Heimskringla


Heimskringla - 09.03.1955, Qupperneq 2

Heimskringla - 09.03.1955, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 9. MARZ 1955 ikfetmskrmtila StotnuO ISt* K*mui 61 á hverjum mlðvlkudegi. 65i?endur THF VTKING PRESS LTD 863 ®g 85® Sargent Aveaae. WÍMipeg, Maa. — Talsimi 74 Verfl btaðslns er $3.00 árgangurinn, bosgist tyrirtram. AJlar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viösiítftabréf blaðlnu aölútandl sentiist: The Vltdng Press Limited, 858 Sargent Ave., Winnlpee Rltatfóri STEFAN EINARSSON Dtaaáskríft tll rltatjórans: EDITOR HBfiMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Wlnnipeg Advertúing Maaagwt CVNNAX ERUSN»S«ON “Hoimakringia" ls pubUakeá by THE VIKING PRESS LIMITED aM priwted by VIKING PRINTERS 868-855 Sargeat Aveaue, Wtaaipeg. Maa., Caaada — Telephone 74-6251 Aatfaoriaed cn Second Claan Mqjl—Peyt Olfice Dept., Ottawq WINNIPEG 9. MARZ 1955 Þættir úr Gullna Hliðinu sýndir í Winnipeg Þegar eg hafði lesið leikrit Davíðs Stefánssonar, Gullna hliðið, i fyrsta sinni varð mér að orði, að ef að líkum léti, yrði þetta viðurkent sem eitt heil- steyptasta listaverkið, sem frá penna nokkurs íslendings hefði komið á síðari tímum að minsta kosti. Hvernig skáldið hefir síðan verið hylt upp aftur og aftur með sýningu leiksins í Þjóðleik húsi Jslands, er óræk sönnun álits þjóðarinnar á sjónleiknum. Það má því mikill viðburður heita í félagslífi vor Vestur-ís- lendinga, að ráðist hefir verið í það af íslenzkum háskólanemum og kennurum hér í bæ, að sýna Gullna 'hliðið, eins og gert hefir verið í sambandskirkju í Win- nipeg nú tvö kvöld í röð. Leik- endur kalla þetta þætti úr leikn- um, en sannleikurinn er, að for- vígismenn sjónleiksins, próf. Finnbogi Guðmundsson og Ás- kell Löve, hafa komist miklu nær því en þeir halda, að sýna hér óslitin leik, en aðeins sýnis- horn, sem sumir gætu gert sér í hug, af frásögn þeirra um leik- inn, Það sem skemtilegast var við þessa leiksýningu, var fyrst og fremst nýungin að fá íslenzkan leik sýndan og heyra af leiksviði greinilegan íslenzkan framburð leikenda. Þarna heyrðust sem sé beygingar hvers orðs svo greini- lega, að andi og efni naut sín til hlítar. Og þó ekki sé nema fyr- ir þetta, væri mikilsvert, ef hægt væri ,að leikurinn væri sem víð- ast sýndur hér vestra, og ætti Þjóðræknisfélagið að taka það efni á verkskrá sína. Annað sem var ljómandi skemtilegt var hvað; leikútbúnaður var þarna góður. Það var eins og að horfa inn á palla í leikhússi, að horfa inn á leiksviðið, sem maður veit hvað þarna er takmarkað. Þarna bar alt vott mikillar iðju leikstjórn- ar, sem vert er að þakka. Sýn- ingin var yfirleitt leikendum til sóma og áhorfendum til fróð- leiks og óviðjafnanlegrar skemt- unar . Háskólanemendur og kennar- ar! Hafið þökk fyrir þessa sýn-' ingarstarfsemi, sem maður von- ar að verði upptök eins þáttar í félagslífi voru sem fallinn var niður, en sem vér vonum, að haldi nú áfram, oss til fagnaðar og hressingar, sem íslendingarj viljum hér vera. Við vinnum að íslenzkri þjóðrækni hér ekki með öðru betur, heldur en þannig lagaðri kynningu á hinu