Heimskringla - 14.12.1949, Blaðsíða 7

Heimskringla - 14.12.1949, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 14. DES. 1949 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA hversvegna eg læt mér detta í hug að tala um nokkurn skapað- an hlut við þig eitt einasta orð,1 því þú hefir hagað þér eins og flón.” Hann stóð upp, kastaði spjót- inu og horfði á það stingast nið- ur í sandinn í sjávarmálinn; svo gekk hann burt reiður. ★ Heilsa hans batnaði ekki. — Hann borðaði meira en venju- Í£ga; hann lá oftar og lengur úti í sólskininu; hann fór með mött- una sína í annað herbergi, þar sem golan frá sjónum svalandi °g hressandi klappaði honum alla nóttina; samt varð það auð- veldara dag frá degi að telja í honum rifin og líðan hans versn- aði vikulega. Hann fór að hata þetta nýja, stóra hús — sérstak- lega svalirnar. Hann gelek ein- roana langar leiðir. Stundum leit- aði hann að Tóti. En langir tím- ar liðu án þess að hann mætti henni eða sæi hana — og þegar hann loksins mætti henni, var hann orðinn skapillur. “Mér er að versna”, sagði hann. “Eg held að eg sé að deyja.” Tóti taldi í honum rifin með! fingurgómunum og hleypti brún-j um Þegar hún sá hversu augun voru dauðaleg. “Hver veit nema eg hafi borðað eitthvað, sem hafi eitrað mig?” sagði hann. | Tóti flýtti sér í burt. Notoes kom heim næsta dag síðdegis með heilmikið af fiski. Kahóhe tók fiskinn og raðaði honum á fjalirnar þar sem hann verzlaði með hann, beint á móti húsinu. Hann var enn þá í illu skapi. Hann sagðist ætla að setja hátt verð á þennan fisk. En enginn kom til þess að verzla. Þegar farið var að dimma og enginn hafði komið allan daginn vissi hann að eitthvað hafði komið fyrir. Hann fór inn í þorpið, og fyrsti maðurinn, sem hann mætti.j var gamli Maka — ellefu barna faðir. Hann var þó maður, sem þurfti fisk ef nokkur þurfti hann, og Kahóhe bauð honum, fisk. “Nie, þakka þér fyrir,”. sagði gamli maðurinn ákveðinn. J “Bölvun fylgir þessum fis'ki, fólk veikist, ef það borðar hann.” Kahóhe varð alveg utan við sig. Hann fór um alt þorpið, hús frá húsi og talaði við fólk. Al- staðar var sama sagan: “Þessi fiskur er eitraður!” sögðu allir. “Hver hefir eitrast af honum”, spurði Kahóhe, önugur. “Tótí hefir eitrast.” “Tóti?” spurði hann. “En sú vitleysa!” Hann var rjúkandi reiður og fór beint heim til Tóti.j Hann stóð yfir möttunni, sem Tóti lá á og ákærði hana í viður-, vist foreldra hennar og þeirra sem með honum voru, um það að hún hefði gert samsæri til þess að eyðileggja hann. Nú var hann orðinn maður með mönnum og honum var óhætt að segja hvað sem honum bjó í skapi, jafnvel í annara manna húsum. “Hættu að gera þér upp veiki!” kallaði hann. Tóti opnaði augun smám saman, og þekti hann. Og það leyndi sér ekki að hún var alvarlega veik. En Kaho*he trúði því ekki. “Það er ekkert að fisk- inum!” sagði hann gremjulega. “Þetta er ekkert annað en slúður úr stelpubjána.” Oonatsa kom og staðnæmdist við hliðina á honum. Hún var bálreið, alveg eins og hann. “Það er ekkert annað en slúður úr af- Elzta Hljóðfæra-búð Vesturlandsins sendir hugheilar hátíðaóskir til allra Islendingar, hvar sem þeir dvelja, og þakkar margra ára viðskifti og góð- vilja. J.J.H.MÍLEANÍS Parrish & Heimbecker - -= Limited ——— Löggilt 11. apríl 1909 Taka á móti korni, senda korn og flytja út. Borgaður að öllu höfuðstólL „„$1,000,000.00 Aukastofn .........................