Heimskringla - 02.05.1951, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.05.1951, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. MAÍ, 1951 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA garð Vestur-'íslendinga. Sömu sögu hafa allir Vestur-fslending ar að segja, sem ferðast hafa til íslands þessi síðustu ár. Auk at- tafna þeirra forustumanna, sem eg hefi minst á, hafa hinar tíðu heirnsóknir frá báðum hliðum ^®ft mikil áhrif; einnfremur dvöl fjölmargra íslenzkra náms- manna vestan hafs og dvöl Vest- manna á fslandi á stríðsárunum. Vottur um það hve áhugi og góðihuigur hefir alment aukist, eru hinar vinsamlegu orðsend- lngar og gjafir, sem berast ae tíð- ^ ar og tíðar frá einstaklingum og félögum heima til einstaklinga °g félaga hér: bókagjafir, bréf f^á unglingum, kvæðabækur frá skáldum, sönglög frá sönglaga- kofundum og nú síðast hin ^nkla sumargjöf til háskólans °kkar frá prestinum á Patreks- ^irði, séra Einari Sturlaugssyni, ^fn 700 íslenzkra blaða og tíma- rita, sum þeirra svo fágæt að ekki er hægt ag meta þau til Verðs. Aldrei hafa handtökin að ^eiman verið eins hlý, systkina-1 öondin eins sterk, brúin yfir haf *Ö eins þaulvígð og traust. fslendingar unnu ættþjóð Blnni, Norðmönnum ómetanlegt Sagn með því að skrá sögu henn- ar og geyma forntungu hennar. ffvernig getum við launað; frændum okkar á íslandi ástúð 'þeirra í okkar garð? Hvernig getum við unnið ættþjóð okkar n^est gagn ? íslenzka þjóðin er fámenn, og tandið sama sem varnarlaust í ■ venjulegum skilningi þess orðs. fsland vann frelsi sitt og sjálf- st*ði með andlegum vopnum og Þau vopn munu duga því lengi enn. Ef smáþjóð á sérstæða og núkilsvirta menningu eins og til dæmis hniir fornu Aþenumenn tnyndi hinn siðmentaði heimur telja það óbætanlegt tjón ef sú, menning liði undir lok og myndi reyna að varna því í lengstu lög. J fslendingar eiga sérstæða og nrerkilega menningu. Þetta vit- nm við, en vita nógu margir það? Við íslendingar erum svo sárafáir — aðeins 140 þúsundir á íslandi og nokkrir tugir þús- unda hér. Við teljum í alt sem svarar helming þessarar borgar — Winnipegborgar. Við verðum a® halda hópinn hvar í heimi Sem við erum og halda uppi stöð ugri upplýsingastarfsemi um *ttland okkar og þjóð. Við íslendingar vestan hafs höfum, frá því að við komum til þessa lands, reynt að sýna með framkomu okkar að við værum komnir af göfugum stofni; með því að reyna sjálfir að meta [ lungu okkar, sögu og bókmentir höfum við sýnt samborgurum | °kkar að þessi andlegu verð-j mæti hafi mikið menningarlegt gildi; við höfum reynt með þýð ingum, ræðuhöldum, ritgerðum, °g bókaútgáfum að kynna sam- borgurum okkar þessa fjársjóði; °g nú síðast að gefa þeim lykil- inn að þeim með stofnun kennslustóls í íslenzkri tungu °g íslenzkum fræðum við Mani- ^oba-háskólann. Þessi kynning- arstarfsemi verður stöðugt að kalda áfram og aukast með hverju ári. Þannig vinnum við ættþjóð okkar mest gagn. Kæru vinir, dagurinn í dag, sumardagurinn fyrsti, er dagur nýliífs og framtíðargróðurs. Það er sumar í samskiptum okkar við frændur okkar á íslandi. Nú er ylur og sólbjartur himinn; okkar íslenzka andlega ríkis. Með því að efla það ríki, verð- um við betri borgarar—mikils- virtari borgarar okkar löndum,; ^"anada og Bandaríkjunum. Ekk ert hefir sannað okkur þetta bet- Ur en hve hlýlega og þakksam- lega og með hve miklum skiln-1 mgi sumargjöf íslendinga til iVfanitoba-háskólans var fagnað. í nafni gróandans og gróðrar- kugsjónanna getum við tekið köndum saman og óskað sam- lerðasveit okkar af heilum hug gleðilegs sumars. Hvíta vofan AMERlSK FRÁSAGA Ósk hennar virtist þegar ætla að rætast, því að húsbóndi hennar spratt upp úr sæti