mikla listaverki skáldsins, höfuð listaverki þjóðar vorrar á síhu sviði. PÁLL S. PÁLSSON: Minningar frá Islandsferðinni 1954 Framh. HVernig myndi nú- þessi borg koma fyrir sjónir manns, sem fjarvistum hefir dvalið um meira en hálfa öld, eða réttara sagt, 54 ár? Það þarf langan tíma, lengri tíma heldur en venjulegur ferða maður á yfir að ráða, til þess að kynnast þessari undra-borg, vegna þess, að framfarirnar og breytingarnar á öllum sviðum hafa verið svo gífurlegar, jafn- vel ótrúlegar, þessa hálfu öld, sem ferðamaðurinn hefir verið fjarverandi, að hann á bágt með að átta sig á því öllu, svo jafnvel eftir margra vikna dvöl á fslandi hefir hann aðeins séð fá af þeim mörgu undrum sem gerst hafa með þjóðinni, einkum hin undan förnu tiu ár, eða frá þeim tíma sem fsland varð sjálfstætt ríki, og engu útlendu valdi háð. En þrátt fyrir allt, hefir ferða maðurinn þó getað kynnt sér aðaldrættina, og þó flýtislega, en ábyggilega. Það er sönn saga, að til séu miljónerar í Reykjavík, en að þeir hafi sprottið upp eins og gorkúlur á einni nóttu, er hlægi- lega orðum aukið. — Þetta eru menn, sem lagt hafa mikið í söl- umar til þess að ná þessu tak- rnarki. Þeir hafa unnið sleitu- laust og hvorki sparað hönd né heila, þeir hafa ekki, eins og sumir vilja halda fram, óðlast auðinn af svita-dropum almenn- ,mgs, heldur vegna þrautsegju sjálfs sín, og árvekni og um- hyggju um verkefni sín, og af árvekni þessarar manna hefir margur einstaklingur og stofnan ir notið mkils góðs. Eg útti því láni að fagna að kynnast nokkrum þeim mönnum, sem nefndir eru miljónerar. Nú, þetta eru þá menn alveg eins og, eg og þú. Við þáðum heimboð hjá þeim og fundum strax til þess að við gátum hagað okkur eins og við værum í okkar eigin hýbýlum, og eftir þeim boðs- gestum að dæma, sem þar voru meðal okkar, er áreiðanlega víst, að ekki var farið í manngreinar- álit. Þar var ekki raðað til borðs, eða rætt við gesti, eftir svoköll- uðum mannvirðingum. Allir við- staddir voru jafningjar í einu og öllu, án tillits til auðs eða embætta. —Þess vegna verður ferðamaðurinn að álíta, að hinn svonefndi “stéttarígur” sé 'horf inn, hafi hann þá nokkurn tíma átt sér stað, og öll embættis- manna drambsemi dauð og graf- in. Næsta hlutverkið var að kynna sér fátækrahverfin, “The Slum Districts”. Eðlilegasti og1 fljótasti vegurinn er að tala við( einn af þessum bílstjórum, (Taxi driver) sem allt og alla þekkir. Þú biður hann að sýna þér fá- tækrahverfi borgarinnar. Hann horfir á þig um stund, stríkur ennið og klórar sér á bak við eyr að, svo segir hann hálfstamandi: “Þér meinið verkamanna bústað- ina”? — “Hér eru engin fátækra hverfi”. Ferðamaðurinn verður órólegur og segir: Eg meina þann hluta borgarinnar sem fá- tækt fólk býr í, atvinnuleysingj- ar og efnalaust fólk. — Bílstjór- inn segir hikandi: “Hér eru eng- ir atvinnuleysingjar, fólkið er svo fátt og atvinnuvegirnir svo margir, að fólk hefur ekki tima til að vera atvinnulaust.” Seinna upplýstist að það sem bílastjórinn sagði var hreinn og beinn sannleikur. Atvinnuleysi þekkist ekki í Reykjavík, að minsta kosti var það svo í