Heimskringla - 09.06.1954, Page 4

Heimskringla - 09.06.1954, Page 4
4. SÍÐA HEIM SKRINGLA WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1954 FJÆR OG NÆR Skemtiferð Hin árlega skemtiferð, picnic, Fyrsta Sambandssafnaðar verð- ur n.k. sunnudag, 13. þ.m. til Gimli. Komið verður saman við kirkjuna kl. 10. sunnudagsmorg- uninn. Allir sem bíla eiga eru beðnir að mæta þar, og taka með sér þá, sem flutnings á skemti- garð þurfa, börn eða fullorðna. Farið verður í skemtigarð Gimli og þar, meðal annars fara_ fram hinar vanalegu skemtanir—kapp hlaup, af ýmsu tægi handa börn- um og öðrum, boltaleikir, o. fl. ★ ★ ★ UNITARIAN SERVICES IN INTER-LAKE REGION June 13, 1954 Aborg — 11 a.m., (S. T.) Gimli — 3 p.m. (D. S. T.) Riverton — 8 p.m. (S. T.) P. Allen Myrick, minister ★ ★ •*r Á þriðjudaginn s.l. 8. þ.m. flutti séra Philip M. Pétursson kveðjuorð fyrir John Hume Robertson, í Winnipeg, á útfara- arstofu Mordue Bros., og í Nin- ette, í United Church þar. Jarð- sett var í Ninette grafreit. ★ ★ ★ Dr. Thorbergur Thorvaldson frá Saskatoon brá sér fyrir helg ina austur til Ottawa og St. John, Newfoundland, í erindum sambandsstjórnar, er hann gerir ýms rannsóknarstörf fyrir. Hann var hér á fundum vísindafélaga Canada, og kemur innan viku til baka.. Frú Thorvaldson var með i förinni hingað, en austur mun hann einn hafa farið. itnsi; Tiieme —SARGENT & ARLINGTON— JUNE 10 12 Thur. Fri. Sat. (Gen.) THE CLOWN Red Skelton, Timmy Considine PRINCE OF PIRATES (Color John Derek, Barbara Rush JUNE 14-16 Mon. Tue. Wed. (Ad. AFFAIR WITH A STRANGER Jean Simmons, Victor Mature ROGUt’S march Peter Lawford, Janice Rule Engin messa verður í Fyrstu Sambandskirkju n.k. sunnudag, 13. þ.m., vegna skemtiferðarinn- ar til Gimli þann daginn. ★ ★ ★ John Goodman frá London, Ontario, var staddur í bænum s.l. þriðjudag. ★ ★ ★ Sveinn Oddsson prentari í þessum bæ, sem verið hefir rúm an mánaðar tíma í heimsókn í Bandaríkjunum hjá ættingjum og fornum kunningjum, kom heim um síðustu helgi. Kvað hann veður vera mjög líkt þar og hér hefir verið, rign- ingar og kuldar. ★ ★ ★ KIRK JUÞING Þing hins fyrverandi kirkju- félags íslendinga í Vesturheimi tr nú neft Western Canada Uni- tarian Conference, verður hald- ið dagana 19. og 20. júní í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg. Söfnuðir út um landsbygðir eru beðnir að veita því athygli og útnefna fulltrúa á þingið. Meðal annars verða prestar staddir á þinginu frá Edmonton, Toronto og Ellsworth, Maine. Þeir eru Rev. Wm. P. Jenkins, prestur LÆGSTA FLUG-FARGJALD tii ÍSLANDS Notfærið yður þessa fljótu, hagkvæmu leið að heim- sækja gamla landið á komandi sumri. Reglulegar á- ætlunarferðir frá New York. Máltíðir og öll hressing ókeypis. Aðeins $310 fram og aftur til Reykjavíkur Sambönd við allar aðrar helztu borgir. Sjáið ferðaumboðsmann yðar eða ICELANDIC AIRLINES 15 West 47th Street, New Yorlc PLaza 7-8585 Kirkjuþing Western Canada Unitarian Conference (fyrv. Sameinaða kirkjufélag Islendinga) WINNIPEG MAN., 19. og 