Heimskringla - 04.01.1950, Blaðsíða 5

Heimskringla - 04.01.1950, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 4. JANÚAR 1950 HEIMSKBINGLA 5. StÐA Ijómar hér”, og sem hann ann svo heitt og fölskvalaust. Yrði það honum líka ótæmandi upp- spretta nýrra og fagurra yrkis- efna. Vil eg svo að lokum birta hér! vísu er kveðin var á afmæli Páls 1947, og sýna hvaða augum það skáld, sem er Ragnar Stefánsson, lítur á hann: “Svo því varstu borinn í heim- inn heima, þegar haustsólin dýrðlegust skín, — og barnsskónum sleit við bjartar nætur og borgfirzka háfjallasýn. í draummóðu þeirra fjalla fæddust víst fegurstu ljóðin þín. Þess skildum við Borgfirðing- ■ar minnast. Heill hinum þjóðrækna Borg- firðing í Vesturheimi! Megi allar góðar vættir halda vörð um hann til daganna enda. —Framtak (blað á Akranesi) AF HÉRAÐI ir að byrjað var að slá. Túnin á Út-Héraði voru mjög léleg ein-' kum fyrir kal, og töðufengur mjörg rír. Það var til ráðs tekið að fresta göngum um viku, þær hafa lengi hafist 21. Sept. Þetta varð hið mesta hjálpræði. Septemher all- ur var einmuna góður, og heyjað- ist drjúgum síðustu vikuna. — Þetta varð til þess að heyfengur varð allt að því í meðal lagi eft- ir ástæðum, því útjörð var sæmi- lega sprottin. Uppskeru úr görðum var v*íða rýr, en allgóð í sendinni jörð. Vætan frá vorinu ætlaði aldrei að þorna, sumir urðu því að setja mjög seint miður jarðepli. Dilk- ar voru lélegir eða frá % til kg. léttari en undanfarið. Fullorðið fé mun hafa verið í meðallagi. Öllum kemur saman um það, að vorið síðasta sé það versta sem komið hefir á þessari öld. | Þeir, sem muna vorið 1893 telja það einna líkast þessu vori. Semj dæmi um kuldann má nefna það,1 að jökúlsá á Dal lagði undan Nú er orðið langt síðan eg ‘Hefi sent línur vestur yfir hafið.j Leti og skeytingarleysi má um það kenna öðrum þræði, en nokk- uð er það að kenna tíðarfarsleg- um erfiðleikum. Vorið síðasta hljóp alveg framhjá okkur í þetta sinn. Heil- an mánuð sást aldrei til sólar. Norðaustan næðingur, imikið frost um nætur en aðeins frost- iaust um hádaginn. Allar skepnur varð að hýsa og gefa þeim hey og mat. Þegar menn vonuðu að kuldinn tæki uú enda, þá fór að snjóa, og það ekkert ómyndarlega. Um Út- Hérað og allt upp í miðjan Fellu- hrepp, varð mikill snjór, skaflar jafnvel 2 — 4 metrar á þykkt, en frost voru þá minni. Snjóbleytu veður, eða kraparigning ekki ó- tíð. Nú settu allir sitt traust á Hvítasunnuna. Oft hafði bati komið með henni, þegar vorharð- indi gengu. Jú, Hvítasunnu- morgun var veður kyrt og ó- venju mjúklátt eftir því sem ver- hafði lengi. Þá sá til sólar um það ibil tvær stundir, síðan tók norðaustan nepjan völdin aftur, °g loftið varð grátt og ömurlegt af kólguskýjum. Nú voru flestar bornar í húsunum og fjölda TOargt var látið út þessa góðviðr- isstund á Hvítasunnudagsmorg- uninn, enda hafði nú margur Ht- ið að gefa. Um kvöldið var þrjós- kast við að hýsa, í von um að líf- ið og vorið mundi sigra. Á ann- an dag Hvítasunnu var lengst af snjófoleytuveður, en át þó af auðu hnjótunum. Þá dóu mörg lömlb, sem ekki þoldu kuldann, °g gáfust upp á því að vaða krapa örgulinn á eftir ánum í mýrum °g votlendi. Nú varð enn að hnoða öllu inn í húsin blaut og iila útleikin eftir mikla matar- gjöf. Á fimtudagsmorgun í þess- ari viku, 9. júní, vöknuðu menn við sólskin, og mátti þá segja að skifti um. Þó komu ekki veru- iog hlýindi fyr en um næstu