Heimskringla - 07.09.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.09.1955, Blaðsíða 1
CENTURY MOTORS LTD. 247 MAIN — Phone 92-3311 S.. CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN-716 PORTAGE S.- LXIX, ÁRGANGUR WINNEPEG, MIÐVIKUDAGINTÍ, 7. SEPT. 1955 NÚMER 49. FRÉTTAYFIRUT OG UMSAGNIR Hátíðahöldin vestra September mánuður byrjaði glatt í tveimur vestur fylkjuni Canada í þetta sinn. En svo stend ur á því, að bæði fylkin eiga 50 ára stofnafmæli um þetta leiti. f Alberta var 1. sept. ákveðinn helgidagur og byrjun að hátíðar höldunum, en aðal hátíðardagur- inn verður ekki fyr en 7. septJ Kemur það til af því, að þann dag kemur forsætisráðherra Can ada þangað frá hátíðinni i Regina 5. september. í Alberta afhjúpar hann minnisvarða við þinghúsið í Edmonton, er gerð- ur er í minningu afmælisins. Blöðin í Edmonton og Calgary komu út í bákn stærðum. Var Edmonton Journal 160 sður, en Calgary Herald 125. Rekja þau ágastlega þróun fylkisins í 50 ár. íbúatalan segja þau, að hafi árið 1905 verið 185,412, en nú árið 1955, 1.000,000. Hátíðahöldin í Saskatchewan fóru fram 5. september. Var St. Laurent forsætisráðherra Can- ada þar viðstaddur og hélt aðal- ræðuna. En þar var einnig mikið fögnuð. Stofndagur Alberta fylkis var 1. september 1905 en Saskatche- wan 4. september. Var þá land- stjóri Canada Earl Gey og for- sætisráðherra Sir Wilfred Laur- ier. Voru þeir báðir við stofnun fylkjanna. Svo miklar framfarir sem orð- ið hafa í þessum fylkjum á síð- ustu 50 á. urn, má við meiru af þeim búast á næstu 50 árum, svo yfir gnæfandi eru auðsuppsprett ur þeirra. í blöðum frá 1905, er stofn- deginum í Regina lýst þannig, að þar hafi verið orðið fult af fólki um sólaruppkomu og fyrir morgunverðar tima til að horfa á skreytingu bæjarins. Og eftir ræðuhöldin, skrúðfar- inar og leikina allan daginn og þegar rökkva fór, segir frá því að borgin hafi ljómað af ljósa- dýrð og mönnum hafi fundisi; þeir búa undir bláum himni suð ur-ftalíu. Skýrsla áfengisnefndar Eins og menn muna var nefnd skipuð fyrir iy2 ári af fylkis- stjórn Manitoba til að kynna sér sölu áfengismála og benda á þær leiðir, er farsælastar reyndust. Formaður nefndarinnar var John Bracken, fyrv. forsætisráð herra. Hefir nefndin nú lokið starfi 0g greint stjórninni frá niðurstöðum .sínum, sem bygðar eru á mjög ítarlegri rannsókn á rekstri vínsölu í mörgum lönd- um og ætti að vera löggjöfum vorum ágætur stuðningur við sniði hagkvæmrar áfengisiög- gjafar. Það mikilvægasta af því, sem lagt er til í skýrslunni, er frá sjónarmiði bindindismanna, hér- aðsbann, sem nefndin mælir með. Það er í fullu samræmi við það frjálsræði, sem menn hér eiga við að búa, en sem alt of lítið er notað. Svipað má segja um annað atriði í skýrslunni, sem sé áherzl Una, er þar er lögð á kenslu í skólum um áhrif áfengisins. Það eru að visU ekki allir bindindis- vinir, sem trúa á það, eða að neitt annað bindi enda á drykkjuskap inn, en algert bann á tilbúningi, sölu og neyzlu áfengis. Hinu er þó ekki að neita, að yfirleitt cr trú manna á mentun sú, að með henni megi öllu góðu til leiðar koma, að framfarir mannkynsins hvíli á mentun. Þetta