Heimskringla - 29.07.1953, Síða 7

Heimskringla - 29.07.1953, Síða 7
WINNIPEG, 29. JÚLf 1953 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA föður síns, til þess eins að bera blak af hon- um, og af völdum þessarar undraveru, hefði dregið allan mátt úr sínum eigin armi þegar hann hefði verið uppreiddar til þess að greiða höggið í sömu mynt. En það, sem hann gat engum sagt frá, ^fn vel ekki sinni eftirlátu og ástríku móður, var það, að frá því augnablki sveif þessi álfkenda vera með gullnu lokkana og bláu augun fyrir hugarsjónum hans. Að þegar hann hafði þeyst yfir sléttuna, og reynt að losa sig við þessa sýn, hafði hún fylgt honum eftir, jafnvel alla leið heim að hinum látlausa sveitabústað hans, sem honum allt í einu virtist nú svo ófullkominn og fátæklegur, svo ósamboðinn þessari draum kendu veru, þessari aðalsmey, er stöðugt birt- ist fyrir hugarsjónum hans. Það sem hann sagði ekki heldur neinum frá var, að honum fannst allt í einu að sveitabúningurinn sinn vera gróf- ur og óhreinn, hendurnar harðar og sólbrendar, göngulag hans þung tog luralegt, að hann hefði þráð að rétta út arminn og snerta þessa töfrandi veru, en fundist hann svo grófgerður, fundist hann sjálfur svo óra langt fyrir neðan hana i öll um skilningi, og handleggur hans hef'ði fallið máttlaus niður með hliðinni, og að djúp blygó- unar og öfundar-tilfinning hefði gripið hann, svo að hann nálega tárfelldi. ^ Móðurina grunaði þó að eitthvað annað en móógunaryrði og högg greifans þjakaði að syni sínum, og reyndi af öllum mætti að beita afli móðurástar og ástúðar, til þess að sefa sálarstríð hans, og koma honum til að gleyma öllu öðru en heimilisgleðinni og friðsælunni að sitja við móðurknén. Sólin haföi hnígið til vióar í vestr- inu; það var orðið skuggsýnt í herberginu. Sara og Kata komu með kertin og kvöldmatinn, en það ríkti djúp þögn meðan hans var neytt. — Eyrirboði einhvers ílls, lá eins og mara á móður og syni. Máltíðinn var lokið, og búið að taka af borðinu, Andras hafði beðið um að farið væri með Ijósin í burtu, hann langaði til að sitja í myrkrinu, nálægt móður sinni, og láta hana snerta hið sára og heita enni sitt með mjúku, friðandi hendinni, til þess að reka á braut djöfla haturs og hefnigirni, sem stríddu í sál hans. Hann þráði frið, og dimmu líka, sökum þess að hann langaði til að njóta hugsunarinnar um vissa töfraveru, sem hans eigin skynsemi sagði honum í dagsljósinu að gleyma með öllu, en sem í myrkrinu birtist eins og dýrðlegur draumur. Móðir og sonur vissu tæplega hversu lengi þau sátu þarna í myrkrinu. Etelka, sem engar töfrasýnir átti, til þess aO láta hugann dvelja við, hafði lokað augun- um, og hinn rólegi andardráttur hennar myndaði friðandi undirspil við vökudrauma sonarins. Skyndileya mátti greina undarlega birtu gegnum gluggana ,er virtist koma úr áttinni frá hinn eyðilegu sléttu, og lýsa úti við sjón- deildarhringinn. Andras hafði sprottið á fætur og starði út, og skildi ekki í svipinn hvers kon ar birta þetta gæti verið sem smám saman lýsti upp loftið. Hávaði og högg við útidyrnar vöktu Etelku upp af blundi, og þjónustumeyjarnar tvær komu hlaupandi inn, mjög hræðslulegar. Allra hugir höfðu verið haldnir einhverjum kvíðg allan þennan dag, og þegar Sara og Kata höfðu fyrst tekið eftir þessari undarlcgu birtu sem hvorki lagði af mána eða sól, hlupu þær ótta slegnar til húsbónda síns, til þess að leita hug- hreystingar og skýringa á þessu fyrirbrigði. En Andras var orðinn náfölur, og Etelka starði nú skelkuð út. “Eldur!” hvíslaði hún þrumulostin. “Já! Það er eldur, mamma, eldur yfir á