20. JÚNÍ í Fyrstu Sambandskirkju, Banning St. og Sargen.t Ave. GESTIR: Rev. Wm. P. Jenkins, prestur Unitara kirkjunnar í Toronto, og vara-forseti American Unitarian Associ- ation. Rev. Charles W. Eddis, prestur Unitara kirkjunnar í Edmonton, Alberta. Rev. Emil V. Gudmundson, prestur Unitara kirkj- unnar í Ellsworth, Maine. Söfnuðir eru hvattir til að senda fulltrúa á þingið tvo fyrir hverja hundrað meðlimi. Skrásetning og miðdagsverður fara fram í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg kl. 12. laugardag inn, 19. júní. Ávarp forset, kl. 1.15 Fundir byrja kl. 2 Philip M. Pétursson, forseti G. P. Magnússon, ritari 17. júní (Tíu ára afmæli hins íslenzka lýðveldis) Samkoma Þjóðræknisdeildarinnar “Frón” SAMBANDSKIRKJUNNI, SARGENT 8c BANNING FIMMTUDAGSKVELDIÐ, 17. JÚNÍ 1954 — Skemtiskrá — ÁVARP FORSETA_____________________________ Jón Jónsson O’ CANADA - Ó GUÐ VORS LANDS______________________Allir KVEÐJA (Hljómplata) ______________________Thor Thors KVÆÐI, frumsamið___________________Sig Júl. Jóhannesson (lesiff af Ragnari Stefánssyni) RÆÐA, Minni Jóns Sigurðssonar------Björn Sigurbjörnsson EINSÖNGUR _______________________________Elma Gíslason Undirleik annast: THORA ÁSGEIRSSON DU BOIS 1. Nú gyllir ylrík sólin sæ______SigurÖur Þórðarson 2. Þið þekkið fold_________________________Grétry öxar við ána------------------------Helgi Helgason KVÆÐI, frumsamið._____ Æinar Páll Jónsson RÆÐA, Lýðveldisdagsminning___________Sr. Bragi Friðriksson PIANÓLEIKUR______________________Thora Ásgeirsson du Bois HOLBF.RG SUITE_________________________Edward Grieg Prelude — AIR — Rigaudon GOD SAVE THE QUEEN - ELDGAMLA ISAFOLD Byrjar kl. 8.30 e.h. Inngangur 75c Við hljóðfærið: GUNNAR ERLENDSSON Eftir samkomuna selur Kvenfélag Sambandssafnaðar fínustu islenzkar veitingar í neðri sal kirkjunnar fyrir aðeins 25 cents. Unitarakirkjunnar í Toronto; Rev. Charles W. Eddis, prestur ' hinnar nýstofnuðu Unitara- I kirkju í Edmonton og Emil V. I Guðmunds, prestur Unitarakirkj unnar í Ellsworth, Maine. Þeir taka þátt í fundum sem fram fara, og fróðlegt og skemtilegt verður að kynnast þeim og hlusta á þá. Mr. Jenkins var kos- inn vara-forseti Unitara félags- ins á nýafstöðnu þingi haldið í Boston. ★ ★ ★ Einar Magnússon frá Selkirk, Manitoba, var staddur í við- skiftaerindum í bænum s.l. mánudag. ★ ★ ★ Þjóðræknisdeildin Frón þakk ar hér með eftirtöldu fólki fyrir bækur og annað gefið til Bóka- safns deildarinnar. : Séra Sig- urð Cristopherson; Mrs. Margr- ét Jóhnson; Mrs. Una Th. Lin- dal. — Innilegt þakklæti til ykk ar allra sem sýnið deildinni vin- semd og velvild með gjöfum ykk ar. — Fyrir hönd deildarinnar, J. Johnson ★ ★ ★ Útvarp lýðveldisdaginn Haldið verður upp á lýðveldis- dag íslands 17. júní hér vestra með því að útvarpað verður yíir kerfi CBW stöðvarinnar í Win- r.ipeg. Herra Thor Thors sendi- herra fslands til Canada og Bandaríkjanna flytur kveðju til Vestur-íslendinga frá heima- þjóðinni. Einnig mælir forseti Þjóðræknisfélagsins, Dr. Valdi- mar