Heimskringla - 29.07.1953, Page 1

Heimskringla - 29.07.1953, Page 1
 AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Top* in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” l CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper LXVII ÁRGA ÍGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 29. JÚLf 1953 NÚMER 44. ÍSLENDINGADAGURINN A GIMLI 3. ÁGÚST 1953 Mirðmey’jar IM&íLíLMSmJííí Helene Mae Bergman dóttir Mr. og Mrs. G. F. Bergman, Gimli, Man. Donna Mae Einarson dóttir Mr. og Mrs. Einar Einarson, Gimli, Man. Watson Kirkconnell forseti Acadia háskóla, flytur ræðu um Stephan G. Stephans- son á íslendingadeginum á Gimli 3. ágúst 1953 Jóhannes Pálsson órnar söng á íslendingadeg- inum á Gimli 3. ágúst 1953. UM MAGRETI PRINSESSU Um Margreti prinsessu á Englandi hefir ósöpin öll verið skrifað undanfarið. Ástæðan fyr ir þvíer sú að saman sé að draga með henni og flugmanni, sem Petur Townsend heitir, 38 ára gömlum, frægum fyrir flughern að. Hann var áður giftur, en er skilinn við konuna og hún er nú öðrum gift. Er Bretum illa við slíkar gift- ingar, eins og á sannaðist með Edward VIII. En lögum um giftingar konungsfólksins hefir nú verið ráðgert að breyta, svo ef til giftingar prinsessunnar | kemur og Townsends, mun ekki þar neitt verða á móti mælt. Fjölskylda hennar lætur hana sjálfráða. Alt virðist því ætla að enda eins og í sögu. CANADA HEFIR f HÓTUNUM Stjórnin í Ottawa kvað hafa sent Bandaríkjunum áminningu um að hrapa ekki að því, að sam- þykkja lög, sem nú séu fyrir Washington-þinginu um að tak- marka innflutning frá Canada á bændavörum. En á slíkri lög- gjöf stendur þannig, að í Banda- ríkjunum eru óskapa birgðir af búnaðarvörum. Canada hótar að minka innflutning að sunnan, ef frumvarpið verði samþykt. Efrimálstofu þingmaður Mil- ton Young, republikan frá N. D segir Bandaríkin hafa keypt hveiti fyrir $345,000,000 af Can ada á s.l. ári fyrir hærra verð, en þeir gátu keypt það í Bandaríkj- unum, einungis til að aðstoða Canada með þessari sölu og þyk- Jórunn Vigdís Thórdarson ir Canadastjórn ærið óvanþakk- lát, að hafa nú hótanir í frammi, út af nauðsynlegum ráðstöfun- um á lögum um sölu bænda-af- urða. FLUGKEPNI Sex þjóðir eru að búa sig und ir að reyna flug með sér 8. október í haust. Leiðin sem flogin er, hefst í Englandi, en lýkur í Nýja Sjá- landi; hún er 12,000 mílur . Löndin sem í flugkepni þess- ari taka þátt eru England, Bandaríkin, Holland, Danmörk, Ástralía og Nýja Sjáland. f Flugkepni þessi er talin þýð- ingarmikil að því leyti, að hún geti leitt í ljós, hvaða tegund flugvéla sé þolnust og bczt í hrað og langflugi. Hvert land hefir sína gerð af flugvélum, sem kunnugt er. Flugvél sem Bretar hafa en sem ekki er enn víð þekt, eh heit ir Vickers Valient, fjögra hreyfla þrýstiflugvél, spá marg- ii að muni vinna. LIBERALSTJÓRNIN GEFUR BRÆÐING Birgðir af smjöri hafa fund ist í Montreal, sem Sambands- stjórnin hefir' dæmt ómarkaðs- fært, vegna þess, að ofmikið hef ir inni að halda af olíu eða annar- legum efnum í stað smjörfitu. Samt muni smjörið nothæft. — Um 400,000 pund hafa fundist af því og er nú í vörzlum Sam- bandsstjórnar. Fylgir fréttinni, að sambandsstjórn ætli af gæzku við..