ætti að geta náð til áfengisneyzlu, sem hvers annars. Maðurinn verður ávalt að standa í því að velja og hafna, ef vel á að fara. Hvers- vegna það ætti ekki að vera hægt áhærandi áfengi, eins og alt ann að, er óeðlilegt. En hversu oft rekur maður sig ekki á að mann- kynið hagi sér eins og barn, sem voðan verður að taka frá, ef skaði á ekki að ské. Sjálft frelsið er tví-eggjað, Það er bent á af sumum, að skýrslan geri ráð fyrir útbreiðslu áfengis, en ekki takmörkunar. Skýrslan nefnir ýmsar söluað- ferðir, en það er meira undir hinu komið hvar áfengisins er neytt, en því, hvar það er selt. Þegar safnast er saman í hópa að drekka, vill þar verða sukk samt og ókostir neyzlunnar koma í ljós. í fámenni er ekki eins hætt við þessu. Það virðist, með öðrum orðum sem menningarstig mannkyns- ins hafi afar mikið að segja í þessu máli. Heimsókn Rússanna Rússnesku bændunum sem hingað komu s.l. miðvikudag hef ir að sjálfsögðu orðið koman til Winnipeg vonbrigði. Þeir voru ekki fyr hingað komnir, en að þeir voru umkringdir af Ukrain um, sem hrakyrtu þá, óspart og sýndust jafnvel í bardaga búnir. Úkrainarnir eiga Rússastjórn að vísu grátt að gjalda, er jarðir yfir þá allskonar hörmungar og síðast landflótta. En það var illa valinn tímin til að hefna harma sinna, að nota heimboð stjórnar þessa lands tii þess. Stjórnarvöld in hér, gerðu alt til að forða við fári, og láta gestina sem minst finna til annars, en að þeir væru kærkomnir á fund Winnipegbúa. En Úkrainar sýndu ofmikla frekju af sér til þess að það dyldist. Fáein orð um samkomur Björgvins Guðmundssonar Við vorum fjögur í ferðalag- ’nu, 0g bafði eg ekki annan vanda af þvj en að vera bílstjóri. Hin þrjú, Björgvin, frú Hólm- fríður og Marja Bjömsson höfðu ýmsu að sinna, Björgvin þurfti að sjá um að spólurokkurinn ynni rétt og spilaði lögin vel. Marja hafði með sér stóra kassaí Bjartara loft, — eða? Eftir tíu ára þras um ið mikla þjóðahras sýnist orðið eitthvað breytt, eða meinar það ei neitt? Er að rofa eitthvað til? eða spáir lognið byl? Opnun Kremlins á er sæzt áður sem var hliðalæst. Eru að rætast óskir manns? alheimsbygð á leið til sanns? Hepnist það, að hefta fár heimurinn feldi gleðitár. Fleira vott um bætur ber bendir á friðar leiðir mér: fór í áttir friðelskra fundurinn í Geneva þó að ekki yrðu þar útrædd mál til samþyktar. Vandi er að ráða úr vöndu. Veröldin stendu á öndu. Fár veit hvað framkomið getur. “Við bíðum og sjáum hvað setur”. Jón Jónatansson stund að skoða munina, sem hún hafði meðferðis. En svo var nú ckki allt búið með það, því á öll- um stöðunum fóru fram veiting- ar, sem kvenfélögin gáfu á staðn um, eða þá á einhverjum tiltekn- um stað, þar sem fólki gafst tæk' færi á að kynnast og rabba sam- an yfir kaffi og kræsingum. Færi eg að nefna einhver nöfn. sem hér komu við sögu yrði það nærri óendanlegt. Eg sleppi því, þctrra tóku af þeim og leiddu en 1 nafni okkar- gestanna, vil c g leyfa mér að birta alúðal þakkir okkar fyrir þær ánægju stundir, sem við nutum meðal þessa góða fólks sem hér átti hlut að máli. Þá vil eg einnig þakka vinum okkar heimboðin og alla alúð og gestrisni sem við nutum á þessu ferðalagi. Reynd