sum- ar sem leið, og árangurinn er sá, að öllum líður vel. Fólkið er lífs- glatt og frjálslegt, vel klætt og vingjarnlegt. Verkamanna bústaðirnir svo- nefndu eru prýðlegustu bygg- ingar, smekklegir að utan að sjá, og þægilegir þegar inn er kom- ið. í þeim gefur að líta allskonar nýtízku þægindi svo sem renn- andi vatn heitt og kalt, baðher- bergi með öllum nauðsynlegum áhöldum, mublur af beztu teg- undum, síma og margt og margt. Málverk stór og smá prýða vegg- ina, og vináttu-blær og hlý- leiki hvílir þar yfir öllu, fólkinu ekki síst. f þessum fáu línum reyni eg ekki að fara inn á þær heillandi og fögru brautir; sem ferða- manninum eru opnar og standa til boða að hinum töfrandi söfn- um af öllum tegundum, sem þjóðin íslenzka varðveitir í höf- uðborg sinni, eg reyni ekki einu- sinni að skrásetja, eða nefna þau með nöfnum. Til þess að kynna sér þau til hlýtar þarf lengri tíma heldur en venjuleg viðstaða ferðamannsins á yfir að ráða. En þó verð eg að segja, að hrifn- ingin komst á hæðsta stig, í söl- um “Hnitbjarga” í návist höf- undar hinna ógleymanlegu lista- verka sem þar eiga heimili sitt, stofu úr stofu gengum við hljóð og hugsandi, dáandi hin miklu listaverk, undrandi þá sköpunar- gáfu sem dauðlegum manni hef- ur verið gefin, og hefir ávaxtað svo vel pund sitt, að fáir munu eftir leika. Eg sagði, dauðlegum manni hefir verið gefin, það er ekki orð sem nota á um Einar Jónsson, hann er ódauðlegur, og svo eru hans stórbrotnu og frum- legu listaverk. Einar sýndi okkur hjónunum þá ástúð að bjóða okkur heim til sín, þar nutum við mikillar gest- risnu, því kona hans var jafn ástúðleg heim að sækja og hann var sjálfur. Að skilnaði fylgdi hann okkur um sali listasafnsins og upp á efstu hæð “Hnitbjarga”, þar sem þau hjónin höfðu heim- ili sitt til margra ára. Var þar allt með kyrrum kjörum og •varðveitt eins og þau höfðu við það skilið, rómantizkt, skáld- legt og listrænt. Hvíldi nokkurs konar alsælu friður þar yfir öllu, svo manni kom ósjálfrátt í hug: Drag skóg þína af fótum þér, því sá staður sem þú stend- ur á, er heilagur. Við áttum því láni að fagna að vera komin til Reykjavíkur nógu snemma í júnímánuði til þess að vera viðstödd flesta þá stórviðburði sem þar gerðust síðast liðið sumar. Aðeins ætla eg hér að minnast á 10-undu þjóð veldishátíð íslendinga. Þá var farið, snemma á fætur. Gengum við fyrst upp að “skólavörðu”, en nú var þar engin “skóla- varða”, heldur myndastytta Leifs Eiríkssonar á háum stalli, hafði Bandaríkjastjórn sent ís- landi hana til viðurkenningar um að fslendingar hefðu fyrstir hvítra manna numið land í Am- eríku, og væri því ekki um neitt að villast að þeirra væri land- námið, en ekki Columbusar spánska, sem lenti þar mörg hundruð árum seinna. Verður nú ekki af íslendingum skafið að þeir séu fyrsta hvíta þjóðin sem numdi land í Ameríku, og skiln- ingur margra er því, að bróður böndin, sem þar með tókust, helgi samvinnu þessara tveggja, þjóða, fslands og Bandaríkj- anna, gegn yfirgangi útlendra herkonunga, og er það sem vera ber, því fsland hefur menning- una og Bandaríkin peningana. Þetta eru nú