Heimskringla - 23.07.1952, Blaðsíða 1
AT ALL LEADING GROCERS
Super-Quality
“BUTTER-NUT”
BREAD
“Tops in Quality & Taste”
CANADA BREAD -look for the
BrigHt Red Wrapper
AT ALL LEADING GROCERS
Super-Quality
“BUTTER-NUT”
BREAD
“Tops in Quality & Taste”
CANADA BREAD -look lor the
Bright Red Wrapper
LXVI ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN , 23. JÚLÍ, 1952
NÚMER 43.
FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
DUPLESSISSTJÓRNIN i
ENDURKOSIN
í kosingum sem fóru fram í
Quebec-fylki s.l. miðvikudag,
vann nationalistarstjóm Dupless
is með yfirgnæfandi meirihluta.
Stjórn hans hefir nú 68 þing-
rnenn af 92 alls.
Liberalar náðu í 23 þingmenn
og þykjast góðir af því!
Á það -ber þó að líta að þeir
höfðu aðeins 8 áður.
Þetta eru þriðju kosningarnar
i röð sem Duplessis forsætisráð-
herra vinnur.
Nokkur gauragangur var kosn
ingunum samfara. Á ýmsum stöð
um skiftust kjósendur á skotum.
Varð að kalla her til að skakka
þann leik. Slys hlutust ekki af
þessu.
Ef kjósendur gertgu til verks
í sambands kosningum eins og
þeir gera í fylkiskosningum,
hefðum við nú betri stjórn í Ot-
tawa.
FRÁ OTTAWA
Síðasta starf þingsins í Ot-
tawa, sem nýlega var slitið, var
að heyja deilu um kjördæmi.
Drews, leiðtoga íhaldsflokks-
ins, sem liberalstjórnin ákvað
að leggja niður, með nýju kjör-
dæmaskipuninni. Var upp aftur
og aftur bent á að ekkert í sög-
unni minti á annan eins klíku-
skap og fram hefði komið við
þessa kjördæma endurskipun
hjá St. Laurent-stjórninni, þar
com ráðist er á hvert kjördæmi
stjórnarandstæðinga af öðru og
þau lögð niður. Og nú sáðast
kjördæmi foringja aðal-andstæð-
ingaflokksins. Pólitísk saga nú-
verandi stjórnar var orðin nógu
gruggug, þó þessu væri ekki
bætt við.
HEIÐURS-ERINDSREKI TIL
BRETLANDS OG NOREGS
W.O.2 Magnús Stefansson
Stöðugt fer þeim fjölgandi
ungmennunum af íslenzku bergi
brotin, sem ryðja sér fram á við
til frægðar í ýmsum stéttum
þjóðfélagsins hér vestan hafs. í
æði mörgum tilfellum verður
maður þess var, að ungmenni af
íslenzku bergi brotin, standa þar
talsvert framar öðrum 'þjóð'
flokkum í landi hér, samanborið
við fólksfjölda.
Nýverið hefur ungur maður af
íslenzku bergi brotinn getið sér
stórkostlegan heiður fyrir fram-
úrskarandi starf í Air Cadet
League of Canada. Þessi ungi
efnilegi piltur er Magnús Stef-
ansson, sSnur Björgvins og
Kristínar Stefánsson, að 740
Banning St. hér í borginni. ,
Magnús eða Mac, eins og hann
er oftast kallaður af félögum
sínum og ættmennum, hefur hlot
meðlimum A.C.L.O.C., og einn
af þremur úr 1,200 í Manitoba til
að verða fulltrúi þessa fylkis á
; kynningarráðstefnu Air Cadet
League of Canada, sem það hef-
ur haft með höndum síðast liðin
fimm ár. í sl. mánuði voru þessir
tveir ungu menn gerðir kunnug-
ir æðstu embætismönnum A. G.
L.O.C. í Ottawa, sem voru hér á
ferð. Og úr prívat bréfi sendu
Magnúsi af forseta Manitoba
Air Cadets, segir hann:
“Það gleður mig mikið að
mega tilkynna þér og staðfesta,
að þú ert einn af 25 Royal Can-
adian Air Cadets í Can., sem ert
valinn til að ferðast til Englands
og Evrópu á okkar kostnað í
sumar. Eg óska þér til hamingju.