sínu, hamslaus af bræði, staulaðist áleiðis fram að dyrunum og grenjaði: “Hvernig dirfst þú, að láta þessa hvítu tusku um hausinn á þér? Hvernig dirfst þú, að taka á þig gervi vofu þeirrar, sem ofsækir mig sí og æ!” Pierre reif dúkinn af höfði sér, og þegar honum varð litið í glóðþrungnu, reiðulegu aug- un húsbóndans, og sá hendurnar, er húsbóndinn rétti fram, til þess að gnípa hann, þá gleymdi hann alveg myrkfælninni, hræðslunni við vof- urnar og afturgöngurnar í myrkrinu úti fyrir. Hræðslan við draugana var sem ekkert í sam- anburði við ógn þá er honum stóð af húsbónda sínum. Hann fleygði dúknum á gólfið og hljóp sem fætur toguðu út í myrkrið. Og rétt á eftir heyrðist hark mikið úti fyrir, eins og eitthvað þungt ylti ofan stigann. Lecour nam allt í einu staðar hjá hvíta dúkn um, hörfaði ósjálfrátt aftur á bak, og tautaði eitthvað í hálfum hljóðum við sjálfan sig. Svo kom hann aftur inn í herbergið, sneri sér að Eady og mælti með bjóðandi röddu: “Farðu—lofaðu mér að vera einsömlum. Eg vona að hann hafi hálsbrotið sig, asninn þessi. Sé svo, þá kallar þú á mig, svo að eg geti hjálpað þér að koma honum út úr húsinu.” Eady kveikti í snatri á lampa, og skundaði út. Þegar hún kom ofan rak hún sig á Pierre, er sat á neðsta þrepinu í stiganum og nuddaði haus- inn. Hann hafði dottið ofan stigann, en sem bet- ur fór hafði hann ekki meitt sig neitt að ráði. “Stattu upp, og snautaðu héðan, óhræsis svarta kvikindið þitt” mælti kona hans og reyndi að reisa hann á fætur- “Æ, æ”, stundi Pierre. “Er það máske ekki nægileg ráðning, að detta öfugur ofan stigann, og brjóta hvert bein í skrokknum á sér, þó eg þurfi ekki þar á ofan að hlusta á bölvaðar snupr urnar úr þér! Nú er það þó áreiðanlegt, að eg sá hana, Eady, núna, þegar eg hljóp eftir gangin- um”. “Hverja sástu?” spurði konan hans skelkuð. “Hvítu vofuna”. Eady þreif í öxlina á honum, hristi hann all- an og dró hann af stað með sér. “Þú ert dauða-drukkinn, og hefir enga hug- mynd um það, hvað þú hefir séð”, mælti hún. — “Og að því er vofuna húsbóndans snertir, þá hef- ir enginn séð hana, nema hann sjálfur, svo að þú þarft ekkert að vera að stæra þig af sjónum eða fyrirburðum. Þú hefir ekki fremur séð aftur- göngur, heldur en eg.” “En eg segi þér alveg satt, að eg sá hana”. “Og hvernig leit hún út?” “Hún leit út eins og alhvítklædd kéna, og var álíka há, eins og frúin sáluga. Eg held satt að segja að það hafi verið hún.” Eady nam staðar, ógnaði honum hátíðlega með fingrinum og mælti: “Oft hefir þú logið vel, Pierre, en þetta er þó sú argasta og ósvífnasta af öllum þínum lyg- um. Þú ættir svo sem að hafa séð vofu; það er líkast því, eða hit þó heldur. Svona, snautaðu nú í bælið, og sofðu úr þér vímuna.” 2. Kapítuli Pegar Lecour heyrði, að Eady var komin of- an stigann, lokaði hann dyrunum vendilega, og setti ljósin þannig, að þau báru nokkurn veginn jafna birtu um allt herbergið, svo að hvergi voru dimmir skuggar. Svo settist hann aftur á hæg- indastólinn sinn, tók bréf abbadísarinnar, og las það vandlega yfir. Hann las eina setningu í því aftur og aftur, og á andliti hans brá fyrir nöpru hæðnisglotti. “Þetta er svei mér vel að orði komizt, ‘þar til arfsvon hennar hefir rætzt’. Það er með öðrum orðum: Vegna arfs þess, sem hún á tilkall til eftir mig, vilja þau umfram alt halda stúlkunni hjá sér, þar til eg er kominn undir græna torfu. Það er auðséð að þeim er ekki eins kunn- ugt um eignir mínar, eins og mér; annars myndu þau ekki vera svona örugg um, að dótturdóttur mín eigi að erfa þær. Það væri ágætt hrekkja- bragð, að láta þessa gráðugu hræfugla halda stúlkunni í þeirri von, að hún sé réttur erfingi, og láta svo koma í ljós, þegar fjandinn sækir mig, að hún eigi ekki löglegt kall til'svo mikils sem eins fets af allri jarðeigninni. Það er ekki laust við, að mig langi til að gera það. Eða hvað get eg gert við hana hérna? Á eg að gera hana leiða á lífinu, og koma henni til að fyrirfara sér eða hverfa aftur til klaustursins? f klaustrið myndi hún alls ekki fást til að fara aftur, og hitt er hálfógeðfellt líka, því að hún er þó hold af mínu holdi og bein af mínum beinum.