Heimskringla - 15.06.1955, Síða 3

Heimskringla - 15.06.1955, Síða 3
WINNIPEG, 15. JÚNf 1955 HEIM SKRINGLA 3. SÍÐA Beverly (Hanson) Seattle. 5. Sigurrós Emily gift Krist- inn F. Gudmundson Mountain, N. Dakota. 6. Sigurjón Valdimar giftur Nancy A. Bacon, Seattle Wash. 7. Ivan Agust, ókvæntur, Seat- tle Washinton. Systkini Hannesar á lífi eru: Rósa, Kristíbjörg, Soffia Tomas- son, Jón, Sigurbjörn, Valdimar, Kristján, og Jóhann. Útför Hannesar sál var gjörð frá “Calvary Lutheran Ghurch’’ Seattle, Washington, 4. janúar, 1954. Stýrði henni séra S. O. Thorlaksson, sem þá þjónaði þeim%söfnuði í fjærveru sóknar- prestsins, séra E. H. Sigmar, sem var við nám á íslandi í leyfi safn aðar síns. Við útförina talaði einnig séra Haraldur Sigmar frá Blaine, Washington. Við útförina söng Dr. Edward Pálmason einsöngva, og auk þess söng kór safnaðarins. Var það ákveðinn vilji fjöl- skylduhnar að útförin yrði gjörð frá kirkjunni fremur en frá út- fararstofu, þar sem Hannes hafði elskað kirkju sína svo ein- læglega og sótt hana stöðugt meðan kraftur leifði. Mintust margir þess þá með hrifningu í huga að Hannes hafði stundum ^ungið í kór(num ásamt eldri dóttur sinni, og öllum fimm son- um sínum. Svo er það í fáum dráttum æfi saga þessa ljúflynda og velmetna manns ,sem var harmdauði ást- mennum, vinum og samferða- fólki. Hann var prúður maður í framkomu, fríður sýnum, stiltur og vinsæll. Velgefinn var hann °g hafði einnig notið mentunar. Hann var bókhneigður og fróður um margt. Góður eiginmaður, faðir og afi var hann og líka. Eins og vænta má er hans sárt saknað af ástvina hópnum fjöl- menna. Og það voru margir fleiri sem söknuðu hans sárt bæði ætt- ingjar og vinir. Þau kveðja hann öll með sár- um söknuði og mikilli ástúð. En þau kveðja hann líka í þeirri trú, sem beigir sig fyrir vilja Drott- ins, vitandi að fæst síst með fögru gjaldi frestur um augna- blik”. Þau kveðja hann í trúnni á Guðs náð, friðinn og sigurinn í Honum. Þau geta glaðst með honum í þeirri sælu von, að hann hafi þegar náð þeirri höfn “þar sem alt er eilíf náð”. Haraldur Sigmar Blaine, Wash CONTRIBUTED BY Drewrys MAN ITOBA DIVISION WESTERN CANADA BREWERIES LIMITED Thelma (RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI) “Eg er sannarlega mér þess greinilega með- vitandi!” sagði hann. “Og mig undrar það alls ekki þó að tala hinna óguðlegu sé margfalt hærri oftast en tala hinna réttlátu! Já, því er nú ver! Hversvegna flokkast heiðingjar saman í sinu grimmdaræði? Aðeins af því að í hjört- um sínum ímynda þeir sér ein'hverjar hégóm- legar grillur! Eg fyrirgef þér, Philip barón, fyrirgef Iþér fúslega! Og þér einnig herra minn,” hann snéri sér hátíðlega að Duprez, sem meðtók fyrirgefninguna með glaðlegri og rokna kurteislegri hneigingu. “Þú hefir valdið meið- ingum, og lætur það vel—en \þú hefir aðeins sært og lamað minn veikbyggða líkama—sálina hefirðu ekki getað snert! Nei, og ekki heldur málfrelsið”—hið illmannlega bros var djöful- legt! — “sem er mitt dýrðlegasta vopn, og sem skal ætíð og æfinlega verða beitt á móti öllum þeim sem aðhafast ilt, hvort sem það er fagurt kvenfólk og nornir, eða afvegaleiddir heiðingj- ar —” Aftur þagnaði hann, fremur forviða þeg ar Errington ’hló háðslega. “Auðvirðilega mannfýla!” sagði baróninn. “þú ert frá Yorkshire? Jæja, það vill nú svo til að eg þekki margt fólk í þeim hluta landsins— °g eg hefi