Heimskringla - 27.05.1953, Blaðsíða 7

Heimskringla - 27.05.1953, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. MAÍ 1953 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA tæki. Þau komu til Pembina 30.' marz. Strax og komið var til Pembina tóku þessir þrír menn iönd hver hjá öðrum þar sem kallað var á Öldunni. Þar bjuggu þau í moldarkofa sem Kristján bygði. Á þessu landi bjuggu þau hjónin í 4 ár og voru þá búinn að ná eignarrétti á því. Þá breittu þau aftur til og tóku annað land rúmar 2 mílur fyrir suð-austan Mountain. Þau bjuggu þar í nokkur ár, en þá keypti Kristján land þar sem kallað er í Eyford-bygð. Á því landi bjuggu þau það sem eftir var æfinnar. Á hennar löngu vegferð hefur Svanfríður sýnt hvað mikið var í hana spunnið og hvað marga á- gæta kosti hún hafði til að bera. Hún var ástrík eiginkona og móð ir, og öllum velviljuð; hún dró sig ekki heldur í hlé með að styðja að velgengni heimilisins, afkastaði mikilli vinnu og öll verk fóru svo vel úr hendi; hún gjörði sér ætíð far um að alt liti vel út og væri eins hreint °g þrytlegt og kostur var á. Hún var ein af þessum elskulegu, góðu konum sem faera ljós og yl inn í heimilið. Framkoma henn- ar var svo góð og aðlaðandi að öllum hlaut að líða vel í návist hennar. Enda var hún mjög hjálp söm og stundaði oft veika, sér- staklega á fyrri árum. Þess utan hjálpaði hún oft nágrannakon- Um sínum þegar þeim lá á að fá saumaða flík. Á seinni árum gjörði hún mik- af margbreyttum útsaum. Gestrisni og höfðingskap var æfinlega að mæta á hennar heim- ili. Nöfn barnanna eru sem hér segir: Rósa Guðrún, heima; Jón Gunnlaugur í Grassy Lake, Alta; Hannes í Seattle; Kristbjörg heima; Mrs. Tom Tomasson Soffía, á Garðar; Sigurbjörn í Mountain; Valdimar í Brandon, Manitoba; Kristján og Jóhann Júlíus bændur í Eyford-bygð. Tveir synir dóu í æsku. Að endingu vil eg þakka þeim góðu hjónum Kristjáni og Svan- fríði fyrir allar þær mörgu og ómetaniegu velgjörðir og hjálp- semi sem þau hafa látið falla í minn garð. Svanfríður misti mann sinn Kristján G. Kristjánson 31 marz 1953. Afkomendur Kristjáns og Svanfríðar sem á lífi eru nú eru hundrað og tuttugu. Hálf-bróðir hennar, Chris Johnson á heima í Minneapolis. Svanfríður var trúuð kona, — studdi sína kirkju og allan góð- an félagsskap. Hún var hejðurs- meðlimur í Eyford kvenfélag- inu, þjóðræknisdeildinni Báru og Pioneer Daughters. Hin síðari ár átti hún við van- heilsu að stríða. Sjúkdómskross sinn bar hún með kyrlátu þreki og þolinmæði. Hún andaðist 20. maí, 1953. Hún var jarðsunginn frá kirkju Eyford safnaðar. Séra E. Fafnis jarðsöng. Guð blessi minningu hennar. S. Gunnlaugsson FACTS ABOUT ICELAND,— gefur beztar upplýsingar um land og þjóð. 47 myndir. Kort af íslandi./ Þjóðsöngur íslands á nótum. Sýnd flugvegalengd til ýmissra hafna í Evrópu og Vest- urheimi. öllu þessu er gróði að kynnast. Kostar aðeins $1.25. Björnsson’s Book Store 702 Sargent, Ave. Wpg. SPARIÐ alt að $15.00 Prófið augu yðar heima með vorum “HOME EYE TESTER”. Við nær og fjar- sýni. Alger ánægja ábyrgst. Sendið nafn, áritun og aldur, fáði 30 daga prófun. ókeypis "Eye Tester” Umboðs- Ökeypis Nýjasta vöruskrá og menn alíar upplýsingar. óskast VICTORIA OPTICAL CO. DEPT K-S74 276% Yonge St. Toronto 2, Ont. Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDl) -------- Reyndu hana nú!” sagði Gerhard Vesery, og fékk mannin.um fiðluna aftur. “Eg er viss um að nú koma betri hljóð úr henni, eftir að hún er orðin full af góðu ungversku víni!” Til allrar óhamingju kom þó ekkert hljóð úr fiðl- unni, þrátt fyrir þessa lækningaraðferð. Eig- andi hennar gerði margar tilraunir með mestu þolinmæði til að strjúka yfir strengina, og koma henni til, en alt til einskis. “Reyndu aftur!” öskraði fylkisstjórinn — Hérna, þú veizt ekki hvernig-á að fara að þessu, lofaðu mér að sýna þér aðferðina”, og hann sleit fiðluna af manninum. En í þetta sinn var hann of harðhentur, eða að hinn dökki fiðlari snéri hljóðfærinu við viljandi, að minsta kosti vildi það óhapp til, að vínið flæddi úr fiðlunni og gerði bæði hinn göfuga lávarð og eigandann, gegndrepa af víninu. “Já, hérna! hér fer of mikið af góðu víni til spillis”, sagði Vesery, hlæjandi . “Nú jæja, þessi fiðla er vanþakklát. Hérna piltar, þið þurfið eitthvað til að þurka henni um munninn með!” Og hann tók hrúgu af bankaseðlum upp úr vasa sínum, og tróð þeim inn í fiðluna, með sömu glaðværðinni og hann hafði helt víninu i hana skömmu áður. Svo fékk hann eigandanum hljóðfærið aftur. Hann var búinn að fá nóg af þessari skemtun að sinni. Einnig virtust allir vera að standa upp frá borðum, og á leið til einhverra annara staða í húsinu, til þess að reykja, eða ganga um í garð- inum. Ferdinand hafði reynt að halda sig sem allra næst Ilonku, en það var blátt áfram ekki siðvenjum samkvæmt, því allir ungu mennirnir hópuðust saman reykjandi; þar sem allar ungu stúlkurnar, líkastar grúa skrautfjaðraðra fugla, stungu nefjum saman og hvísluðust á um ein- hvern hégóma, sem kvenþjóðin ein getur mögu- lega haft nokkra ánægju af. Sá dagur var ein- hver hinn hamingjuríkasti, sem þessir tveir ungu elskendur, að minsta kosti, höfðu notið Ilonka lét alla varkárni eiga sig, og hið reiðu- lega augnaráð móður sinnar, ekkert á sig fá, en gaf sig algerlega á vaid hinna yndislegu dag- drauma sinna. Hún lék sér eins og saklaust barn, er hefir fengið nýtt og töfrandi leikfang, og skilur það ekki, að það er brothætt, og aðeins búið til fyrir líðandi stund. Hún barst óafvitandi með straumi þeirra sælutilfinninga, sem ástarorð hins fríða og unga liðsforingja höfðu vakið í sál hennar. Allan daginn dreymdi hana um það, sem hún skildi svo lítið; um ástríðu þrungna karlmanns- ást, um hjónaband, og sæluríka æfi við hlið þess manns, sem var unun að hlusta á, þegar hann hvíslaði oft og ástúðlega, “eg elska þig Ilonka.” Um kvöldið var Ferdinand Madac með henni við kvöldmatinn, og alltaf meðan hinn langi, margbrotni dansleikur stóð yfir, allstaðar þegai hann sat nálægt henni, fann hann yndislega mússulins-kjólinn hennar snerta sig, og með skjálfandi hendi strauk hann hið mjúka efni, eða kresiti það í taugaæsingi, titrandi af ástríðu þrunginni ást til þessarar yndislegu töfrandi meyjar. Og í barnslegu sakleysi, endurgalt hún ástaratlot hans, Skildi ekki hvað það var, sem kom henni til að kafroðna, höndum hennar til að titra, og hjarta hennar til að slá með ofsahraða. Henni fannst hún vera innilokuð í einhverj um einka heimi, og að glaðværð og áhyggjuleysi þeirra sem í kringum hana vóru, næði alls ekki til hennar. Þrátt fyrir það, þó að hún tæki þátt í hinum miklu dansleik, vissi hún tæplega hvað fram fór; handsnerting, augnatilit og slitrótt samtal, ekkert af þessu hafði nein áhrif á hana, aðeins þessi fáu orð, sem hún hafði nú heyrt svo oft endurtekin, er virtust alltaf hugljúfari og yndislegri, því oftar sem þau voru sögð: “Eg elska þig, Ilonka!” Ást! Hvað vissi þetta barn um ást, þetta töfraafl, straumþunga flóð, sem hún hafði vak- ið og komið af stað? Hún hafði þekkt Ferdinand Madac alla sina æfi, þegar hún var fjögra ára, réði hún eins og hver önnur drotning, lögum og lofum í öllum bernskuleikjum við þennan fallega dreng, sem var eitthvað fimm árum eldri en hún, og hann hafði þá sagt; “eg elska þig, Ilonka!” Hann hafði sagt það upphátt þá, nú hvíslaði hann þessum orðum, og eins og þau höfðu fundið hljómgrunn í hjarta hennar þá, svo og endur* ómuðu þau nú í yndislegu, barnslegu sakleysi. Ungi maðurinn, sem að vísu hafði meir lífs- reynzlu