Vinir okkar á Englandi eru að
undirbúa skemtilega móttöku
fyrir þig, og eg veit, að þú munt
skemta þér hið bezta, og einnig
veit eg, að þú verður fulltrúi
Canada, sem hún má vera upp
með sér af.
Áður en eg loka bréfinu leyfi
eg mér að segja, að mér er per-
sónulega kunnugt um þína
framúrskarandi góðu einkunn í
Cadet-félaginu og þykir mér
mjög ánægulegt að þú hefur vel
verðskuldað þennan mikla heið-
ur.”
Dagblöð hér hafa farið lofsam-
legum orðum um þessa útvöldu
ungu menn og á einum stað seg-
ir Mr. G. M. Ross, aðal-yfirmað-
ur A.C.L.O.C. 1 Ottawa:
“Þetta eru mjög efnilegir ung-
ir menn og eg er sannfærður um,
að þeir munu gera þjóð sinni og
fylki stóran heiður með því, að
vera fulltrúar hennar.”
Þar sem þeir ferðast um, skoða
þeir flugskóla og verksmiðjur
og kynna sér allt þar að lútandi.
Þessir þrír ungu menn eru allir
18 ára gamlir.
Fara þeir fyrst til Lachine,
Quebec þar sem þeir verða að
hafa ýmsar æfingar áður en þeir
ieggja af stað.
Árið .1949 var Magnús á 75
ára afmæli Fargodaorgar. Var
Mac sendur þangað til að sýna
list siína. Hann er útskrifaður af
Daniel Maclntyre háskólanum.
Síðast liðið sumar vann hann
flug-verðlaun og einkaleyfi til
að fljúga.
Auk þess að ferðast til Bret-
lands, fara tveir frá Canada til
Noregs, og er Magnús annar
þeirra.
Magnús lagði af stað í ferðina
20 júlí, flugleiðis og verður rúm-
an mánuð í burtu.
DÁNARFREGN
Jóhannes Kristófer Pétursson
j andaðist að heimili sínu, 649
; Home St., hér í borginni 19. þ. m.
! 77 ára að aldri. Hann var áður
! lengi bóndi og landnemi að
Wynyard, Sask.; kom til Can-
j ada fyrir 49 árum, en til V/inni-
i peg kom hann asamt konu sinni
fyrir 15 árum. Hér do kona hans,
Þorbjörg Hósíasdóttir, fyrir
nokkrum árum, eiga þau sex
mannvænleg börn á lífi. fjóra
syni og tvær dætur. Börnin eru:
Hósías, bóndi að Wynyard;
Jörgin, búsettur -í Winnipeg;
Björn, í Yellowknife, N. W. T.;
Ragnar í Hartford, Conn.; Björg
Mrs. Peters; og Petra, Mrs.
Smith, sem báðar eru búsettar í
Boston, Mass.
J. K. Pétursson var hægur
maður og hreinlundaður, félags-
maður ágætur, tillögu góður og
Hann var ættaður
ið þann heiður, að vera einn af | hjálpsamur.
tuttugu og fimm úr 18,000 úr Austur-Skaftafellssýslu,
fæddur á Geirsstöðum í þeirri
sýslu, lærði ungur klæðskeraiðn,
bæði á íslandi og Noregi, en þá
iðn, stundaði hann aldrei eftir
að hingað kom.
Jarðarförin fer fram frá First
Federated kirkjunni hér í borg-
inni á morgun (24. júlí), kl. 2
e.h. Séra Philip M. Pétursson
jarðar. —S. O.
DÁNARFREGN
Alex Johnsson
Alex Johnson fyrrum korn-
kaupmaður hér í Winnipeg, lézt
19. júlí að heimili sínu 924 Sel-
kirk Ave. í bænum. Hann var 65
ára.
Hann stundaði hér um hrtíð
kornsölu, en var 17 síðustu árin
sem hann lifði í þjónustu Sam-
bandsstjórnar í deild Canadian
Loan Board.
