Heimskringla - 17.12.1952, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.12.1952, Blaðsíða 1
r------ AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “ B U T T E R - N U T ” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrapper —-------------------------------e' LXVII ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 17. DES. 1952 NÚMER 12. Sagnir af Jóni biskupi Vídalín JÓN BISKUP VÍDALÍN er, faeddur aö Görðum á Álfanesi j *666, en dó 1720. Hann sigldi tilj háskólans þegar hann var 21 ársj gamall, en hefur að líkindum átt | fremur erfitt uppdráttar, því að hann tók til þess óyndisúrræðis að ganga <í herþjónustu, þegar hann hafði lokið guðfræðinámi sínu. Jón iðraðist reyndaf eftir þessu tiltæki sínu, áður en langt um leið, en hann var þá orðinn1 svo bundinn í báða fætur að i hann varð að fást við herþjón-| ustuna i tvö ár. Eftir þann tímal urðu umskifti á högum hans* og’ voru til þess orsakir þær, sem núj skal greina. Einu sinni hélt Jón vörð með öðrum hermönnum kringum höll Kristjáns konungs 5., en dauða-l refsing lá við, ef mnen gengu um borgarstrætin eftir þann tdma, er hermenn gengu á vörð. Þetta kvöld vildi til, að kona ein varl seinna á ferli en góðu hófi gengdi; komu varðmennirnir ■ auga á hana og veittu henni þeg- ar eftirför. Jón varð þeirra fót- hvatastur og náði stúlkunni um leið og hún var að fara inn í hús sitt. Stúlkan bað Jón að gefa sér b'f, en hann sagði, að annað hvort þeirra yrði að láta lífið eða þá allir hinir hermennirnir: að öðrum kosti. Stúlkan bað Jóni þá enn betur að skjóta sér und-j an, og varð það úr, að hann sleppti henni, en hún bað hann að finna sig og móður sína, sem tó þao:.á húsinu og var finnsk að aettum, ef hann kæmist í lífs- hættu slín vegna. Að svo mæltu fór stúlkan inn ií húsið og lokaði á eftir sér, en hermennirnir komu og heimtuðu stúlkuna af Jóni. Hann svaraði illu einu og kvaðst fyrr skildi detta dauður niður en stúlkunni yrði gert nokkurt mein. Hermennirnir réð- ust nú á Jón, en hann varðist vel og drengilega, og segir sagan, að hann yfirynni þá alla. Jóft var nú tekinn fastur og dæmdur til dauða, og átti hann að ríða harð- bakshesti til heljar. Því ferðalagi var svo farið, að egghvasst járn var fest á milli t»eggja stólpa. Að því búnu voru sakamennirnir settir upp á járnið, og voru hengd iþung lóð neðan í fæturn- ar, svo að þeir klofnuðu þegar í tvennt. Áður en Jón skyldi stíga á bak, fór hann til mæðgnanna og sagði þeim, hvar komið var, en kerlingin saumaði bót ií klofið á ihónum og fékk honum hjartar- skinnsglófa, Sem hann átti að setja upp áður en hann stigi á’ bak. Sumir segja aftur, að Þórður bróðir Jóns hafi verið við stadd- ur, er Jón skyldi ríða harðbaks- hestinum; hafi hann þráhrækt í lófana og strokið iþeim um bak- ið á klárnum. Jón var nú settur ' á bak og lóðin hengd neðan í JÓN VÍDALIN fæturna á honum, en honum varð ekki meint við. Sumir segja að hann hafi stungið niður hönd- unum og þeytt sér upp, og má marka léttleika hans af því. Það eru og almæli, að hann hafi sagt, þegar hann var kominn á bak: “Þessum skal til íslands riíða”. Konungur var sjálfur