og óljóst hugboð um, hvernig þessi” sælu dagdraumar myndu enda, setti allar slíkar áhyggjur til síðu og naut hinnar líðandi stundar. Hann gat ekki mikið talað við hana, þvi of margir voru þar viðstaddir, sem kynnu að heyra þau orð, sem ástin í sínum fegursta frumgróðri hvíslar aðeins að einum, en hann gat oft og tíð- um gripið tækifærið að rétta henni blævænginn hennar eða klútinn, og fann þá litlu fingurna hennar snerta hönd sína, þó ekki væri nema augnablik. Hann gat, þegar enginn virtist gefa því gætur, og allar mæðurnar voru uppteknar við að horfa á einhvern sérstaklega eftirtektar- verðan þátt dansleiksins, hallað sér áfram, og horft eitt augnablik inn í þessi bláu augu, sem hún, einhvern veginn hafði óþægilega oft á gólf inu. Þetta alt, og fleira, gat hann og gerði, tal aði við hana með köflum um daginn og veginn, neyddur til að forðast það, sem honum lá þýngst á hjarta, en starað gat hann á hana öllum stund- um, og drukkið inn í sig hina yndislegu fegurð hennar, hvar sem á hana var litið ,hvíta hálsinn, sem rétti sig tignarlega upp úr hinum mjúku fellingum hvíta búningsins, litlu fegurlitu eyr- un, hálf hulin af gullnum hárlokkum, þéttu augnahárin, sem köstuðu léttum skugga á mjúk- ar, litfagrar kinnarnar. “Já, víst var hún guðdómlega fögur, þessi afkomandi aðalsins, eigenda þessara frjósömu landeigna. Hún var eins og dálítill gimsteinn í nálega frumstæðu umhverfi; innilukt á allar hliðar af drambskenndri vanafestu, og aldagömi um siðum, sem hamlað höfðu því, að hin eðlilega skapgerð hennar nyti sín, sem var á góðum vegi með að gera úr þessu fyrirmyndarverki skapar- ans hugsunarlausa og sálarlausa brúðu, eins og flestar með hennar ættgöfgi og uppeldi urðu á endanum. Hún var á góðum vegi með að verða gagns- laus skrautgripur í einhverri miklu höllinni, þar sem þær verða flestar á endanum húsmæð- ur, virðulegar eiginkonur, ánægðar með að fylgja gömlum venjum, sem hafa verið í hefð um aldaraðir; klæðnaðurinn ef til vill eitthvað ofurlítið frábreyttur búningum ömmu þeirra eða langömmu, þær sveipa ef til vill sinn vel- meðfarna líkama í eitthvað öðruvísi föt, en van- rækja sál sína, gera enga tilraun til að þjálfa hin andlegu verðmæti, cða hlynna neitt að þeim, finnst það skrílslegt, og ósæmandi ættgöfgi þeirra, þar sem forfeður þeirra, hver fram af öðrum, höfðu barist, og gert þetta mikla land að því sem það nú var, án þess að geta lesið á bók, eða skrifað sendibréf. “Eg elska þig. Ilonka!” hvíslaði ungi maöurinn, í hverju hléi, sem á varð milli þátta þjóðdansanna. * Og þessi ljúfu, ástríðuþrungnu orð gagn- tóku ungu stúlkuna, er í ungdómi sínum, sak- leysi og vöntun á menntun og lífsreynzlu, skildi meiningu þeirra aðeins að littlu leyti. Hvernig gat ung stúlka skilið þau, sem hafði verið útilokuð fram á þennan dag frá öllu félagslífi, allra samneyli, mátti heita, nema föð- ur hennar og móður? Stúlka, sem aldrei las nokkra línu, nema hin stranga og þröngsýna móðir hennar hefði gefið til þess samþykki sitt. Stúlka, sem aldrei hafði verið kennt eða sýnt neitt sem gæti leitt til þess að skilja dýpt mannslegs hjarta, eða ástríðarnar í sál mannsins. Vesalings unga stúlkan! Hvað þekkti hún til ástar? nema það, að það var ynd- islegt að hlusta á hina ljúfu ástarjátningu af vörum þessa eina unga manns, er dansaði hinn allra margbreyttasta af þjóðdönsunum, ‘Cardas’ svo guðdómlega, og var svo fallegur í sjálfboða liðs-herbúningnum. Hún sleppti sér út í þessa dagdrauma með honum, hafði enga reynzlu í því að hugsa fram í tímann, heldur lét sér nægja yfirstandandi tímann, sem var svo fullnægjandi í svipinn. Hugsaði lítið út í það, að þessir dag- draumar gætu tekið enda, og að það væri ef tii vill annar heimur til, er ekki hefði að bjóða neina fína