heigi, þrenningarhátíð, en eftir það var ágæt tíð um lengri tíma. Lambadauði varð talsverður um Út-Hérað og Jökuldal, en lStill á Efri-Héraði. Mátti segja að alt öjargaðist betur en efni stóðu til Flestir treindu hey fénaði sínum, með því að drýgja það með matargjöf, sem tókst að ná af Reyðarfirði. Nokkrir urðu þó heylausir, en þeim var miðlað af þeim sem meira áttu. Nú tók yið þrotlaust annríki. Alt var komið í eindaga. Túnin og garð- ana varð að erja, en komið fram yfir miðjan júní. Þá var nú ekki tími til 'ritstarfa. Sláttur byrjaði hér ytra um hálfum mánuði seinna en venju- iega, eða ekki fyr en um 13 vikur af sumri. Á Efra-Héraði byraði siáttur viku fyr eða meira, og varð það til þess að þar náðist taða óhrakin en hér ytra lá hún lengi flöt, því ótíð gerði rétt eft- Brú eftir miðjan maí. Þess vita menn ekki dæmi áður. Víst er um það illa hefði farið, ef ekki hefði náðst í fóðurbætir í tæka tíð. Hann bjargaði mörgum. Það sem af er vetri hefir ver- ið hugstæð tíð. Fost kom í jörðu síðast í október, og hefir ekki horfið, en jörð er enn alauð, og engar skepnur á húsi nema kýr og hrútar. f febrúar síðast liðnum andað- ist Sigfús Hallsson frá Sleð- brjót. Hallur faðir hans var son- ur hins alkunna Svarta Halls Sigurðssonar á Sleðbrjót. Kona Halls og móðir Sigfúsar var Sigurbjörg Pálsdóttir, sem fyr átti Sigurð svarta Hallsson. Hall ur bjó með ráðskonu eftir lát konu sinnar, átti með henni ein- hver börn, sem fóru til Amer- íku með þeim þegar vesturferðir voru í algleymingi hér. Sigfús var kvæntur Kristinu Þorarinsdóttur frá Skjöldólfs- stöðum stystur séra Þórarins á Valþjófssað. Þau bjuggu fyrst á Sleðbrjót síðan á Vaðbrekku í Hrafnkellsdal, en síðast á Hóli í Fljótsdal. Kona Sigfúsar er lát- in fyrir löngu. Síðustu árin all- mörg var hann hjá Eiríku dóttur sinni að Ormarsstöðum í Fellum en hún er kona Árna Þórarins- sonar Sölvasonar bónda þar. Sig- fús andaðist þá hjá Einhildi dóttur sinni, sem búsett er á Reyðarfirði, gift Sigmari Halla- syni frá Bessastaðagerði í Fljóts dal. Sigríður heitir ein dóttir Sigfúsar, en hún er búsett í Reykjavík. Fleira komst ekki til aldurs af börnum Sigfúsar. Sig- fús var greindur vel, og greini- legur í allri frásögn. Hann kunni frá mörgu að segja, því hann mun hafa verið 85 ára þegar hann dó. Minni virtist hann halda all- vel til hins síðasta, og var jafnan glaður og léttur í máli, þegar fundum bar saman. Hann einn af þessum gömlu góðu körlum, sem gaman var að hitta og ræða við. Tvö systkyni Sigfúsar eru enn á lífi. Eiríkur, sem .mun vera tveimur árum eldri. Hann hefir| lengstum verið vinnumaður í Fellum og dvelur hér enn. Sól-j veig heitir hálfsystir þeirra, en allmikið yngri. Hún dvelur nú hjá dætrum sínum á Reyðarfirði. Eiríku hefir aldrei gifst né börn átt. Litlar horfur eru á því, að virkjun vatns til raforku verði hér eystra í stórum stíl á næst- unni. Nokkuð hefir verið unnið að mælingu fallvatns undanfarið og útreikningar gerðir um kostn- að. Virðist kunnáttumönnum koma saman um það, að vegna þess hvað hér er strjálbýlt, þá sé lítt eða ekki hugsanlegt að bænd- ur fái staðið undir kostnaði við háspennulínur. Þessvegna eru menn nú hvattir til einkavirkj- ana heima hjá sér, þar sem skil- yrði eru fyrir hendi, einkum þó ef 2 eða 3 heimili geta verið umj eina smástöð án háspennuleiðslu Nú er að komast dálítill skríð- ur á þetta, því allir þrá rafur- magnið. í fyrra var sett upp stöð