Heimskringla - 14.07.1954, Side 3

Heimskringla - 14.07.1954, Side 3
WINNIPEG, 14. JÚLf 1954 HEIMSKRINGLA 3. StÐA FRÉTTIR FRÁ ISLANDI 29 TOGARAR LIGGJA í HÖFN Tuttugu og níu togurum hef- ur nú verið lagt, níu togarar munu ennþá vera á karfaveiðum og auk þess nokkrir á saltfisk- veiðum, flestir á Grænlandsmið- um. Það eru þannig tveir þriðju hlutar togaraflotans sem nú liggja bundnir í höfn. Varla er hægt að hugsa sér ömurlegri þjóðlífsmynd en þetta samtímis því sem búið er að tryggja sölu íslenzkra sjávara- furða að minnsta kosti hálft ann- eð ár fram í tímann miðað við full afköst fiskveiði flotans og fiskiðjufyrirtækja um land allt. Ennþá virðist allt vera í ó- vissu um, til hvaða úrræða ríkis; stjórnin muni grípa til þess að i koma togaraflotanum á veiðar. ★ —Ef þú hittir Jóhannes, þá vertu vingjarnlegur við hann, því að hann bauð unnustunni út að borða í gær. Hún fékk kakka- lakka í súpuna og hrópaði skelf- ingu lostin: —Takið ófreskjuna! —Og hvað gerðist? —Þeir fleygðu Jóhannesi út! . . . the letters start. Then from all over the free world come such comments as these from readers of THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR, an international daily newspaper: “The Monitor is must read• ing for straight-thinking people. . . ‘7 rcturned to school after a lapse of 18 years. I will get my degree from the college, but my education comes from the Monitor. . . .” “The Monitor gives me ideas for my work. . . .” “I truly enjoy its com■ pany. . . .” You, too, will find the Monitor informative, with complete world news. You will discover a con- struclive viewpoint in every news story. Use the coupon below for a spe- cial Introductory subscription — 3 months for only $3. The Christian Science Moriitor One, Norway St.. Dostoh 15. Mass.. U. S. A. Please send me an introdurtory subscrip. lion to The Christian Science Monitor— 76 issues. I enclose $3. (name) (addrest) (cily) (xone) (state) PB.1I TMIS SPACI CONTRIBUTID B Y WINNIPEG BREWERV L I M I T I D Thelma (RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI) Hann var óvenjulega stór, með breiðum um búningi, er prýddur var með sérstaklega list- rænum útskurði. Allavega litt blómskrúð vafð- ist um gluggasilluna, og náði alla leið upp að meistaralega vel byggðu dúfnahúsi, þar sem marglitar dúfur spígsporuðu og flúgu til og frá. Fyrir innan í hálfdimmunni, eins og dem- antur í dökkleitri baksýn, sat stúlka við spuna —engin önnur en leyndardómsfulla veran, sem kom út úr skeljahellinum. Hún var klædd hvítum búningi úr fír.u ullarefni, lágum í hálsinn og með stuttum erm- um, svo að yndislegu handleggirnir voru berir, og hún snéri rokkhjólinu hratt, og á meðan smáu hendurnar jöfnuðu hörinn og teygðu úr honum, brosti hún, eins og henni hefði dottið eitthvað mjög ánægjulegt í hug. Bros hennar hafði sömu áhrif, eins og bjartur sólargeisli hefði skyndilega skinið inn í herbergið — svo yndislegt var það, og fullt af barnslegu sak- leysi, er varpaéji íhugulum og draumkenndum blæ yfir svip hennar. Rokkhljóðið lækkaði, og þagnaði með öllu að lokum—og eins og hún hefði orðið vör við eitthvað óvanalegt, hluscaöi hún stundarkorn, strauk þykka, fagra hárið frá enninu, reis á fætur og kom í áttina að gluggan- um; hún greiddi úr blómskrúðinu með annati hendinni, og leit út, og myndaði þannig aðra sýn, ennþá fegurri en hina fyrri. Lorimer var þungt um andardráttinn. “Já, hérna, gamli vinur”, hvíslaði hann, en Errington greip sterklega um handlegg hans, sem áminningu um að segja ekki orð, um leið og þeir þokuðu sér lengra inn í skugga greni- trjánna. Stúlkan stóð á meðan hreyfingarlaus í eftirvæntingarfullri afstöðu, og þegar dúfurnar sáu hana þar, komu þær ofan af þakinu, og þyrptust saman fyrir framan hana, eins og ti.1 að vekja athygli hennar á þeim. Ein þeirra sett- ist á gluggasilluna; stúlkan leit við henni hugs- andi, og strauk mjúklega um bakið á henni, og virtist dúfunni falla það ágætlega að tekið var eftir henni og beið róleg eftir meiri blíðu-at- lotum. Meðan stúlkan gældi við fuglinn, hallaði hún sér lengra út úr glugganum, og kallað; í lágum, þýðum rómi: “Pabbi! Pabbi! Ert þetta þú?” Enginn svaraði; og eftir fáein augnablik sneri hún aftur til sætis síns. Dúfurnar flugu aftur upp á húsþakið, og brátt heyrðist ekkert nema hið tilbreytingarlausa rokkhljóð. “Komdu nú, Phil!” hvíslaði Lorimer, ákveð inn í