Heimskringla - 11.10.1950, Page 4

Heimskringla - 11.10.1950, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. OKT. 1950 Híimakringla (StofnuO 18S8J Kemur út á hverjum miðvikudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S5a og 855 sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verö biaösins er $3.00 árgangurinn, borgist íyrirfram. Aiiar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR IIEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 11. OKT. 1950 Ströndin Ströndin heitir kvæðabók er út kom fyrir nokkrum árum heima eftir P. V. G. Kolka lækni á Blönduósi. En hann er nú staddur hér vestra. Vér höfum orðið varir við að nokkrir eiga bókina. En það mun þó lítið hafa verið sent vestur af henni og hún verið minna auglýst en ástæða er til og þeir eru eflaust fleiri en vildu nú, sem ekki hafa eignast hana. Vér viljum því minna á það, að nýlega barst talsvert vestur af henni og er hún til sölu hjá Davíð Björnssyni bóksala bæði í bandi og kápu. Verðið er $2.00 í kápu en $2.75 í bandi. Bókin er nýstárleg um margt, en einkum þó um það, að höfund- ur ritar fyrir henni langan inngang í óbundnu máli er heimspekis- skoðanir skáldsins sýna. Minnir þessi formáli á Nýal Helga Pét- urssonar, sem í styttra máli flytur meiri fróðleik en ef til vill nokkrum íslendingi hefir áður tekist í skrifum sínum. Þetta er svo sjaldgæft, að menn eiga að líkindum ekki von á slíkri viðbót við kvæðin. En vér erum ekkert hissa á, að með þessu sé stigið nýtt spor í útgáfu kvæðabóka, sem vel mun þegið þegar menn hafa vanist því. Það kastar að minsta kosti ljósi á hvað með skáldinu býr 0g gerir ef til vill afstöðu lesandans til þess og ljóðanna greið- ari og betri. Um ljóðin sjálf er það að segja, að í þeim býr skapandi orka. eins og í kvæðum þjóðskalda. Ónytt kvæði er ekki til í bokinni. Lengstu kvæðin, er í kafla skiftast, eins og Vaxmyndasafnið og Gróttu söngur, eru stórfengleg og minna á það sem bezt og mergjað- ast er ort. List og hagleik í ljóðagerðinni skortir heldur ekki. En þó er það hitt, hve efnið er þaulhugsað sem ort er um, sem hrífur, fremur en sérstakt orðaval. Hugsunin er svo nærfærinn oft í kvæðunum, að þó ekkert nafn væri yfir þeim, sæist undir eins, um hvern verið er að yrkja. Eftirfarandi vísu vita allir um hvern ort er, þó þess væri hvergi getið: Úr vogum þú lagðir í víkingafezð með væringjum andans er sól skein á fannir. f lyftingu söngst þú um hafblik og hrannir og hvamma með týsfjólu og sóleyja mergð. Aldrei var fyr yfir útsæinn gerð aflaferð betri frá vog eða skaga. Aldamót hófust, er anda þíns sverð óðalið vígði í þjóðlundum Braga. Meitlað er nafn þitt í sögunnar safn, sígilt um komandi daga. Allir sjá að hér er átt við Einar Benediktsson. Og til að sýna, að hér er ekki um einstakt atriði að ræða skal minna á aðra vísu: “Andinn flýgur óraleið til baka,” yzt á slóðir duldra ráka, gegnum móðu og mistur tíma og rúms Fyrir eyrum fimbul þrumur drynja, falla, rísa, skjálfa, stynja, hrynja bylgjuföll um úthaf eilífs húms. Reginorku, huldri þoku hjúpi, hvergi er mörkuð rás af lind né ós. Gegnum myrkrið dunar yfir djúpi Drottins orðið: Verði ljós. Hver veit ekki að hér er um Matthías kveðið. Eða svo þessar 4vær línur: Mun ekki ennþá hlíð og dranga dreyma, drenginn, sem átti þarna forðum heima? Sá er ekki ratvís, sem ekki sér að hér er átt við Jónas Hall- grímsson. Það skulu ekki tekin fleiri dæmi af þessu tæi. En ef menn spyrja hvers konar strönd sé átt við með nafni bókarinnar, verður það ekki með annara orðum betur skýrt en skáldsins í síðustu vísu inngangskvæðis bókarinnar. Hún er þannig: Eg reika um strönd, er bylgjan ber á land sín brot af kóral, perlu úr djúpsins