is-t það vera okkur til mikillar á- nægju, uppbyggingar og fræðslu á ýmsan hátt. Væri gott ef ein hverjir af hlustendum að norð- an vildi láta til sín heyra um þessar samkomur. S. E. Björnsson Hugsanlegt, að Svíþjóð v^rði lýðveldi? Verður Svíþjóð gerð að lýð- veldi? Mörgum finnst spurning in næsta hjákátlega, þegar þess ei gætt, að Svíþjóð er eitt elzta konungsríki heims En þó hefir þessi spurning taka “Lýðveldissinnaklúbbinn” alvarlega né heldur starfsemi hans. Menn líta yfirleitt svo á, að ekki verði rekstur lýðveldis ódýrari og ekki skemmtilegri, og til hvers á þá að vera með upp- steit? —Vísir 4. ág. Hlýtur forstjórastöðu íslendingur, að nafni Jón G. Johnson, er síðast liðin 6 ár hef- ir búið í Regina og verið starfs- maður hjá Canadian Westing- house Company Ltd., hefir venð skipaður Western District Man- ager félagsins. Hefir hann stjórn félagsins hér í vesturlandinu með höndum sem er bæði mikil- vægt starf og vel launað, því hér er um stórfélag, á vesturheims- visu mælt, að ræða. Jón er fæddur í þessum bæ, sonur Helga Johnsons húsasmiðs frá Eskiholti. Hann er rúmlega fertugur að aldri, hlaut mentun sína á Manitoba-háskóla, og vann að loknu námi um skeið hjá Winnipeg Electric félaginu þessum bæ unz hann gekk í þjcn ustu félagsins, sem hann hefir nú tekið við stjórn á i Vestur- Canada. Af þessari breytingu á stöðu Jóns flýtur, að hann sezt nú að í þessum bæ, þar sem faðir hans og systkini búa flest. Hann er giftur og á 5 börn. Heimskringla árnar Jóni heilla sem fornir vin- ir og kunningjar hans gera—i nýju stöðunni. Islenzka kenslan við háskólann Nú líður óðum að nýju skólaári, og mun innritun fara fram dagana 14—17 september, en kennsla hefjast mánudaginn 19. sept- ember. Það hefur verið fámennt, en góðmennt í íslenzkudeildinni undanfarna vetur eða svona rúmlega messufært, en það er að sjálf- sögðu ekki nóg. Vera munu á annað hundrað nemendur af íslenzk- um ættum að námi við Manitöbaháskóla, og getur dávænn hópur þeirra hæglega fellt íslenzkuna inn í námsáætlun sína, ef þeix' aðeins vilja það. Auðvitað er íslenzkan ekkert einkamál þeirra,—hún er ætluð öllum nemendum jafnt,—en hitt er augljóst, að okkar fólk verður að skapa fordæmið. Bresti það skilninginn og áhugann á íslenzka- náminu, verður mun erfiðara að innræta öðrum þá eiginleika. Eg skora því enn sem fyrr á alla aðstandendur íslenzka náms- fólksins við háskólann að ræða þetta mál í fullri einlægni við það. Eins og að undanförnu verð eg til viðtals í skrifstofu minni, herbergi 207 í Arts-byggingunni inntritunardagana 14.—17.sept- ember, og vona, að allir, sem hyggja á íslenzkunám í vetur, ger: þar vart við sig. Þeir nemendur, sem lagt hafa stund á íslenzku seinustu árin, eru flestir brautskráðir, svo að nú ríður alveg sér- staklega á að endurnýja nemendaafla deildarinnar. Finnbogi Guðmundsson °g töskur, fullt af íslenzkum| skotig Upp kollinum í sumar, í sýningarmununum, sem þurfti að alvöru. Eiginlega var fyrst farið stilla upp á hverjum samkomu-^að ræða um þetta í vor á fundi í stað á þann hátt að hver hlutur Stockhólmi, þar sem stofnaður gæti notið sín bezt. Auk þess var “Lýðveldissinnaklúbburinn”. \es^ul’ íslendingur í heini- flutti hún stutt erindi á hverjumj Einn af frumkvöðlum þessa máls su^u hálfl’ar aldar stað, og gaf nokkrar skýringar j var gva Moberg, dóttir rithöf- ÚtÍVÍst yfir munina sem hún sýndi Sam- undarins yilhelms Mobergs, en' Hingað er nýkominn í heim- komurnar voru hafðar í kirkj- annars eru við lýðveldismálið sókn Eyfirðingur einn frá Can- um á fjórum stöðum, þrem Sam- riðnir ýmsir kunnir Svíar. ada_ sem ekki hefir séð ættjörð bandskirkjum og einni lúterskii! Menn þessir Jeggja lþó aherzlu sína í meira en hálfa öld. Hann ckk lySlr)’ 611 ^ AShem fékkEt á- að Þeir séu engan veginn and- er Júlíus Davíðsson, fæddur og an har'^ Ja °ug V3r ^V1 samkom' vígir Bernadotte-ættinni, heldur uppalinn á Jódísarstöðum í Eyja 9 . sambaudshúsi bæjarins. segjast þeir þvert & m6t- vel firði. Fór hann vestur um haf 17 r ,eUt s?^a að samkom geta hugsað sér Gústaf Adolí ára gamall, brauzt þar áfram af urnar Væt? sottar eftir ástæð konung sem fyrsta forseta Svía atorku og dugnaði, kom sér upp um, þvi a estum stöðum varjEn orsök þess, að spurning þessi myndarlegri fjölskyldu og kem- myndasyning a sama tíma. Er i hefir vaknað er sú staðreynd, að ur nú eftir langa og stranga ævi mest um ver annst ° kur Þær[mikill aldursmunur er á núver- heim til gamla landsins til þess viðtökur sem vi a um a fa8na í andi konungi Svía og ríkisarfan- að rifja upp forn kynni. á öllum viðkomus o vum, og sem um Gústaf Adolf konungur er Fréttamaður Mbl. ræddi stund gerði ferðina svo anægjulega aöl73ja ára> en Kafl Gústaf rikisarfl arkorn við Júlíus, þar sem hann seint mun gleymast. a vai er 9 ára> en pjlturinn er sonar. hýr hér í bænum á Hótel Vík. sonur konungs,—faðir hans fórst —Eg er fæddur 26. desember í flugslysi í Danmörku fyrir 1880, segir Júlíus. Faðir minn nokkrum árum. Segja þeir sem var Davíð Kristjánsson frá Öxna syo, að vel fari nú á því, að Svi- fellskoti í Eyjafirði, en móðix- þjóð verði lýðveldi er konungur min Sigríður Bjarnadóttir frá falli frá. Öðru hverju má sjá Kamphóli í Eyjafirði. Faðir fyrirsagnir í dagblöðunum á minn bjó lengi á Jódísarstöðum þessa leið. Verður Karl Gustaf og allt þar til hann dó, en þá var konungur? , en þeir eru fáir sem eg í æsku. Ungur lærði eg smíðar hjá Davíð Siðurðssyni á Akureyri, víst ekki meira en 14 ára er eg byrjaði við þær en lagði seinna fyrir mig ýmslegt annað, svo sem vinnu við veginn, sem bá var verið að leggja fram að Grund í Eyjafirði. Bróðir minn fór til Ameríku þegar eg var enn barn að aldri og þegar eg var 17 ára ákvað eg að fara til Ameríku og hitta hann þar. Svo varð úr og vistin hefir lengzt og hefi eg ekki komið heim síðan, í 57 ár, en nú er eg 74 ára. Júlíus lagði fyrir sig smíðarn- ar, sem hann hafði numið á Akur- eyri, er hann kom vestur um haf, og eftir eitt ár var hann farinn að starfa sem sjálfstæður smið- ur og byggði það ár Unitarakirkj una á Gimli. Síðan hefir hann alla tíð stundað það starf að byggja hús og selja, aðallega í- búðarhús, og hefir efnast vel á þeim viðskiftum. Hann kvæntist áið 1905 Soffíu Sigríði Jakobs- dóttur Þorsteinssonar, en missti hana fyrir 2 árum. Kom hún vest ur barn að aldri. Þau