Heimskringla - 09.03.1955, Síða 3

Heimskringla - 09.03.1955, Síða 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA var Ihenni jafnan létt um að túlka málstað sinn. Hún trúði á manngildi einstaklingsins, og vildi vinna að því að menn skemmdu það ekki eða eyðilegðu með stjórnleysi í lifnaðarhátt- um eða óhófi. Þess vegna var hún svarinn óvinur allrar vín- nautnar, en um leið ákveðin í starfi sínu að bindindismálum, einkum í stúkunni “Heklu”, sem hún tilheyrði um fjölda ára. En umfram allt var trúin á GuS henni hjartans mál. Hún trúði því, að kirkjan væri sú stofnun, sem sérstaklega væri helguð því takmarki að efla Guðs ríki á jörðinni og í hjörtum samferða- manna sinna. Þess vegna var hún frábærlega dugleg og samvizku- söm í starfi sínu í þágu kirkj- unnar, bæði í kvenfélagi safn- aðarins og í kirkjusókn á helg- um dögum. Hana vantaði sjald- an í sæti sitt, er kirkjuklukkan kallaði menn til tíða. Og þessi trúmennska var ekki sprottin af skyldurækni einni saman, held- ur af sannfæringu, sem byggð var á langri lífsreynslu, að kirkj- an hafði unnið henni sjálfri mik- ið gagn með boðskap sínum. Hún vissi það ofur vel að án trúar á Guð er lífið snautt og vonlaust. Guðs trú ihennar var ekki óljós eða þokukennd. Hún trúði því að Jesús Kristur hefði opinber- að tilveru Guðs og vilja, og að kirkjan væri framhald áhrifa hans og anda í heiminum. í öllu líferni sínu og háttum bar hún vitni um trú sína, á þjóðerni sitt, tungu sína og á Guð kærleikans. Þessa arfleifð vildi hún rétta börnum sínum og öðrum sam- ferðamönnum að skilnaði. Útför hennar var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju, föstu- daginn 4. febrúar, og var hún mjög fjölmenn. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. V. J. E. GLASSES on 30 DAYTRIAL! The “RIM KING” Conada’s Favorite Eyeglosses Areiðanlega bezt að gerð útliti og end- ingu. Sterkustu og fegurstu gleraugu sem búin eru til. Kaupið þau á verksmiðju- verði. Sparið alt að $15.00 með þvi. Prófið sjón yðar, fjarsýni og nærsýni með HOME EYE TESTER. Sparið peninga Sendið nafn yðar, addressu og aldur, og við sendur þér Home Eye Tester frítt til reynzlu i prít 30 daga. Alitlcgt 1 Il« catalog með fullri skýringu. „Y'CT?«,a OPTICAL CO., Dept. _ lvT'754 274 /1 Yon9* Si. Toronto 7, Ont. Agents Wanted BLOOD BANK THIt WINNIPEG BREWERY L I M I T £ D f O-351 Thelma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDl) “Þetta er veður að mínu skapi, það reynir á karlmennsku og þrek!” sagði hann, og það skein nálega æðisleg gleði úr hinum hvössu aug um hans. “Að berjast við ofviðri—og hlæja að hamförum sjávarins — að berjast við höfuð- skepnurnar, og gera þær sér undirgefnar með hreysti og hugprýði—það er ofurhugans æðsta gleði — Gleði”, bætti hann við, lægra. “sem fá- ir menn, sem svo eru kallaðir nú á dögum nokk urn tíma finna til!” Errington brosti dálítið. “Ef til vill hefir þú rétt fyrir þér, herra minn,” sagði hann; “en ef til vill gleymir þú því líka að lífið hefir orð- ið okkur beiskt og erfitt á síðast liðnum hundr að árum eða svo. Ef til vill er heimurinn orðinn gamall og útlifaður, ef til vill er það okkar sök sjálfra—en eitt er víst að enginn okkar nú á dögum er sérstaklega hamingjusamur eða ánægð ur, nema rétt við allra sérstökustu tækifæri þegar—” Á því augnabliki lægði storminn í bili, og rödd Thelmu barst til þeirra upp úr salnum. Hún var að syngja franskt lag, og orðin hljóm- uðu