$800,000.00 Umboðsmaður—Gimli, Man__________B. R. McGibbon Aðalskrifstofa W I N N I P E G Útibú MONTREAL TORONTO PORT ARTHUR CALGARY VANCOUVER 80 sveitakornhlöður Endastöðvar í Calgary og Port Arthur “Gamalt félag, sem orð hefir á sér fyrir ábyggileg viðskifti” brýðissamri stelpu,” sagði hún; “stelpu, sem er afbrýðissöm af því að maðurinn, sem hún vildi ná í, ætlar að giftast annari i stúlku.” Hún lét sem hún sæij engan nema Kahóhe, en hún þrýsti sér þétt upp að honum, brosti innilega framan í hann og sagði: “Hvenær eigum við að gifta okkur, Kahóhe?”. “Eg ætla að tala við föður þinn á morgun,” svaraði hann. Kahóhe var svo reiður að hann hafði enga stjórn á sjálfum sér. En stúlkan sem lá á möttunni, lokaði augunum aftur. Kahóhe sleit sig frá Oonatsa og fór rak- leiðis heim til sín. Hann nöldr- aði eitthvað með sjálfum sér alla leiðina. Þegar heim kom, settist hann á svalirnar og horfði á stjörnurnar, þar sem þær birtust smátt og smátt á heiðu himin- hvolfinu. Hann horfði á tunglið þar sem það klifraði stöðugt og rólega upp og vestur. Það var komið fram ýfir miðja nótt og hann sat þarna ennþá á svölunum. Alt í éinu sá hann skugga, sem færðist, rétt við tröppurnar. Það var Notoes. “Kahóhe!” kallaði hann. “Hvaða erindi hefir þú við mig?” spurði Kahóhe og stóð upp. “Hún er veik! Hún er hættu- lega veik, Kahóhe, og hún er að kalla á þig,’ sagði hann. “Það er ekkert annað en blekk- ing,” sagði Kahóhe. “Hún kallaði stöðugt á þig Ka- hóhe.” Notoes for í burt, en Kahóhe gekk fram og aftur um svalirn- ar. Aftur á bak og áfram — á- fram og aftur á bak. Hann ýmist krepti hnefana eða rétti úr hönd- unum; hann ætlaði hvergi að fara — ætlaði sannarlega ekki að fara. Jafnvel þó hún væri veik í raun og veru, þá var það engin tilviljun. Hún hafði þá eitrað sig sjálf af ásettu ráði til þess að láta fólk trúa því að fiskurinn væri eitraður, og eyðileggja þannig framtíð hans. Hví skyldi hann skifta sér af því þó hún væri veik? Nei, hann ætlaði sann- arlega ekkert að skifta sér af henni. * Enginn mælti eitt einasta orð þegar hánn fór inn til hennar. Gömlu mennirnir úr þorpinu voru þar allir í kringum hana að hvíslast á. Þeir voru aldrei kall- aðir nema þegar einhver var dauðveikur. “Hvað er um að vera, hvað gengur að?” spurði Kahóhe. “Hún er að deyja, Kahóhe. Þú getur ekkert hjálpað henni; far þú heim til þín,” sögðu þeir. “Jú, þú gætir látið henni batna,” sagði einn þeirra; “við höfum gert alt, sem við getum.” Kahóhe horfði á hana. Hann < sá hversu varnirnar voru þurrar og augun heit, hendurnar mátt- lausar og andardrátturinn veik- ur. En hann sá samt að hún var lifandi. “Gerið þið eitthvað!” sagði hann. “Hvað eigum við að gera? Ef við bara hefðum eitthvað af meðulum hvítu læknanna og kynnum að nota þau. En við get- um sjálfir ekkert geft meira. — Farðu heim til þín!” “Það var hvítur læknir í Abe- mama; en það var langt í burtu — svo Mka langt. Kahóhe fór heim til sín, settist á tröppurnax og horfði út á sjóinn, hinn víða reginsjó, sem Ijómaði eins og eldhaf í tunglsljósinu. En sá óra vegur til hvíta lækn- isins. Nei, það var ómögulegt. Hver sem léti sér detta það í hug, hlyti að vera viti sínu f jær. Alt í einu stóð hann upp í flýti og fór inn í hús. Áður hafði hann borið öll matvælin út í bátinn. Hann var lafmóður eftir hlaupin. j Þegar hann óð út í sjóinn með bátinn sinn, sást skuggi nema staðar við götuna hjá húsinu, og Notoes kallaði á