Bil- esky-landareignunum. Maísakrarnir liggja ein mitt þarna”, svaraði Andras, “og það hefir ekki ringt í síðstliðnar tvær vikur, akrarnir brenna eins og þut hey”. “Eldurnn virðist koma úr tveimur eða þremur áttum”. Það er guðsdómur yfir lávarð inum”, sagði Etelka, og signdi sig. “Mamma, eg ætla að fara og vita hvort eg get ekki orðið að einhverju liði, láttu Söru og Kötu hlaupa út, og senda alla okkar menn sem þær ná í ~til eldstöðvanna, eins fljótt og þeir geta. Hérna eru lyklarnir að hesthúsunum, þeir verða að velja sér fljótustu hestana og koma samstundis. Og þú, elsku mamma”, bætti hann við, hrærður, “krjúptu fyrir framan kross- markið, þegar eg er farinn, og beiddu til guðs að hann láti ekki hefndina koma niður á þeim, sem ráðin hafa lagt á að koma þessum illverkn- aði í framkvæmd.” Hann kvaddi móður sína með kossi, í mesta flýti, snaraðist út að hesthúsinu, og var innan lítillar stundar kominn á hraða ferð áleiðis til Bilesky-setursins. Framundan í fjarlægðinni lagði birtuna frá eldinum yfir stærra og stærra svæði út við sjóndeildarhringinn. Um alla þessa víðfeðnu sléttu, mátti heyra margskonar skelf- ingaróp og hljóð úr fjarlægð, hræðsluöskur gripahjarða órólegt jarm sauðfjársins, og hróp og köll hjarðmannanna, er þeir reyndu að reka hjarðirnar á óhultari staði á hinni þurru sléttu. Eldurinn óx með ægilegum hraða, og hjarð ir viltra hrossa geystust framhjá Andrasi, þar sem hann þeysti áfram, hrossahjarðir, örvita af hræðslu, með flaksandi föxum og töglum. Andr as sá eldslogana dreifast með ógurlegum hraða í áttina ctii akranna þar sem slegna korninu var hlaðið upp, og myndi það auka eldinn um allan helming. Á sléttunni.'sem vanalega var svo þögult og friðsælt á kvöldum og nóttum, var nú allt í uppnámi af hræðsluópum, er virtust berast að úr öllum áttum. Mildur sumarblær gaf logunum enn þá meiri kraft, og beindi þeim til austurs að frjó- sömum maís-ökrum, timburkofum og jafnvel gripahúsum. Andras geystist áfram, sál hans skelfd og harmsfull yfir fyrirboðum stórra og hörmu- legra tíðinda, og starði á eldinn, kveiktan með guðs eigin hendi, eins og móðir hans hafði sagt, til þess að hegna hinum hrokafulla lávarði. 14. Kafli HERMDARVERK Sálarjafnvægi Bilesky greifa hafði raskast alvarlega í samtalinu við hinn auðuga leiguliða hans, og það hafði liðið alllangur tími þangað til að hann jafnaði sig aftur, og náði hinu venju lega léttlyndi sínu og glaðværð. Einhver tilfinning, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir eða útskýra hamlaði honum frá að segja gestunum frá innihaldi samtalsins, og finna þannig geðró í því að heyra þá úthúða þessum hlutsama og ósvífna sveitabónda. Ein- hvern veginn var Bilesky ekki ánægður með sjálfan sig. Hann fyrirvarð sig dálítið fyrir bráðræðið við þennan mann, sem honum hefði áreiðanlega verið meira í hag að eiga vingott við, og hafa hann sín megiq, hvað þessi uppáhalds fyrirtæki hans snerti. Honum var vel kunnugt um, að vin sældirnar og traustið sem sem alþýðufólkið bar til Andras Kemeny, var ótakmarkað, og hann neyddist til að viðurkenna, þrátt fyrir þessa deilu, að hann gat mjög vel skilið hversu eðli legt það var, að þessi ungi og glæsilegi sveita- maður hefði hressandi og holl áhrif á Iýðinn. Áreiðanlega var hann heimskingi að hafa ekki tryggt sér aðstoð og fylgi þessa manns, heldur en að gera sér hann að megnum óvini með því að móðga hann grimmilega, og veita honum líkamlegan áverka. Ekki hvarflað þó að honum eitt augnablik, að iðrast eftir því, að hann seldi mylnuna ekki honum, hann trúði því fastlega, að tilgangur sveitamannsins væri