viðstadd- ur og undraðist hann mjög, er hann sá, að Jón þoldi reiðlag þetta; skipaði hann að taka Jón af baki, og var það gert. Gaf kon- ungur honum upp sakir, en rak hann úr herþjónustunni, og varð Jón því feginn. Eftir þetta dvaldist Jón í Kaupmannahöfn um hríð og hafði lítið fyrir sig að leggja. Sagt er, að hann ætti alla ævi korða þann, er hann bar, þegar hann var dáti, og geymdi hann vandlega. Einu sinni fór Jón til kirkju, sem oftar, og skyldi hirðprest- urinn halda ræðu fyrir konungi og hirð hans. Þegar minnst varði, varð prestinum snöggfega illt, og var viðbúið að messugjörðin yrði að hætta í miðju kafi, en konungur kunni því illa, og bað einhvern af guðfræðingum þeim, er við voru staddir, að taka þar við, er presturinn hafði hætt. Fjöldi guðfræðinga var í kirkj- unni, en enginn þeirra þorði að verða við orðum konungs. Þegar Jón sá það, steig hann í stólinn eins og hann var og tók til máls. Konungur hlýddi á ræðuna af mikill athygli, en þegar honum þótti hún vera orðin hæfilega löng, stóð hann upp og henti Jóni að hætta. Jón var ekki á því og hélt áfram; herti hann nú ræð- una sem mest hann mátti og sagði, að það væri guðsbörnum sannarlega huggun og yndi sál- um þeirra að heyra guðs orð ,en um Satans börn kvaðst hann ekki skeyta; prédikaði hann langa iengi skýrt og skorinort og hætti ekki fyrr en honum þótti sjálf- um tími til kominn. Konungur dáðist mjög að orðfæri Jóns og einurð og sagði að hann væri bet- ur fallinn til að vera biskup í Skálholti en hermaður í Dan- Skrítnar ráðleggingar Eftir óþektan höfund. Þegar eg var sextán, seytján ára, sögðu menn í ríki grárra hára: Gerðu ei þetta! Þú ert langt of ungur!” þá eg vildi seðja andans hungur. Nú er eg orðinn fullra fimtíu ára, fæ í ríki bjartra og dökkra hára svona ráð: “í ró og næði vertu; reyndu ei þetta! langt of gamall ertu!” Skrítinn ertu, aðfinninga heimur, öfgun bundinn mótsetninga geimur. Þeir sem vilja bjarga sóma sínum, si^t af öllu fylgi ráðum þínum. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi inörku. Eftir þetta virti konung- ur Jón meira en aðra íslendinga og veitti honum kennaraembætti við Skálholtsskóla óðar er það losnaði, en það var árið 1692. Margrét Þorsteinsdóttir, móð- ir Jóns Vídalíns, bjó bú-i sínu meðan hann M«r erlendis. Hún frétti um vandræði þau, er son- ur hennar hafði ratað í, og var hún mjög áhyggjufull um hag, hans. Stúlka ein • var hjá Margréti, en ekki er getið um! nafn hennar. Eihu sinni gekk stúlkan út sem oftar, en kom inní aftur í snatri og sagði við hús- móóður sína: “Eg hef ekki oft; séð hann Jón son þinn, heillini góð, en ekki þekki eg hann, ef hann kemur ekki utan tún”.1 Margréti varð svo við þessa fregn, að hún rak stúlkunni rokna löðrung og sagði, að hún' skyldi njóta þess eða gjalda eft-j ir því, hvort hún segði satt eða lygi. Að svo mæltu gekk Margrét út, og var Jón þá kominn heim1 á hlað. Eftir það er Jón hafði tekið við embætti, þótti hann hinn mesti höfðingi. Hann var gest-| risinn, ljúfur og lítillátur, en strangur kennimaður og harður við þá, er risu upp á móti hon- um. Jón biskup var mjög bnáður ogj reiddist illa, en fús