yndislega í eyrum þeirra. Errington þagn- aði skyndilega, og snéri sér að lítilli yfirbygg- ingu á þilfarinu, ær var skift í svefnklefa og reykingarstofu, er hann hafði fyrir sín einkaher bergi. “Viltu koma hér inn, herra minn?” sagði hann um leið og hann opnaði dyrnar. “Það er ekki mjög rúmgott ,en eg held að það sé hent- ugt fyrir einkasamtal.” Guldmar kom inn ,en settist ekki niður. — Errington lokaði hurðinni svo að ekki rigndi inn, og settist ekki heldur. Eftir nokkra þögn sagði bóndinn, ákveðið, eftir að hafa auðsjáan- lega barist við innri geðshræringar: “Philip barón, þú ert ungur maður, og eg er gamall. Eg vildi ekki fyrir nokkurn mun móðga Þ'g—því að mér fellur þú vel í geð —Já.” Og gamli maöurinn leit upp hreinskilnislega. “Mér fellur nægilega vel við þig til þess að bera virð- ingu fyrir þér—sem er miklu meira en eg get sagt um marga menn sem eg hefi þekkt! En þungt farg liggur mér á hjarta sem eg verð að létta af mér. Þú og barnið mitt hafið verið mik- ið saman upp á síðkastið—og eg var gamall heimskingi að sjá það ekki fyrir hver áhrif náin kynning við þig gæti haft á hana. Sú hugmynd sem náð hefir tökum á mér, er ef til vill ekki rétt—einhver ruglingsleg orð sem Sigurð lét i Ijós í morgun, þegar hann bað mig innilega fyrirgefningar á hegðun sinni í gær, hafa ef til vill ruglað dómgreind mína—en—hversu mikið sem mig langaði til, get eg ekki komið hæfileg- um orðum að því ! Eg —” Þú heldur að eg elski dóttur þína?” sagði Philip stillilega. “Þú hefir ekki rangt fyrir þér í því, herra minn! Eg ann henni af öllu hjarta! Mig langar til að biðja þig um hana fyrir eigin- konu”. Gamli bóndinn varð náfölur í andliti, og rétti út aðra höndina eins og hann væri að leita stuðnings. Errington greip hönd hans og þrýsti hana þétt. “Vissulega ertu ekki hissa á þessu, herra minn?” sagði hann með ákafa. “Hvemig get eg annað en elskað hana! Hún er bezta og undislegasta stúlkan sem eg hefi nokkurn tíma séð! Trúðu mér til þess—eg skal gera hana hamingj usama!” “Hefirðu hugsað út í það, ungi maður, að þú sviftir mig því dýrmætasta sem eg á, og að eg verð algerlega einmana—eða ef þú hefir hugsað út í það, hefir þér þá þótt það skifta nokkru máli?” Það var ósegjanlega mikill þungi og harm- ur í rödd hans, og Errington var hrærður og þöguU. Hann fann ekkert svar við þessari ásök- un. Guldmar settist niður, og studdi hönd undir kinn. “Lofaðu mér að hugsa dálítið,” sagði hann. Eg er dálítið æstur og ruglaður. Eg var ekki viðbúinn þessu___.” Hann þagnaði og virtist sokkinn niður í þungar hugsanir. Að lokum leit hann upp og mætti órólegu augnaráði Erringtons, og hló ofurlítið. “Hafðu engar áhyggjur út af mér, drengur minn!” sagði hann, hressilega. “Þetta kom eins og reiðarslag, eins og þú skilur! Eg hafði ekki hugsað svona langt fram í tímann. Eg skal segja þér eins og er, og þú verður að fyrirgefa mér að eg gerði þér rangt til. Eg veit hvað blóð hinna ungu er heitt ,hvar sem er í heiminum. Fallegt andlit hleypir ólgu í það—og þá leiðist maður út í margt í augnabliks æsingi. Það var svo með mig þegar eg var á þínum aldri—þó að enginn kvenmaður, vona eg, hafi haft ilt af mínu sak- lausa ástabralli. En Thelma er frábrugðin flestu kvenfólki—hún er undarleg hvað eðli og skap- gerð snertir,—en hún er saklaus og trygglynd —og ef að hún lærði að þekkja ofurmagn ást- arinnar þá myndi hún aldrei gleyma því. —Nú hélt eg að þú, eins og flestir ungir menn