J. Eylands, nokkur orð. Út- varpað verður kh 6 C.D.T. Menn hafa nægan tíma til að hlusta á útvarpserindin og síðan að fara á' skemtunina sem deildin Frón stendur fyrir og sem á að fara fram í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg. ★ ★ ★ SERVICES IN NEW ICE- LAND. Sunday, June 13th Betel — 9 a m. D. S.T. Gimli — 11 a.m. D.S.T. Arnes — 2 p.m. D.S.T. Hnausa — 2.30 p.m. C.S.T. Hecla — 2 p.m. C-S.T. Gimli — 7 p.m. D.S.T. Riverton — 8p m. C.S.T. Pastors R. Jack and H. S. Sigmar -r MENNIRNIR SEM FLESTU RÁÐA Augu allra þeirra mörgu millj- óna manna, sem búið hafa við órétt og yfirgang og vita hvað ófrelsi er, mæna nú til Genfar. í veglegum og glæstum sal sitja fulltrúar mestu valdamanna heims. Þeir ræða heimsmálin, deila um landamæralínur, hverj- ir eigi að stjórna þessu og þessu landsvæði og þeir ráða því hvar barizt er í heiminum. Umræður þeirra og orðaval er alls staðar rætt—jafnvel á rakarastofum uppi á íslandi. Hvernig skyldi það vera, að standa í sporum þessara manna sem svo miklu ráða um líf milljónanna? Eru þeir venjulegir menn eða í ein- hverju frábrugðnir öðrum? — Bóndi í ísl. afdal jafnt sem borg ari í Reykjavík kann að velta slíkum spurningum fyrir sér. o o o Danskur blaðamaður einn hef-! ur gefið eftirfarandi lýsingu á fjórmenningunum—þar sem þeir sitja á fjórveldafundi. John Foster Dulles — er typ- iskur lögfræðingur, hvað mál- flutning snertir. Málflutningur hans er þurr en mjög formfast- ur, einkum þegar hann deilir við Molotov. Og þegar Molotov tal- ar fylgist hann vel með hverju orði, tilbúinn til að skrifa niður orðalag, sem gæti komið honum að notum í svarræðu. í ræðum er Dulles ákveðinn og öllum sem á hann hlýða 'hlýtur að vera ljóst hvað hann talar um og hvað hann vill. Svo skýrt lætur hann vilja sinn í ljós í aðalatriðum ræðu sinnar, en fléttar þar inn á milli skýringar á afstöðu Bandaríkj- anna. — Þegar aðrir tala grípur hann stundum fram í fyrir ræðu- manni, en þó mjög lágt, svo að- eins næstu menn heyra. En á brosum þeirra má sjá að þegar hann grípur fram í, þá hrjóta hnyttiyrði af vörum Dullesar. o o o George Bidault — hefur aðra aðferð. Hann er mjög líflegur í ræðum sínum og leggur áherzlu á orð sín með miklum handa- hreyfingum. Hann kemur 'hægt að aðalatriði — margar leiðir virðast opnar, þar til hann allt í einu kemur með bombuna og hrekur lið fyrir lið röksemdir Molotovs. Hann er mjög fljótur að svara fyrir sig — og gerir það vel. Margir telja hann mest- an lögfræðinginn af fulltrúum Vesturveldanna. o o o Anthony Eden — er oft sá af f jórmenningunum sem minnst talar. En þegar hann talar, talar hann stutt, en skýrt og ákveðið VINNIÐ AÐ SIGRI FRELSIS Bogi Sigurðsson M/1SIMS7 BETEL í erfðaskrám yðar og túlkar skoðanir sínar svo að þær standa öllum ljósar. Sumir segja hann vera persónugerfing hins gamla þingmannaskóla. Rödd hans er alltaf ljúf og á- heyrileg og hann notar fastar og ákveðnar áherzlur. Hann er alltaf eins og hann sé í brezka þinginu — reiðubúinn að svara stjórnarandstæðingum, á