mússulíns-kjóla, þjóðdansa, og fríðj sjálfboða liðsforingja. Heimur, með mótlæti og bitrum orðum í stað hinna lágt-hvísluðu “Eg elska þig!” Heimur, þar sem veruleikinn, kald- ur og miskunarlaus, sundraði skáldlegum og draumkenndum ímyndunum ungrar stúlku út í veður og vind, og að við það yrðu þær æfinlega daprari, stundum grimmari, æfinlega vonsvikn- ar, því enginn veruleiki, hversu gullroðinn og fagur sem hann er, getur komist til jafns við þær hugmyndir og draumsjónir, sem skapast í sál seytján ára gamallar meyjar. Þegar allir höfðu gengið til náða, eftir margra klukkutíma dans, allskonar skemtanir og glaðværð, til þess að dreyma um meiri dans, meiri skemtanir og meiri glaðværð, vissi Ilonka vel, að koma móður hennar inn í svefn herbergi hennar gat ekki þýtt annað en alvarlegt tiltal. Hún hafði allan þann dag fleygt öllum varúðar- reglum og áminningum út í veður og vind, og þrátt fyrir reiðuleg og aðvarandi augnatillit móður sinnar, og hvísl og athugasemdir hinna eldri hefðarkvenna, sýnt það ótvírætt, að hún tók Ferdinand Madac íram yfir alla aðra ungu mennina, er viðstaddir voru. Irma greifafrú hafði ekki hugsað sér að vera ósanngjörn eða ó- mannúðleg. Með sjálfri sér trúði hún því fylli lega, að henni þætti innilega vænt um þessa einkadóttur sína, og bæri aðeins hamingju henn ar fyrir brjósti, með því að reyna að innræta henni ást á ættgöfgi og óðalseignum, eins og gert hafði verið við hana sjálfa í uppvextinum. Professional and Business ......= Directory- Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINMPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS RentaL Insurance and Finandal Agents Sími 927 558 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oI Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. OKice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors RAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton's) Oífice 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GR4HAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingttm, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 rr~' l SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CO. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 — GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 350y2 HARGRAVE ST. Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390 L J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU "S DR. A. V. JOHNSON DENTIST * 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Löglxceðingar Bank of Nova Scotia Blde. Portage og Garry St Simi 928 291 TELEPHONE 927 025 H. J. PALMASON Chartered Accountants 505 CONFEDERATION UFE Bldg. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 FYesh Cut Flowers Daily. Plants in Season We speoialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og annast um útfarir. Allur úitbúnaOur sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 Toronto General Trusts Bldg. 508 GUNDRY-PYMORE Lfcd. British Quality - Fish Nettlng 60 Victoria St„ Winnipeg, Mcn. Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALDSON Halldór Sigrurðsson *c SON LTD. Contractor & Builder 526 Arlington St. Sími 72-1272 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnlpeg PHONE 922 496 Vér verzluin aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsia. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 THIIS. .l irkMIV & SIIVS LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 Umboð Heimskringlu á Lang- ruth hefir Mrs. G. Lena Thor- leifson góðfúslega tekið að sér. Eru áskrifendur blaðsins beðnir að afhenda henni gjöld og yfir- leitt greiða fyrir starfi hennar eins og hægt er. I Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. 'N

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.