoli eg ekki ljósbirtuna og hið hávaða- sama samtal uppi í samkvæmis salnum; þess- vegna fer eg seinnipart dagsins hingað, og vinn til klukkan 10, að eg tek mér klukkutíma hvíld á sófanum hérna.” Hann dró fortjald til hliðar, sem var fyrir litlu skuggalegu herbergi, þar var ekki neitt inni nema sófi og lágt borð, sem vatnsflaska stóð á, og tvær eða þrjár bækur. Úr þessu litla herbergi var gengið inn í svefnherbergi hans. Hurðin að því stóð opin, og þar voru húsmunir af sömu einföldu gerð eins og í hinum herbergj- unum sem hann hafði sér til afnota. “Klukkan hálf ellefu er eg ligg hér og hvíli mig, kemur konan mín til að bjóða mér góða nótt. Eg heyri þegar hún lokar á eftir sér hurð- inni að samkvæmissalnum, sem er í hinum enda hússins og hún kemur hingað, og talar við mig fáein augnablik, og svo fer hún. Svo þegar her- bergið er orðið myrkt og kallt aftur, fer eg til vinnu minnar, og skrifa og les til kl. þrjú, er eg fer í rúmið. En þá á eg oft bágt með að sofna og fer oft á fætur aftur, og les til morguns.” “Við skulum reyna að bæta úr þessu. Beiddu lafði Kildonan um, að taka þig út með sér í keyrslutúr í dag, og þú munt sofa betur í nótt, það er eg viss um.” "En henni finst víst að eg sé svo leiðinlegur félagi. Hún vill víst heldur keyra með einhverri ungu stúlknanna, hugsa eg.” “Spurðu hana og segðu eg hafi stungið upp á því, að þú ættir að keyra út. Eg talaði um það við hana, og eg held að þú munir finna, að hún mun verða glöð yfir að geta gert þér það til á- nægju og heilsubótar á sama tíma.” “Það þykir mér væntum, að þú hefir talað um það við hana. Og virtist hún vera ánægð með það?” Það hefur haft hressandi áhrif á mig,” I sagði lávarðurinn, og þrýsti með innilegu þakk- læti hendi læknisins, er hann kvaddi hann. “Eg j vildi óska að þú settist að hérna í nágrenninu, og eg vildi óska að mega eiga tal við þig aft- ur,” sagði lávarðurinn. “Eg er þér til þénustu hvenær sem þú óskar. Dr. Peel hefur beðið mig að vera hér, sem að- stoðarmaður sinn.” “Hefur hann? Það var gott. Þá mæti eg þér aftur, og það oft. Eg held Dr. Peel sé nokkuð vanabundin -r— dálítið gamaldags, sérðu. Hann j vildi aldrei heyra neitt sem eg sagði honum um konuna mína — hann fór bara strax í burtu. En nú veist þú, að maður vill gjarnan hafa einhvern til að hlusta á sig þegar manni liggur eitthvað þungt á hjarta”. Kildonan lávarður vildi gjarn- an hafa einhvern til að hlusta á sig allan daginn, þegar hann talaði um þessi mál, sem lá honum þungt á hjarta. Hann fylgdi lækninum að úti- dyrunum, og kvaddi hann mjög innilega. Það var langur og þægilegur göngutúr til Branksome. Dr. Armathwaite fór lengstu leið- ina fyrir endan á vatninu og gegnum Mereside; hann hafði eina innilega ósk í huga sínum sem var, að Mrs. Crosmont bæri fyrir augu sér, eða að hann gæti gengið svo nærri húsinu sem hún bjó í, því hann hafði fengið sérstakan hugþokka til þessarar fríðu konu með sorglegu augun, og óhamingjusama hjónabandið, þessi hugþokki var eins djúpur, og hann var riddaralegur; og er hann skoðaði sig sem af forsjóninni hennar kjörin vendara, þá þóttist hann vera vissum, en meéi nokkuð hjátrúarlegri vissu, að hann væri sá, sem ætti að verða henni til þeirrar hjálpar, sem Dr. Peel hafði talað um. Hver hafði vakið svo djúpa virðingu í huga hans fyrir sér, að 'hann hætti við að fara hærri leiðina, sem lá fram hjá húsi hennar, og hann þorði varla að líta í áttina þangað, er hann kom þangað sem vegirnir mætt- ust. Er hann kom til Branksome, þurfti hann að fara í gegnum járnbrautarstöðina, á leið sinni að húsi dr. Peels en hann var ekki fyr kominn út úr stöðinni en hann sneri