Heimskringla - 26.12.1951, Page 6

Heimskringla - 26.12.1951, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. DES., 1951 WESTON’S brauðgerðin óskar öllun skiftavinum sínum og íslendingum sér staklega á hátíðinni sem fer í hönd. Vér minnumst um leið með ánægju og þakklæti viðskifta I þeirra á árinu og æskjum áframhalds þeirra. 666-676 ELGIN AVE, PHONE 23 881 Every Christmas Gift purchased at H.l will be wrapped in H.R/s Blue-and-Silver Christmas Glitter tuíthout extra charge HOLT RENFREW TIL VINA OG VIÐSKIFTAMANNA VAN’S ELECTRIC 636 Sargent Ave. .. Phone 721 453 .. Winnipeg, Man LIMITED Löggilt 11. apríl 1909 Taka á móti korni, senda korn og flytja út Umboðsmaður—Gimli, Man B. R. McGibbon Aðalskrifstofa STOFNSETTUR 1871 A Complete Banking Service Vér tökum þetta tækifæri til að þakka okkar mörgu viðskiftavinum viðskiftin á árinu 1951 og óskum þeim og öllum íslendingum Gleðilegra Jóla og Farsæls Komandi Árs. Cor. William and Albert Telephone 935 441 GUNNAR HJARTARSON 1891 — 1951 “Skjótt hefir sól brugðið sumri”, þessi fyrsta hending úr erfiljóði Jónasar Hallgrímsson- ar eftir jBjarna Thorarensen, flaug mér í hug þegar eg frétti um hið sviplega fráfall vinar míns, Gunnars Hjartarsonar hinn 29. ágúst síðastliðinn. Með honum er horfinn úr hópi Vest- ur-íslendinga, maður sem var þeim og þjóð sinni yfirleitt, til sóma, hvar sem hann fór. Gunnar var fæddur að Flauta- felli, í Þistilfyrði, Norður-Þing- eyjarsýslu, 2. janúar, 1891. Hann var því liðlega sextugur þegar hann dó. Foreldrar hans voru: Hjörtur, hreppstjóri, Þorkels- son bóndi á Flautafelli, og síðar á Ytra álandi, í sömu sveit, og kona hans Ingunn Jónsdóttir. Hjörtur og Ingunn eignuðust 9 börn, 7 drengi og 2 stúlkur. Hver aldursröð þeirra ér veit eg ekki; en nöfn þe-irra eru þessi: — Björn, dáinn fyrir nokkrum ár- um; Ólafur, einnig dáinn; Hall- ur, dó ungur; Hermann, dáinn; Gunnar, dáinn 29. ágúst, eins og fyr segir. Tveir bræðranna eru enn á lífi: Tryggvi og Einar, báðir bændur á Langanesströnd- um. Systurnar eru báðar á lífi. Guðbjörg er gift séra Jakobi Ein arssyni á Hofi í Vopnafirði, en Halldóra er gift Jóni Jónssyni bónda í Borgarfirði, syðra. Auk þessara barna ólu þau hjónin upp Guðbjörgu Jónsdóttir, nú Mrs. Anderson í Winnipeg. - Þegar eg nú rita nöfn þessara systkina, kemst eg ekki hjá því að minnast hins eina þeirra, fyr- ir utan Gunnar heitinn, sem eg Útibú MONTREAL TORONTO REGINA CALGARY 80 sveitakornhlöður Endastöðvar í Calgary og Port Arthur ‘Gamalt félag, sem orð hefir á sér fyrir ábyggilég viðskifti” hafði nokkur persónuleg kynni af. En það var séra Hermann, um eitt skeið prestur á Skútu- stöðum við Mývatn. Árið 1935 vorum við Hannes bróðir minn og séra Friðrik Friðriksson, prófastur í Húsavík, gestir hans á Skútustöðum. Kyntist eg þá að nokkru risnu hans, höfðing- ckap og gáfum, er gjörðu heim- I sóknina til hans minnisstæða. En' því á þetta atvik hér heima, lö þegar eg kyntist Gunari bróður hans skömmu síðar, var mér vandalaust að þekkja ættar- mótið. * Sumarið 1911 flytur Gunnar vestur um haf til Canada. En ekki hefir hann staðnæmst þar lengi, því næsta ár nemur hann land í Montana, í Bandaríkjun- um í grend við þorpið Ethridge. Hinn 15/ desember, 1916, giftist hann eftirlifandi konu sinni, Rósu Maríu Steinþórsdóttur, Gunnlaugssonar og byrjuðu þau þá þegar búskap á landnáms- jörð hans. Mörg fyrstu árin í Montana voru erfið, sökum þurka og þarafleiðandi uppskeru brests. Fluttu þá margir ná- grannar þeirra burt af þeim or- sökum, en þau Gunnar sátu kyr og biðu betra árferðis. En stað- festa þeirra og þrautseyja hefir borið þeim góðan ávöxt, og voru þau kominn í mjög góð efni þeg- ar örlögin kölluðu Gunnar til hvíldar. Föður sinn lifa 3 mjög efnilegir synir, allir yfir 6 fet á hæð og allir góðir drengir og manndómsmenn. Eru þeir eftir aldursröð: Garðar, hann var í sjóher Bandaríkjanna í síðasta stríði og var sendur til íslands, með því liði er þangað fór. Not- aði hann vel tímann á ættjörð- inni, því hann hertók hjarta einnar Reykjavíkur stúlknanna, Sigríðar að nafni, og giftist henni. Eiga þau nú 3 littlar stúlkur; Steinþór, giftur Amer- ískri konu. Þau eiga einn dreng; Hjörtur, giftur Amerískri konu. Steinþór og Hjörtur voru einn- ig í Bandaríkjahernum, en ekki er mér kunnugt um í hverri deild þeir voru, eða stöðu þeirra. Nokkur síðustu