útúrdúrar. — Eg var að tala um 10 undu hátíð ís- lendinga varðandi algerða lausn þeirra undan oki útlendrar þjóð- ar. Ekki var því að furða sig á, að borgin fagra, Reykjavík, væri skartklædd á þessum afmælis- degi frelsis síns ,enda var hún svo fagurlega skreytt að mig DÁNARMINNING Salome Helga Backman F. 22. Sept. 1876—D. 2. febr. 1955 Foreldrar hennar voru Mar- grét ólafsdóttir frá Rafnkels- stöðum í Hraunhreppi í Mýra- sýslu, og Bjarni Sigurðsson frá Háhóli í Álftanesshreppi í sömu sýslu. Bjuggu þau hjón í þrjátíu og fjögur ár að Arnarstapa, og þar var Salome fædd og uppalin. Rúmlega tvítug fór hún úr for- eldrahúsum til Reykjavíkur til náms á hússtjórnarskóla frú Hólmfríðar Gíslasdóttur, og lagði þar einnig stund á sauma og hannyrðanám. Sumarið 1901 fluttist fjölskyldan til Canada ogsettist að í Winnipeg. f þeirri ferð komu fyrst í ljós leiðtoga- hæfileikar og dugnaður Salome, sem einkenndu hana alla ævi. brestur orð að lýsa því. Svona gekk það allan daginn. Hver stórviðburðurinn rak ann- an: — Skrautklædd, mannvæn- leg íslenzk börn, voru í skrúð- göngu um alla borgina, syngj- andi íslenzka þjóðsöngva, lag- setta af íslenzkum tónsnilling- um. Ungt fólk og aldrað fólk klæddist nú sínum hátíða bún- ingi. Skrautbúningur, peysubún- ingur, upphlutsbúningur, borgar- búningur, sveita-búningur, voru þarna hlið við hlið, en útlendan búning sá eg ekki, ef til vill má þó telja nokkra kjóla, sem eg sá kvenfólk klætt í, til útlendra búninga. Dagurinn leið eins og í draumi við ræðuhöld, söngva, upplestra og annað því um líkt, leikkonur, ræðumenn, skáld og rithöfund- ar, voru á hverju strái, og allir gerðu skyldu sína svo unun var á að h'lýða. Dægursöngvara, óperusöngvarar, stór söngvarar, meðal söngvarar og smásöngvar- ar, voru vítt og endilangt um borgina. Hvar sem komið var, hljómuðu söngvarir, mildir, seyðandi, skringilegir. Þessi dagur var mé.r, það sem eg hefi gert mér hugmynd um að verði hér eftir, að hver syngi með sínu nefi. Eitt af því sem eg persónu- lega varð hrifnastur af, var þeg- ar fólkið sjálft, án fyrirhugaðrar dagskrár fór að skemta sér. — Það fanst mér alveg dásamlegt. Allar götur og torg borgarinnar voru iðandi kös ungra pg aldr- aðra. Þá var nú dansað og sung- ið. Enginn virtist kvíða hinum komandi dagi, heldur lét þessum degi nægja sínar þjáningar, en um þjáningar var ekki að ræða, þar sem öllum áhyggjum hins daglega lífs var varpað á bug. Þama fór fram sá dýrðlegasti dans sem eg nokkurn tíma hafði séð. — “Fjörgamlir heiðurs- menn” buðu hverri ungfrúnni eftir aðra út í hringiðuna, og var ekki sjáanlegt að fætur þeirra kendu þreytu, því einn öldunginn sá eg dansa við sex ungfrúr, hverja eftir aðra, alveg hvíldarlaust, en þá skal eg segja ykkur, hætti eg að telja, og snéri mér undan. — Hvort það var öfund sem að mér sótti, eða löngun eftir að finna nýtt, —og öðruvísi æfintýri, læt eg alveg ósagt. En óneitanlega fann eg til þess, að mig hefði einu gilt að vera í sporum gamla manns- ins þessa fögru júní nótt í höf- stað íslands. —(Framh.) Svo stóð á að bóluveiki kom upp í innflytjendahópnum, sem hún var með, og