Heimskringla - 19.10.1949, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.10.1949, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. OKT. 1949 JÉJeimslmngía (StofnuO lSttJ Eemui út á hverjum miðvikudegl. Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viSskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON O'wWiáskrifi til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 19. OKT. 1949 Vetur Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum; húmar eins og haustar að íhartans leynum. Kr. Jónsson Ekki skal um það sagt, hvað vetrardagurinn fyrsti, sem eftir íslenzku tímatali er næstkomandi laugardag, felur mikið í sér af anda þeim, sem í ofanskráðri vísu er falinn. Mennirnir eru nú á þessari hraðfleygu menningaröld, ekki þau náttúrða börn, sem þeir áður voru. Samt munu þeir vera til, er við sannleik vísunnar kann- ast. Þau hörðu örlög, sem vetur hefir oft skapað íslendingum, hefir ekki, jafnvel hér vestra, alveg gleymst eða úr vitundinni horfið. Ægivald vetrarins er að vísu ekki hið sama og það áður var. En þrátt fyrir það, er ekki laust við, að húmi að í hjarta manns, er haustfölvanum fer að slá á rósir vallarins og blöð trjánna. Veturinn heima var að sjálfsögðu fyr á tíð mikið stríð við frost og f júk, en hann var einnig tími náms og lesturs. Og það er hann og hefir raunar verið víðast hvar, en þó líklega hvergi fremur en á ís- landi hin löngu skamdegiskvöld. Með aukinni tækni í öllum grein- um og skipulagningu, geta menn nú unnið að einhverju undantekn- ingar lítið sér til framfærslu vetur sem sumar. Út á það er ekkert að setja í sjálfu sér. En verði það til þess að draga úr tækifærinu til náms, er vafasamt um þróun manngildisins við það eða hvort maðurinn græði andlega nokkurn hlut þó vetrarnir hyrfu og hann ætti við eilíft sumar að búa. Að veturinn verði V.-íslendingum — auk viðunandi afkomu og veðurfars, tími náms og lestrar, vonum vér. Eigum vér þá sér- staklega við lestur íslenzkra bóka í frístundunum, að minsta kosti. Það er orðið svo lítið um hann, hjá því sem áður var, að ekki er neitt skemtilegt tilhugsunar. Alt íslenzkt, sem hér er gefið út og er sama hvort blöð, rit, almanök, ljóðbækur eða sögur eru, er minna keypt og minna lesið, svo að jafnvel horfir til vandræða með sterkasta vígi íslenzkunnar — vikublöðin. Því er ekki um að kenna, að þau séu ekki eins fréttafróð og önnur vikublöð af þeirra tæi eða annað sem hér er gefið út, sé alt lítils vert, heldur hitt, að lestur íslenzks máls hér, er að leggjast niður. Það er lítil von orðin til, að á þessu verði mikil bfeyting til batnaðar úr þessu, að minsta kosti ekki meðan við eignumst ekki foringja íslenzkra eða norrænna hug- sjóna, er fyllir skarðið er í fylkingu vorri varð, við lát vors mesta manns dr. Rögnvalds Péturssonar. Með þessu er ekki sagt að vikublöðin hér gætu ekki snotrast eða betrast. Guð sé oss næstur! En til þess þarf meiri mannafla við að safna efni þeirra en nú er og hvernig hann á að auka, þar sem ekki er svo sæmandi sé fyrir það starf nú greitt, sem til þess er lagt fram, er oss dulið. Vér búumst ekki við meiru en að hægt sé að halda í horfinu enn um stund með íslenzku