árin hafa þeir Garðar og Hjörtur átt félagsbú með föður sínum, en Steinþór býr sér, nálægt Cutbank, skamt frá bræðrum sínum. Til marks um það að þeir feðgar hafa fært út kvíarnar má geta þess, að á þessu síðastliðna sumri, tóku þeir uppskeru af nærri 1000 ekr- um af korni, að líkindum mest hveiti. Gunnar hafði notið talsverðrar mentunar á íslandi og naut þess vegna betur ágætra gáfna. Enda varð hann brátt forystumaður ýmsra nytsamlegra framkv. í sveit sinni hér vestra. Var hann formaður Toole County Draft Board, meðlimur í Benevolentl and Protective Order of Elks, No. 1632 of Cut Bank, o.fl. Þegar verið var að byggja Elliheimilið “Stafholt” í Blaine gaf hanntil þess fyrirtækis $1,000. Hann hafði ráðgert að heim- sækja ættjörð sína frændur og vini þar á komandi sumri. En órlögin bundu skjótan enda á það áform hans. Hann veiktist um kl. 4 e.h. hinn 29. ágúst. — Læknir var þegar kallaður og lét hann flytja Gunnar tafarlaust á sjúkrahús í Cut Bank. Þar and- aðist hann kl. 10 um kvöldið. Laugardaginn, hin l.sept. var bann jarðsunginn frá lútersku kirkjunni í Shelby, að yiðstöddu fjölmenni. Gunnar var einn þeirra manna sem maður telur sér gróða að hafa kynnst. Hann var hinn á- sjálegasti að vallarsýn og í svip hans lýsti sér sú festa í skap- gerð, sem vakti manni traust til hans, jafnvel við fyrstu sýn. Framkoma hans öll var hin prúð- mannlegasta ofy þó hann héldi fast fram skoðunum sínum, þeg- ar um skoðanamun var að ræða, gjörði hann það með kurteisi og skynsamlegum rökum, en aldrei með ofstopa eða staðlausum stað hæfingum. Hann var verulegur höfðingi í lund og kom það með- al annars fram við gesti sem að garði bar. Voru þau hjónin sam- hent í slíku og átti kona hann sinn fulla skerf í því hve gestum var þar gott að koma sem þau réðu húsum. Hann skilur eftir ljúfar og fagrar minningar, ekki aðeins í klökkum hjörtum konu og barna, heldur einnig allra þeirra er þektu hann. Og sveitin hans saknar ötuls, hag- sýns og góðviljaðs forystu- manns. Grátperlur glóa á gröf þinni vinur. Frjófga þær foldu. Unz fögur blóm rísa naót röðli. Er rökkrið dvín. Ætt þinni og ekkju opnast þá heimur, Ljúfra minninga, er lífið veitti. Færir þeim fró og frið í sál. Hann er ei horfinn, sem harmið þið látinn, því augum ástar, er ekkert hulið. — Far nú sæll vinur, í föðurskaut. A. E. K. EINBÚINN í ATLANTS- HAFINU Mikið úrval af íslenzkum jóla- kortum, með fallegum jólavísum, 15 cent hvert. Fást nú í Björns- son’s Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. WINNIPEG BRANCHES: Main Office—Main Street and McDermot Avenue Broadway Avenue and Donald Street Main Street and Redwood Avenue North-End Branch—Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Avenue and Sherbrook Street Portage Avenue and Kennedy Street Portage Avenue and Sherbrook Street Union Stockyards, St. Boniface , Also at: Selkirk, Man., — Teulon, Man. í Noregi hefur verið starfandi í nokkur ár félag, sem nefnist Norsk-Isandsk samband, og þarf r.afnið ekki skýringar við. Félagið hefur nýlega gefið út bók um ísland, á vegum bóka- forlagsins Gröndahl and Sons í Oslo. Bók þessi er eftir kunnan lögmann, Sven Brun að nafni og nefnist Eneboeren í Atlanter- havet, Smaa Islands besög. Þetta er um margt sérstæð bók, sem eigi má liggja þannig hjá garði, að hennar sé ekki get- ið hér á landi. Að frágangi öllum er bókin, sem er 220 bls. óvenjulega vönd- uð og smekkleg, prentuð á á- gætan myndapappír svo að hinar mörgu myndir njóta sín prýði- lega. Þetta er yfirborðið, en svo er efnið. í formála bókarinnar, sem er ritaður í apríl 1949, segist höf- undurinn hafa komið tvívegis til Islands, 1937 og 1939, og að bók- in eigi rót sína að rekja til áhrifa og minninga frá þessum ferðum. Þetta er engin venjuleg ferða- saga, þó efnið sé að nokkru skipulagt með tilliti til ferða höfundarins. Aðeins einn kafli: Ferðin til Öræfa, er með ferða- sögu sniði, en til Öræfa fór höf- undurinn 1939 með Ragnar Ás- geirsson sem fylgdarmann. Bókin skiptist í þessa kafla: Einbúinn í Atlantshafi. Frá Björgvin til Vestmanna- eyja. Frá Vestmannaeyjum til R*.- víkur. Reykholt. Borg. Frá Skallagrími bónda til yorra daga. Breiðifjörður. Vestfirðir. Horn. Norðurland. Reykjavík. Þingvellir. Ferðin til Öræfa. íslendingar og Norðmenn. Þó að bók þessi sé ekki ferða-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.