var hann til að bæta það, er hann hafðLbrot-j ið þegar honum rann reiðin. Einu sinni réri biskup fyrir Landeyjasandi, og drógu skip- verjar vel um daginn, en biskup, varð ekki lífs var. Seint og síðar ; meir dró hann þó ýsu, og var hann þá orðinn svo reiður, að hann barði hana upp til agna á borðstokknum. Þegar biskup kom til lands var honum runnin reiðin; bað hann þá guð og skip- verja grátandi fyrirgefningar og brýndi fyrir þeim að varast aðra eins fólsku og sér hefði orðið á. Jón biskup bar ávallt korða við hlið sér, eins og þá var títt meðal fyrirmanna. Einu sinni vantaði smalamann hans margt fé, og varð biskup þá svo reiður, að hann brá korða sínum og ætl- aði að reka smalann í gegn, en hann hljóp undan. Biskup elti hann að jarðfalli einu, og skildi þar með þeim, því að smalinn hljóp ofan í jarðfallið, og varð biskup frá að hverfa. Jón biskup Vídalín kvæntist Sigríði frá Leirá, dóttur Bauka- Jóns, sem áður var biskup á-Hól- um. Hún var svinn mjög, og þótti hún ekki bæta um fyrir manni sínum, en oft fór biskup sínu fram, þvert á móti vilja konu sinnar. Einu sinni rak hval á reka biskups, og var hart mjög íj ári, en samt seldi biskup allan hvalinn dýrum dómum. Margrét móðir hans frétti þetta og þóttu henni tíðindin ill. Hún tók sér ferð á hendur og nam ekki stað-J ar fyrr en hún kom að Skálholti.! Þegar biskup frétti að móðir hans værí komin, gekk hann til dyra og ætlaði að fagna henniy en kerling rak honum utan und- ir, jafn skjótt og hún sá hann og sagði um leið, að hann mætti ekki láta skurðgoðið frá Leirá draga sig til helvátis. Að svo mæltu reið Margrét leiðar sinn- ar, en biskup mælti: “Reið er móðir vor nú.” Hann vissi vel,1 hvað móðir hans hafði átt við, og lét hann sér orð hennar að kenn- ingu verða. Skömmu seinna rak aftur hval á reka hans, og gaf biskup þann hval allan. Eitt sinn sendi Margrét, móð- ir biskups, til hans og bað hann að gefa ,sér í pípustúf sinn, en hann sendi henni tóbakspund; lét hún þá færa sig á fund bilsk- ups, sló hann löðrung mikinn, er hún hitti hann, og kvaðst svo skyldu kenna honum kvikindis-: skap. Að svo mæltiu reið hún leiðar sinnar, en biskup mælti: “Hún er reið, hún móðir mín”, og þótti það mikil stilling af svo skapbráðum manni. Eitt sinn kom bláfátækur mað- ur að Skálholti og barmaði sér mjög. Biskup sá aumur á honum, gaf honum mat upp á hest og léði honum hestinn til að flytja mat- inn heim á honum. Um leið og maðurinn var að leggja af stað heim til sín, kom frú Sigríður út og sá til mannsins. Hana grunaði hvað um var að vera, og spurði hún mann sinn, hvort hann hefði gefið manninum upp á hestinn. Hann játaði því. Frúin glotti og spurði: “Þvi gafstu honum ekki hestinn líka?” Bisk- up kallaði á eftir manninum, og sagði, að konan sín segði, að hann skyldi eiga -hestinn líka. Maðurinn hélt leiðar sinnar og þóttist hafa veitt vel, þar sem hann eignaðist bæði mat og hest í ferðinni. Einu sinni kom fátækur mað- ur að Skálholti, sem hafði ný- mist einu kúna, sem hann átti. Biskup kenndi í ibrjóst um mann- inn, fór með hann út í fjós og gaf honum eina kúna sína. Þeg- ar frú Sigríður frétti þetta, varð