hann og sagði: “Káhóhe, hvert ert þú að fara núna um miðja nótt?” “Eg ætla að sækja hvíta lækn- irinn og meðulin hans,” svaraði Kahóhe, xólegur.” Notoes hljóp eins og fætur j toguðu til veiku stúlkunnar. — Hann var svo móður þegar þang- S1 að kom, að hann kom tæpast upp | nokkru orði, en sagði samt: “Ka- hó'he er farinn að sækja hvíta læknirinn á mótorbátnum sín- j um.” Allir hlustuðu á Notoes, ed enginn trúði honum. En svo gerði það hvorki til né frá. Jafn-, vel þó Kahóhe kæmist alla leið j — sem ekki var mögulegt — ogj kæmist til baka — sem var ennþá ómögulegra — þá gæti hann ekki komið nógu snemma. Hún var að deyja, yrði löngu dáin áður en hann kæmi. “Já, hún er að deyja”, sögðu gömlu mennirnir, og, horfðu á þennan dauðans mat,j sem lá á möttunni. Þeir yfirgáfui hana hver af öðrum þangað til enginn var eftir, nema gamli Maka — ellefu barna faðirinn. Hann beið. Hann færði sig nær henni. Notoes var þar líka kyr.l og hafði aldrei af henni augun.j Gamli Maka beygði sig niður að; Tóti og hvislaði að henni í sí- j fellu, altaf þessum sömu orðum:! “Hlustaðu á mig, Tótí, Kahóhe er farinn að sækja meðul hvíta læknisins.” — Um morguninn var ekkert sólskin. Loftið var dimt og það rigndi. Þegar á dag- inn leið fór að hvessa af suðri. Eftir nokkrar klukkustundir var komið reglulegt hvassviðri og stórefMs öldugangur á víkinni. Fólkið í Roanonga hugsaði um Kahóhe í litla bátnum, sem nú væri að skríða eftir sjónum eins, og padda. Menn hristu höfuðið. Þeir mundu eftir því að þetta var dagurinn þegar Kahóhe ætlaði að tala við föður Oonatsa. Þeir horfðu niður á istormlbarða ströndina og bjuggust við að sjá Oonatsa þar. Hún hefði átt að vera þar til þess að biðja um miskun sjávarguðsins. En hún sást hvergi. Hún var e'kki á ströndinni. Stormurinn hélzt alla nóttina og það rigndi stöðugt. — Næsta dag var sólskin, en storm- ur og ólgusjór. Kahóhe gæti ó- mögulega komist til baka. Allir voru vissir um það. Enginn lif- andi maður léti sér detta það í hug að fara þessa óra leið á litlu! bátskríM. En inni í húsinu sat gamli Maka hjá Tóti, sem virtist vera í hálfgerðu dái. Hann hvislaði stöðugt að henni: “Heyrðu mig Framh. á 15 bls. COMPLIMENTS OF THE SEASON . West End Toggery YOUR NEIGHBORHOOD DRY GOODS STORE 888 SARGENT AVE. (Next to Perth’s) We have a Lovely Selection of— DRY GOODS FOR MEN — WOMEN — CHILDREN AIso Toys and Games for the Youngsters Drop In Anytime INNILEGAR JóLA OG NÝÁRSÓSKIR til okkar íslenzku vina og viðskiftamanna SUNNYSIDE BARBER and BEAUTY SHOP 875 Sargent Ave. Sími 25 566 Winnipeg, Man. Ulest €nd food íílarket Sími 30 494 Cor. Sargent og Victor ÓSKAR ÖLLUM VIÐSKIFTAVINUM SÍNUM ANÆGJULEGRAR OG FAGNAÐ- ARRIKRAR JÓLAHÁTÍÐAR INNILEGAR JÓLA OG NYÁRSÓSKIR til okkar íslenzku vina og viðskiftamanna O. K. HANSSON PLUMBER 163 Sherbrook St. Winnipeg, Man. Megi jólin og nýárið, sem í hönd fara, færa öllum íslenzkum viðskifta- vinum vorum gleði og gæfu. • Gleymið ekki þegar um það er að ræða að gleðja aðra að líta inn til ZELLER’S LIMITED 346 PORATGE AVENUE WINNIPEG GLEÐILEG JÓL --- og gott og auðnuríkt nýtt ár! Þess óskum við innilega öllum vorum íslenzku vinum. Vér höf- um orðið þeirra forréttinda að- njótandi að eiga viðskifti við íslenzka fiskimenn yfir lengsta tímabil í sögu Manitoba-fylkis. Þökk fyrir drenglund alla og vinsemd. Armstrong-Gimli Fisheries Limited

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.