því að hafa sitt fram í þetta sinn; “Mér líður reglulega illa yfir þessu. Það er ódrengi- legt af okkur að vera að læðast hér um eins og óvandaðir strákar, sem hefðu í huga að veiða eitthvað af dúfunum sér til matar. Komdu nú— þú hefir séð hana; það ætti að vera þér nóg”. Errington hreyfði sig ekki. Hann beygði trjágrein til hliðar, og vaktaði hverja hreyfingu stúlkunnar við rokkinn, hugfanginn ög töfrað- ur. Allt í einu opnaði hún fögru varirnar, og hún byrjaði að syngja einkennilega fornlegt og tryllingslegt lag, er virtist eins og vatnsfall, er beljar fram af háum hamrastöllum, og niður þess bergmálaði í hátindum f jalla, og Inn í það var ofið gnauðandi harmakvein vindsins. Rödd hennar var fögur og hljómskær—djúp og mjúk, full af leyndum ástríðum, sem hreif Errington, og fyllti hjarta hans með undarlegum óróa og þrá—tilfinningum, sem honum voru að mestu ókunnar, og hann hálf fyrirvarð sig fyrir að finna til sliks. Hann hefði verið viljugur að yfirgefa þennan stað þá samstundis, þótt ekki væri nema til þess, að ná sér eftir þessar óvana- legu geðshræringar ,og hann gekk eitt skref aftur á bak, þegar Lorimer lagði aftrandi hönd á öxl hans. “í öllum bænum farðu ekki fyr en lagið er á enda. Hvílík rödd! Alveg eins og unaðslegir gullflautu-tónar!” Hrifningarsvipurinn á and- liti hans lýsti sannri aðdáun, og Errington, sem auðvitað þótti ekkert að því að bíða lengur, gí.t ekki haft augun af hvítklæddu, grönnu verunni, sem sveigðist mjúklega eftir hreyfingum rokk- hjólsins og takti sönglagsins—en flöktandi sól argeislarnir glitruðu með köflum á dökkgullna hárinu eða lýstu upp roðann í kinnum hennar og yndislega hálsinn, sem var snjóhvítari en búningurinn sem hún var í. Söngurinn leið af vörum hennar eins og fegursta náttgalahljóð. Orðin sem hún söng, voru norsk og' mennirnir skildu þau ekki, en lagið—viðkvæmt, sálrænt og töfrandi; snerti dýpstu strengi í sálum þeirra, og vakti upp gleymdar endurminningar um allt hið fegursta og dásamlegasta sem þeir höfðu töfrast af í sönglist. “Það er dáðst að Ary Scheffer’s Gretchen!” sagði Lorimer undur lágt og þýtt, “en hún er aðeins föl og óásjáleg ung stúlka, hjá þessari stórkostlega yndislegu veru, sem er þess ekki einu sinni meðvitandi að hún er svona fögur! Eg hefi breytt um skoðun, Phil! Eg dáist að smekk þínum. Eg skal fúslega gangast inn á það að hún sé sólgyðja ef þú vilt. Rödd hennar hefir sannfært mig um það”. — Á því augnabliki hætti söngurinn. Errington sneri sér að honum; og virti hann fyrir sér. “Ertu ástfanginn, George?” sagði hann lágt og þýðlega, og þröngvaði sér til að brosa. Professional etnd Business ===== Directory —♦ Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultatlons by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfiœðingai Bank oí Nova Scotia Blde. Portage og Garry St Sími 928 291 Lorimer roðnaði, en hann mætti augnaráði vinfir síns einarðlega. “Eg er enginn refur eða ódrengur, gamli vinur”, svaraði hann hægt; “Eg held að þér sé kunnugt um það. Ef að sál þessarar stúlku er eins yndisleg og líkami hennar, þá segi eg bara farður til verks og sigraðu hana!” Philip brosti. Það létti stórkostlega yfir honum. Svipur hans varð óafvitandi glaðlegri, en Lorímer tók eftir því. “Heimska!” sagði hann lágt, “hvernig get eg farið til verks og búist við að sigra, eins og þú segir? Hvað get eg gert? Eg get ekki farið upp að glugganum og talað við hana, hún héldi að eg væri þjófur!” “Héldi að þú værir þjófur!” svaraði Lorim- er, og virti vin sinn fyrir sér, þjálfaða, liðlega líkamann, víðu,. velsniðnu sumarfötin, fallega j höfuðið og friða, göfugmannlega andlitið—dá- samlega samræmið í öllu hans líkama. “Mjög líkur þjófi! Eg er bara hissa að eg skyldi ekki hafa tekið eftir því fyr. Hvaða lögreglumaður sem væri mundi taka þig fastan í London, af því útlit þitt væri svo grunsamlegt!” Errington hló. “Hvað svo sem útlit mitt sannar, þá er eg nú sem stendur áreiðanlega í óleyfi á annars manns landareign—og það ert þú líka. Hvað eigum við að gera?” “Finna aðaldyrnar, og hringja bjöllunni”, lagði Lorimer til undir eins. ‘“Við getum sagt að við séum heiðarlegir ferðamenn, og höfum vilst. Bóndinn gerir þá aldréi annað en flá okk- ur lifandi. Mér er sagt að það sé sársaukafullt en það ætti ekki að vara mjög lengi”. “George! þú ert ómögulegur. Setjum svo að við færum aftur, og reyndum hinu megin við