í viðskiftaheiminum hér var
Alex víðkunnur. En hann var
eigi síður kunnur á meðal landa
sinna. Hann tók mikinn þátt í
félagslífi þeirra og mátti svo um
hríð heita, að hér væri ekki sam-
koma svo haldin, að hann og
kona hans skemtu þar ekki með
söng. En þau sungu bæði unaðs-
lega. Hinn látni var og mörg ár
formaður íslenzka karlakórsins í
Winnipeg.
Alex var sonur Jóns Jónsson-
ar frá Hjarðarfelli og konu hans
Vilborgu Guðmundsdóttir Hall-
dorsson. Hann lifa kona hans
Louisa Thorsteinsdóttir Thor-
láksson. Var faðir hennar bróð-
ir séra Steingríms, en móðir
hennar hét Hlaðgerður Laxdal.
Voru séra Friðrik Bergman og
hún syskinabörn.
Börn Alex heitins og Louisu
eru 2 á lífi: Alexander og Trev-
of, en 2 eru dáin.
Útförin fer fram í dag (23.
júlí) frá Fyrstu lútersku kirkju.
FALLIN í ÓNÁÐ
Þess var fyrir nokkru getið,
að Anna Pauker, utanríkisráð-
herra Rúmeníu og mattarstólpi
Kommúnista flokksins og Kom-
inform í mörg ár, hefir nú orðið
að þoka úr sessi og er sökuð um>
að hafa vikið frá hinni einu og
sönnu línu frá Moskva. Jafnvel
hún mun hafa reynst of sjálf-
stæð í skoðunum og of trú landi
sínu fyrir valdhafana í Moskva,
sem nota 'leppríkin fyrir mjólk-
urkýr og hirða ekki um efnahags
vandræði þeirra.
“GLÆPSAMLEGT
KÆRINGARLEYSI
l Með ofanskráðum orðum hef-
ir dómur verið kveðinn upp yfir
manninum sem stýrði fólksflutn
ingsvagninum, sem varð 8 manns
að bana, er hann rakst á vöru-
vagn 3. júlí um 3 mílur suður af
St. Norbert. Nafn vagnstjórans
er Robert Stavos frá Crookston,
Minn. Vörn hans í málinu var sú
að hann hafi vegna ljósa frá bíl-
um er hann mætti á þessum slóð-
um, orðið’að snúa nokkrum ljós-
um augnabliksstund af, rétt í því
er slysið vildi til.
Sá er vörubílnum stýrði, er á
veginum stóð kyr, var sýknaður.
Slysið og dauði hinna átta
manna var kallað tilfallandi at-
vik (accidental) og er með því
fólksflutningafélagið ekki á-
byrgðarfult fyrir neinu.
FRÁ HELSINKI
Olympsku leikarnir hófust s.l.
laugardag í Helsinki á Finn-
landi.
Koma þar saman heimsins
mestu íþrótta kappar, um 5,870
að tölu, frá 70 þjóðum.
Á íþróttavellinum eru sæti
fyrir 70,000 manns og er haldið
að ekki veiti af.
Forseti Finnlands, J. K. Paasi
kivi setti hátíðina og mælti á
finsku, sænsku, frönsku og
ensku.
Fjölmennur hljómleika flokk-
ur spilaði við opninguna.
Eric von Frenckell, formaður
íþróttanefndar Finnlands, bauð
íþróttamenn og gesti velkomna.
Hann sagði meðal annars:
“Það er oss mikil ánægja, að
hafa íþróttaleikana í Finnlandi,
landi, þar sem Austrið og Vestr-
ið geta mæst án hrindinga.”
Inn í íþróttahöllina, sem er
undra stór og fögur, komu svo í-
þróttadeildirnar og gengu fyrir
forseta. Fyrstir voru Finnar,
með merkið “Kreikka”, (Grikk-
land) á stórri veifu. Á eftir þeim
komu Austur-Indverjar, holl-
enskir með kápur á herðum sér
utan yfir íþróttabúningnum. Á
eftir þeim Argentínumenn, í
dökkbláum treyjum og hvítum
buxum, og þar næst Brazilíu-
menn, í bláum treyjum og gráum
buxum eða kjólum — settum
gulum veiðimannamerkjum. Bul
garar í gráum fötum. Á eftir
þeim Bill Parnell, hlaupari frá
Vancouver, haldandi á canadiska
fánanum og á hælum honum í-
þróttagarpar héðan í bláum bún-
ingi.
