Heimskringla - 08.06.1955, Side 3
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
WINNIPEG, 8. JÚNÍ ,1955
kýr og matjurtagarða, sláturfé
varð valla þess virði að flytja til
markaðs, og stóð svo þar til
næsta stríð braust út. Hið illvíga
Hitlers stríð, sem myrti tugi
þúsunda af saklausu fólki, en
fóru þó flatir fyrir Bandaríkja
mönnum og þýzka þjóðin má
skammast sín í margar aldir, fyr
ir slíkt illræði, sem aldei hefir
verið útskýrt nógu vel á ís-
lenzku.
Og nú er vinnukaup alt að
fara í sama óhóf og áður, nú
krefjast menn hærri launa fyrir
eins klukkutíma vinnu, en gold-
ið var fyrir 8 klukkustunda
vinnu (daglaun) fyrir 20 árum,
enda flestar lífsnauðsynjar marg
faldast í verði, sem eru eðlileg-
ar afleiðingar ihinna háu dag-
launa, og valda mun voðalegri
kreppu, hvernig sem látið er.
Eða þekkist nokkur atvinnuveg
ur í Canada sem getur borgað
12 dollara á dag. Ekki hefi eg
orðið þeirra var ,síðan eg kom
hingað 1902. Og var þá talin all-
góð afkoma hér. Karlmanns fatn
aður $8—10; skór $1.00; karl-
mannsfæði og húsnæði fimtíu
cents á dag. Og nær ellistyrkur
var borgaður hér 1927, var hann
bara $20.00 um mánuðinn, og að-
eins borgaður Englendingum,
sem ekki nentu að vinna, og
nenna aldrei, en dýngt út hing
að frá Bretlandi í tugum þús-
unda og allmargt frá öðum þjóð-
um.
En þeir, sem hafa ellistyrk
$40.00 um mánuðinn, eða $50,
um mánuðinn geta ekki fætt
fjölskylduna af því. Svo alt fer
í hundana ef þessu heldur áfram.
En eitt er þó mál, sem allvel
lítur út, og það eru ófriðarmálin;
það lítur út fyrir að menn hall-
ist nú frekar að friði og sátt,
en ófriði, og manndrápum, og
muni atuga betur möguleika á að
afla sér betri lífsskilyrði. Það
eru aðeins þessi of-mannmörgu
lönd sem verða að læra að fækka
fólki sínu, t.a. m. Kínverjar, Ind
verjar, og Afríku þjóðin hálf-
vilta, sem verða að læra að fæða
sig og klæða sjálfir, og munu
það verða aðal vandamálin í
framtíðinni; við sjáum einnig nú
að flestar siðmentar þjóðir eiga
aðeins 1—2 börn, og ala þau upp
í svo miklu eftirlæti, að þau
vilja ekki hlýða lögum og regl-
um, heldur lifa líkt og villimenn,
sem altaf eru fyrir augum manna
t.a.m. Indíánar, Eskimóar,
Afríkudvergar, Eldeyjarmenn
Frh. á 4. bls.
BLOOD BANK
T H I S
SPACE
CONTRIBUTED
B Y
Wl NNIPEG
BREWERY
umited
Thelma
(RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI)
“Bíddu nú hér, Britta”, sagði hann glaðlega
og kyssti höndina sem hélt í tauma hestsins, —
“eg ætla í rannsóknarferð heim að gluggum
hússins. Já, áður en eg ber að dyrum! Þú bíður
og reynir að vera þolinmóð. Eg skal láta þig
vita hvernig allt er.” Hann læddist á tánum inn
í garð prestsins, ilmandi af blómum, og þar sem
hann heyrði mannamál inni, fór hann að dag-
stofuglugganum. Tjöldin voru dregin fyrir,
hann gat ekkert séð, en hann heyrði vandlæting
arrödd Dyceworthys prests, eins og hann væri
að prédika yfir syndugu safnaðarfólki. Hann
hlustaði vandlega.
“Já, undarlegt, undarlegt!” sagði Dyce-
worthy. “Undarlegt að þú skulir ekki vilja sjá
það og viðurkenna hversu mikla náð og miskun-
semi Drottinn hefir sýnt með því að láta þig
komast á mitt vald! Já, og engin leið til að
fiýja möguleg. Því að þú sjálf, fröken Thelma,”
Duprez hrökk við, “Þú sjálf komst hingað til
avalarstaðar míns, til þess að leiða breyzkan
mann, þótt hann sé prestur, í freistni með töfr-
um þínum! Taktu þessu skynsamlega góða mín!