blöðin og er þó ef til vill fullmikið með því sagt, þar sem flest annað, sem hér er hafst að í þjoðræknislega átt, gerir ekki einu sinni það, heldur fer hnignandi, eins og við haldi íslenzks máls, en hneigist nú flest eða alt meira að því, að túlka og tjá alt á ensku máli. Vér höfum aldrei skilið þetta viðhald íslenzku á ensku, þó það þykir nú fremdin mesta. Heldur skiljum vér ekki, að það fjölgi þeim er íslenzkt mál mæla, svo að til neinnar stækkunar horfi þjóð vorri, að fela tunguna erlendum skólum, þeg- ar þeir sem íslenzku kunna, sjá sér ekki fært að halda henni við, jafnvel þó sanngjarnt sé að taka til greina að við búum f jarri fóst- urjarðarströndum. Þetta sem við erum að bjástra við til viðhalds íslenzku, getur og ber alt er óhætt að segja, vott mikillar og einlægrar þjóðrækni, í flestum eða öllum skilningi. En því skýtur svo skökku að undrun sætir við það, sem maður talar um sem viðhald íslenzks talmáls, eða það sem er átt við með viðhaldi íslenzku eins og það hugtak er al- ment skilið og vissulega er ekki ómerkilegt atriði, er til íslenzks þjóðræknisstarfs kemur. f þessu efni er farið að hausta að í hugsunarhætti vorum og því fremur og eðlilegar, sem eldri menn eiga nálega einir hlut að máli. Örvandi hönd æskunnar, er þar ekki með. Við erum elliheimilisbú- endur, sem mest reynum að gera. íslenzki heimurinn okkar er orðin eða er að verða það, sem séra Friðrik heitin Bergmann spáði: gam- almennahæli. Með þetta alt í huga, mun Heimskringla reyna að halda í því horfi, sem nú er, óbreytt að stærð og verði fyrst um sinn. Á VÍÐ OG DREIF Verkefni Sambandsþings Undir núverandi lögum, á ein- staklingurinn mjög erfitt með, að ná rétti sínum, ef við er að eiga stofnanir, er fyrir stjórn Canada vinna. Mál, sem nýlega átti sér stað í Alberta-fylki, sýnir hve þörfin er brýn á breytingu laga lands- ins í þessu efni. í nefndu fylki fóru hjón í mál við Central Housing og Mort- gage Corporation, ásamt húsa- bygginga- og vátryggingar fé- lagi, fyrir svik á loforðum um lúkningu á húsi, er þau keyptu, samkvæmt húsabyggingarlögum, eða reglum stjórnarinnar. Málið fór fyrir hæsta rétt í Al- beta-fylki. En rétturinn kvaðst ekki neitt geta gert í þessu, vegna þess, að Central Mortage og ! Housing félögin væru sambands- víðtækara, heldur en áhrif Banda j stjórnarstofnanir, en yfir þeim ríkjanna á Kína, sem varla er hefði enginn neitt boðmál, nema hægt að segja, að önnur hafi ver- Exchequer dómstóllinn. En að ið en óbeinlínis. Athafnir Júgó- sækja undir högg hans, er afar, slava eru ákveðnari, þó miklu erf- flókið og seinlegt. iðari séu, en í Kína. En í hvoru Þetta olli miklum töfum og landinu sem er, lýsir þetta sér kostnaði fyrir kaupendur húss-J mjög vel, að yfirráð stórþjóða ins, því að dómstóll þessi kemur' eru íafnt fráhrindandi hjá báð- afar sjaldan til VesturnCanada. um- Hvorug vill að stórþjóð ráði Kaupendurnif gátu heldur ekki yfir sér. Þær ýta bara stórþjóð- sótt hin félögin, bygginga og vá- tryggingarfélagið að lögum, vegna sambands þeirra við þessa stofanir ríkisins. Blaðið Winnipeg Tribune benti á, að lög, sem hér um ræð- ir, hefðu menn orðið að sætta sig við, meðan hinn helgi