í þinni stöðu, hefðir ef til vill, án þess að hugsa út í að það væri nokkuð saknæmt, gert eitthvað í þá átt að leika með tilfinningar hennar —” “Eg skil þig, herra minn,” sagði Philip, þurlega, án þess að sýna að hann væri móðgað- ur. “Með öðrum og skilmerkilegri orðum, þrátt fyrir það að þér geðjaðist vel að mér, þá varstu hræddur um að eg væri uppskafningur og gikk Professional and Business ===== Direetory —===== Office Phoae 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögíreeðingax Bank oí Nova Scotia Blde. Portage og Garry St. Sími 928 291 ur. Dr. P. H. T. Thoriafcson WHÍNIPEG CXIMC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Pbone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED AOCOUNTANT 505 Coafederation Life Bldf. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Horae 6-8182 Að þessu sinni hló gamli maðurinn dátt og eðlilega. “Herra trúr!” hrópaði hann. “Þú getur þá verið dálítið uppstökkur svona við tækifæri! En settu það ekki fyrir þig—mér geðjast vel að slíku! Jæja, drengur minn, karlmenn nú á tím- um halda að það sé aðeins fyrirgefanlegt gam- an að leika sér með laglegt kvenfólk endrum og eins —” “Fyrirgefðu!” tók Philip fram í, stuttlega. “Eg verð að taka málstað kynbræðra minna. Við sýnum ef til vill stundum af okkur léttúð— því kvenfólki sem sjálft er léttúðugt—en aldrei þeim, sem eins og dóttir þín ávinna sér virðingu og tilbeiðslu allra karlmanna”. Guldmar stóð upp og greip hönd hans, og þrýsti hana innilega. “Eg sver það við öll heið- in goð, að eg trúi því, að þú sért reglulegt göf- ugmenni!” sagði hann. “Eg bið þig fyrirgefn- ingar ef eg hefi svo mikið sem látið mér detta í hug að þú værir nokkuð annað en heiðarlegur maður á allan hátt. En nú” — og hann varð mjög alvarlegur á svip, —“verðum við að tala um þetta meira. Eg ætla ekki að fást neitt um hvað skyndilega það hefir borið að—ást þín á barninu mínu, af því að eg veit af eigin reynzlu hvast ástin getur bugað mann snöggt og fyrir- varalaust—logi, sem kviknar á einu augnabliki. Já, eg þekki það vel!” Hann þagnaði og rödd hans skalf ofurlítið, en hann náði bráðlega valdi yfir sér og hélt áfram— “eg held, samt sem áður, drengur minn, að þú hafir verið helzt til fljótfær í þessu efni—hefirðu til dæmis, hugs- að út í það hvað hinir ensku vinir þínir og ætt- ! ingjar muni segja um það að þú giftist bónda- dóttur—sem þrátt fyrir það þótt konungablóð renni í æðum hennar—er eigi að síður—á nútíð- ar mælikvarða—fyrir neðan þig í mannfélags- stiganum? Eg spyr, hefirðu hugsað um þetta? 'Philip brosti stoltlega. “Eg hefi áreiðan- lega ekki, herra minn, hugsað um slíkan hégóma eins og það hvað samkvæmislífs-fólkið myndi segja—ef þú meinar það. Eg á enga ættingja til að þóknast eða gera á móti — enga vini í þess orðs sannasta skilningi nema Lorimer. Eg á langa skrá af málkunningjum—flestum ákaf- lega þreytandi—hvort þeir láta í ljósi velþókn- un sína yfir gerðum mínum eða ekki, liggur mér í ákaflega léttu rúmi.” “Þú skilur það ’, sagði bóndinn, ákveðinn og festulegur, “að það yrði illur ólánsdagur fyrir mig, ef eg gæfi manni dóttur mína, sem ef til vill—eg segji ef til vill—iðraðist með tím- anum eftir því að hafa átt hana”. “Iðraðist!” hrópaði Philip, æstur—hann jafnaði sig þó brátt, og sagði þýðlega: “Góði vinur minn, eg held að þú skiljir mig ekki. Þú talar eins og Thelma standi mér ekki jafnhátt að mannvirðingum. Guð minn góður! Það er