Heimskringla - 15.12.1954, Page 6

Heimskringla - 15.12.1954, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. DES. 1954 Our Friends Season’s Greetings As the Holiday Season draws near, we sincerely wish our friends and customers an abundance of good health, prosperity and happiness. We hope it will be our privilege to give you dependable, efficient HBC service always. Easicr To Get To Easier To Shop At Easier To Park At O I A L 3 2 2 MAY 1670. Thelma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) Kulda og stoltsvipurinn var horfinn af and liti hennar—og bros hennar, ijómaöi eins og solargeisii gegnum ský. Dyceworthy presti var þungt um andardráttinn. Hann fölnaöi i andliti, og köldum svita sló út á enni hans. Hann tók honaina sem hún rétti út—hvita, mjúka og ynd islega, og lagöi litla krossinn í lófa hennar— hann sleppti ekki hönd hennar, og sagði með stamandi rödd: “Þá erum við vinir, fröken Thelma! Góðir vinir, vona eg?” Hún kippti að sér hendinni skyndilega, og hið blíða bros hvarf af andliti ihennar. “Mér get- ur alls ekki fundst að við séum það!” svaraoi hún kuldalega. “Vinátta er mjög sjaldgæf. Til þess að vera vinir, verður fólk að eiga margt sameiginlegt—marga hluti, sem við tvö áreiðan- lega höfum ekki—og sem við getum aldrei átt sameiginlega. Eg er sein til að kalla nokkurn vin minn.” Dyceworthy prestur kreisti fast saman var- irnar. “Nema,” sagði hann með illgirnislegu háðglotti,, “nema þegar það vill svo til að það er ríkur Englendingur, fríður sýnum og mjúk- ur á manninn! — Þá ertu ekki sein til að binda vináttu, fröken—þvert á móti, þá ertu einkenni- lega fljót til!” Kalda og stoltlega augnatillitið sem stúlk- an sendi honum, hefði breytt manni með minna sjálfsálit í ísstöngul. “Hvað áttu við?” spurði hún þóttalega og undrandi. Litlu refsaugun prestsins hurfu undir þrútnu augnalokin þar sem hann sat hokinn, og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Hann svaraði henni í mjúkum og undirgefn islegum róm. “Þú ert etthvað ólík sjálfri þér, kæra fröken. Þú ert vanalega svo hreinlynd og opinská, en í dag finnst mér þú dálítið —já— hvað á eg að kalla það—eitthvað dul!” og Dyce worthy hló dálítinn uppgerðarhlátur; “þú mátt ekki láta eins og þú vitir ekki hvað eg á við. Allir í nágrennipu eru að tala um þig og herra- mennina sem þú sést svo oft með. Sérstaklega Philip barón Errington—vondar slaðurstungur eru önnum kafnar—því samkvæmt fyrirætlun- um hans í byrjun, þegar skip hans sigldi hér inn, þá var hann á leið til ‘Nort Cape’ —og hefði átt að vera farinn héðan fyrir löngu. f sannleika held eg—og það eru aðrir en eg sem einnig vilja þér vel, og telja—að þess fyr sem þessi ungi maður fer úr þessum friðsama og rólega firði— þess betra—og þess minna sem hann skiftir sér af ungum stúlkum þessa byggðarlags, þess ör- uggari erum við að nokkurt hneyksli komi fyr- ir”. Og hann andvarpaði mjög guðræknislega. Thelma leit á hann undrandi: “Eg skil þig ekki”, sagði hún kuldalega. “Því talar þú um aðra? Engir láta sig neinu skifta hvað eg geri. Því ættu þeir að gera það? Og því ert þú að láta það skfita þig nokkru? Það er engin þörf á því!” Dyceworthy varð dálítið æstur. Honum leið eitthvað svipað og hlaupagarpi, sem er að nálg- ast markið. “En þú gerir þér rangt til, kæra fröken”, muldraði hann og reyndi að vera þýð- ur í rómnum—sem honum mistókst þó. “Þú áreiðanlega gerir þér sjálfri rangt til! Það er ógerlegt fyrir mig—að minnsta kosti að láta mig ekki miklu skifta allt sem þig áhrærir. Það veldur mér sorgar og sárasta kvíða að horfa upp á að ung og saklaus stúlka eins og þú víki af vegi heiðarlegleikans. Hinn táknræni smáhlutur sem eg færði þér rétt áðan”, hélt Dyceworthy áfram, “segirðu að hafi verið eign þinnar ógæfusömu móður —” “Hún var ekki ógæfusöm”, tók stúlkan fram í rólega. “Já, já”, og presturinn kinkaði kolli spek- j ingslega. “Það er nú það Sem þú ímyndar þér, 1 það er það sem þú heldur—þú hlýtur að hafa verið of ung til þess að dæma um slíka hluti. Hún dó —” “Eg sá hana deyja,” tók hún aftur fram í með blíðu og klökkva í rómnum. “Hún kyssti | mig og lagði svo mögru, hvítu höndina á þetta krossmark, hún lokaði augunum, og sofnaði. Mér var sagt að það vær idauðinn. Síðan veit eg að dauðinn er yndislegur!” Dyceworfchy prestur hóstaði ofurlítið—það var snertur af vantrúarhósta. Hann var ekkert hrifinn af tilfinninganæmi í nokkurri mynd, og hinn draumkenndi dapurleiki stúlkunnar átti ekki við hann. Dauðinn ‘yndislegur’! Það var það, sem hann hræddist mest af öllu; það var ógeðslega óhjákvæmilegur hlutur, sem hann hugsaði eins lítið ,um og mögulegt var. Þó að hann predikaði iðulega um frið grafarinnar og sælu himnaríkis þá trúði hann hvorugu, hann var vitfirringslega hræddur við sjúkdóma og ftó®í VITAMIN í NRICHiD Makers of all-purpose FIVE ROSES LAKE OF THE WOODS MILLiNG To our many Tcelandic Friends and Customers we offer sincere wishes for SAFEWAY CANADA SAFEWAY LIMITED

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.