dálítil áhrif þar, 1 íka. Viltu nú láta þér skiljast það—að eg skal sjá um að þú verðir útrekinn og hundeltur úr þeim stað! Þú skalt komast að því að þér skal ekki verða vært þar —það sver eg! Mundu það! Eg er maður sem stend við orð mín! Og ef þú dirfist að nefna nafn ungfrú Guldmar með lítilsvirðingu, skal eg ganga næst lífi þínu”! Dyceworthy deplaði augunum aumingja- lega, og tók upp vasaklútinn sinn: “Eg treysti því, Philip barón,” sagði hann smeðjulega, “að þér snúist hugur í þessu máli! Það væri þér sízt sæmandi að leggja þig fram til að spilla fyrir mér í því prestakalli þar sem þjónusta mín er metin og vinsæl hjá því fólki sem aðhyllist lúthers-kenningar. O, já’!’ hann brosti glaðlega —“Þú ætlar að skoða huga þinn, hvað þessu viðvíkur. Og hvað hitt snertir —” hann stamaði dálítið —“þá bið eg fyrirgefningar! Eg vildi stúlkunni aðeins vel—en eg hefi verið misskil- inn, eins og alvanalegt er með Drottins-þjóna. Við skulum ekki tala meira um þetta! Eg fyrir- gef! Við skulum allir fyrirgefa! Eg skal jafn vel bjóðast til að fyrirgefa heiðingjanum þarna. En heiðinginn, svokallaði hafði á þessu augnabliki einmitt svift af sér þeim hömlum sem vinir hans, góðlátlega, höfðu lagt á hann, og æddi upp að prestinum sem heygðist niður eins og barinn hundur fyrir svipnum á göfug- mannlega andlitinu sem var þrútið af réttlátri reiði, og þessum bláu, hvössu augum, sem glömp uðu eins og stál. “Þú kallar mig heiðingja!” æpti hann. “Eg þakka goðunum fyrir það—eg er stoltur af nafninu! Eg vildi heldur vera hinn grimmasti villimaður sem kraup í fáfræði og þekkingarleysi í tilbeiðslu frammi fyrir undra- mætti náttúruaflanna, heldur en að vera eins og þú, saurugt kvikindi sem læðist og skríður eins og raggeit milli himins og jarðar, og dirfist að kalla sig Kristinn mann! Svei! Ef eg væri Kristur, yrði mér flökurt af að horfa á þig!” Dyceworthy svaraði engu, en litlu augun hans glömpuðu illúðlega. Errington sem enga löngun hafði til að framlengja þessi illindi, reyndi að stilla til friðar, og tókst að draga hinn æsta bónda til ihliðar. “Við erum allir búnir að fá nóg af þessu, herra minn”, sagði hann í lágum hljóðum. “Við skulum fara heim til Thelmu!” “Eg var að því kominn að stinga upp á því að við færum að hafa okkur héðan,” bætti Lor- imer við. “Það er aðeins tímaeyðsla að vera hér lengur”. , “Já”, hrópaði Duprez, fjörlega —“og mon- sieur Dyceworthy verður sárfeginn að komast í rumið! Hann verður ósköp stirður og aum- ingjalegur á morgun, það er eg viss um! Hér er honan sem hugsar um hann”. Þetta var kurteisisávarp til Ulriku sem svip köld og stirðleg birtist skyndlega í litla gang- inum. Hún virtist forviða að sjá þá, og talaði tilbreytingarlaust, eins og hún gengi í svefni. Stúlkan er farin? spurði hún seinlega. Duprez kinkaði kolli, ákafur. “Hún er far- m! Og eg get sagt þér það, að ef það hefði ekki verið fyrir þínar aðgerðir þá hefði hún alls ekki komið hingað. Þú fórst með spjaldið til henn- ar ?” Ulrika hleypti brúnum. “Eg var neydd til þess”, sagði hún. “Hún þröngvaði mér til þess. Eg lofaði —” Hún horfði á Guldmar með daufu, starandi augnaráði. “Það var Lovísu að kenna. Spyrjið Lovísu um það”. Hún þagnaði og vætti þurrar varir sínar með tungunni. “Hvar er brjál- <9“ aði pilturinn ykkar?” spurði hún nærri því kvíðvænlega. “Kom hann heim með ykkur?” “Hann er dáinn!” svaraði Guldmar, með al- vöru og