eg, sem áreiðanlega er langt frá því að vera jafningi hennar. Eg er hennar algerlega óverð- ugur á allan hátt, eg fullvissa þig um—og segji þér það í allri einlægni. Eg hefi lifað tilgangs- lausu og sjálfselskufullu lífi. Eg hefi aðallega leitast við að skemmta mér. Eg hefi einnig haft marga ókosti, og hefi þá enn. Borinn saman við Thelmu, hjartáhreina og saklausa—er eg reglulegt illmenni! En eg get sagt það í ein- lægni að eg vissi aldrei, hvað ást var fyr en eg sá hana—og nú— já, nú vildi eg fúslega hætta lífi mínu til þess að vernda hana frá jafnvel hvað litlu mótlæti sem fyrir hana kæmi.” “Eg trúi þér—trúi þér skilyrðislaust!” sagði Guldmar. “Eg sé að þú elskar barnið mitt. Það væri goðunum vanþóknanlegt að eg færi að standa á móti lífshamingju hennar! Eg er orðinn gamall, og það hefir oft valdið mér hug- sýki hvað yrði um yndið mitt þegar eg er farinn —því að hún er falleg, og það eru margir mann- úlfar reiðubúnir að ráðast á slík lömb. — Samt sem áður, drengur minn, verður þú að vita allt. Veiztu hvað er sagt um mig í Bosekop?” Errington brosti og játaði því. J. J. Swanson & Ce. Ltd. REALTORS Rentcd, Insuromce and Flnancial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 994 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Re». Ph. 72 3917 A. S. BARDAL limited selur líkkistur og annast um utíarir. Allur úWoúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phane 74-7474 Winnipeg --------------------------------^ M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbornc St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. 1 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & BuUder ■ 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE' Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. ---------------------------X FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 L COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kxliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, e£ óskað er. AUur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi r Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðiila. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 EUice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 BALDWINSON’S BAKERY 749 EUice Ave., Winnipeg (milli Simcoe 8c Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Síml 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funera) Designs, Corsages ‘ Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 ___ Res. Ph. 3-7390 Office Ph. 92-5826 Res. 46-1252 L DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. J. WILFRID SWANSON * CO. Insurance in all its branches. Real Eatate — Mortgages — Rentals 219 rOWER BUILMNC Tekphone 967 181 R« 4« 489 LET US SERVE YOU r'~ Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 34SS Osler Street — Vancouvtr 9, B. C. ■'l 1 GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - Roy Gilbart, Licensed Embalmcr PHONE 3271 - Selkirk r GUARANTEED WATCH, lc CLOCK RF.PAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Ringt, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRlSTER, SOUCITOR, NOTARY PUBUC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1915 L 206 Corafcdcratiov Bmlding, Winmpeg, Miö. HERE _NOW! ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At vour grocers J. S. FORREST, J. WALTON L Manager Sales Mgi. PHONE 3-7144

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.