ál. Þó skolast oftar skeljabrot á sand, margt skin, sem hug minn seiddi, reyndist tál. En alt mitt líf þá verð eg þó að vinna úr viðfangefni því, sem hér má finna, því þetta haf, það er — mín eigin sál. A heiti bókarinnar er þetta fullkomin skýring. En til þess að gefa sýnishorn af hvernig kvæði Kolka líta út í heild sinni, vil taka upp eitt þeirra. Meðferð þess er sú, er vænta má í fleiri kvæðum hans og að þar er ekki skilið við efni eða kvæði hálfkarað eins og sumir telja nú mesta snild í vera, en sem auglýsir andlegt þróttleysi miklu fremur. En hér kemur kvæðið: Sýnishorn af Gamankveðskap V. Islendinga Erindi flutt á Þakkargerðardaginn 9. október 1950 í Sambandskirkjunni í Winnipeg Háttvirtu samkomugestir: Fyrir mörgum árum veittist mér hinn sami heiður og mér veitist í kvöld — að fá að ávarpa þá sem samankomnir eru hér í tilefni þessarar árlegu þakkar- gjörðarhátíðar. Mér er það ljúft þó eg finni til vanmáttar míns. Mér gengur æfinlega illa að neita að flytja ræðu þegar eg er beðinn og það sýnist svo ofurauðvelt að taka saman ræðu þegar maður hefir þriggja til fjögra vikna undirbúningstíma. Og dagarnir líða og maður háttar á hverju kvöldi án þess að hafa klárað ræðuna — þó það væri líklegast léttara að segja án þess að mað- ur hafi byrjað á ræðunni. En alt- af hugsar maður — það er nógur tími enn. En svo fer að líða að skuldadögunum og þá fer maður að hugsa illa til þeirra sem báðu mann að tala. Eg man eftir einni samkomu sem eg átti að tala á — “um hvaða efni sem þú villt, góði”, var mér sagt. Þegar svo- leiðis er lagt fyrir mann kemst maður — eða eg að öllu falli — cft í öngþveiti. Og eins var í þetta sinn. Eg man að eg fór einn morgun þá, að raula fyrir mér þessa vísu Guttorms: “Miklum vanda er eg í, orðinn fjandi mæðinn, fæ ei andað út af því að í mér standa kvæðin.” Já miklum vanda þótist eg í og eg raulaði vísuna oft, og svo raulaði eg hana oftar og loksins var eg farinn að kveða hana við raust svo rækilega að konan kom þjótandi og spurði hvert eg væri búinn að tapa öllum sönsum, — hvert eg vildi að nágrannarnir héldu að hér væri komið mann- ygt naut — og býst eg við að það sé ekki óglögg lýsing á kveð- anda mínum. En þá datt mér líka ræðuefni í hug — enda mátti ekki vera seinna. þeim. Mörg eru þess dæmi til í Hefi eg frá því eg var barn haft Sturlungu og þarf ekki annað en yndi af ísl. kveðlingum og lausa- að minna á hvernig Sunnlending- vísum. Mig tekur sárt að hugsa ar drógu spott að Snorra Sturlu- til þess að flestar þessar lausa- syni fyrir kvæði hans um Skúla vísur eigi eftir að hverfa í haf í þetta sinn var eg ögn betur staddur því mig rak minni til ræðuefnis míns þegar eg talaðij hér fyrir mörgum árum. En þá hafði eg tekið mér sem texta orð hins fræga rómverska skálds Vergil “Sunt lacrymae rerum” sem vart eru útleggjandi á voru máli en mætti kannske þýða — jarl og sérstaklega Símonar. “Harðmúlaðr var Skúli rambliks framast miklu gnaphjarls skapaðr jarla. gleymskunnar. “Sem afmáð skriftin ólesin eða gleymdur draumur.” Talaði eg þá um hverfleika þessa heimslífs og þær sorgir sem lífið ber oft í skauti sér. Sumum þótti eg helzt til bölsýnn þá. Nú vildi eg ekki að þetta kæmi fyrir aftur og afréð því strax að tala lítillega um fyndni í skáldskap Vestur-ís- lendinga þó ekki sé hægt að gera því máli þau skil sem það verð- skuldar í eins stuttu máli og mitt verður hér í kvöld. En eg get þó minst á nokkur kímni- skáld okkar og farið með fáein kvæði eftir þau. Það er nú samt ekki að vita nema þetta geti orð- ið langt mál því það er eins og sá gamli helli sér oft yfir menn, þegar þeir koma á ræðupall og Þjóðræknisfélag vort gæti gert þarfa verk með því að stuðla að