voru allir kyrrsettir í Selkirk, og settir í sóttkví. Wilhelm Paulson ,sem þá var eftirlitsmaður innflytjenda af .'hálfu stjórnarinnar, kom auga á Salome, þótti hún dugnaðarleg og prúð í framgöngu, og fékk henni fulla umsjón á þessu bráða birgðarhæli fólksins. Lét hann þess síðar getið, að enginn hefði bent sér á stúlku þessa, en sér hefði litist svo á hana, að hún væri sjálfkjörin til forystu undir þessum kringumstæðum. Salome tókst strax þessa ábyrgð á hend- ur og fórst hið bezta úr hendi. Er sóttkvíin var leyst fékk Sal- ome fljótlega atvinnu á sauma- stofu Hudson’s Bay félagsins, og þar vann hún unz hún giftist Friðjóni Backman frá Dunkur- bakka í Dalasýslu; fluttu þau vestur til Mozart í Saskatchewan og reistu þar bú. Nokkrum árum síðar dó hann frá sex börnum þeirra ungum. Reyndi þá mjög á ráðdeild ekkjunnar og dugnað að koma börnum sínum á fram- færi, en það gerði hún með sóma. Þrjú af börnum hennar eru nú látin, en þrjár dætur lifa. Eru þær Margrét Ólöf (Mrs. Charles G. Kirshaw), Sumarlilja (Mrs. Robinson), og Anna Salome (Mrs. Lawrence Hackie) allar búsettar í Winnipeg. Einn- ig lætur hún eftir sig tvö barna- börn, tvær systur, Mrs. Solveigu Thordarson í Winnipeg og Kristjönu á fslandi; ennfremur tvo bræður, Ólaf í Seattle og Ásgeir í Winnipeg. Salome var hin mesta sóma- kona ,trúuð og fastheldin við fornar dyggðir. Hún trúði á arf- leifð þjóðar sinnar, á menningar- gildi íslenzkrar tungu og bók- mennta. Hún var áhugasöm og starfandi meðlimur í Þjóðrækn- isfélagi íslendinga í Vestur- heimi, og einkum í deildinni “Frón” í Winnipeg. Sat hún oft- ast á þingum félagsins sem full- trúi deildar sinnar ,og lét þá skoðanir sínar hiklaust í ljósi hver sem hlut átti að máli, og Nýtt Sívirkt Dry Yeast heldur ferskleika ÁN KÆLINGAR Konur sem reynt hafa hið nýja, skjótvirka, þurra ger Fleischmans, segja að það sé bezta gerið, sem þær hafi reynt. Það er ólíkt öðru geri að því leyti að það heldur sér vel þó vikur standi upp á búr-hillu. Samt vinnur það sem ferskst duft, verkar undir eins, lyptist skjótt, framleiðir bezta brauð, af allri gerð til fyrir og eftir matar. Uppleysist: (l)Leysið það vel upp í litlu af volgu vatni og bætið í það einni teskeið af sykur með hverju umslagi af geri. (2) Stráið þurru geri á. Lát standa 10 mínútur. (3)Hrærið vel í. (Vatnið not- að með gerinu, er partur öllu vatni er forskriftin gerir ráð fyrir). Fáðu þér mánaðarforða hjá kaupmanninum í dag. 4546—Rev. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast •MiiiiiiiiiiiiuniiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiniiiimiiiiiuiiiiiiiiiiiinininiiiiiKiiiiiiiiiiiiiniiiiMiiminiiiiiiMiiiiniiiiiMmiinniiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiioiig KREFJIST! MEÐ MARGSTYRKTUM TAM OG HÆLUM VINNU SOKKAR ÞEIR ENDAST ÖÐRUM SOKKUM BETUR PENMANS Tinnusokkai cndast lengur—veita yður aukin þægindi og eru meira virði — Gerð og þykkt við allra haefi—og té tillit tekið til verðs, er hér um mestu kjðr- kaup að ræða. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 WS-9-4

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.