Heimskringla - 29.07.1953, Blaðsíða 9

Heimskringla - 29.07.1953, Blaðsíða 9
ORKA City Hydro flytur íslendingum í Winnipeg beztu árn aðaróskir á þjóðhátíð þeirra íslendingar í Winnipeg hafa frá uphafi verið sterkir stuðningsmenn Winnipeg Hydro, af því að það er eign Og í starfrækslu Winnipeg-borgar. Yfir fjöi*utíu ár hefur Cilty Hydro séð Winnipegborg fyrir ábyggilegri og ódýrri raforku hvar, sem þörf krafðist. FÁEINAR STAÐREYNDIR UM CITY HYDRO City Hydro starfrækir tvö orkuver á Win- nipeg ánni, annað er við Point du Bois og framleiðir 105,000 hestöfl, en hitt við Slave Falls með 96,000 hestöfl af orku. Þá rekur City Hydro upphitunarver með gufu á Amy stræti, á vestur-bökkum Rauðár, tvær útibússtöðvar, ellefu aukastöðvar, og fjögur hundruð mílur af leiðslu-línum. City Hydro rekur einnig strætisljósakerfi Winnipeg-borgar, miðstöðvar gufuhitun og þar tilheyrandi ver. Féð sem í þessari heildareign félagsins er falið nemur $43,000,000. Útistandandi skuld á því nem- ur $19,000,000. Orkuleiðsla kostar að með- altali minna en Iff fyrir hverja kilowat- hour. Árleg neyzla nemur að meðaltali á hvern viðskiftavin 6,891 kilowatt hour. Er haldið að hvergi sé orka meira notuð í Norður-Ameríku en hér. Þegar þér þurfið með orku fyrir nýtt heimili eða til nýs viðskiftareksturs, getur City Hydro orðið þér bezt að gagni, ef staðurinn, sem um er að ræða, er í Winni- peg. Símið 96-8231 og á hjálp þar mun ekki standa. CITY HYDRO 55 Princess Street Portage and Kennedy Showrooms LXVII ÁRGA'TGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 29. JÚLf 1953 NÚMER 44. Dr. Richard Beck, prófessor: STEPHAN G. STEPHANSSON — ALDARMINNING — Fyrir rúmum áratug fór eg í þjóðræknis- og ræðuhaldaerind- um vestur á Kyrrahafsströnd, og þar sem leið mín lá um íslenzku 'byggðirnar í Saskatchewan- fylki í Canada, notaði eg tæki- færið til þess að koma jafnframt við í íslenzku byggðinni í Al- berta-fylki, en þar var skáldið Stephan G. Stephansson bóndi lengstum ævinnar, eins og al' kunnugt er. Hafði mér lengi leikið hugur á því, að koma á þær ævistöðvar skáldsins, er mér, eins og fjölmörgum öðrum löndum hans, voru orðnar kunn- ar og kærar af kvæðum hans, og nú rættist sá draumur á fögrum sumardegi, sem mér mun aldrei úr minni líða. Að sjálfsögðu kom eg á heim- ili skáldsins, en þar voru þá enn með kyrrum kjörum bókasafn hans, skrifborð hans og stóll. Gerðist eg svo djarfur að setj- ast í stól hans við skrifborðið, og það var sem djúp helgi- kennd gripi hug minn. er eg settist þar; orðin frægu “Drag skó þína af fótum þér” hljómuðu mér í eyrum. Því að í þessum sessi hafði skáldið vafalaust oft setið, þegar hann á andvökunótt- um orti Ijóð sín, en eins og hann segir í einu bréfa sinna, voru kvæði hans “fæst fædd að degi til”, heldur eftir miðnætti. Hann hefði þess vegna með fullum sanni getað heimfært upp á sjálfan sig orð hins íslenzka skáldbróður síns um Sverri kon- ung: “Andvaka var allt mitt líf”. Úr þeirri Hliðskjálf Stephans skálds, þar sem eg nú sat, hafði hann séð “of heima alla” og! glímt djarflega við mestu vanda- mál samtíðarinnar og dýpstu ráðgátur mannlegrar tilveru. Þetta varð mér að vonum ríkt í