Heimskringla - 17.12.1952, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.12.1952, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. DES. 1952 Hann krosslagði handleggina á brjóstinu og starði á hana um stund, brúnaþungur og með ógnandi augnaráði. “Þetta getur maður þá að minsta kosti kall- að skörungsskap. Og hvers vgena getur þú ekki orðið konan mín?” “Vegna þess að eg elska þig ekki, eins og stúlka verður að elska þann mann, sem á að eiga hana alla æfi með sál og lákama. Það er einung- is vinátta og þakklæti, sem eg ber til þín, og þú verður þó að játa það sjálfur, að slíkt nægir ekki til þess að byggja hjónaband á því.” “Og allt þetta hefir fyrst rifjast upp fyrir þér á þessu fallega ferðalagi í dag?” mælti hann hæðnislega. “Það lítur svo út, sem það hafi ekki verið að ástæðulausu, er eg var hræddur við þetta ferðalag þitt. Það hefir að líkindum verið húsbóndi þinn, sem hefir frætt þig á því, hverrar tegundar tilfinningar þínar væru—eða var ekki svo? Slíkir menn bera venjulega ágætt skynbragð á allt þess konar”. “Þegiðu!” mælti hún, og augu hennar, sem nýskeð höfðu verið svo dauf, leiftruðu nú sem eldur brynni úr þeim. “Þú mátt skammast þín, að niðra þeim manni sem er tífalt betri, göfugri og drenglundaðri heldur en nokkur okkar ann- ara!” Þegar hún tók eftir breytingu þeirri, er orð þessi gerðu á andliti Ottós, skildi hún, a* hún í augnabliks bræðisinni myndi hafa farið of langt. “Það er þá til allrar hamingju komið svo langt áleiðis með ykkur?” stamaði hann út úr sér. “Þá er sannarlega ölJu lokið milli okkar— alveg lokið. En eg veit líka, hvað eg á nú að gera og ykkur hefir skjátlazt, þegar þið hélduð, að þið gætuð fleygt mér til hliðar eins og ónýtu fati, sem kastað er í sorpið, þegar það hefir gert skyldu sína. Við hittumst aftur, ungfrú Wern- er, og þá talið þér máske við mig í öðrum tón!” Hann mælti þetta með svo ógnandi og ruddalegri röddu, að villidýrseðlið í honum kom greinilega í ljós. En Marta hataði allan rudda- skap, og hún fékk slíkan viðbjóð á framkomu hans, að hún óskaði bess innilega að hún gæti þegar losnað við hann. Jafnvel þótt líf hennar hefði legið við, þá hefði hún nú ekki getað mælt eitt orð til þess að réttlæta sig, eða leiðrétta misskilning hans. Hún var þóttaleg á svipinn, kuldaleg og einarðleg, og þegar hann stökk, hamslaus af reiði fram að dyrunum, eftir að hafa beðið dálitla stund eftir svari, gerði hún enga tilraun til að stöðva hann. “Þú þykist þá ekki þurfa að tala neitt meira við mig?” grenjaði hann upp yfir sig, er hann með svo leiftrandi augum að það var rétt eins og hann æltaði að reka hana í gegn með augunum. “Nei!”, svaraði hún skýrt og með höstum rómi. Rotermund tautaði eitthvað fyrir munni sér, er hún heyrði ekki, og skellti svo hurðinni eftir sér. Hún fann snöggvast til einhvers kvíða, og hún var hrædd um, að hún hefði þó ef til vill ekki breytt alls kostar rétt gagnvart honum. En hún hafði samt sem áður ekki þrek til þess, að brjóta odd af oflæti sínu og kalla á hann aftur, til þess að segja honum, hversu mjög honum skjátlaðist að því er ágizkun hans snerti. Henni fanst svo óttalegt, að sjá hann svona óstjórn- lega reiðan, að hún hugsaði til þess með skelf- ingu, hversu nálægt hún hafði verið komin því, að bindast þessum manni um aldur og æfi. Og hún hugsaði til Hartmanns, hversu ólíkur hann væri þessum ruddalega manni. 7. Kapítuli Löngu áður en boðsgestirnir fóru að hugsa til heimferðar, kom Hartmann til Steinhausen gamla bókhaldara, og sagði honum að hann væri hálf-lasinn, og því næst lét hann aka með sig til næstu brautarstöðvar, og tók þar far heimleiðis. Það var kyrt og fámennt á göt- unum, þegar hann kom heim, enda var þá kom- ið myrkur. Þegar hann ætlaði að fara að ljúka upp götudyrunum hjá sér, heyrði hann að sagt bak við hann með ruddalegri karlmannsrödd: “Gott kvöldið, herra Hartmann! Afsakið, að eg verð að tefja yður dálítið, en eg þarf að tala nokkur orð við yður.” Hartmann sneri sér við, forviða, og þótt dimmt væri, þekkti hann samt, að þetta var Ottó Rotermund, sá hinn sami, sem honum hafði verið komið í kynni við heima hjá frú Werner. “Eg er ekki vanur því, að ræða við menn á götum úti”, svaraði hann rólega. “Og ef það er ekki því brýnna erindi, þá vildi eg helzt biðja yður að flytja það fram í skrifstofunni minni á viðeigandi tíma”. To our many Icelandic Friends and Customers we offer sincere wishes for 1 ❖ (^rísitmas and A Happy New Yearl Gleðileg Jól—Farsælt nýtt ár! SAFEWAY CANADA SAFEWAY LIMITEI) “O, það er svei mér full-brýnt erindi”, mælti Ottó hrottalega. “Og menn fara ógjarnan inn í hús manna, til þess að segja þeim, að