—Eg hat- aði föður hennar, og formælti móður hennar, og svo á barn þeirra að koma hingað eftir allt sam- an, og vera mér til huggunar í elli minni. Ha, há, ha! Það yrði víst dálagleg huggun í því fyrir mig, að hafa dóttur Juliens Durand hérna hjá mér — mér, sem bölvun allra mannanna barna hvílir á eins og martröð, mér, með mitt “for- herta hjarta, og með minn visna heila, mér, sem er gabbaður af vinum miínum og ofsóttur af afturgöngum, sem hafa fengið það hlutverk, að hefna þeirra framliðnu, jafnvel áður en eg er sjálfur kominn í tölu þeirra látnu. Nei, nei, þá er betra fyrir hana, að vera meðal hinna frið- sömu og guðhræddu kvenna, jafnvel þótt bæði sál hennar og líkami veslist upp af tilbreytingar- leysi klausturlífsins. Það er þó skárra að skömm- inni til, heldur en að vera hér í þessu óttalega húsi!” Hann tók penna, og skirfaði í snatri: Professional and Business " Directory— Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 DR. A. V. JOHNSON DENTIST Dr. L. A. SIGURDSON • 528 MEDICAL ARTS BLDG. 506 Somerset Bldg. Consulta/tions by Appointment • Office 927 932 Res. 202 398 Adrienne! “Eg þori ekki að verða við áskorun þinni um að leyfa þér að koma hingað til mín. Eg hefi ekki neitt hæfilegt heimili að bjóða þér, og hjarta mitt er lokað fyrir sérhverri bæn frá barni föður þins. Hann var fjandmaður minn — eg hataði hann. Eg útskúfaði minni vanþakklátu dóttur, og óskaði henni allra óbæna, þegar hún kaus hann framar en mig, og nú biður þú barnið þeirra, um bústað við hjarta mitt. Það er engin leið að því, því að hjarta mitt er ekkert annað en eintómt óslökkvandi bál hat- urs og heiftar, svo að þar er ekki nokkur smuga opin fyrir ást eða vingjarnlegar tilfinningar. Eg verð sí og æ að lifa undir bölvun mlíns eigin geð- ríkis, minnar eigin vanstillingar. Eg álasa eng- um; eg veit, að æfiskeið mitt hefir verið illt, breytni mín ill og grimmúðug við þá, er næstir mér hafa staðið. Þess vegna er eg nú í elli minni einmana og vonlaus. Nú reyni eg að hafa hugann við vinnu mína. . Það eru meinlaus og saklaus störf, sem eg hefi nú fyrir stafni, og eg vil ógjarnan falla í fleiri freistingar. En ef þú kæmir til mín, þá myndu gömlu tilhneigingarnar, gömlu ástríðurnar vakna aftur. Að kvelja og pína, að misbeita valdi því, sem mér er fengið í hendur, það er eðlisfar mitt, og því er stjórnað af einhverjum óaftur- t kvæðum lögum, sem eg verð að hlýða. Vesalings stúlka! Vertu kyr hjá systrunum góðu; þær verða betri við þig, heldur en mér er auðið að vera; þær eru saklausar, þær eru óspjall- aðar, og hjá þeim getur vonzka heimsins hvorki flekkað sál þína né líkama. Þú getur ekki orðið mér til neinnar hugg- unar eða ánægju. Eg er ekki annað en gamalt skar, sem enginn getur blásið lífi í, gömul rúst, sem enginn viðvindill getur vafið sig um og skreytt með grænu blöðunum sínum. Eg get á- nafnað klaustrinu dálitla dánargjöf, sem mun tryggja þér áhyggjulausa og góða framtíð með- al nunnanna. Lengra get eg ekki farið því að auðæfi mín eru töluvert minni, heldur en margir ætla, og meiri hluti þeirra verður að renna til annara, sem eiga löglegt tilkall til hans. Það er þess vegna bezt, bæði að því er snertir þína tím- anlegu og eilífu velferð ,að þú verðir kyr þar sem þú ert