Heimskringla - 02.05.1951, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.05.1951, Blaðsíða 1
*—--------------------\ Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s i--------------- Toast Master BREAD Good For Toast or Table At Your Neighborhood Grocer’s LXV ÁRGANGUR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 2. MAÍ, 1951 NÚMER 31 FRÉTTAYFIRUT OG UMSAGNIR Páll Jónsson landnámsmaður að Kjarna í Geysisbygð í Nýja-íslandi F. 20. ágúst 1848 — D. 13. febrúar 1951 Fölna laufin, falla viðir, fyrnast menn sem trén í skóg. Ellin kemur, aflið rénar, opnast loksins grafar þró. Eins fékk þennan öðling bugað elli fyrst og síðan hel. Sæmdarmann, er sanntrúr nægði sinni stöðu lengi og vel Þökk sé föllnum fremdarmanni, fyrir liðna heiðursdvöl. Borgmanns kranz úr blöðum grænum bindið hans að svarti fjöl. Hver er loksins hrósun meiri heldur en nytsamt ævistarf? Því þó duft að dufti verði, dæmið tökum vér í arf. Þörfin nú mest Það er aldrei heppilegri tími en nú til þess að greiða andvirði Heimskringlu, sem er ódýrasta og bezta íslenzka blaðið, eins og einhver vék að, því auglýsingar jafnvel áskriftir falla niður að vorinu. En útgjöldin eru hin sömu. Bankinn þarf síns punds með og þannig gengur það. Við erum stundum að hugsa um að hækka verð blaðsins, sem ekki væri ósanngjarnt þar sem verð á öllu öðru hækkar. Það getur að því komið að svo verði að vera en athygli skal að því dregin, að útistandandi áskrifta- gjöld, ef skjótt heimtuðust, gætu tafið það. Ef þú sem þetta les ert í skuld við blaðið, vildum við vinsam- legast mælast til að sú skuld væri greidd sem fyrst. Þú vinn- ur Heimskringlu þarft verk með því. Og þú styður með því, það sem okkur er hér kærast viðhald íslenzku. 12 maí í sambandi við umferðalögin sem ií framkvæmd koma í Win- nipeg 12. maí, gerir náungi í Winnipeg Tribune þessa athuga semd: Og bílstjórar voru spurðir að því, hvort ekki væri alveg rétt að sekta menn sem skáganga yfir götu! Það vantar ekki að farnar séu leiðir lýðræðisins. En skyldi það vera sama klíkan, sem þessu á að ráða og sú, sem kom því til leiðar, að öryggis- pallarnir voru teknir af Portage Avenue? Þeir voru burtu tekn- ir til þess að víkka umferð um 3 fet fyrir bíla. En fyrir það eru þeir er strætisvagna taka í þris- var til fjórum sinnum meiri hættu staddir en áður. Það virðist ekki með þessu hugsað um öryggi gangandi lýðs eða strætisvagna notenda. Á Higgins Avenue og aðal-l stræti, er bílaumferð vestur stöðvuð, svo í þessum þröngva krók, er oft svo mikil umferð, að þeir sem af strætisvögnunum koma, verða að bíða óra tíma eft- ir að komast yfir götu, sem á að vera þeim opin leið. Eg spyr í einlægni, hvort rétt sé að láta mann, sem gangandi er og 3 miílur kemst í mesta lagi á klukkustund, bíða tímum sam- an eftir þeim, sem fara um 35 miílur á klukkustund? legg til, að ef það á að kosta menn sekt, að ganga yfir götu, að þeir gangandi sitji heima og lofi bílahöfðingjunum einum að hafa vegaréttindin. Skyldi það ekki sannfæra neina um, að hinir gangandi séu til einhvers nýtir líka. Er ástæða til annars? Bændur í Vestur-Canada eru yfirleitt þeirrar skoðunar, að hveitisamningurinn við Bret- land hafi verið svikinn. Er sann- ast að segja nokkur ástæða til þess. Fyrstu tvö ár samningsins voru 300 miljón mæla af hveiti sendir Bretlandi á $1.55 mælir- inn. Sú sala reyndist einum dollar lægri, en á heimsmark- aðinnum. Árið 1948 og 1949 var verðið sett $2.00. En jáfnvel það var laegra en verðið á heimsmark- aðinum. Á sölunni 1946 — 