á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaða- hreppi, í sumar á Droplaugar-^ stöðum sem er nýbýli úr Horn- 'heiðarstöðum í Fljótsdal. Auk þess eru nokkrir byrjaðir á und-| irbúningsvinnu, þar á meðal Rangárbændur og Skógargerðis j við Rangá fyrir þrjú heimili. j Urnðarvatn við Umðarvatnslæk- inn, Hafrafell við Hafrafellslæk og fleiri. Sumir þeirra, sem ekki hafa vatnsorku, eru að kaupa sér mótorstöðvar, en dýrar þykja þær í rekstri. Hin 12. nóvember, átti Sveinn Bjarnason ibóndi á Heykollsstöð- um í Hróarstungu 70 ára afmæli. Hann hefir setið hreppsnefnd Tunguhrepps á fjórða tug ára, en verið oddviti hreppsnefndar í 26 ár. Hann hefir verið prýði- legur starfsmaður, og sérlega góður fjárhaldsmaður hreppsins. Þetta viðurkenndu Tungumenn með því að halda þeim hjónum fjölmennt samsæti á Kirkjubæ á afmælisdaginn. Var þeim afhent þar rífleg peninga upphæð til ráðstöfunar, auk fleiri smærri gjafa frá gömlum vinum úr Fell- um, sem tóku þátt í hófi þessu. Menn skemtu sér þarna hið ibezta við ræðuhöld og söng. Sveinn er uppalinn á Hafra- felli í Fellum og albróðir Rún- ólfs á Hafrafelli, sem mörgum er kunnur. Eg hefi minst ofur- lítið á hann í Hkr. fyrir skömmu. Kona Sveins er Ingibjörg Hall- dórsdóttir Jakobssonar prests á Hjallastað og víðar Benedikts- sonar. Gísli Helgason 16. nóvember 1949 HUGDETTUR Allir menn eru fæddir með óskasteininn í sjálfum sér, en úr nokkrum hraungrýti sálar lífsins er svo að hann finst Gerðu ekki lítið manni, “Þú veist ei hvem þú víðáttumikið, hittir þar, heldur en þessir gyð- ingar.” % Stærsta gæfan, er að vera ráð- vandur, almennur maður. * Ritstjóri Lögbergs þykir kyn- legt hversu margir íslendingar heima ‘sitja við austurgluggann’. Ætli hann viti að þeir sitji við vestur gluggann, svo að þeir sjái ekki sólina koma upp? ★ Það er kynlegt, þó að hvítir aldrei. * Æskuvonimar eru margar. - Elli vonirnar eru engar, því að fáir trúa á framhalds lff þegar þeim liggur mest á. ★ Þegar páfinn er búinn að end- reisa helvíti á tuttugustu öld- inni, með sömu tækjum og á svörtu öldunum, verður f jandinn hans önnur hönd. — Þegar um pintingar og f járdrátt er að ræða er hann sá vöndur, sem hand- menn líti niður á Kína, sækjast hægast er að hýða með. Til þess þeir eftir að sólbrenna sig, svo að framkvæma þetta, þarf páf- að þeir verði gulir. BANDARÍKIN OG ISLAND Frh. frá 1. bls. íslenzka lýðveldið. Þegar lauk samskiftum íslendinga og Banda- ríkjamanna og setulið þeirra hvarf heim, hafði íslenzka þjóðin á fáum árum orðið frjáls, mjög auðug, hafði numið fjöibreytta verktækni og orðið fyrir mjög þýðingarmikilli vakningu vegna námsferða mörg hundruð æsku- manna vestur um haf. Banda- ríkjamenn gátu enn veitt íslend- ingum tvent í ofanálag á fengin gæði, sem sé fjárstyrk til fram- kvæmda innanlands og hervemd í ófriði. Marshall-aðstoðin nem- ur tugum miljóna og er slíkt framlag stórt afrek milli þjóða. En vegna áhrifa bolsévika og hinna svokölluðu undirskriftar- manna hefir herverndin ekki ver- ið þegin. En með þátttöku í sam- tökum Atlantshafsþjóðanna, und- ir forystu Bandaríkjamanna, hef- ir þjóðin þó öðlast nokkra vernd á hættutímum. En að sú vernd er ekki meiri og fullkomnari er ekki Bandaríkjamönnum að kenna. Þær einföldu niðurstöður í utanríkisskiftum íslendinga, sem hér hefir verið bent á, eru öllum landsmönnum kunnar, en þó ekki ræddar opinberlega. Sú feimni ,sem ríkt hefir hér á landi um sanngirni og drengskap Engilsaxa í garð íslendinga, er vatn á myllu þeirra manna, sem vilja koma íslenzku þjóðinni undir lás og loku austan jám- tjaldsins. En þessi feimni má gjarnan rýma fyrir skynsamlegri og hlutlausri athugun á aðstöðu þjóðarinnar í samfélagi nútíma ríkja.