Þú getur aldrei afplanað það sem þú hefir gert
í kvöld!”
“Bleyða! bleyða!” Lág og voldug rödd
Thelmu kom Pierre nálega til þess að brjótast
inn úr þeim stað sem hann leyndist. “Það er
fyrir þínar aðgerðir að eg kom hingað—þú send
ir mér spjaldið sem þú dirfðist að senda í nafni
unnusta míns til þess að koma fram þínu svívirði
lega áformi. Þú hefir haldið mér hér innilok-
aðri í þessu herbergi i margar klukkustundir—
heldurðu virkilega að þér verði ekki refsað?
Eg skal láta alla í þorpinu vita um lygabrögö
þín og sviksemi!”
Dyceworthy prestur hló vingjarnlega. —
“Herra minn trúr!” sagði hann, lymskulega
“En hvað þú ert falleg þegar þú reiðist, það má
þó segja! Og við tölum um unnusta þinn—til-
vonandi eiginmann þinn! O, sei, sei! Þú mátt
nú alveg eins láta þig hætta að dreyma um slíkt
góða mín. Barón Plhilip Bruce Errington vill
áreiðanlega ekkert hafa með þig að gera eftir
þetta léttúðarfulla 'ferðalag þitt hingað! Heiður
þinn er skertur—já, já. Já! og heiðarlegt mann
orð er þungt á metunum hjá slikum manni sem
hann er. Og hvað spjaldinu viðvíkur sem þú
talar um, þá sendi eg aldrei neitt spjald! Dyce
worthy gerði þessa yfirlýsingu eins og hann
væri sármóðgaður af því að efast hafði verið um
ráðvendni hans. “Því hefði eg átt að gera það ?
Nei, nei! Þú komst hingað af frjálsum vilja—
það er áreiðanlegt, og”, hann talaði lágt og með
miklum áherzlum, og með illmannlegu glotti.
“Eg er viss um að mér veitist ekki erfitt
að sanna þaö ef til þess kæmi að þessi ungi mað
ur—Errington óskaði eftir útskýringum! Jæja,
svo það er nú það, og þér væri nú víst bezt að
kyssa mig og sættast! Það er engin sála í þessu
þorpi sem myndi trúa einu orði sem þú segðir
á móti mér; þú, alræmd töfranorn, og eg, prest-
ur—þjónn í víngarði Drottins! Föður þinn hræð
ist eg ekki, vesalings syndugur heiðingi getur
ekki unnið þjóni Drottins neitt mein. Komdu
nú og gefðu mér þennan kos?! Eg hefi verið
mjög þolinmóður—eg er viss um að eg á hann
skilið!”
Það var snögg hreyfing í stofunni og lágt
hljóð, “Ef þú snertir mig!” hrópaði Thelma,
"skal eg drepa þig! Guð mun gefa mér styrk!”
Aftur hló Dyceworthy háðslega. “Guð mun
styrkja þig!” hrópaði hann undrandi. “Eins
og Guð hafi nokkurn tíma veitt káþólskum
styrk! Fröken Thelma, vertu nú skynsöm. Með
því að heimsækja mig í dag hefir þú eyðilagt
mannorð þitt, sem var þó alla reiðu saurgað
áður —.*»
Snöggt glerrúðu brothljóð og hár skarkali
gerði skyndilega enda á áminninga og hótanar-
ræðu prestsins og áður en hann vissi hvaðan á
sig stóð veðrið, var hann gripinn ómjúkum tök-
um og hrakinn að einum vegg stofunnaj og
haldið þar af liprum, knáum, og æstum náunga,
með leiftrandi, dökk augu sem loguðu af rétt-
látri reiði, og kreppta hnefa og sem létu högg-
in dynja á hans feita líkama.