1947, var búist við uppbót á árunum 1948 og 1949. En hún kom aldrei. Það bættist meira að segja við hana þessi tvö siðastnefndu ár. Með þessu háttalagi, sem lib- eralstjórnin ber fulla ábyrgð á, hafa bændur í Vestur- Canada tapað hundruðum miljóna dala. Þetta er engin kostur að dylja hvað mikið sem til þess er reynt. Þegar þeir Howe, Gard iner og Garson telja bændum hér trú um að þeir hafi aldrei feng- ið meira fyrir hveiti sitt, en nú, gleyma þeir heimsmarkaðsverð- inu með öllu, eða vilja ekki muna það. Að skáka í Iþví skjóli, að verð sé nú hátt er heldur ekki til neins, því háverð er á öllum hlutum og kaupgeta peninga, sem bændur nú fá fyrir hveiti sitt, er lægri, en hún hefir nokkru sinni verið. Grænland og Bandaríkin í síðasta stríði höfðu Banda- ríkin hergæzlu á Grænlandi með höndum. En að stríðinu loknu fór her þeirra þaðan, eins og til stóð. Nú stendur lítið betur á með Grænland en þá gerði. Hefir því um skeið staðið í samninga- smíði milli Danmerkur og Band- aríkjanna um nýja vernd á Grsdhlandi, ef til hins versta komi aftur. Danir eru nú ií félagi með Norður-Atlanríiafs þjóðunum. En að því er Grænland snertir, þurfa þeir hinnar sömu aðstoðar við og áður frá Bandaríkjunum. Hefir sendiherra Bandaríkj- anna á Kaupmannahöfn, Mrs. Eugenie Anderson frá Minne- sota átt mestan þátt í samnings- gerð um þetta, af hálfu Banda- ríkjanna. Er nú nýjum samningum þar komið, að Bandarkin takast á hendur að hafa þar radar- og veðurstöðvar, not hafna, eitt- hvað af mönnum og ef til vill liði. tJR ÖLLUM ÁTTUM Bæjarstjórnin í Winnipeg til- kynti á þessum vetri, að klukk- unni yrði flýtt um eina stund, sunnudaginn 30. apríl og vænti þess, að borgararnir höguðu sér eftir þvtí. Lögmál þetta muriu flestir hafa haldið. Þó var það eitt sigurverk, sem var á eftir öllum öðrum klukkum bæjarins á mánudagsmorgun, er borgar- arnir héldu til vinnu sinnar, það var iklukkan í turni bæjarráðs- hallarinnar í Winnipeg. Það hafði gleymst að flýta henni. * í ræðu sem W. Kossar, forseti þjóðræknisfélags Ukraina í Winnipeg og bæjarráðsmaður, hélt á háfcíð félags síns nýlega, lagði hann til að Jacob Penner bæjarráðsmanni, væri ibönnuð landvist ií Canada, þegar hann kæmi til baka úr Rússa för sinni og öðrum er með honum fóru. Kossar sagði Penner svo heillað- ann af kommúnistafyrirkomulag inu, að það væri sjálfsagt að hann nyti góðs af að búa við það um stundarsakir. ★ í gær var sú breyting á eftir- liti á leigu húsa í Manitobafylki að fylkisstjórnin hefir það með höndum í stað Sambandsstjórn- ar. Á leigulögum Sambandsstj., verður þó engin breyting, nema ef vera skildi sú, að þeir sem ekki hækkuðu leigu í desember 1949 um 18 til 22 %, geta nú hækkað hana, ef þeim sýnist. Frá Tókíó bárust fréttir s.l. mánudag um að Glochestershire herdeildin brezka í Koreu hefði verið strádrepin í bardögum norður af Seoul undanfarna daga. í deildinni voru um 1000 manns. Um 100 komust undan eða bjargaðist. Er sagt að kommúnistar hafi þar haft 16 á móti hverjum ein- um ;í Glochestershire deildinni. ★ Rússar leggja nú mikið kapp á að halda því fram, að þeir hafi verið á undan öðrum þjóðum á öllum sviðum. í tilefni af því hefir þessi saga komist á kreik: Adam gekk um í Eden og var að tala við sjálfan sig: —Eg er fyrsti maðurinn á jörðinni, engan mann verður talað um í framtíðinni . . . Adam .komst ekki lengra því að hann heyrði þrusk fyrir aft- an sig og gamall maður kom fram úr skógarþykkninu. —Hver ert þú, spurði Adam. —Eg er Rússi, svaraði gamli maðurinn. FRÁ ÍSLANDI