ekki eins hlutlaus, eins og hann hélt fram. En nú, þegar hann vissi fyrir víst að peningarnir, sem hann alltaf þarfnaðist svo mjög, voru í rauninni úr fjárhirzlu bóndans, iðraðist hann eftir að hafa ekki gert einhverja hagkvæma samninga, og með, því fengið Andras til þess að sejta skki slíka okurvexti á höfuðstól sinn eins og þessi milligöngumanns^blóðsuga hans gerði. Með því að gera sér þennan mann að fullum óvini, þennan lánveitanda sinn, sem hann hafði svo mikið að byggja á, sá Bilesky það fyrir að við hatursfullri mótstöðu mætti búast hvaðan- æva, og að öllum líkindum yrði öllum lánsleið- um þar lokað, næst þegar hann þyrfti peninga- láns með. Mestallan seinni hluta þessa dags sat Bil- elsky þögull, og í áberandi þungu skapi fjærri gestunum sínum, og reyndi að jafna sína ýfðu geðsmuni með því að reykja pípu sína jafnt og þétt. Hvað Ilonku snerti, þá var hún alltof ó- reynd og barnaleg til þess að skilja hversu hættulega sakirnar stóðu, og hvílíkt ógæfuverk hún kom í veg fyrir að líkindum, þegar hún kom svo óvænt inn til föður síns fyr um dag- inn. Hún rendi lítinn grun í það, að það var hennar meðfædda fegurð og yndisleikur, sem bjargaði föður hennar frá því sem hefði getað orðið banahögg, og sál annars manns frá æfi- löngum iðrunarkvölum. Hún hafði aðeins séð í svip háan herðabreið an sveitamann, sem auðsjáanlega hafði reitt föð ur hennar til reiði mjög mikið, og sem hafði horft á hana þannig, að hún gat ekki gert sér grein fyrir því eða skilið það. En öllu þessu hafði hún gleymt þegar lengra leið, og kvöld- skuggarnir höfðu gert svalt í garðinum, gleymt bæði fyrirlestri móður sinnar kvöldið áður, og öllu öðru mótdrægnu, til þess að geta notið líð andi stundar til fulls. Hún hafði, ásamt öllum yngri gestunum komið því svo fyrir, að gleðskapurinn og skemt anar þetta kvöld yrðu afbrigðilega frumlegar og fjörgandi. Til svo fágætra skemtana hafði verið stofnað, að hinir fornu veggir Bilesky- setursins áttu að riða við af hlátrum, sem berg- máluðu frá grunni þessarar miklu hallar upp til þaks. Það var sannarlega mislitur hópur sem lagði leið sína upp hinn mikla stiga, og gegnum hinar breiðu forstofur og ganga hinnar gömlu hallar. Fríð, hlæjandi meyjar-andlit gægðust út úr karlmanna-búningum, og skeggjuð andlit sömuleiðis ómótstæðilega óviðeigandi og skríti- leg, áttu allt annað en vel við kvenbúninga. iGjlraiHiaiaiaraiHiHigraiajajHigiaizjHJHiHiEJHiafZjajzraiErafafafHreiHfEJHfHjgfafHJHiaiafEjaraiaigrafamHjaigfaiHizfig r*mmm I: <♦> >3R- •:♦;• : •:♦>' >ae< >»»' •»> <«• *' •:♦> <«• '>:♦>' •:«• •:♦> .<♦>' .•:«•:' •:♦> >5 I | i Beztu Hamingjuóskir Framtíð yðar er umhyggja vor í dag * í tilefni af Þjóðminningarhátíð íslendinga 1953, telur National Grain Company Lim- ited sér mikla sæmd í því að senda sínum íslenzku vinum í Vestur Canada hugheilar árnaðaróskir. Natiónal Grain \/ COMPANY LIMITED I II $ ■ I 11 •:♦> •:♦> •:♦> mm •:♦> :•»>"."•:♦> mm •»> •»> •»> mmmmmm>»>. •:♦> A.-»y :■•:♦>":>sb-".>:«•;;>:♦> mmmm •:♦> "-sb-'. Víðsvegar um Canada og Bandaríkin eru hundruð þúsunda manna, kvenna og barna, . . . einstaklingar . . . f jöl- skyldur ... og hópar ... sem umhyggju njóta hjá Great-West Life. t Aukin lífsgleði þeirra, einnig trygging og ánægja í framtíðinni, er fuUvissa þeirra, vegna hinna mörgu tegunda lífs- trygginga, slysa, og heilsu og hópa tryggingar-skírteina sem þetta félag hefir á boðstólum. Great-West Life ASSURANCE COMPANY HEAD OFFICE-WIN NIPEG HEILLAÓSKIR t TILEFNI AF SEXTUGASTA OG ÞRIÐJA AFMÆLI ÞJÓÐMINNINGARDAGS ÍSLENDINGA HÉR,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.