söfnun þessara vísna og varð- enda eru ærið óþjálar kenning arnar í þessu stefi. Gnaphjarl = gnapandi hjarl, land með brött- veislu þeirra. um, gnapandi bárum == sjór ; ram-, Kímnni Eefir komið fram í blik = skær eða sterkur ljómi = mörgum myndum hér vestra og eldur; en sjávareldur = gull og margt er efni gamankvæða skáld- “Böl mannanna útheimtir tár”. harðmúlaðr gulls er þyí sama sem ann“ Eitt hTð sérkennUe'glsta búinn gullnum hjálmi með vig þennan skáldskap — og bar á kverkaspöngum. Því ortu Sunn- því sírax Qg landar settust hér lendingar “Oss lízk illr at kyssa jarl sá, er ræðr fyrir hjarli; vörr er til hvöss á harra harðmúlaðr er Skúli. Hefir fyrir horska jöfra hrægamms komit sævar — þjóð finnr löst á ljóðum — leir aldregi meira.” að — notkun daglegs máls, þ. e. a. s. vestur-íslenzkunnar svoköll- | uðu. Eg rakst á svoleiðis vísu í Leifi frá fyrstu árum ísl. bygð- arinnar í þessum bæ, en því mið- ur hefi eg hana ekki við hendina. K. N. var snillingur í því að nota i þessa tegund fyndni, en kvæði I hans eru svo vel þekt að það þarf ekki að rifja þau upp fyrir ykkur. bunan sé óstöðvandi. En sá Sturlungu eins og sést af vísunni gamli kann marga klæki eins og Það er með K. N. og kveðskap Má nærri geta að Snorra hafi hans eins Qg Guðmundur heitinn ekki þótt gott að láta kalla kvæði LambertSen sagði einu sinni í sitt arnarleir mestan; en óvinir ððru sambandi; hans munu hafa hlegið dátt. ÞÍkAnnÍ"_nÚ lé“a!arSpa.UgS_! ‘‘Ee Þekti fólk sem þekti hann það þektu flestir slíkan mann.” við vitum vel og eins og þessi vísa úr “Rímum af Jesú Kristi og sveinum hans” ber með sér: “Sjálfur fjandinn fúlum blés fítonsanda í Heródes þollur granda þar um les það var nú stand með Jóhannes”. Eg ætla, eins og eg sagði, aðal- lega að tala hér um kýmni í skáldskap Vestur-fslendinga. ís- lendingurinn hefir frá alda öðli verið kíminn og haft þann vana að gera að gamni sínu í rími. Oft eru þessar vísur meinlausar, en oft hefur líka gamanið orðið grátt. Þó ætla eg að meira kveði að því síðarnefnda sem maður fer lengra aftur í söguna. Forn- men notuðu kímnigáfu sína til þess að gjöra hlægilega and stæðinga sína eða draga dár að FINNLAND wfX Nú falla að jörðu frosin himins tár og fönnum þekja blóði drifna grund, um ísabreiður hleðst á náinn nár með nakinn vígabrand í krepptri mund. Á móti austri stirnuð augu stara og stuna þagnar milli blárra vara, er flutti hinstu bæn á banastund. Og tárin frjósa á bleikri konu kinn, og kulna glæður, þar sem bærinn stóð. Hún flýr á veglaust hjarn með hópinn sinn, þótt hríð og myrkur blindi hverja slóð, og spyr sinn Drottinn: “Hvert á eg að halda? Og hvers á blessað ungviðið að gjalda með dauðavígðri vaskri Finnlands þjóð?” Hví féllu þessi forlög þér í skaut þú finska bræðra þjóð við vötn og skóg, sem ruddir andans menning bjarta braut og beittir sterkri hendi að öxi og plóg, sem heitt og máttugt unnir fornum arfi og ötul gekst að hverju þínu starfi og áttir glöð í nægjusemi nóg? Hve dauf og máttlaus verða viðkvæm orð, er voði slíkur nístir heila þjóð, — við hungur, kulda, brennur, barnamorð og brotnar rústir, þar sem arinn stóð. Hjá öllum véum rofnum, föllnum frændum, með fjötra harða og þrælakjör í vændum, sá einn er sæll, er lét áitt líf og blóð. Þitt píslarvætti hrausta hetju þjóð, þitt thjartablóð á kaldri vetrar-mjöll og særðra barna kvein og kvalahljóð, þitt kall um hjálp í neyð um þjóðlönd öll, er sektardómur hræsni, er heirni stjórnar, sem hag og lífi meðbræðranna fórnar og flærðarorðin fegrar griðaspjöll. I r Ó, grát þú tárum heitum, himin blár, á hetjuland, er stóð hinn yzta vörð. Ó, grát, svo hvar sem féll á freðann nár, þar fegri rósir blóði drifinn svörð. Veit