nú. Hversu þungbært sem þér kann að virðast þetta hlutskifti þitt að ýmsu leyti, þá er það þó margfalt ákjósanlegra, heldur en að koma til mín, og þess vegna verð eg að leggja ríkt á við þig, að vera kyr í klaustrinu. Etienne Lecour”. Svo náði hann sér í aðra pappírsörk, og sett- ist við að sktifa abbadísinni. Maddama! Eg hefi meðtekið bréf yðar, og varð mjög forviða er eg las það. Eg hefi ætíð haldið, að dótturdóttir mín væri skjólstæðingur yðar í sér- stakri merkingu, og án nokkurs tillits til með- lagsins. Það er eftir fyrirmælum mínum, að hætt hefir verið við að borga yður meðlagið, með því að Adrienne er nú orðin fullra átján ára, og hef- ir þess vegna þegar unnið fyrir sér í tvö ár. Eg veit, að hún hefir verið yður til mikillar aðstoð- ar, og unnið fullkomlega fyrir því sem hún hefir þurft á að halda, og samt sem áður krefjist þér borgunar af mér fyrir föt og fæði, sem hún hef- ir margborgað með vinnu sinni. Þér biðjið mig að nota myndugleika minn til þess, að knýja hana til að vera kyrra hjá yður, og skrifið blátt áfram, að slíkt sé trygging fyrir því, að auður minn renni á Sínum tíma til klaust- urs þess, er þér veitið forstöðu. Eg skal trúa yður fyrir leyndar máli, einu maddama: Auður minn er blátt áfram fólginn í lífeyri, sem eg hefi í fasteign mikilli, er var arfur síðari konunnar minnar, Louise Mendon, dóttur Monreuils. Ad- rienne á ekkert tilkall til hennar. Lögin hér í Louisianna eru æði ströng, að því er þetta atriði snertir, og hér er nóg af erfingjum, sem myndu mótmæla því harðlega, ef eg arfleiddi einhvern af mínum ættingjum að eignum þessum. Eg get arfleitt ungfrú Durand að reitum þeim, sem eg hefi sjálfur nurlað saman, en þær renna ekki til hennar fyr en eg er látinn. Hafið hana hjá yður, ef þér viljið, eða látið hana fara út í buskann, ef yður þykir hún óstýrilát. Hún er nú orðin svo gömul, að hún ætti að geta séð fyrir sér sjálf. Jafnvel þótt eg breytti öðruvísi við hana, þá myndi dóttir Juliens Durand naumast verða mér þakklát fyrir það, því að uppreistar- andinn liggur í blóðinu, og eg kæri mig ekkert um, að hafa hana hjá mér sem endurminningu um atburði, er eg helzt af öllu vildi geta gleymt. Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nefcs og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutimi: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank otf Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DR. H. W. TWEED Tannlxknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 9t. PHONE 926 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Lid. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sfmi 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. • TELEPHONE 927 025 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken WINDATT COAL CO. LIMTTED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um útfanr. Aliur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann fillg>r.nfTr minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 923 055 Winnipeg, Canada Union Loan & Investment , COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 925 061 510 Toronto General Trusts Bldg. CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Mcm. Phone 928 211 Manager: T. R. THORVALDGON Your Patronage Will Be Appreciated M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 1147 Ellice Ave. Sími 31 670 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 308 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMI 37 466 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. NEW ADDRESS: WHITLA Bldg., 70 ARTHUR ST. WINNIPEG, MAN. C. A. Johnson, Mgr. THOS. lil kSIIV & SIIVS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.