huga, meðan eg sat í skrifborðs- stól hans, og mér gaf sýn: Líf skáldsins, frumbyggjastríð og starf, rann mér fyrir sjónir eins og lifandi mynd á tjaldi . Eg sá hann í anda, 19 ára að aldri (1873), kveðja ættjarðar- strendur, og þar sem eg hafði staðið í sömu sporum, þó undir öðrum aðstæðum væri, gat eg vel gert mér í hugarlund. hvern- ig honum var innan brjósts þá skilnaðarstund. Sjálfur hefur hann lýst viðskilnaðinum við ættjörðina á þessa leið í drögum þeim til ævisögu sinnar, er birt voru í “Andvara” 1947: “Um nótt í þoku, sem náttsól- in skein gegnum, lögðum við út af Akureyri. Nokkrir kunningj- ar mínir ungir fylgdu mér á bát, sem þeir réru. Þeir báðu mig að koma á land með sér aftur, unz skipið létti akkerum, skyldu róa mig fram í tíma. Eg lét tilleið ast, en kom foreldrum mínum fyrir í skipi áður. Eg beið í landi til síðustu stundar. Þeir efndu heit sitt. Sungu eitthvað, um leið og þeir ýttu frá, en ein- hverjir farþegar á þiljum svör- uðu á sama hátt. Alla nóttina og næsta dag vakti eg á þiljum uppi og leit til lands, en aldrei rauf þokuna, fyrr en að kveldi þriðja dags að blámaði fyrir Öllu, sem þá var eftir af íslandi, tveimur eða þremur þúfum, sem hurfu hver af annarri.” Á hugarvængjum fylgdi eg skáldinu í spor á höfuð dvalar- stöðvum hans vestan hafs. Eg sá hann nema land þrisvar sinnum, fyrst í Shawano County í Wis- eonsin 1874, þessu næst í Garðar- byggð í Norður Dakota 1880, og loks 1889 í grennd við Marker- ville í Alberta^byggðinni, þar sem hann bjó til dauðadags, 11. ágúst 1927. Hörð brautryðjenda- barátta hans og annarra íslend- inga í Vesturheimi, eins og eg hafði kynnzt henni af kvæðum hans og annarra skálda vorra vestur þar, og eftir öðrum heim- ildum, varð mér ljóslifandi fyrir sjónum og rann mér til rifja; en jafnframt fylltist hugur minn metnaði yfir sigurvinningum ís- lenzkra landnema þeim megin hafsins, þó að mér væri fullljóst, hversu dýru verði þeir sigrar voru keyptir.. í þeim hugleiðingum gekk eg liljóður út úr heimahúsum skálds ins og fylgdist með leiðsögu- manni mínum um landareign Stephans. Hann var mér enn ná- lægur, eigi síður en meðan eg sat í skrifborðsstól hans, og er eg hugsaði um stritið þunga við að ryðja mörkina og brjóta land- ið til ræktunar, og um landnáms- stríðið allt sungu mér í huga þessar ljóðlínur hans, því að hér höfðu íslenzkar hendur verið að manndómsverki og borið merki ættstofnsins fram til sigurs: Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð, og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð. Og þegar eg á þeim fagra sumardegi gekk um landareign Stephans, blasti mér við sjónum í allri fegurð sinni fjölbreytt og svipmikið umhverfi það, sem skáldið hafði “lifað og hrærst í” áratugum saman, með himinhá- um Klettafjöllum í fjarlægð, er gnæfðu í hrikadýrð sinni “sem risar á verði við sjóndeildar hring.” f samkomuræðu minni um kvöldið þar í byggðinni varð mér eðlilega tíðrætt um skáldið og tengsli hans við hana, sem lýsa sér svo fagurlega og eftir- minnilega í kvæðum hans, og þá er eg líka kominn beint að skáld- skap Stephans. En umhugsunin um það merkliega og fágæta fyr- irbrigði, hvernig þessi sjálf- menntaði