réttur Kon- unga og Keisara, var í essinu sínu. Central Housing og Mort- gage Corporation, væru ein stærstu fasteignafélög í öllu Canada. Hví skyldi þeim leyfast að skýla sér bak við vald krón- unnar er einstaklingar eiga sök að sækja á hendur þeim. Eins lengi og stjórnin lét sig störf minna skifta, kom þetta lít- ið til mála. En nú þegar hún er í allskonar viðskiftum, sem ein- staklingar, veldur þetta miklum óþægindum. Lýsti áður nefnt blað nýlega á- standinu eins og það nú er, með eftirfarandi orðum: unum frá sér. Það er mikið talað um spill- ingu og allskonar erfiðleika. í hugheimi á ekki að finnast rétt- hverfa á nokkrum hlut, það á alt að vera öfugt við það sem á að vera. En meðan á hugsjónum bólar, sem þeim, er fram koma hjá þessum tveimur nefndu þjóð- um, er alt annað en vonlaust um mannkynið eða um frelsi þess og þroska enn þá. Sjötugur: Steingrímur Arason kennari Einn af þeim mönnum, sem mest hefir lagt á sig til þess að gera hina ungu og vaxandi kyn- slóð að betri og meiri mönnum er sjötugur í dag. Það er Stein- I grímur Arason kennari. Stein- , , , , | grímur er Eyfirðingur að ætt, A þjoðvegum þessa lands ekurí r , , ^ . , , v , , , . I fæddur 26. agúst 1879. Þott Stem vagn í þjonustu hans hatignar , , r. , ,, ... ,r . - , i gnmur hafi eytt starfskroftum yfir einn af þegnum vorum; » . ^ , . , í I sinum að mestu til að auka Annar getur hafa drukkið eitur,! , r 4 . , , , , ! menntun og uppfræðslu barna og er hann keypti í vinbuðum hans , , .,.r , , . , . . . . | ungmenna naut hann sjalfur hatignar; hinn þnðji gæti orðið ,, . -. , . , , o., . , . , aldrei neinnar skolafræðslu a fynr þvi, að hveiti hans se fra , , r... , , ,, , r . . , barnsaldn. En hann atti þvi lam honum tekið af hveitiraði hans , r _ , , , . , , . , i að fagna að alast upp a heimili hatignar; þa gæti emn sima- , . ,r * r u • a , , , . , , hinna gafuðu foreldra sinna, Ara staur hans hatignar fallið a menn T, , ., ., , ,, , , , 7 „ , , I Jonssonar leikntaskalds og skepnur eða hus. Fra þessum og , c r i Kosu Bjarnadottur, sem einnig otal öðrum stofnunum ríkisins; yar skáldmælt. Naut hann þar getureinstaklingurinnorðiðfyr-!h.nnar beztu heimafræðslU) og ír miklum skaða, slysum eða tapi. , * , , r. •___... , J r visast er, að þar hafi einmitt ver- an þess að fa nokkrar skaðabæt- .* , * ■ r | íð lagður grunnurinn að þvi ur eða dom kveðinn upp í málinu, -,,r , ■ 0, •___• . r ’i sjalfsnami, sem Steingrimur het- eins og lögin nú eru. Exchequer , , ., f n ír stundað ævilangt. domstollinn kemst ekki nalægt „ . , . Steingrimur hof nam í Moðru- vallaskóla á sautjánda aldursári svo eðlilegur bæði í riti, viðtali og allri framkomu. Allir þeir mörgu, sem notið hafa kennslu Steingríms um dag- anna munu minnast hans með sérstöku þakklæti og hlýhug. — Kennarahæfileikarnir voru frá- bærir og alúðin við störfin brást aldrei. Það var unun að sjá hann umgangast bön og finna hvernig hann kenndi og stjórnaði af í þeirri mildi, sem einkennir sann- an kennara. Sambúðin var svo frjálsmannleg, áhuginn fyrir náminu svo mikill, glaðværð og vinarhugur á báða bóga. Enda var Steingrímur sannarlega boð- beri nýrra hugsjóna og betri