þeir hafi hagað sér svívirðilega.” “Eg sé, að þér eruð drukkinn eða ekki með öllu ráði”, mælti Hartmann rólega, og ætlaði inn. “Góða nótt!” En Ottó stökk í veg fyrir hann, og varði honum húsið. “Ekki eitt fet, fyr en þér hafið gert upp reikning yðar. Haldið þér, að eg hafi beðið eftir þér hér í fullar tvær klukkustundir, til þess að láta yður svo hafa mig af yður með hroka og stærilæti, eins og einhvern asna? Það er reglu- legt níðingsverk, sem þér eruð að fremja með framkomu yðar við Mörtu Werner, og eg vil ráða yður til þess, að gæta yðar vel. Algengur og óbrotinn verkamaáur hefir einnig sómatil- finningar, og í einu atriði lætur hann engu frem ur glettast við sig, heldur en hinir svo-kölluðu heldri menn”. “Farið þér bara heim, og sofið þér úr yður”, mælti Hartmann, og ýtti honum rólega til hlið- ar. Járnsmiðurinn stóð örstutta stund með kreppta hnefana og blés þungan. En þegar hann sá, að Hartmann ætlaði að ganga rólega fram hjá sér og inn í húsið, rak hann allt í einu upp eitt- hvert óskaplegt hljóð, og í sömu svipan dró hann hníf frá belti sér og vatt sér að Hartmann með reiddan hnífinn. Hartmann var ekki við þessu búinn, og gat j þess vegna ekki borið af sér lagið, er kom í baK ' honum. Það fór logandi sársauki um allan lík- ama hans, og hann fann, að það rann eitthvað heitt ofan eftir bakinu á honum. En hann var ekki lengi að hugsa sig um. Hann hljóp þegar eftir áflogahundinum, þreif í bringuna á honum og skellti honum af harðri hendi upp að húshlið inni, svo að hann féll máttlaus niður á götuna. Svo fór Hartmann inn til sín, án þess að virða manninn á götunni viðlits. Ibúðarhetbergi hans voru á öðru gólfi, og hann skundaði upp stigann, eins og ekkert hefði í skorizt. Þegar hann var kominn upp, kallaði hann á ráðskonu sína og mælti rólega: “Viljið þér gera svo vel góða frú Wengel, að skreppa til Krugers lækis, og biðja hann að koma snöggvast til mín. Hann verður að hafa unnbúðatöskuna sína með sér, því að eg hefi meitt mig dálítið.” “Guð minn góður!” æpti konan óttaslegin. “Og þér eruð náfölur! Það er þó vonandi ekki neitt hættulegt?” “Nei, langt frá því”, svaraði hann. “Bara ofurlítil skeina. Ef það væri ekki á bakinu á mér, þá gæti eg búið um það sjálfur, og þyrfti alls ekki á lækninum að halda.” Hann fór inn í herbergið sitt, og tók að af- klæða sig. En nú sortnaði honum fyrir augum, og hann varð svo máttlaus, að hann varð að setj- ast á legubekkinn. Og þar sat hann, þegar lækn irinn kom. Læknirinn dró skyrtuna al’blóðuga frá sár- inu og mælti óttasleginn: “Þetta er hnífstunga! Hvar í óskopunum hafið þér fengið hana?” “Það skal eg segja yður seinna, læknir góð- ur. Eg vil ekki gera neina rekistefnu úr því fyrst um sinn. Þetta getur ekki verið mikið, því að eg finn svo sem ekkert til í því.” Hann ætlaði varla að geta komið upp síð- ustu orðunum, og þegar læknirinn lagði ýmsar fleiri spurningar fyrir hann, svaraði hann þeim alls ekki, því að hann hafði misst meðvitund- ina, þegar læknirinn fór að kanna sárið. Daginn eftir var sagt í prentsmiðjunni, að Hartmann lægi í lungnabólgu, og væri mjög hættulega sjúkur. Vinnufólkið var ákaflega hrætt um líf hans, og lét harm sinn og hluttekn- ingu í ljós á ýmsan hátt, og það var engin upp- gerð, því að öllu verkafólkinu þótti í raun og veru innilega vænt um húsbónda sinn. Reimers gamli hafði fundið hina þrjá þúsundmarkaseðla þegar hann kom heim um nóttina og fór að skoða heiðursgjafirnar, og langaði til að hlaupa þá þegar inn til húsbónda síns, til þess að þakka honum. Nú reikaði hann fram og aftur, hrygg- ur í huga, og sagði öllum með grátstafinn í kverkunum, að húsbóndinn hlyti víst að vera mjög hættulega veikur, þar sem honum væri ekki einu sinni leyft að koma inn til hans. Eftir fregnum þeim að dæma, sem endur og sinnum bárust frá sóttarsæng húsbóndans, höfðu menn ástæðu til að búast við þvá versta og óttinn lá ein’s og martröð yfir heimilinu í marga daga. En Harmtann var hraustbyggður að eðlis- fari, og þess vegna stóðst hann veikindin, og að lokum fór honum að skána. Lungnabólgan batn- aði, og sárið var ekki mjög hættulegt 1 sjálfu sér. Að þrem vikum liðnum gat læknirinn lýst því yfir, að sjúklingurinn væri úr allri hættu. En batinn var hægfara. Sjúklingurinn var svo máttvana eftir þessa löngu og þungu legu, og var hann þvú lengi að ná sér aftur. Hann hafði verið eljumaður mikill alla æfi, svo að vinnan var orðin honum að lífsnauðsyn, og þess vegna kvaldi það hann mjög, að vera svona ó- sjálfbjarga og aOgerOalaus: IT S OVENTESTED FOR EVERY BAKINC 1 NEED ASK YOUR DEALER FOR ROSES ALL PURPQSE FLOUR

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.