við og gekk til baka sömu leið og er hann var að ganga gegnum bygg- inguna út á pallinn fyrir utan, vissi hann ekki fyrri til, en hann stóð augliti til auglitis við Almu Crosmont. Hann lyfti hattinum, en sýndi engin undrunar merki, og hún gerði það ekki heldur. “Ætlar þú í ferðalag?” spurði hann 1 lágum róm. til þess að segja eitthvað við hana, er hann sá hve ólýsanlega sorgmædd hún var. “Nei,” svaraði hún. “Það er Hugh, föður- bróðir minn, sem er að fara. Maðurinn minn lét hann fara.” Hún gat ekki sagt meira. Dr. Armathwaite varð afar bylt við að heyra þetta, og sagði eitt- hvað hálf upp hátt, sem gaf til kynna hluttekn- ingu hans. Hún leit á hann og brosti. “Við vissum að það mundi hryggja þig,” sagði hún og rétti fram hendina. “Hugh föður- bróðir minn lætur eins og sér sé sama, og það sé allt eins og það á að vera, og hann segir, að við Ned komum okkur betur saman þegar hann sé farin, en það er ómögulegt. Hann er núna að kveðja Millie. Geturðu trúað því, að eg get bara öfundað Millie hans vegna.” Og hún leit undan hrygg í huga. Rétt í því kom Mr. Hugh Cros- mont út úr farseðla skrifstofunni. Hann var með gleði bragði og hafði ásett sér að gera það besta úr þeirri breytingu sem nú var orðin. Hann bað Almu að setjsat og hvíla sig, en hún kaus heldur að ganga í kring með Dr. Arm- athwaite til að geta talað við hann. Mr. Hugh varð mjög glaður við að heyra, að Dr. Armath- waite ætlaði að vera þar í umdæminu, og hann fór að útskýra fyrir honum hvernig málin stæðu. “Það er orðið nokkuð langt síðan Ned, á- kvað að segja mér að fara í burtu” sagði hann. “En eg skildi hvað han hafði í huga, en hann sagði það ekki fyr en í gærkvöldi, er hann kom heim í afar illu skapi, og réðist með illindum á vesalings Almu fyrir hvað hún væri eyðslusöm. Þú hefur nú þegar séð dálítið af hvernig atferli hans er við vesalings Almu og eg vildi óska að þú, að því leyti sem þér er hægt, verðir vinur og verndari hennar, meðan eg er í burtu — svo gerir það ekki neitt til þó eg segi þér svolítið meira. Eg vil ekki segja nett misjaft um bróðurson mnn; hann er í eðli sínu eins góður drengur og nokkur annar, en hann hefir ekki verið í góðu skapi upp á síðkastið, og hann er farin að verða svo naumur með peninga, að Alma getur ekki, með mestu sparsemi, komist af með það sem hann fær henni. Hún hefur aldrei getað fengið sér nýjan kjól, síðan hún giftist, en til allrar hamingju gaf Dr. Peel henni svo stóra brúðar- gjöf, að það hefir ekki gert neitt til. En þó hún þannig hafi getað klætt sig án þess að hann legði henni peninga til þess, þá getur hún ekki for- sorgað heimilið af engu, en það er sem Ned vrð- ist ætla að láta hana læra. Eg hef gert það lítið sem eg hef getað — eg þarf ekki að segja þér það; en eg er engin ríkismaður, og það lítið sem eg hef getað borgað, hrekkur ekki til, og nú verður það ibýsna hart fyrir hana, vesalingin, að stríða við útgjöldin og borga reikninga einsöm- ul. ” “Hvað gerir hann þá með peningana? Lá- varðurinn borgar honum þó líklega sæmilega góð laun? Honum virðist vera trúað fyrir meira ábyrgðarstarfi, á svo margan hátt, en mönnum í hans stöðu er vanalega trúað fyrir.” “Hann segir, að lávarðurinn hafi þann galla, sem sé þjóðar einkenni vort, að hann vilji að hann sýni stóran árangur af engu.” “En það verður þó að vera nægilegt til að lifa af!” “Já, það ætti svo að vera. Það er ekki til neins að neita því, að peningarnir fara eitthvað þangað sem þeir ættu ekki að fara; og spursmál- ið er — hvert? Hvort heldur það eru veðmál eða í annað gróðabrall, eða það sé kona með í leikn- um. ” “Hvað heldur þú?” “Ó, eftir nokkru sem eg heyrði