skóla hátta, en áður þekktust hér á landi. Þá er og starf hans í þágu barnaverndarmála og hlutur hans í starfsemi Barnavinafélagsins Sumargjöf alkunnur, og mun hann eiga drjúgan þátt í því, hvérju sú starfsemi hefir fengið áorkað. Steingrímur Arason er kvæntur Hansínu Pálsdóttur frá Æsustöðum í Eyjafirði. Þeir eru margir, sem hafa átt einhverja samleið með Stein- grími um dagana og hugsa hlýtt til hans á sjötugsafmælinu. Þó geri eg ráð fyrir því að mörgum samferðamanni hans bregði í brún við þau tíðindi að hann sé nú orðinn sjötugur, því að í hug- um þeirra er hann alltaf ungur, og erfitt mun flestum að benda á yngri mann sjötugan. • —Tíminn 26. ágúst. FRÁ UPPHAFI JARÐAR því yfir slíkt Mál þetta var nýlega tekið upp , , , , . . „ , , I og dvaldi þar tvo vetur, en siðan a sambandsþinginu. En það var , 6 r , , , . , , , , . , , lagði hann stund a heimakennslu. kveðið mður, að minsta kosti í 6 bráðina, af dómsmálaráðherra, 1 kennaradeild Flensborgar- Rt. Hon. S. S. Garson. Honum! skólans fór hann skömmu síðar fanst ekkert athugsvert við, þó' °g útskrifaðist þaðan 1908, en einstalclingar fái ekki hlut sinn1 stofnaði að því loknu unglinga- réttann við, ef einhvert félag á í skóla norður { heimbyggð sinni, hlut, sem fyrir stjórnina vinnur. Eyjafirði. Hann var og kennari Nálgast þetta og annað eins' við barnaskóla Reykjavíkur árin ! 1910—15, en sigldi þá til Vestur-. heims og stundaði nám í kennara- fræðum við Columbia-háskólann. ekki að traðka á einstaklings- réttinum eins og einvaldar frek- ast hafa gert? Þingið má ekki við þetta mál Mun kann . fyrstur íslendinSa skilja eins og ráð er gert fyrirj bafa útskrifast af dómsmálaráðherra. Fýsa ekki stórþjóða yfirráð Tvær þjóðir eru nú glögt dæmi þess, að smá þjóðir fýsir ekki að vera undir stjórn stórþjóða. f Kína er nú kommúnista- stjórn að miklu tekin við öllum og hefir þegar verið viðurkennd af Rússum*og flestum leppríkja þess. Bretland hefir og ekki lát- ið standa á viðurkenningu sinni. Banadríkinn hafa ekkert enn sagt. Er nú mikið um það rætt, hvað þau muni gera. Það er ekki ómögulegt, að viðurkenning þeirra dragist í svip og þau vilji bíða og sjá hverju fram vindur. En hjá því verður ekki til lengdar komist. Það er ekki þar með sagt, að Bandaríkin þurfi að láta sig það miklu skifta, hvaða stjórnskipulag Kína tekur upp. Þau ráða ekki yfir landinu og hafa aldrei sýnt sig líkleg til þess. Hitt dylst þó ekki, að með kommúnistastjórn risinni upp í Kína, er þjóðin þar að hverfa frá því, að gefa vestlægu þjóðskipu- Ur erlendum kennaraskóla. Hann kom heim frá námi 1920 og réðist þá kenn- ari að Kennaraskóla íslands og kenndi þar óslitið um 20 ára skeið að einu námsári erlendis undanteknu. Steingrímur hefir gefið út margar námsbækur fyrir börn og var einnig ritstjóri víðlesins barnablaðs um langt árabil. Árið 1940 fór Steingrímur aftur vest- ur um haf og var erindið að kynnast nýungum í uppeldismál- um. Sést á því hve Steingrímur var síungur í anda, er hann tók sér slíkt fyrir hendur á sjötugs- aldri. En slík er æska hans enn þann dag í dag, enda mun leitun á öðrum manni er hefir verið eins sívakandi og áhugasamur um að fylgjast með öllum