—J. J., Landvörn. Það er von að þeir sem skrifa 'í vestur-íslenzk blöð verði gaml- ir í anda: mál þeirra er aðeins lesið af gömlu fólki. * Páfinn vill endurreisa helvíti. —Lúterska kirkjan á játninga- grunn þess ennþá, það ætti að draga úr viðreisnar kosnaði hennar, vilji hinn gera það sama. ★ Jólin eru ekki lengur jól, — bara “business”. * Ilt var konungs einvaldið, en ver var páfa-valdið. Eftir fréttum úr bréfi frá ís- landi, að dæma, sem eg fékk fyr- ir stuttu frá fyrverandi merkum V.-ísl., er pólitíkin þar svo hol- grafinn, að útlit er fyrir að ís- lendingar verði bráðlega að sigla á konungsfund, til þess að láta hann skera úr málum, eins og forðum. * Fátæklingurinn eyðir þessum fáu centum, sem hann á á jólun- um en auðmaðurinn græðir milj- ónir. ★ Menn eru farnir að kvíða því, að þjóðverjar fari í stríð á und- an Rússum. * Þjófar og morðingjar eru orðn- ir svo leiknir í kúnst sinni hér á Ströndinni, að þeir skáka lög- reglu og lögum um hádag, hvað þá á nóttunni. * Það fer að hvessa á austan, þegar konur í Asíu eru búnar að fá kosningarétt. ★ Þegar eg var sem heimskastur leið mér best, þegar eg var sem vitrastur leið mér verst. Garðræktuð Huckleber Hinn gagnlegasti, legursti og vinsœl- asti garðávöxtur sem til er. Þessi fögru ber spretta upp af fræi á fyrsta ári. Óvið- jafnanleg i pæ og sýltu. Ávaxtasöm, berin stærri en vanaleg Huckleber eða Bláber. Soðin með eplum, limón- um eða súrualdini gera finasta ald- inahlaup. Spretta í öllum jarðvegi. Þessi garðávöxtur mun gleðja yður. Pakkinn lOe, 3 pakkar 250, Únza $1.00, póstfritt. /"* f • Vor stóra fræ og út- ueiins sæðisbók fyrir 1950 Vertu ekki að slíta þér út á þvtí að fárast um hvernig heim- urinn er, það er að berja höfðinu við steininn, hann batnar ekkert við það. Reyndu heldur að kom- ast að niðurstöðu í því, hvað þú að þessum parti, getur gert til þess að bæta hann. Það eru til manneskjur, sem er sama hvort þú ert þrjá daga eða þekkir þær jafnlítið. inn ekki annað en hræða fólkið á kommúnismanum svo að það hrópi: “Ekki þennan, heldur Barrobas”! ★ Þeir sem skrifa um það, sem er ábótavænt hjá Rússum, fá að launum virðing og peninga. — Þeir, sem skrifa um það, sem er ábótavant hjá Ameríkumönnum, eru skammaðir og skipað að Þegja- * Ef einhver spyr mig, hvort eg sé að skrifa þessar hugdettur, vegna þess að eg haldi að fólkið taki þær til greina, er svarið á- kveðið — Nei. — Vilji hann fá að vita hversvegna eg sé þá að skrifa þær, er svarið: Eg veit það ekki. ★ Það er hægt að þola galla mann- anna, þangað til að ódrenglyndið kemur til sögunnar, þá er betra að fara að gá að sér. ★ Ein líkan fyrir þvá að maður- inn deyi ekki út er sú, að mann- innum, skyldi nokkurntíma detta í hug, að lífið héldi áfram eftir viðskilnað sálar og líkama. Eg hallast að þeirri skoðun, að alt, sem í hugann kemur, eigi sér bakhjarl á einhverjum þætti til- verunnar. ★ Indverjar segja að vestrænir menn kunni ekki að anda. Þeir viti ekki einu sinni að maður andi ekki nema með annari nös- inni í einu, og skifti um einu sinni í hverri klukkustund, og þegar andað sé með hægri nös, séu sveiflur persónuleikans heit- ari og líf meiri, en