gróðurmagn hjá nýjum lífsins lindum. Ó, lækna dapran heim af þungum syndum. Lát nýja menning vaxa um víða jörð. ‘Loptr er í eyjum bítr lundabein Sæmundr er á heiðum ok etr berin ein.” Létt er og yfir gamankvæðum Jóns biskups Arasonar t. d.: “Bóndi nokkur bar sig að biskups veldi stýra því dýra en honum fór illa það öllu var honum betra á stað heima að hýra.” eða hinni velkunnu vísu hans “Latína er listmæt málsnar Böðvar í henni eg kann ekki par, Böðvar.” o. s. frv. Það verður ekki annað sagt en að íslenzka kímnin komi fram í mörgum myndum á gamla Fróni. Eitthvert mesta snildarverk á þessu sviði er kvæði Guttorms Winnipeg-Icelander, sem þið kunnið öll og sem byrjar Eg fór oní Main Street, með fimm dala cheque, o. s. frv. Stundum hefir mönnum þótt grínið nokkuð særandi eins og það vildi oft verða á gamla land- inu. Ekki voru sveitungar mínir, Argyle-menn, neitt upp með sér af þessari vísu sem Sigurbjörn Jóhannsson orti um þá einhverju sinni: “Bindis hnúka ber við ský bænda lúkur fyllast. Hveiti sjúkar sálir í sveittum búkum tryllast.” Ekki voru þeir heldur neitt upp með sér af því að vera kallaðir Þessa kímnisgáfu fluttu landar ^ndlegir Hærustrendingar. vestur með sér hingað og hafa Hversu þingeyingum hefir ef til vill þroskað hana. En fallið Þessi vísa- sem eg ætla að hversu lengi hún varir hér er fara með> velt eS ekki, því það er spursmál. Eg held stundum að vfPf ómögulegt fyrir aðra að hún ætli að hverfa með tungunni. setía slg lnn 1 hinn einkennilega Að minsta kosti hefi eg orðið hugsunarhátt þessa útkjálka lítið var við slíkan kveðskap hjá fðll<s> Vísan er eftir einhvern yngri kynslóðinni sem hefir alist besta °S fyndnasta hagyrðing upp við enskuna sem sitt tam- Eem Argyle-búar hafa átt, Guð- asta mál. Þetta getur nú verið mun(1 heitinn Lambertsen gull- rangt athugað hjá mér. Þó álít smlð °g !ýslr viðureign þingey- eg að þessi hætta — að íslend- lngs vlð atta bófa er allir sóttu ingar tapi gaman kviðlingum sín- að honum í senn. um þegar þeir tapa málinu — sé mjög alvarleg. Þeir sem ekki þekkja íslenzkar bókmentir og í gegnum þær ísl. kímni, þekkja ekki eina mestu gáfu ísl. þjóðar- innar. Við annan menningararf rís ef til vill önnur tegund kímni.J Og ekki býst eg við að Con- eins og t. d. hinn enski humour servatívar hafi haft það fyrir sið sem fslendnigar eiga varla í fari að raula fyrir munni sér braginn sínu. Það er eins og K. N. sagði sem annar bráðfyndinn og prýð- ‘Átta sóttu og almaþór, augun glóðu í höfði stór, en allir lágu í einum byng einum fyrir Þingeying.” öðru sambandi “Er ekki von að hann auki sttild? Er ekki von að hann ljúgi? Er ekki von — jú vitaskuld að vera í svona crewi.” Eða ef til vill á þessi vísa K. Ns. betur við: i “Niður á sandi nástrandar nepja er blandin hita. En hvort að landar þrífast þar j það má fjandinn vita.” I Já, það má fjandinn vita hvort að ísl. kímni getur klætt sig í önnur klæði en hin íslenzku. j Fram að þessu hafa samt Vest- ur-íslendingar átt marga fyndna hagyrðinga og skáld. Eg hefi átt því láni að fagna að þekkja þó nokkur þeirra og heyra gaman- yrðin fjúka af vörum þeirra. — islega hagorður Argyle-búi, Jón Árnason, orti um kosningarnar 1911. Hannersvona: “Borden æsir ógn og ljóð, ötull ræsir Tóra, . býsna svæsinn veginn vóð, vindi blæs í græna þjóð.” Svo lætur hann Borden tala. “Gætum kjara kotunga kauðar hjara verða smérið bara bráðfeita beint mun fara í hundana. Grita fleyp úr fótum tróð, flestu er steypa í voða, með járngreipar, jötun móð, Yankinn gleypir land og þjóð. Ráðning eina eg hér skil það ógnar mein að græða, að þið megð hreinum ástaryl upp mér skeinið valda til.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.