nýj- ungum á sviði kennslumála. í Ameríku ritaði Steingrímur tvær bækur í söguformi um fsland og voru þær gefnar út af stóru út- gáfufyrirtæki í Bandaríkjunum. Síðan Stéingrímur kom heim 1946 hefir hann ritað tvær bæk- ur um uppeldismál og í annarri lagi gaum. Kína ætlar sér sjáan- þeirra — Mannbótum — má segja lega að losa sig'við öll vestræn áhrif, ef ekki yfirráð. Það er að hverfa frá vestrinu og hefir fundið yfirráð þess ófullnægj- andi. Hin þjóðin, sem ófús virðist að beygja sig fyrir yfirráðum úórþjóðar úr annari átt, er Júgó- lavíu-þjóðin. Hún hefir risið ipp á móti valdi Rússa, sem þar að hann geri að verulegu leyti grein fyrir hugsjónum sínum og skoðunum í uppeldisfræði. Þar bepdir hann með skýrum rökum á það, hve mannbæturnar hafi verið látnar sitja á hakanum á bessari miklu framfaraöld, þegar ímbætur á Öllum sviðum hafi átt sér stað. Bókin er mjög fjörlega ituð á þann einfalda og við- hefir verið miklu ákveðnara og felldna hátt, sem Steingrími er f nýju riti gefnu út af háskóla Chicago borgar, “The Origin of the Earth”, er samandregið í til- tölulega stutt mál það sem vís- indin bezt vita um upphaf sól- kerfisins og jarðarinnar. Höf- undar ritsins eru, að mestu leyti, þeir G. P. Kuiper, prófessor í stjörnufræði við Chicago háskól- ann og í ráðuneyti Yerkes Ob- servatory, etc.; Rupert Wildt. Yale univ.; D. T. Haar, Purdue univ., og H. S. Brown, próf. í frumeinda (nuclear physics) vís- indum, Univ. of Chicago. — Má ætla að slíkir menn slái ekki um sig um skör fram, né staðhæfi getgátur um það, sem ekki er enn að fullu sannað. Enda ber ritið með sér, að svo sé. Þeim kemur saman um, að jörð- in sé í það minsta 2—3 biljón ára gömul í því formi sem hún er nú. Þetta má staðhæfa af þekkingu á umbreytingum á frumefnum, sér- staklega uraníum og thoríum. Út- streymis umbreyting þessara frumefna verður ekki flýtt né seinkað af hita eða þrýsting, né af öðrum efnislegum völdum, og er því ábyggilegur viti um aldur. Skorpa jarðarinnar hefir verið til, í ljósi þessara sannana, í það minsta í tvö biljón ár í nokkurn vegin því formi og ástandi sem hún er nú. Þar áður var hún, að öllum líkindum, bráðin leðja. (“It is possible to determine the age of rocks by studying the content of uranium and thorium in the crust of the earth and the decay- ed products of those elements. This radioactive decay cannot be hastened or slowed up by heat or by pressure or other physical forces and for this reason is a reliable measure of time. The solid body of the earth, which must have existed by these radio- active tests, at least two billion years in approximately its pres- ent condition had been preceded by an earlier state, we assume, in which the outer parts of the earth were molten”). Um það, hvernig jörðin hafi skapast, slá þeir engu föstu. Þó eru framsetningar þeirra um þetta efni alls ekki á einungis getgátum bygðar. Þeir hallast að þeirri skoðun, að sólin og jarð- stjörnurnar hafi áður verið gas- ský (nebula), sem snerust um eigin möndul, og smátt og smátt þéttist í hnökra þá sem við nefn- um sól, plánetur, tungl, og urmul af smærri hnökrum (planetesi- mals), upp að fimm hundruðum mílna í