greniskóginn. Þá gætum við ef til vill komist að framhlið hússins”. “Eg get ekki séð hversvegna við ættum ekki að ganga óhræddir fram hjá glugganum”, sagði Lorimer, “ef þessi dásamlega vera þarna inni verður okkar vör, þá getum við sagt að við höfum komið til að finna bóndann.” Óafvitandi höfðu þeir báðir hækkað róminn \ið þessa ráðagerð, og í því að Lorimer lauk við síðustu setninguna, var þung hönd lögð á öxl hvors þeirra, og þeim snúið sterklega við frá glugganum, sem þeir höfðu verið að horfa inn um, og djúp og hljómmikil rödd ávarpaði þá. “Bóndann? ungu menn, vissulega þurfið þið ekki að leita lengra að honum—eg er Ólaf Guldmar.” Ef að hann hefði s.igt þeim að hann væri konungur, hefði hann ekki getað sagt það virðu legar, eða með meira stolti. Errington og vinur hans voru orðlausir eitt augnablik—meðfram af því, hversu komið var þeim að óvörum, og þeir gripnir eins og illa agaðir strákar, og einnig af undrun og ósjálfráðri aðdáun og virðingu fyrir þessum manni, sem sýndi þeim, vægast sagt, frekar litla kurteisi. Maðurinn sem frammi fyrir þeim stóð, var j meira en meðalmaður að hæð, og hefði getað veri ákjósanleg fyrirmynd fyrir myndhöggvara, sem þurft hefði að gera líkneski af hershöfð- ingja, eða hetjulegum víkingi. Hann var með afbrigðum vel og sterklega bygður og krafta- legur, en hreyfingar hans voru þó mjúkar, iið- legar og tignarlegar. Andlit hans var myndar- legt og litarhátturinn sérstaklega hraustlegur. Hár hans var mikið, hrokkið, og snjóhvítt; skeggið var stutt og hrokkið, og klippt eftir fornri, rómverskri tízku. Úr hinum hvössu aug- um hans skein þreklyndi, viljakraftur og hygg- indi. Eftir útliti að dæma, var hann eitthvað um sextugt, en hinn rétti aldur hans var sjötíu og tvö ár. Klæðnaður hans var sambland af bún- ingi. Háskota og fórn-Grikkja vesti, og víð treyja úr hreindýraskinni, skreytt með íburðar- miklum og marglitum ísaumsborðum. Um háls- inn hafði hann hvítan ullartrefil, er leit út fyrir að vera mjög skjólgóður. í beltinu bar hann stór kostlega fagran veiðihníf, og þar sem hann stóð andspænis sökudólgunum, er í óleyfi voru á hans landareign, studdist hann með annari hend inni við grenistaf, útskorinn með allskonar rúna letri. Hann beið eftir því að ungu mennimir svöruðu* honum, og þar sem þeir þögðu, horfði hann á þá hálf gremjulega, og endurtók orð sín: “Eg er bóndinn—Ólaf Guldmar. Segið hvert erindi ykkar er, og verðið svo á brott; eg heíi nauman tíma”. Lorimer leit upp með sínum venjulega kæruleysis og hreinskilnislega svip—og það vottaði fyrir brosi á vörunum. Hann sá undir- eins að gamli bóndinn var ekki maður sem auð- velt mundi vera að leika á, og hann lyfti húf- unni virðulega um leið og hann svaraði: Dr. P. H. T. Thorlakson WINMITG CriMC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Horae 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Darae Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Ðirector Wholesale Distributors oí Fresh and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL L I M I T E D selur likkistur og annast um útfarir. Aliur údtoúnaður sá besti. Ennfremur selur hann nllglr/sn^y minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 -• tzeseseseaese Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson Sc SON LTD. Contractor & Builder • 526 Arlington St. Sími 72-1272 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kenaington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Simi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi i Vér ver/luin aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót aígreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMI 3-3809 ; Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 j BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar teguridir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _Rts. Ph. 3-7390 l_________________________✓ J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIÉTY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. '______________________d MESSUBOÐ Messað verður í Guðbandssöfr. uði við Morden, sunnudaginn 18. júlí, kl. 2 e.h. Standard Time. — Fólk vinsamlega beðið að aug- lýsa messuna innan bygðar. S. Ólafsson e---------------------------"S GUARANTEED WATCH, &: CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 V____________________________)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.