'“Svo þú hefir í hótunum að gera þetta og
þetta!” hrópaðj Duprez, og kreisti hann bókstaf
lega eins og brauðdeig. “Þú ætlar að láta þig
hafa það að bera fram lygar í þjónustu Drott-
ins? Nei — ekki alveg, ekki ennþá!” Hann hélt
honum með annari hendi, en með hinni náði
hann haldi á treyjuhálsmálinu og tókst, þrátt
fyrir tilraunir prestsins að verja sig, að koma
honum undir sig ofan á gólfið, þar sem hann
hélt honum niðri sigri hrósandi. “Svona nú,
karl minn! þarna skaltu nú kúra um stund þang-
að til*betur verður þjarmað að þér!”
Síðan snéri hann sér að Thelmu, sem hafði
horft á aðfarirnar eins og steini lostin, rauð í
andliti og grátbólgin, sem bar ljósastan vott um
hversu henni hefði verið innanbrjósts undanfarn
ar klukkustundir. “Flýttu þér út héðan, ungfrú,
í öllum bænum!” sagði hann, “Brittá, litla þjón
ustustúlkan þín er hér fyrir utan, hún er með
léttivagn og mun aka þér heim. Eg verð hér
þangað til Philip kemur. Eg veit að eg skemmti
mér mjög vel! Eg ætla að byrja—Philip mun
Ijúka við! Svo komum við heim til ykkar.”
Thelrna þurfti ekki meiri hvatningu eða
lengri útskýringar, hún flýtti sér fram að dyr-
unum, opnað hurðina í snatri, og hvarf. Gleði
Brittu yfir því að sjá hana heila á húfi var of
mikil til þess að hún gæti fengið útrás i einni
fagnaðar-upphrópun—og léttivagninum var ek-
ið með miklum hraða áleiðis til bóndabýlisins.
Á meðan hafði Olaf Guldmar, með Erring-
ton og hinum, einmitt lent í Bosekop eftir erfið
an barning yfir fjörðinn, og þeir fóru beint upp
að húsi því sem Dyceworthy bjó í—bóndinn, eft
ír því sem nær dróg ákvörðunarstaðnum, nálega
frávita af ofsareiði. Útidyr hússins voru opnar
eins og T'helma hafði skilð við þær þegar hún
flýtti sér út. Þeir gengu inn, og námu staðar
undrandi fyrir utan opnar dyr dagstofunnar—
undrandi yfir þeirri sjón sem mætti augum
þeirra. Tveir menn veltust á gólfinu, og tóku
hvorn annan fangbrögðum—annar stór og ólið-
legur, hinn lítill og liðlegur. Stundum hristu
þeir hvor annan, og stundum lágu þeir kyrrir,
en oftast veltust þeir eftir gólfinu. Báðir voru
þögulir, nema það að hinn stærri rumdi og var
mjög móður.
Lorimer gekk inn í stofuna til þess að sjá
aðfarirnar betur—og rak upp óstöðvandi hlátur.
“Það er Duprez”, hrópaði hann til hinna
fyrir utan dyrnar. “Sá stutti! En hvernig komst
hann hingað?”
Þar sem hann heyrði nafn sitt nefnt, leit
Duprez upp frá því að þjarma að hinum aðfram
komna presti, og brosti fjörlega. “Ný það ert
þú, minn kæri Lorimer. Settu hnéð ofan á
bumbuna á guðsmanninum—eg ætla að hvíla
mig dálítið.” Hann reis á fætur, og sléttaði dá-
lítið sitt úfna hár, en Lorimer hlýddi beiðninni
og hélt hinum dasaða Dyceworthy niðri. “Og
þarna er Philip okkar, og Sandy, og herra Guld
man! En eg held,” sagði hann himinlifandi, “að
hér sé ekki mjög mikið meira til að gera! Hann
er allur eitt mar, það get eg fullvissað ykkur
um! Hann messar ekki í marga sunnudaga—það
er slæmt að vera feitur—hann kemur til með að
f——"— -----------—----——■— ——i
Professional and Business
j __= Directory- —
Office Phone Res. Phone 924 762 726115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEÐICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Rastin & Stringer Lögfxœðingai Bank of Nova Scotia Ðlde. Portage og Garry St Sfmi 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Fincmcial Agents Slmi 927 538 , 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken
CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um útfarir. Allur úttoúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg
Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto Generai Trusts Bldg.
M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROT OTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 44395 . . -
f
1 ■ - s The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 724315 Bookkeeping, lncorae Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing S. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 12-1212 l
MALLON OPTICAL í 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. ' FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 ' — r
verða meira en lítið meiddur og eftir sig!”