kulda. “Dáinn!” Öllum til stórkostlegrar undrun- ar, baðaði hún út handleggjunum og rak upp tryllingslegan hlátur. “Dáinn! Guði sé lof og þakkir! Nokkuð sama með hvaða atvikum hann dó—það er nóg að hann er dáinn! Eg sé hann þá aldrei framar—hann getur ekki formælt mér aftur! Guði séu þakkir fyrir alla hans miskun!” Smám saman dróg úr hlátrinum— hún huldi andlit sitt með svuntunni sinni og brast í sár- asta grát. “Konan hlýtur að vera brjáluð!” hrópaði bóndinn algerlega forviða—Ihann lagði hönd sína á handlegg Erringtons, og sagði óþolinmóð lega. “Þú hafðir rétt fyrir þér, drengur minn! Við erum búnir að fá nóg af þessu. Við skulum hreinsa ryk þessa bölvaða staðar af fótum okkar og fara heim. Eg er úttaugaður.” Þeir fóru út úr íbúðarhúsi prestsins og beint ofan að ströndinni, og voru brátt á leið yfir fjörðinn til bóndabýlisins. Að þessu sinni var sjávarfallið þeim hagstætt—kvöldið var ynd islegt, og svalur kvöldblærinn—bárugjálfrið við bátshlíðariiar og hið friðsæla fagra landslag, kom hinum æstu taugum þeirra og tilfinningum í rólegra ástand. Thelma beið þeirra á svölunum eins og vanalega, hún var dálítið fölari en hún átti vanda til, eftir allan kvíðann, hræðsluna og óvissuna sem hún var búin að þjást af—en ástar atlot föður hennar og elskhuga, komu litarhætti hennar í samt lag. Ekkert var minst á hvað vilj- að hafði til með Sigurd þá í svipinn—þegar hún spurði um hann—aðeins var henni sagt að hann hefði reikað eitthvað sinna ferða eins og vana- lega. Þaé^var ekki fyr en Errington og vinir hans voru farnir út í skipið, að gamli Guldmar, þegar hann var orðinn aleinn hjá dóttur sinni— sagð henni fréttirnar af slysinu með mestu nær- gætni En þessi tíðindi svo óvænt og hryllileg, buguðu hana nálega eftir allan taugaæsinginn og hugarangrið þennan dag—og mörg tár voru feld yfir fráfalli vesalings brjálaða drengsins að Sigurd myndi hafa orðið hrifinn af innilegu þakklæti. Sigurd—hinn trúi og tilbeiðslufulli, látinn—Sigurd—leikfélagi hennar—þjónn henn ar dánn! Hún syrgði hann einlæglega! Hún minntist iðrandi hinna tryllingslegu orða hans “Vesalings Sigurd getur ekki lifað lengur!’ Angurvær braut hún heilann um það, hvort hin mikla og heita ást er hún bar til Philips hefði valdið því að hún hafði vanrækt Sigurd—andlit hans, fölt, angistarfullt og biðjandi, stóð henni íyrir hugskotssjónum, og þessi sorg var hin sárasta sem fyrir hana hafði komið síðan hún horfði á móður sina sofna hinum hinnzta svefni. Britta grét einnig og vildi ekki huggast láta— henni hafði þótt vænt um Sigurd á sinn hátt— og það leið nokkur tími þangað til hún og hús- móðir hennar náðu sér svo að þær gengu til hvílu. Og löngu eftir að Thelma var sofnuð með tárvotar kinnar sat faðir hennar úti á svölunum í þunglyndislegum hugleiðingum. Stundum strauk hann hið úfna, hvíta hár sitt með hend- inni óþolinmóðlega—ferðalag dóttur hans og vera hennar í húsi Dyceworthy’s ýfði hið stolta skap -hans. Hann vissi vel að afsakanir prests- ins meintu ekkert—vissi að allir í þorpinu myndu baknaga Thelmu meira en nokkru sinni áður—eins lengi og Dyceworthy var þar til þess að blása að kolunum. Hann sat lengi og braut heilann um hvað gera skyldi—þegar hann að lokum reis á faetur til þess að fara inn og ganga til 'hvilu, tautaði hann hálf hátt: “Ef það a að ské þá verður það að vera svo! og því fyr, þess betra, að eg held, barnsins vegna. Næsta