hérna í bæn- um fyrir skömmu, held eg — það síðara”. Dr. Armathwaite varð mjög forvitin, en sagði þó ekkert. “Það er kona, sem er alþekkt hérna í bæn- um, og býr hérna rétt hjá járnbrautarstöðinni, því hefur verið veitt eftirtekt, að hún hefur far- ið með sömu járnbrautarlestinni, og Ned, nú í þrjú síðustu skiftin sem Ned hefir farið til Liv- erpool.” “Ertu viss um það?” “Já, því það er eg sem hef séð það. Mér fanst það dálítið undarlegt, að frá vetrarbyrjun hefir hann altaf lagt á stað í þessar ferðir, eftir að var orðið dimt. Svo eg hef verið hérna í kring hjá járnbrautarstöðinni, og haft auga á því. Og eg er hræddur um að Ned, hafi séð mig og fengið grun á mér, og síðan hefir honum orðið ljóst að eg muni vera þröskuldur í vegi hans.” “Þú hefir þó ekki sagt honum hvað þú sást?” “Nei, eg hefi ekkert sagt, og eg er heldur ekki svo viss um hvað eg sá. Eg held eg sé held- ur lélegur njósnari, að láta hann verða þess varan að eg héldi mig í kringum stöðina. Og er það ekki eðlilegt að ung kona sé hrædd um, að þessi óskammfeilni náungi eigi góð skifti við hana. Æ, það kemur mér til að hata Ned.” “Því hefirðu ekki talað um það við hann?” “Eg reyndi að gera það í gærkvöldi, og hann varð alveg fokvondur og sagði að viðbjóður kon- unnar sinnar á sér og daður lafði Kildonan gerði sig alveg brjálaðan, og að hann yrði að svala tilhneigingum sínum á sinn eigin hátt.” “Daður lafði Kildonan!” endurtók læknir- inn. “Já, eg sagði að hún mætti skammast sín, og hann sefaðist við það, eins og hann ávalt gerði er nafn hennar var neft, og hann sagði, að hún væri engill að gæðum og sakleysi, og hefði hjálp að sér hvað eftir annað. Nú eg gat bara sagt, að það hefði verið betra, ef hún hefði haldið sig frá honum, og eftir það körpuðum við hvor framan í annan, svo það var búið með alla sann- girni, og endirinn varð sá, að eg varð að fara.” “En ert þú að gera rétt? Hvað verður líf Mrs. Crosmont nú þegar þú ert farinn?” “Það getur skeð að eg sé búinn að vera of lengi hjá þeim. Það á ekki við fyrir unga konu að þurfa að leita hluttekningar hjá öðrum en manninum sínum. Eg vona að þegar eg er farin, og engin til að jafna á milli þeirra, að þá samlagi þau sig smátt og smátt betur; annars hefði eg verið lengur hjá þeim.” Járnbrautar klukkunni var hringt, og Alma kom nú til þeirra, og gerði sitt ítrasta, að verjast gráti. Mr. Hugh fór inn í reykinga vagn, og þar hélt hann áfram að tala við þau þar til lestin lagði á stað. Þegar lestin fór að hreyfast, og hann teygði sig út úr glugganum til að kveðja Almu með kossi, stóðu tár í augum hans. Þegar lestin var komin út úr stöðirini, veik Dr. Armathwaite sér að Alma, sem stóð á pallin- um og starði ráðleysislega eftir lestinni. “Á eg að útvega þér vagn, Mrs. Crosmont,” sagði Dr. Armathwaite. Hún hrökk við og fór strax frá honum. “Nei, þakka þér fyrir, eg ætla að ganga til baka.” “Eg held það sé betra að þú gerir það ekki,” sagði hann alvarlega, því honum sýndist hún vera svo þreytt að hún gæti varla staðið á fótun- um. “Viltu ekki koma með mér til Dr. Peel, og tala við Millie? Henni þykir svo leiðinlegt að hún hefir ekki séð þig svo lengi.” Það var eins og hún yrði hrædd við að heyra þessa uppástungu, og sagði strax nei, og eftir að hafa hneigt sig fyrir honum og boðið honum “góðan dag”, flýtti hún sé út úr stöðinni. Eftir litla umhugsun fór Dr. Armathwaite út á eftir henni. Er hann stansaði við útidyrnar, sá hann hana leggja á stað eftir veginum sem lá til Mere- side, og hann sé strax að hún var ekki fær um að ganga fjórar mílur einsömul. Svo hann gekk hratt á eftir henni þar til hann náði henni. “Eg þarf að fara