verður hæg- ari og kaldari þegar andað er með þeirri vinstri. Þeir líta svo á að andardráttur hægri nasar standi í sambandi við fjörgjafa vorsins, en þeirrar vinstri við kyrstöðu haustsins. — Leyndar dómar tilverunnar eru djúpir. ★ Eg gekk upp á ofunhátt fjall og sá yfir Vancouver-borg, og undraðist stærðina, skrautið og I ríkidæmið. Þá vék sér að mér i maður, sem þekkir 'hlutina niður j í kjölinn og sagði: “Alt sem þú i sérð hér er ekki eins mikils virði samtíða! . . * . . „ . , , i °g eignir aðeins eins miljonera. þrjátíu ar, þu' Eg bið ekki um kærleik þinn, þú mátt ekkert af honum missa frá sjálfum þér. En eg krefst réttlætis af þér, sem skyldu, af því að við lifum í mannfélagi, sem ekki getur staðist án þess. ★ Líkami mannsins er svo dá- samlegt listasmíði, að sá sem hef- ir gert hann verður að vera ál- máttugur. Um smíðið á sálinni er ekki hægt að segja, maður þekkir hana svo lítið. ★ Mannsæfin er of löng fyrir líkamann, en of stutt fyrir and- ann. ★ Það er ekki minst á það með hluttekningu, hve mikið Rúss- land leið við eyðileggingu stríðs- ins. — En það er skrifað um það með grátklökkva hve mikið tjón Noregur beið. ★ Nútíðin er það eina, sem þú hefir ráð á. Fortíðin er farin, og framtíðin á huldu. * List orðsins er í því fólgin að geta látið eitt orð fá eins mikla þýðingu og tíu orð. S. br. ís- lendingasögurnar. * Bókmentir þessarar aldar sökkva í orðafjölda. Þingeyingur: Við erum báðir réttir. Þú með sólskinið, en eg með myrkrið. Það eru tveir flet- ir á tilverunni, og hvorugur má án annars vera, frekar en dagur- inn getur verið án næturinnar, eigi náttúran að halda jafnvægi. — En það er annað, sem ber á milli: “Þú ásakar mig, en eg ekki þig”- /. S. irá Kaldbak Teikn á himni Sænska blaðið “Dagens Ny- heter” skýrir frá því, að nokkrir byggingamcnn í Suður-Svíþjóð hafi séð teikn á himni einhvern síðasta daginn í október. Þeir sáu ljós á lofti og tók það á sig þá mynd, að greinilega mátti lesa orðið Israel með eldlegu letri. Enga skýringu kunnu verka- mennirnir að gefa á þessu undri, þar sem þeir hvorki heyrðu né sáu til flugvélar. Mér hefði þótt fróðlegt að vita hvaða álit Stephan G. hefði haft á heimsmálunum nú, hefði hann lifað. ★ Það er mikill munur að lifa nú, eða á dögum Gamla testa- mentisins. Jakob glímdi við guð og sigraði. Nú glímir maður við sjálfan sig og tapar. ★ Ef þú ennþá sólu sérð sjötugt þegar yfir ferð, vera skyldi viðbúinn vakta skiftum hugur þinn. Þá er allra veðra von. — Verður að deyja mannsins son — Eftir stutta stundartöf stefnir leiðin út að gröf. ★ Þeir, sem gera þér rangt til. | fá þegar tíminn líður, svartan blett á tunguna, sem verður að | meini ,og læknast aldrei. Aðkomumaður fór húsa villt, lenti í geðveikrahæli í stað há- skóla. Er hann varð þessa var, sagði hann við vörðinn, sem leið- beindi honum: Þegar öllu er á botninn hvolft, þá held eg, að ekki sé svo ýkjamikill munur þessara tveggja stofnana. — Jú, raunar, svaraði vörður- inn, — á stofnun sem þessari verður mönnum að fara fram áð- ur en þeir útskrifast. COeðSese8eOSð99Oð9SCQððOSOO909S6O99SOSOað9! VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðai- stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fvrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG MANITOBA ‘ ■'*‘"/3^«>5COOCaOCOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCCCOOOOOeOOOOOtf

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.