hún fokvond, og ávítaði mann sinn mjög fyrir örlæti hans. “Það var mikið að þú gafst honum ekki hest líka” ,sagði hún. “Þá er að gera það”, sagði biskup. Að svo mæltu fór hann til mannsins og gaf honum hest þann, scm konu hans þótti vænzt um; lét hann þess getið, að kon- an sín gæfi honum hann. Aðrir segja frá, að frú Sigríður hafi komið út um leið og maðurinn var að fara, hún hefði spurt mann sinn, hvort hann hefði gef- ið kúna, og játaði hann því. í’á sagði frúin: “Því gafstu honum ekki beztu kúna okkar?” Biskup kallaði á manninn og bað hann að snúa heim aftur. Hann sagði honum, að konunni sinni hefði ekki þótt kýrin, sem hann gaf honum, nógu góð handa honum, og hefði hún sagt sér að láta hann hafa beztu kúna þeirra. Maðurinn fékk nú beztu kúna, sem til var á staðnum, og hélt með hana heim til sín, en sagt er að frú Sigríður hafi ekki skipt sér af því eftir þetta, þótt biskup gerði fátæklingum gott og gæfi þeim. Jón biskup Vídalín og Oddur lögmaður Sigurðsson voru mikl ir fjandmenn, eins og kannugt er. Einu sinni ætlaði Jón biskup að halda ræðu á alþingi. Oddur lögmaður fékk sér ekki geð til að hlusta á ræðuna, en sendi svein sinn til kirkju og bað hann að segja sér inntakið úr ræðunni, þegar úti væri. Ræða sú, sem biskup hélt í þetta sinn, er orðlögð, en svo var hún harð- orð, að mörgum þótti nóg um. Sumir ætluðu jafnvel að ganga út úr kirkjunni undir miðri ræðu, en þegar biskup varð þess vísari, vék hann máli siínu að af- drifum Satans þjóna og bað jörð- ina að opnast og svelja guðleys- ingjana, sem ekki vildu hlýða guðs orði. Við þetta brá svo, að kirkjan tók að nötra og skjálfa, og leizt þeim ekki á blikuna, sem út höfðu ætlað; þorðu þeir ekki annað en setjast niður aftur og bíða ræðuloka. Þegar úti var, íór sveinn Odds lögmanns til húsbónda síns, en honum var svo mikið n’ðri fyrir, að hann féll á kné fyrir framan hann og las ræðu giskups orðrétta upp úr sér. Þegar sveinninn hafði lokið ræðunni, sagði Oddur: “Mikill kjaftur er á honum Jóni”. Biskup heyrði sagt frá atburði þessum, en trúðu þvi ekki, að sveinninn hefði gotað þulið upp úr sér alla ræðuna. Hann fékk hana því hjá honum uppskrifaða og bar hana saman við sína ræðu; komst hann þ4 að raun um, að ekki munaði einu orði. . . Einu sinni var Jón biskup á vísitazíuferð með sveinum sín- um um Austfirði og kom að Burstafelli í Vopnafirði til Björns sýslumanns Péturssonar. Hann var maður harðlyndur og ófyrirleitinn . . . Biskup og sýslumaður voru skólabræður, og hafði biskup sent honum postillu sína að gjöf, jafnskjótt og hún var komin út. Þegar þeir komu til bæjarins stigu þeir af baki, og gekk biskup til stofu, en skipaði áður sveinum sínum að láta taumana vera uppi á hestun- um og hafa allt tilbúið til braut- ferðar, ef á þyrfti að halda. Þegar biskup kom inn í stof- una, var Björn þar fyrir, og heilsaði biskup honum. Ekki sá hann annað í stofunni, en borð á miðju gólfi, og lá húslestrar- bók hans á því, og einn stól. Þe°- ar þeir höfðu heilzast, sagði bisic- up við-Björn: “Nú, hún er þá hér þessi. Hvernig geðjast þér að henni, bróðir?” Björn svaraði því engu, en spurði aftur: “Get- ur þú forsvarið allt, sem stend- ur í henni, bróðir?” Biskup kvaðst geta það. Þeir stældu nú um þetta nokkra stund, og fór biskup að öllu með hægð ,en Björn varð bálreiður. Loksins þreif Björn spanskreisstaf og ætlaði að berja biskup, en hann hljóp út og hélt á svipu sinni; sté hann þegar á bak og allir fylgdarmenn hans og riðu út að Hofi. Þar var gamall prestur, sem Jón hét, og gisti biskupinn hjá hnoum um nóttina. Snemmá næsta morgun voru þeir á gangi úti í kirkjugarði, biskup og prestur. Þeir sáu, að maður kom sunnan að og reið brúnskjóttum hesti mjög f jörug- um. Biskup spurði prest hver það mundi vera, sem væri svo snemma á ferð, og svaraði hann, að sér sýndist hann vera líkast- ur Birni 'sýslumanni á Bursta- felli. Sýslumaður reið nú í hlað- ið og sté af baki; gekk hann síð- an að sáluhliðinu og var hann þá ekki lengra frá biskupi og presti en svo, að þeir máttu vel heyra orð hans. “Má eg, herra?” spurði sýslumaðurinn. Biskup svaraði þvi engu, og gengu þeir prestur að útvesturhorni kirkj- unnar. Björn kom þangað og sagði: “Má eg herra?” en þá voru þeir prestur komnir að út- austurhorninu. Björn gekk þang- að og mælti: “Má eg, herra?”, en þá voru þeir biskup við suð- vesturhornið; þangað gekk Björn og sagði: “Má eg, herra?” en þá gengu þeir biskup í kirkju, og bað biskup prest að skrýða sig í hempuna. Þá kom Björn í kirkju dyrnar og sagðir“Má eg, herra?” Biskup sneri sér þá við og sagði: “Krjúptu þá ,en stattu ekki, bölvaður”. Að svo mæltu hóf biskup messu, en sýslumaður kraup niður við gráturnar, eins og þegar menn eru teknir til alt- aris, og er sagt að biskup hafi þá tekið á því, sem hann átti til. Sagt er að sýslumaður hafi snúizt svo við ræðuna, að hann gæfi fátæklingum fjórða hluta allra eigna sinna, og að hann yrði allur annar maður. —Jólablað Alþýðublaðsins Maður nokkur hafði fengið sér gervitennur, en gleymt að borga þær. Þegar tannlækninum tókst ekki að fá hann til að borga tennurnar með góðu, stefndi hann honum. Fyrir sáttanefnd sagði tannlæknirinn: “Það var ekki nóg með, að mannf jandinn svikist um að borga reikninginn, heldur gnísti hann þessum óborguðu tönnum, sem hann átti ekkert í, framan í mig, löglegan eiganda þeirra.” JÓLADAGURINN Birtlr af degi. Dýrðlegi roðinn dreyrlitar skýin. Friðarins boðinn stígur á himininn hýr og fagur * heilagur, langþráður jóladagur. Kom he'ill þú dagur, sem dimmu lýsir, ljóselsku sálunum leiðarvísir. Heill þér blessaði, brosandi vinur, þú leysir úr læðing líf, sem stynur. Ljósanna hátíð. Svo líf vort dafni fagni þér alt í frelsarans nafni. Frelsarans góða, sem guði treysti, örþjáðar sálir úr ánauð leysti. Boðandi upprisu alls hins góða, einstaklinga og allra þjóða. «« Mat ekki forseta feti meiri en hina, sem gátu ekki gefið eyri Fögnum nú mannsálir, mold og gjögur, fagni nú fuglar, flúðir og ögur. Fagni alt jólanna friðar-kenning, hún ein fær bjargað okkar menning. Fagni nú þjóðir friðarins kenning, breiði þær faðm mót frelsi og menning. Sjóðum í plógskera sverðið og korðann, svöngum og klæðlausum gefum svo forðann. P. S. P.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.