dálítinn spöl í sömu áttina, Mrs. Crosmont. Má eg hafa þá ánægju að verða samferða þér?” sagði hann glaðlega. Hann sá það í augum hennar, að henni þótti vænt um það. Hann hægði ganginn og gekk við hlið hennar, og talaði við hana um daginn og veginn. Hann veitti því eftirtekt að skref hennar urðu smátt og smátt styttri og óstyrkari, þangað til þau voru komin hálfa leiðina, að hún varð að þiggja að hann leiddi sig. Undir eins og hann fann hendi henar á handlegg sér, hætti hann við að halda uppi samtali við hana, og honum fanst sem hann gleymdi tímanum. Það stafaði kanske af þeirri tilfinningu að hann gæti gert henni þetta til þénustu, þó í smáum stíl væri, eða það var eins og hann hélt, að gegnum hina líkamlegu snertingu, að blíðan sem skein út úr hennar skæru augum, hefði einhver friðandi áhrif á huga sinn; hvort heldur sem var, gengu þau í hægindum sínum þegjandi, þar til þau sáu húsið hennar. Dr. Armathwaite var löngu áður búinn að finna ástæðuna fyrir því, að hún vildi ekki þiggja keyrsluna til baka frá Brank- some. Búningur hennar var mjög í mótsetningu hvað við annað. Fínt skinnfóðrað herðaslag og fallegur flauels hattur, en skórnir voru útslitnir, en þó líklega heilir, og á höndunum hafði hún útslitna hanska. Ástæðan til þessa ósamræmis var auðskilin; hatturinn og herðaslagið voru auðvitað leifar af giftingarbúningi hennar, sem hún hafði ekki brúkað nema eina árstíð og voru sama sem ný; en skórnir og hanskarnir sem slitna fljótt, gáfu þess ljóst merki, að hún hafði enga peninga til að endurnýja það sem slitnaði. Þetta kom Dr. Armathwaite til að hugsa um mótsetninguna milli þessara tveggja kvenna, sem báðar þurftu að biðja mennina sína um hvað sem þær vanhöguðu um; en mismunurinn var sá, að Ms. Crosmont var ekki til neins að biðja manninn sinn um neitt, því hún fékk enga peninga hjá honum, en lafði Kildonan gat fengið hvað sem hún girntist, nema peninga. Dr .Armathwaite hugsaði með innilegri með- aumkun til Mrs. Crosmont, sem var neydd til að fórnfæra sér fyrir mann, sem hún hlaut að hata og forsmá. Hann hugsaði um gamla Mr. Dighton og skipun hans til Kildonan lávarðar, að láta konuna sína ekki fá neina peninga, hafi verið bygð á þekkingu á því, hvernig hún mundi verja þeim peningum sem komust í hennar hendur, en þau litlu óþægindi sem þetta gerði lafði Kildon- an, og þá fórnfærslu, sem hún gerði með því að selja skrautmuni sína, fanst honum ekki vera neitt í samanburði við það líf, að vera altaf í stöðugri sjálfsafneitun og kvíða, eins og Mrs. Crosmont mátti líða, án þess að segja eitt einasta orð. Fórnfærsla lafði Kildonan gat verið afleið- ingin af ast til manns, sem hún hafði ekki fengið að giftast; en Alma Crosmont, hafði ekki þá gleði, að hafa neina ást á þeim manni fyrir hvers yfirsjón hún mátti líða, og ef hún hataði hann ekki, þá gat hún ekki annað en forsmáð hann. Er. Mrs. Crosmont kom nær húsinu sínu, starði hún á það með eftirvæntingarfullum aug- um, og hinn eðlilegi litur sem hafði komið í andlit hennar við hinn langa göngutúr, hvarf og hinum fölva lit sló aftur yfir andlit hennar, og hún varð þyngri í spori. Dr. Armathwaite hugs- aði, þar eð komið var að máltíðartíma, mundi maðurinn hennar sitja og bíða eftir henni, og að hann mundi verða reiður er hann sæi hver væri með henni. Er hann vildi draga að sér handlegginn, svaraði hún hugsun hans, með því að hrista höfuðið og sagði: ‘Nei, það Ibíður enginn eftir mér nú.” Svo gekk hann með henni að hliðinu, þar sem hundarnir komu hlaupandi á móti þeim, og hoppuðu í kringum hana. Svo hlupu þeir ofan- eftir veginum, eins og þeir vonuðust eftir að sjá einhvern annan