róleg- an, kurteisan en ákveðinn hátt. o o o Gaspadin Vjatcheslav Mirail- ovitch Molotov — er maðurinn sem alltaf veit til hverra ráða hann á að grípa á fundum og ráð stefnum. Hann undirbýr hvern dag mjög vel og kemur öðrum út af sporinu með því að leiða um- ræðurnar úr einu efninu í annað. Á síðari tímum virðist hann frjálsari og menn geta sér þess til að andlát Stalins hafi þar einhverju um ráðið. Hann kveik ir í einum vindlingnum (rússn- eskum með pappamunnstykki) af öðrum og er stundum hulinn reykskýi. Hann hlustar með eft- irtekt á hina ráðherrana, og ræð ur þeirra er það eina, sem getur tafið hann frá að kveikja sér í vindlingi að öðrum reyktum. —Mbl. 14. maí. MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Winnipeg Prestur, séra Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 681 Banning St. Sími 3-4571 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h., á ensku Kl. 7 e. h., á íslenzku Safnaðarnefndim Fundir I. fimtu- dag hvers mánaðar Hjálpamefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld f hverjum mánuði Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveld inu. Ungmennafélagið: — Hvert fimtu- dagskveld kl. 8.30 Skátaflokkurinn: Hvert miðviku- dagskveld kl. 6.30. Söngæfingar: Islenzki söngflokkur- urinn á hverju föstucjagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólin: — Á hverjum sunnudegi, kl. 12.30 COPENHAGEN Semur tvö leikrit í vetur Annað kvöld verður flutt í rík isútvarpinu nýr leikþáttur eftir séra Jakob Jónsson, í sambandi við kvöldvöku Austfirðingafé- lagsins. Nefnist leikþátturinn— “Bókin horfna”, og gerist á því tímabili, er safnað var handrit- um hér á landi. Hitt leikritið, sem nefnist “í- þróttamótið”, er samið fyrir samtök er starfa til ágóða fyrir Djúpavogskirkju, en þar þjón- aði séra Jakob fyrir 25 árum sem “HEIMSINS BEZTA NEFTÓBAK” Þjáir kviðslit yður Fullkomin lwkning og vellíðan. Nýjustu aðferðir. Engin tegju bönd eða viðjar af neinu tagi. Skrifið SMith Manfg. Company Dept. 234 Preston Ont aðstoðarprestur föður síns. Er það leikrit samið með tilliti til þess, að hægt sé að sýna það þar sem lítill sviðsútbúnaður er fyr- ir hendi, —til dæmis krefst það engra leiktjalda. Verður það frumsýnt innan tíðar á Djúpa- vogi. —Alþbl. 7. apríl t » * « » >.*. *' . ♦ . * Ut « J « TMIS SPACE CONTRIBUTtD B Y DREWRYS MANITOBA DIVISION WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D Engin ástæða til að ætla útisalerni hreingerningu óþaegilcgt verk. GILLETT’S LYE heldur úthýsi yðar hreinu og heilna-mu alla tíð. Það eyðir daun og sótthreinar fullkomlega, og fælir flugur burtu. Skvettið inn hálfri lítilli öskju GILLETT’S vikulega. Tekur aðeins 10 sekúndur. Kostar aðeins fáein cents. Fyrir fullkomna sótthreins- un: Þvoið sæti og veggi öðru hvoru úr uppleysingar efn- inu Tvær matskeiðar GIL- LETT’S LYE i pott af vatni. Viðarverk verður hreint og ferskilmandi samstundis. — Kaupið GILLETT’S LYE nú þegar. glf-353

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.