Þýzkt-íslenzkt fyrirtæki stofn- að hér með 10 milj. hlutafé? Dagur á Akureyri hefur það eftir þýzika blaðinu Der Kurier, að stofnað hafi verið í Reykja- vík þýzkt-tíslenzkt fyrirtæki, er nefnist Vulcan h.f., og sé til- gangur þess að vinna alumin- íum, járn og önnur verðmæt efni í sambandi við sementsvinnslu hér á landi. Sé hlutafé fyrritæk- isins hvorki meira né minna en 10 milljónir króna. Þá er frá því skýrt, að iðnað- ur Vestur-Berlínar muni af- greiða vélar til fyrirtækisins, og enn fremur Zentralbankinn í( Berlín sé fyrirtækinu hlið holl- ur, svo og utanrjíkísviðskifta- deild borgarstjórnarinnar og við komandi ráðuneyti í þýzku sam- bandsstjórninni. Þetta munu fyrstu upplýsing- arnar, sem hingað berast um þetta milljóna fyrirtæki, því ekki hefur enn verið opinber- lega skýrt frá því, að Vulcan h.f. hafi verið stofnað né hverjir standi fyrir því. , —Al-þbl. 29. marz * Séra Kristinn Stef- ánsson fimmtugur Séra Kristinn Stefánsson fríkirkjuprestur og stórtemplari í Stórustúku íslands af I.O.G.T. er orðinn fimmtugur. Séra Kristinn er fæddur á Brúnastöðum í Fljótum. Hann lauk guðfræðinámi 1928, var síð- an við framhaldsnám í fræði- grein sinni um skeið í Þýzika- landi. Árið 1931 tók hann við skólastjórn í Reykholtsskóla og gegndi því starfi um árabil. Er séra Kristinn var í mennta skólanum, gerðist hann félagi í góðtemplarareglunni. Það var árið 1924, og síðan hefur hann æfcíð verið óhvikull þar í sveit og einhuga og ótrauður starfs- maður bindindismálsins. Síðan 1941 hefur hann gegnt embætti stórtemplars og hefur setið leng ur í því embætti samfleytt en nokkur annar maður hérlendis, og má af því marka traust það, er félagar hans innan góðtempl- arareglunnar bera til starfs- hæfni hans, enda er séra Krist- inn Stefánsson allt í senn góð- viljaður, einlægur og sannur fé- lagsbróðir og forustumaður. Séra Kristinn er kvæntur Dagbjörtu Jónsdóttur, hinni á- gætustu konu. —Alþbl. 22. nóv. Skipastóll landsins í árslok ’50 Við árslok sl. árs áttu íslend- ingar 664 skip og báta, sem færð eru á skipaskrá. Eru 110 þeirra undir 12 smálestum, en 130 yfir 100 smálestir. 629 eru fiskiskip, þar af 312 undir 30 lestum, en 48 botnvörpuskip. 17 eru vöru- flutningsskip og 6 farþegaskip. Brúttólestatala alls skipaflot- ans er samtals 91,320 lestir og hefir hún hækkað um 518 lestir frá árinu 1949. Hins vegar hefir skipunum fækkað um 29. 33 voru á síðasta ári skrikuð af skipaskrá (13 strönduðu eða fórust, 12 voru talin ónýt, 6 seld úr landi og 2 breytt í skemmtibáta), en 4 skip hafa hætzt við, er eitt þeirra fiskiskip undir 100 lestum en hin eru Gullfoss, María Júlía og iínuveiðarinn Jón Steingrims- son. —ísl. 29. marz FJÆR OG NÆR Frú Ingiríður Jónsson 774 Victor St. ekkja Dr. B. B. Jóns- sonar fyrrum prests lúterska- safnaðar, lézt að heimili sínu á fimtudaginn þ. 27 apríl s.l. Út- för hennar fór fram frá Fyrstu lút. kirkju að viðstöddu afar- miklu fjölmenni á mánudaginn. Séra V. J. Eylands jarðsöng. Hún var ættuð úr Hraunhreppi í Mýrasýslu. * * * Þakkarorð Við þökkum hjartanlega öll- um, sem að sýndu okkur hlut- tekningu við fráfall elskaðs eig- inmanns og föður, Tómasar Benjaminssonar, við þökkum séra Eyjólfi J. Melan, söngstj., söngflokki og líkmönnum, og þeim öllum, sem viðstaddir voru útförina. Með endurteknu þakklæti Soffía Benjamínsson og börn * * * Séra Harold Sigmar messar 6. maí, á — Betel kl. 9.30 a.m.; Húsavík kl. 2 e. h.; Arnes kl. 3 e. h.; Gimli kl. 7 e. h. Á öllum þessum stöðum er Daylight Saving tími nema í Ár- nesi. * * * The Women’s Association of the First Lutheran church will hold their next meeting on Tue. May 8, at 2.30 p.m. in the lower auditorium of the church. This is the last meeting of the season and a dessert luncheon has been arranged. Þá er hann nú genginn grafar- veg þessi aldurhnigni landnáms- maður og ættfaðir. Hann andað- ist að heimili Thorgríms sonar sáns og Guðrúnar tengdadóttur sinnar við Árborg, þriðjud. 