þvermál, sem hafa sínar hringbrautir á milli jarðstjarn- anna níu sem við gefum heiti. Hér stingur í stúf við kenningar Sir James Jeans um þetta efni, en hann heldur því fram, að sólin hafi verið heild, en að reiki- störnu hafið borið að, svo nær- göngult að segulafl hennar hafi dregið út úr yfirborði sólarinn- ar agnir sem kólnuðu og urðu að jarðstjörnum (satellites), knatt- mynduðum af snúningshraða, hver um sinn möndul. Þekking um þessi efni hefir stórum aukist á síðustu tveim - þremur áratugum, og þessir menn spá því um, að í nándinni muni nýjar uppfyndingar leiða í ljós margt það um geiminn sem okk- ur aðeins órar fyrir sem stendur. Til dæmis mun nýji 200" sjón- aukinn, sem nú er í þann veginn að verða að notum, á Mount Palo- mar, víkka alheims sjóndeildar- hringinn að margfaldlegum mun. Stjörnuklasi (galaxy) sá er okkar sólkerfi á heima í — vetr- arbrautin — samanstendur af rúmlega eitt hundrað biljón sól- stjörnum (okkar sól er með þeim minni), og þykir höfundum þessa rits það líklegt að í það minsta margar af þessum sólstjörnum hafi hver sitt kerfi af plánetum. Til þessa hafa ófullkomnir sjón- aukar okkar ekki verið þess megnugir að leiða okkur úr skugga í þessu efni. Þó hafa þeir, í veikleik sínum, sýnt að í f jarska geimsins eru mörg hundruð milj- ónir af stjarnaklösum (galaxies) á borð við vetrarbrautina. í fyrstu Mósebók er frásögnin um uppruna jarðarinnar nokkuð á annan veg. L. F. FUNDUR Á ÞINGVÖLLUM um stjórnarskrármálið Laugardag og sunnudag hinn 10. og 11. september s. 1. var haldinn fundur á Þingvöllum til að ræða stjórnarskrármálið og skiptingu landsins í fylki eða fórðunga. Fundarboðendur voru nefnd manna úr sýslunefnd Árnessýslu undir forustu sýslumanns Páls Hallgrímssonar, og nokkrir á- hugamenn af Suðurlandi og úr Reykjavík og var öllum heimill aðgangur að fundinum, og var hann haldinn í því skyni að greiða fyrir því, að íslenzka lýð- veldinu verði sett sem allra fyrst ný stjórnarlög á grundvelli þeirra tillagna, sem fram hafa komið í þessu efni á Austur- og Norðurlandi. Fundarboðendur ákváðu að binda allar umræður á fundinum við stjórnarskrámál- ið og fylkjaskipunina og að ekki skyldi gæta ágreinings eða mis- munandi skoðana um önnur mannfélagsmál. Fundarstjórar voru kjörnir Bjarni Bjarnason skólastjóri, Laugarvatni, Jónas Gpðmunds- son skrifstofustpóri í Reykajvík og Jón Árnason framkvæmdastj., Akranesi, en fundarritarar — Sólmundur Einarsson skrif- stofumaður, Reykjavík og Sig- geir Láruson bóndi á Kirkjubæj- arklaustri. Fundurinn gerði eftirfarandi ályktanir: Fundur fulltrúa og áhuga- manna haldinn á Þingvöllum 10. —11. september 1949 lýsir yfir því, að hann telur knýjandi nauð- syn að setja íslenzka lýðveldinu sem fyrst nýja stjórnarskrá og fellst í aðalatriðum á þær tillög- ur í stjórnarskrármálinu er sett- ar hafa verið fram af Austfirð- ingum og Norðlendingum. Fundurinn telur sjálfsagt að stjórnarskráin verði sett á sér- stöku, þar til kjörnu stjórnlaga- þingi, sem haldið verði á Þing- völlum. Aðalatriði hinnar nýju stjórn- arskrár séu þessi: a) Löggjafarvald og fram- kvæmdarvald skulu aðskilin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.