þá sem bágt eiga að gefa velgerðar stofnunum það. ÚTVARPSERINDI UM LANDNÁM ÍSLENDINGA í N. DAK. Dr. Richard Beck prófessor, hefir samið og talað á segul- band tvö erindi um landnám ís- lendinga í Norður-Dakota fyrir Ríkisútvarpið á íslandi, er út- varpað verður þar bráðlega. f erindum þessum lýsir höf- undur nýafstaðinni 75 ára afmæl ishátíð landnámsins, rekur í megindráttum sögu stofnunar þess og þróunar, metur fram- lag þess til ríkisheildarinnar, og getur sérstaklega ýmsra þeirra, sem þaðan eru sprottnir og getið hafa sér frægðarorð á mörgum starfssviðum. Fyrir hið kunna ársfjórðungs rit, The American- Scandinavian Review í N. York, hefir dr. Beck einnig samið all ítarlega yfirlits grein um landnám íslendinga í Norður Dakota, er birtist á næst unni þar í ritinu. HELGI ÞJÓÐ HÁTÍÐ- ARDAGSINS Aldftv a fm ee 1 i 3. nóvember 1853 - 1953 Stephan G. Stephansson (Sjá ræðu Dr. Richard Becks, prófessors, á öðrum stað í blaðinu). ÁVARP FJALLKONUNNAR ilutt 17. júní 1953 í Reykjavík Séra Einar Sturlaugsson Flytur ræðu Minni íslands á íslendingadeginum 3. ág. á Gimli Einn vorsins dag við glöddumst saman seinast, — og síðan liðið ár, en ár og dagar eiga til að greinast í yndisbros og tár. Þið, börn mín, veit eg stóðuð mörg í stríðu, því stundum blæs ei vægt, en unnuð samt af þeli trúu, þýðu. Eg þakka ykkar rækt. Eg þakka öll þau nýju grös, er gróa þar grjótin ríktu fyr, og sannið til, að allt hið fagra, frjóa mun færa dýrstan byr. Svo vakið, starfið, látið hauður litkast — og lífsins förfum skrýtt, því landið allt, er veröld betur vitkast, skal verða glatt og frítt. Þið kynnist, trúi eg, ljúfúð heims og lævi og lærið sitthvað nýtt; þið vaxið, framist, sækið stóra sævi og siglið djarft og vítt. En munið eitt, er hrannir mestar hrynja, svo hristast þykir strönd, að gæta yðar gömlu, dýru minja og geyma styrkri hönd. — Mín blómstur öll sér láta saman lynda, — svo liði og fleirum bezt, að eigi fengi úfur þrárra vinda sinn eim í þeli fest. — í dag er ósk mín vors- og hugða heiði til handa minni þjóð, jafnt smáu strái og tnikilvöxnum meiði vil miðla sólarglóð. JAKOB THORARENSEN Blöð heima á Fróni hafa lagtj mikla áherzlu á að leiða alþýðu fyrir sjónir helgi þjóðhátíðar- dagsins 17. júní. Þau hafa hvatt menn til hófsemi og bindindis þennan dag til að stuðla að því, að hátíðin fari sem bezt fram og á svo virðulegan hátt, að sæmd væri siðaðri þjóð í menn- ingarlandi. Þetta hefir prýðilega tekist. Þjóðin, ungir og gamlir, um alt land, hafa tekið meiri þátt í þjóðhátíðinni en nokkrum öðrum tylli eða fagnaðardegi og alt far ið þar fram með prýði. Sala á- fengra drykkja mun jafnvel oft hafa verið algerlega bönnuð. Það mun óvíða, að viðurkenning viðurstygðarinnar” af að hafa G. J. Guttormsson flytur Minni íslands, frumort kvæði á íslendingadeginum á Gimli 3. ágúst, 1953 áfengi um hönd hafi hjá nokk- urri þjóð verið eins rík og þarna ber vott um. Krár verða auðvitað ekki lok- aðar þar sem íslendingadagar eru haldnir hér vestra. En ekkert væri að því, að þátttakendur í j þjóðminningardeginum mintust helgi hans og lofuðu stíunum að eiga sig þann daginn. Það sæmdi ekkert betur en það. Jón Laxdal Davíð Björnsson er ritari íslendingadagsnefndar, er fyrir 'þjóðhátíðinni á Gimli verður forseti fslendingadags- stendur 3. ágúst, 1953. ins á Gimli 3. ágúst, 1953.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.