hjón eign- uðust eina dóttur barna sem gift ist Canadamanni af skozkum ættum. Júlíus hefir dvalizt mest allan aldur sinn í Winnipeg og þekkir þar flesta eldri íslendinga. Hann kveður löndum þar líða vel, flest ir efnaðir og unga fólkið mjög vel menntað. Júlíus segir að vel lítizt hon- um á þjóð sína eftir hina löngu íjarvist, fólkið sé glaðlegt og virðist vel efnum búið, húsin góð en mjög prýdd óþarfa skrauti og flúri, sem geri þau mun dýrari en ella. Nú heldur Júlíus brátt norður í land, til æskustöðvanna, og ætlar hann í heimsókn til frænd fólks í Eyjafirðinum og Þing- eyjarsýslum. —Mbl. 11. júní REGIONAL DIRECTOR Hannes J. Petursson Hingað komu í vikunni sem leið í heimsókn Mr. og Mrs. Hannes J. Pétursson frá Edmon ton, þangað sem þau fluttu snemma í sumar, þar sem Hannes þjónar ábyrgðarmikilli stöðu sem Regional Engineer, stjórnarem- bætti hjá Central Mortgage and Housing Corporation. Það félag sér um byggingu allra húsa, skóla, vega og annara bygginga sem Dept of National Defence hefur með höndum. Umdæmi hans er Alberta fylki, Yukon Territories, vestur hluti af N.W. Territories. « Mr. Petursson var Regional Engineer hér í Winnij>eg um r.okkur ár, en nú, er Dept o£ National Defence stækkaði um- dæmi sitt, var hann fluttur vest ur til Edmonton, þar sem að hann tekur að sér þessa nýju stöðu sem er bæði ábyrgðarmeiri og vandasamari en hin. ANDLÁTSFREGN Þáð strax auðséð” að það fólk sem kom á samkomurnar varð ekki vonsvikið, því mikið var klapp- að fyrir söngnum, enda eru lög- in sem Björgvin spilaði prýðis falleg og íslenzku raddirnar ynd islegar og vel með allt farið. Erindi Marju var einnig vel tekið og tók það jafnan góða Mrs. Anna Hansson kona Frans L. Hansson á McMillan Ave. varð bráðkvödd, föstudags nóttina 2. september. Hún var 47 ára að aldri. Hana lifa maður hennar, sonur, Niéls, sem hefx:r dvalið vestur við haf undanfar ið, dóttir, Sharon, í heimahúsum, tveir bræður, Gisli í Winnipeg, og Björn í McDonald og ein syst ir, Sigríður, Mrs. Alf Watts, er á heima í Vancouver. Einnig eru tvö barnabörn. Mrs. Hansson skírð Anna Alda Rós, var fædd á íslandi 15. september 1907, og var dóttir Halldórs Gíslasonar og Guðllaugar Kristjánsdóttur, konu hans, er fluttu vestur um haf árið 1910, og bjuggu fyrst í Bandaríkjunum, en síðar á Gimli, Sandy Hook, Selkirk og Winnipeg. Halldór er dáin fyr- ir nokkru, en Guðlaug lifir og hefir búið vestur við haf. Árið 1928 giftust þau Frans og Anna, og hafa búið hér í Winnipeg öll hjúskaparár sín. Kveðjuathöfn fór fram frá Fyrstu Sambands- kirkju í Winnipeg í gær, þriðju daginn 6. september. Séra Philip M. Pétursson flutti kveðjuorðin. Jarðsett var í Chapel Lawn grat reit í St. Charles. Dr. Henry Davið, sá sem lítur eftir mannafla Bandaríkja þjóð- arinnar, segir að þess verði ekkí langt að bíða, að karlmenn í Bandarkjunum verði að líta eftir heimilisstörfum, en konurnar verði að vinna utan heimilisins fyrir fjölskyldunni. Vinnandi konum hafi fjölgað á 10 síðustu árunum um 125%, en karlmönnum 85%. Af 64 milj ónum vinnandi fólks nú, séu 44 miljónir karlmenn en 20 miljón- ir konur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.