með henni. “Nei, Lancer, nei, Fidget, Hugh föðunbróðir minn er farinn í burtu,” sagði hún harmþrungin, þó hún reyndi að líta glaðlega út. Hvort hundarnir, við að heyra þetta hugsuðu að nýr vinur væri betri en enginn vinur, er ekki gott að giska á, en hvernig sem það var, hopp- uðuliundarnir upp á brjóst Armathwaite og fóru að sleikja hann. Andlit Mrs. Crosmont uppljóm- aðist, og guðdómleg gleði skein úr augum henn- ar. “Ha! ha! Lancer sér það er ekkert að óttast, og að eg á vin hérna í nágrenninu!” Dr. Armathwaite sagði eitthvað óákveðið, en hún heyrði það varla. “Svo þú ætlar að vera hér”, sagði hún von- góð. “Hvernig vissirðu það? Hvernig fórstu að geta upp á því ?” spurði hann. Gleðibjaminn hvarf úr augum hennar og hún sagði í lágum og blíðum róm, eins og hann hafði áður heyrt. “Hljómurinn sem er í kring um mig sagði mér það”, svaraði hún dreymandi, og er hún hafði rétt honum hendina, brosti hún ofur- lítið, er hún kvaddi hann, og þakkaði honum fyrir fylgdina, svo hvarf hún inn í gegnum járn- hliðið. Er hún var komin fáein skref frá hliðinu, sneri hann sér við og sá, að hún stóð og horfði á eftir sér. Honum rann til rifja er hann hugsaði til þeirra mörgu erfiðleika, sem stóðu í vegi fyrir því, að hann gæti orðið henni að liði, er hann sá glampa frá hennar sorgmæddu augum bregða fyrir hinumegin við járnhliðið. 13. KAFLI Dr. Armathwaite varði fyrstu tíu dögunum eftir að hann kom til Branksome til að kynnast nokkrum gömlum mönnum sem höfðu gigt í fótunum, og vesölum konum, sem vegna veikinda Dr. Peels í nokkrar vikur höfðu verið án þess trausts, sem heimsókn læknisiris gaf þeim. Dr. Peel hafði gefið unga lækninum hin bestu með- mæli, sem var vel metinn og hafði unnið sér álit og stórt nafn, meðal sjúklinga sinna af heldri stéttinni, sem höfðu ráð á að sækja læknir hvað lítið sem gekk að þeim, þar til dutlunga sýki þeirra varð að alvarlegum sjúkdómi; og þannig var hinum unga lækni alstaðar tekið með fögn- uði, sem jókst enn meira, er fólk vissi að hann var sóttur til lafði Kildonan. Frá þessari byrjun lá lukka hans í hans eigin hendi. Hann þurfti bara að hafa hæfilega alvarlegan blæ á sér, er hann varð að hlusta á hinar margbrotnu skýring- ar hins brjóstveika borgarstjóra eða málaflutn- ings maðurinn sagði frá sinni stöðugu maga- pínu. Hann varð að vera á verði til að verjast hinum sífeldu spurningum, sem var verið að spyrja hann, um hvað hann héldi um Kildonan fjölskylduna, og eftir svörum hans að dæma, áleit fólk að hann léti ekki vaða ofan í sig, en væri eftirtökusamur og aðgætinn. Hann varð að' vera með í tedrykkju samkvæmum sem voru höfð honum til heiðurs og koma svo fram meðal þess kvenfólks sem stóð fyrir þessum tesam- kvæmum, að enginn hefði ástæðu til að nein þeirra væri skágengin. Og svo síðast en ekki sízt, varð hann að reyna að friða prestinn, sem hann á svo hlífðarlausan og óvæntan hátt, hafði rænt hans plássi í hjörtum allra eldri kvennanna. Þrátt fyrir þó dr. Armathwatie reyndi að láta sem svo, að hann tæki þátt í þessu með ein- lægum áhuga, og þó það væri eðli hans að vera vingjarnlegur við alla, þá samt sem áður leiddist honum þessar félagslegu skyldur, sem þessi nýja staða hans hafði í för með sér. Hann lét ekki undan falla, að tala við Millie, sem hafði sterka löngun til að stríða honum dálítið. Þegar hann talaði um, að samtalið í heimboðunum sem hann hafði verið í, væri til sín, ekkert annað en suð- andi meiningarlaus hávaði, sem hann fyndi enga meiningu í, og skildi einu sinni ekki hvað hann segði sjálfur, þá lézt Millie verða mjög alvarleg alt í einu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.