Errington gat ekki varist þvi að brosa að
glaðlyndi og jafnaðargeði Pierres. “En hvað i
hefir gerst?” spurði hann. “Er Thelma hér?”
“Hún var hér”, svaraði Duprez. “Guðsmað-
urinn hafði tælt hana hingað með því að falsa
skrift á spjaldi sem átti að vera frá þér. Hann
hélt henni hér lokaðri innþ allan seinni hluta
dagsins. Þegar eg kom var hann að leita til ásta
við hana og ógna henni. Mér þykir vænt um að
eg kom í tíma. En—”, hann brosti aftur, “hann
er vel barinn og lemstraður!”
Philip barón stikaði til Dyceworthys þar
sem hann lá á gólfinu, og andlit hans var dökkt
af reiði. “Slepptu tökum á honum, Lorimer,”
sagði hann í ströngum róm—og eftir að prestur
inn hafði staulast á fætur með miklum erfið-
leikum og stunum, spurði hann hörkulega. —
“Hvernig getur þú varið gerðir þínar, bleyða?
Þakkaðu þínum sæla að eg gef þér ekki þá ráðn-
ingu sem þú hefir unnið til, þrjóturinn þinn!”
“Lofið mér að lúskra honum!” æpti Guld-
mar, og barðist við að losna frá hinum varkára
Macfarlane, sem hélt honum aftur. Eg hefi
oft óskað eftir tækifæri til að jafna um hann!”
En .Lorimer hjálpaði til að aftra honum— og
gamli maðurinn hamaðist og ákallaði goðin á-
rangurslaust.
Dyceworthy leit upp lúpulegur og kross-
lagði handleggina með guðrækilegri undirgefni.
“Mér hefir verið misþirmt hræðilega,” sagði
hann aumingjalega, ‘^það er ekki heill blettur á
öllum mínum líkama!” Hann andvarpaði þung-
lega. “En mér hefir verið réttilega refsað fyrir
að láta leiðast út í holdlega freistingu sem vitj-
aði mín í líki þessarar meyjar sem kom til mín
með lokkandi tálsnörur —” Hann hætti skyndi-
lega> og hrökklaðist aftur á bak skelkaður við
hinn uppreidda hnefa unga barónsins.
“Þér er betra að tala varlega!” sagði Phil-
ip, kuldalega, og augu hans leiftruðu hættulega,
“við erum hér fjórir, mundu það!”
Dyceworthy hóstaði og sýndi þess öll merki
að virðingu hans hefði verið stórlega misboðið.
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Fhtjum kistur, töskur, húsgögn,
píanós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sfmi 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
verziutn aoems meö lyrsta
flokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsb.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Winnipeg
TALSÍMI S-3809
--------------------------
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs. _
Brúðhjóna- og afmæliskökttr
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 36-127
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Maternity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flower*
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
<-—
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNT ANTS and
AUDITORS
874 ELLICE AVE.
Bus. Ph. 744558 _Res. Ph. 3-7390
1
L
Office Ph. 92*5826
Res. 40-1252
L
DR H. J. SCOTT
Specialist in
EYE, EAR NOSE and THROAT
209 Medical Arts Bldg.
HOURS: 9.30 - 12.00 a.m.
2 - 4.30 p.m.
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate — Mortgages — Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
r'
Hafið HÖFN í Huga
ICELANDIC OLD FOLKS
HOME SOCIETY
— 3498 Osler Street —
Vancouver 9, B. C.
r
GILBARTFUNERAL
HOME
- SELKIRK, MANITOBA -
J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer
PHONE 3271 - Selkirk
-4
GUARANTEED WATCH, & CLOCK
REPAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings, Clocks,
Silverware, China
884 Sargent Ave. Phone 3-3170
~ ~---—- - - - - I.H.I./
--——-------------—-----------
JACK POWELL, B.A. LL.B.
BARRISTER, SOLICITOR.
NOTARY PUBUC
Off. Ph. 927*51 - Res Ph. 56-1015
206 Confederation Building,
Winntpeg, Máa.
HERE _N O W l
ToastMaster
MIGHTY FINE BREADI
At your grocers
J. S. FORREST, J. WALTON
L
Manager 'Sales Mgr.
PHONE 3-7144
I