13. febrúar, þa, hundrað og tveggja ára, fimm mánaða og tuttugu og fjögra daga að aldri. Hjá þessum syni sínum og tengdadóttur hafði hann átt dvöl síðustu þrjú æviárin. Páll var fæddur að Álfgeirs- völlum 1 Skagafjarðarsýslu, 20. ágúst 1849, sonur Jóns bónda Pálssonar og Margrétar konu hans Halldórsdóttur, ólst hann upp með þeim að Viðvatni í Skagafjargarsýslu, en þar bjuggu þau lengi; var Páll yngstur barna þeirra. Systkini hans voru: Halldór, um langt skeið bóndi að Halldórsstöðum við Rivefton; Thorgrímur, bóndi að Akri, við Riverton; Jón, er lifði og dó á íslandi; Mrs. Engilráð Sigurður, Gimli, Man.; og Mrs. Þofbjörg Stef- ánsson, Blaine, Wash., öll látin. Þann 1. okt. 1878 kvæntist Páll Sigríði Lárusdóttur frá Steinsstöðum í Skagafjarðar- sýslu, var hún af Kjarna-ætt í Eyjafjarðarsýslu. Þau voru gef- in saman í Mællifellskirkju af séra Jóni Hallssyni. Næstu fimm árin bjuggu þau á íslandi, síð- ast á Hallgrímsstöðum í sömu sýslu. Þau fluttu vestur um haf 1883; fyrstu árin dvöldu þau við íslendingafljót, (Riverton), en fluttu' til Geysis-bygðar og námu þar land 1885, og nenfdu landnám sitt Kjarna. Þar bjuggu þau í meira en 50 ár; síðustu ár- in ásamt Vilhelm syni sínum. Er þau létu af búskap dvöldu þau meðal barna sinna; fyrst á vetr- um í Selkirk, hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Sigurði Indriðasyni, og síðar hjá þeim (Steingr. Thorsteinsson) að öllu leyti í nokkur ár. En síð- ustu æviárin voru þau hjá Lár- usi og Thorgrími sonum sínum, bændum í grennd við Árborg. Á heimili Lárusar lézt Sigríður 13. apríl 1946. Eftir lát konu sinnar dvaldi Páll á heimili Thorgríms sonar síns og þar andaðist hann þriðjudaginn 13. f ebrúar. í síðari tíð höfðu kraftar hans fjarað út á eðlilegan hátt, mátti hann þó vart þjáður kallast. Sjón augna hans fór smáþverr- andi, varð hann að lokum al- blindur, en heyrn hans ávalt góð..x Það sem gerði Kjarna-hjónun- um báðum ellina inndæla, var hin ágæta umönnun, er þau nutu af hálfu eiginbarna og tengda- fólks síns. Þannig naut hinn há- aldraði maður ágætrar aðhjúkr- unar og umönnunar á heimili Thorgrims sonar síns, Guðrúnar konu hans og Sigríðar dóttur þeirra, er heima dvelur. Fyrir hönd nánustu aðstand- enda hins látna, túlka eg þeim alúðar þakkir fyrir frábæra um- önnun og kærleika þeirra hin- um látna til handa. Börn Páls og Sigríðar eru hér talin: Guðrún, dó barri að aldri; Thorgrímur, bóndi við Árborg, kvæntur Guðrúnu Helgadóttúr Jakobssonar; Jón, er dó full- vaxta hér í landi; Guðrún Sig- ríður, ekkja Sigurðar Indriða- sonar í Selkirk; Pálmi, er dó barn að aldri; Lárus, bóndi við Árborg, kvæntur Elínu Ólafs- dóttur Ólafssonar; Vilhelm. bóndi á Kjarna, kvæntur Ástu Jósefsdóttur Schram. Barna- börnin eru 23 og barnabarna- börnin 8. Við lát Páls má fullyrða að fögur og affarasæl ævi manns er að ósi eilífðar fram runnin. Maður er nú þess meðvitandi að Frh. á 2. bls. FUNDUR Stjórnarnefnd Viking Press félagsins heldur fund næstkomandi mánudag, 7. maí, á skrifstofu félagsins, kl. 4 e. h. Ó. Pétursson, forstjóri

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.