skagfirzki sveitapiltur sigraðist á hinum andvígustu kjörum og gerðist eitt af allra mestu skáldum íslenzku þjóðar- innar og einn af svipmestu and- ans mönnum hennar, hélt lengi fyrir mér vöku, er eg seint um kvöldið gekk til hvílu á heimili annars merkislandnámsmanns ís- lenzks þar í byggð og^-hollvinar skáldisns. Eg hafði um daginn litið aug- um landareign skáldsins í bók- staflegri merkingu. f kvöldkyrrð inni hófst mér við sjónum víð- lent og fjölskrúðugt landnám hans í andans heimi, í ríki ís lenzkra bókmennta, því að þar var hann sannarlega mikill land- námsmaður eigi síður en í ný- byggðunum íslenzku vestan hafs. Ekki þarf lengi að blaða í bind- unum sex af “Andvökum” hans til þess að sannfærast um það, \ hver landnemi hann var “í hug! og hreimi”. Og víðlendi skáld-: skapar hans, auð-legð og dýpt, er enn dásamlegra, þegar í minni er borið, að ritstörf skáldsins eru unnin í hjáverkum, og um annað fram á næturvökum, sam- hliða þungum og þreytandi dag- legum störfum til framfærslu stórri fjölskyldu. “Hann varð aldrei fjáður maður, en hann þótti atorkusamur og góður bú- þegn”, segir Jónas Þorbergsson um Stephan í prýðilegri minn- ingargren sinni í “Iðunni” 1934. Kemur það heim við vitnisburð 'sveitunga skáldsins, sem eg hefi rætt við um búskap hans. Eins og dr. Sigurður Nordal leggur áherzlu á í hinni snilldarlegu inngangsritgerð sinni að úrval- inu úr Andvökum Stephans og sýnir glöggt manndóm hans og skapfestu, hve frámunalega vel honum tókst að verða við kvöð- um hinna daglegu skyldustarfa annars vegar og ásækinni skáld- skaparþörf sinni hins vegar, en það varð auðvitað hvorki átaka né sársaukalaust, eins og sjá má mörg merki í kvæðum hans, og livergi fremur en í “Afmælis- gjöfinni”. Jafnvægi Stephans í hugsun, heilskyggni hans, lýsir sér einn- ig vel í því, hve fagurlega hann skiptir ljósi og skugga milli hjartfólginnar ættjarðarinnar og hugstæðs fósturlandins. Um djúpstæða ættjarðarást hans, sem er hinn heiti undirstraumur margra fegurstu kvæða hans, er óþarft að fjölyrða, og nægir um þá hliðina á skáldskap hans að minna á kvæði eins og “Ástavís- ur til íslands”, “Lyng frá auð- um æskustöðvum” og “Úr íslend ingadags ræðu” (Þó þú langför- ull legðir), og taka sem dæmi þetta alkunna og dáða erindi úr hinu síðastnefnda: Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skeyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skín. Segja má, að skáldið sjái hér ættjörð sína í fegraðri myndi gegnum sjónargler fjarlægðar og saknaðar, en ofin er sú draum sýn innstu og einlægustu hrær- ingum hjarta hans og eilífðar- vonum. Jafnframt er þess að minnast, að hin djúpstæða ætt- jarðarást skáldsins varð honum miklu meira en uppistaða og ívaf ágætra kvæða og eggjan til dáða með ýmsum hætti. Má í því sambandi minna á eftirfarandi ummæli úr ræðu, er Baldur Sveinsson hélt fyrir minni skáldsins á samkomu á fsafirði i heimferð hans 30. ágúst 1917: “Þó að ættjarðarkvæði Steph- ans sé fögur, þá er ekki minna um það vert, hver hugur hefur jafnan fylgt máli í öllum þeim kvæðum. Eg skal nefna eitt dæmi því til sönnunar, að hann Frh. á 12. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.