morgun kom Philip, óvenjulega snemma, og ræddi við bóndann einslega meira en klukkustund. Að þeim tíma liðnum var Thelma kölluð á ráðstefnu. Árangurinn af þessu leynilega samtali var ekki undir eins gerður heyrum kunnur—þó að næstu daga væri meira um að vera á bóndabýlinu en nokkru sinni áður við allskonar undirbúning í langferð. Meira en það, Bosekop-íbúunum til mikillar undrunar var var seglskútan “Valkeyrie” sem Olaf Guldman átti, sem hafði verið í uppsátri marga mánuði, allt í einu komin á flot á firðnum, og Valdemar Svensen, hafnsögumaður Erringtons, virtist önnum kafinn við að útbúa hana í ferðalag. Það var ekki til neins að spyrja hann neins—'hann var ekki maður sem leysti úr neinum ruddaleg- um forvitnisspurningum. Smám saman bárust þó fréttirnar til Bosekop og nágrennisins. — Lovísa hafði haft sitt fram að einu leyti —Guld mars feðginin voru að fara burt—burt úr Alten- firðinum! f fyrstu efaðist fjöldinn mikið um að fréttirnar væru sannar, en fór að trúa þeim betur, þegar vart varð við að talsverður farang- ur var fluttur bæði um borð í Eulalie og út í Valkýrie. Þessi undirbúningur "vakti ihikið um- tal og forvitni—en enginn þorði að leita upplýs inga um hvað til stspði. Professiona/ and Business ===== Directory==- Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEÐICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögtrœðingar Bank of Nova Scotia Blde. Portage og Garry SL Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLIN'IC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHAATERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rentcd, Insurance and Financial Agents Simi 927 558 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 954 Fresh Cut Flowerk Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um útíarir. Allur útbúnaöur sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg M, Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99' Osbome St. Phone 4-4395 1 Union Loan & Investment COMPANY RentaL Insurance and Finandol Agents Simi 92-5001 508 Toronto General Trusts Bl<tg. 1 Tfre BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFELECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson & SON LTD. Controctor & Bullder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS "1 Kensington Building 275 Portage Ave. PHONE 92-2496 Winnipeg COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, • töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað eT. Allur fltuningux ábyrgðstur Simi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 EUice Ave. Winnipeg TALSÍMI 3-3809 S.. BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 t"— "S GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Res. Ph. 3-7390 L Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. S,----------------—---—---------- J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C, 1 r gilbart funeral HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk L <-—------------------— GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clodu, Silverware, C.hina 884 Sargent Ave. Phone 5-5170 — JACK POWELL, B.A. LL.B BARRISTER, SOUCITOR, NOTARY PUBUC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 L 206 Confederation Building, Winnipeg, Mán. HERE JOW! ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgi. PHONE 3-7144 —

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.