Næst komu Egiptar í gráum
fötum, með rauð hálsbindi.
Guatamela- íþróttamennirnir,
voru klæddir rauðum og bláum
treyjum og bar mikið á búningi
þeirra.
Sikhar með túrbana á höfði,
báru fána Indlands. frska sveitin
var græn klædd.
Sveit frá Japan var þarna í
fyrsta sinn síðan 1936. Þeir
drógu niður fyrir framan forset-
an fána sinn “The Rising Sun”,
Jugóslavar gerðu slíkt einnig.
Fyrir - Suður-Koreudeildinni
var mikið klappað þegar hún
gekk fyrir forseta.
Svo kom í ljós maður sem
Jacob Kusenki hét, beljaki hinn
mesti og sem hlaut að vera bers-
erkur að kröftum og hélt á fána
Rússa. Hann er aflranna kappi í
að lyfta hlutm. Flokkurinn sem
honum fylgdi, var mjög fjöl-
mennur, klæddur hvítu með rauð
hálsbindi. Þetta er í fyrsta sinni,
sem Rússar taka þátt í olym-
sku-leikjunum. Fyrir þeim var
klappað, en þó meira fyrir flokki
Norðmanna, er komu á eftir Rús
sum.
Fyrir þjóðverjum var klappað,
sem nú koma fram í fyrsta sinni
síðan 1936.
Heikki Savolainen, sem verið
hefir í 29 ár íþróttakappi Finn-
lands, kom þá fram fyrir áheyr-
endur og vann eið að þvtí, að
stjórna svo íþróttum sem bezt
sæmdi þessu alheims-íþróttamóti
og landinu, sem það færi fram í.
FRÉTTIR FRÁ NEFNDINNI
f KENSUSTÓLSMÁLINU
Föstudagskvöldið 11. þ. m.
lögðu af stað frá Winnipeg þeir
Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Lár
us A. Sigurdson, Einar P. Jóns-
son og W. J. Lindal, dómari.
Ferðinni var heitið til Minne-
apolis og var hún farin í erind-
um íslenzka háskólaembættisins.
Valdimar Björnsson, fjármála-
ráðherra Minnesotaríkis, sem
ráðstafaði ferðinni ásamt Dr.
Lárusi, bauð nokkrum íslending-
um í Minneapolis og St. Paul og
gestunum til morgunverðar í
Curtishótelinu á laugardags-
morguninn og komu saman þar
14 manns. Að morgunverði lokn-
um skýrði Valdimar frá erindi
gestanna og bauð siíðan Dr. Thor-
lakson og félögum hans að taka
til máls, og bentu þeir á að nú
sem stendur væri komið í sjóð-
inn um $195,000.00 og létu þess
getið að ekki væru nema fáeinar
af íslenzku bygðunum, sem ekki
hefðu byrjað að safna í byggðar-
stofnendasjóð.
Valdimar Björnsson hóf þátt-
töku Minnesota fslendinga með
því að leggja fram rausnarlegt
tillag og bað svo aðra að taka til
máls. Það gerðu allir viðstaddir
og hver einasti kvaðst ekki ein-
ungis vera hlyntur málefninu,
heldur fús á að taka f járhagsleg-
an þátt í því.
Svo var skift verkum. Einar
P. Jónsson og W. J. Lindal
héldu áfram til Minneota, Dr.
Thorlakson og Hjörtur Lárus-
son, einn af leiðandi íslending-
um í Minneapolis, skruppu út á
land í aðra átt, en Dr. Sigurdson
varð eftir í Minneapolis, til að
eiga tal við menn, sem ekki gátu
M O R G U N N
Drýpur í þögn af þollsins hvarmi
þrúngin sumardögg.
Ekki er þetta þó af harmi
það er vissa glögg.
Ungum blöðum gefur gróður
greina til hann nær.
Starfshönd hinnar miklu móður
moldum hlúað fær.
Hrímfaxi um loftið líður
leið um óttuskeið,
Nóttin húmklædd honum ríður
harða þeysireið.
Méldropar hans foldu frjóva,
fegra dal og hól,
þeir í dögg á grundum glóa
glatt í morgun-sól.
Skinfaxi um bláhvelsboga
brokkar farna leið,
hristir fax í ljósum loga
létt hann rennur skeið.
t
Glömpum slær af gullnu hári
gegnum húmin dökk
merlar jörð í morguns-ári-
Moldin grætur þökk.
Jón Jónatansson
verið við morgunverðinn.
Eitt athyglisvert við þessa
ferð, sem lýsir svo vel samhug
Minnesota-fslendinga í þessu
máli, var það hvernig þeir ráð-
stöfuðu því að koma Einari P.
Jónssyni og Lindal dómara til
Minneota, sem er um 180 mílur
suðvestur frá Minneapolis. Matt-
hías Thorfinnsson ók með þá
hálfa leið og þar mætti þeim Jón
Metúsalemsson frá Minneota,
sem for með þá til Minneota og
var með þeim það sem eftir var
kvöldsins. Á sunnudaginn tók
Júlían Gíslason við og ók með
þeim út um bygðina þar til kom-
inn var tími að snúa til baka.
Þá tók bróðir hans við, Joe Gísla
son og ók hálfa leið til baka og
þar mætti hann bróður sínum
frá Minneapolis, Jack Gíslason,
sem fór með gestina alla leið að
járnbrautarstöðinni í Minneapol-
is, en þar voru til staðar Dr.
Thorlakson og Dr. Sigurdson og
var þá haldið heimleiðis til
Winnipeg.
Svo vel hittist á, að íslenzku
konurnar í Minneapolis og St.
Paul, sem hafa haldið við félags-
skap, sem nefndur er Hekla,
höfðu stofnað til skemtunar á
sunnudaginn við eitt af hinum
mörgu og fögru vötnum í Min-
eapolis og þar^söfnuðust saman
um hundrað manns. Læknarnir
Thorbjörn og Lárus voru við-
staddir og bað forstöðunefndin
þá að ávarpa samkomugesti. Þeir
skýrðu frá hvað hefði unnist
á varðandi fjársöfnunina og
þökkuðu fyrir kurteisi þá og
gestrisni, sem nefndinni hefði
verið sýnd. Félagið mun halda
fund í haust og verður þetta mál
þá rætt og ákveðið hvaða þátt
félagið geti tekið.
Ferðin suður heppnaðist ágæt-
iega. Enginn efi er á því að ís-
lendingar Minnesotaríkis fara
langt fram yfir lágmarkið. Á
þessum tveimur dögum var safn-
að yfir þúsund dollurum.
Það var margt í sambandi við
þessa ferð, sem hefði verið gam-
an að minnast á, svo sem gest-
risnina og samhug allra. En það
er tvennt, sem öðru fremur snart
hjartarætur nefndarmanna: —
Allir, bæði konur og menn, sem
nefndarmenn töluðu við, voru
málefninu hlyntir og fúsir til að
taka fjárhagslegan þátt í því.
Þetta einhuga samstarf nær
lengra en til íslendinga. Ein
kona frá Connecticut-ríki, gift
íslendingi, Tryggva Willard ís-
feld, hafði engu síður en hann á-
huga á því að leggja peninga í
sjóðinn. Hún hafði numið tungu-
mál við skóla austur frá og henni
Var auðskilið hið pána samband
milli forn-íslenzku og forn-
ensku.
Svo var annað. Allir fundu til
þess að þetta væri mál allra Vest.
ur-íslendinga, og eiginlega mál
allra íslendinga. Þess vegna væri
engin landamæri til hvað ís-
lenzku háskóladeildina snerti.
Það var mikið fagnaðarefni fyr-
ir nenfdarmenn að vita að menn
í Bandaríkjunum litu svona á
málið.
Smánefnd var skipuð í Min-
neota, eða réttara sagt, þrír menn
buðust til þess, að ljúka fjár-
söfnuninni þar, en þeir eru Joe
og Julian Gíslason og Jón Metú-
salemsson.
Valdimar Björnsson, með að-
stoð annara, sem hann útnefnir,
mun ljúka fjársöfnuninni í Min-
neapolis og St. Paul.
Búist er við að íslendingar í
Duluth, New Ulm og víðar í
Minnesota sláist í hópinn.
W. J. Lindal
form., upplýsinganefndar