Heimskringla


Heimskringla - 10.09.1958, Qupperneq 2

Heimskringla - 10.09.1958, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA Heímskringk (Stofnuð liU) Kemur út á hverjum miðvikudegi Eigendur: THE VIKING PRESS LTI). Arlington St Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram 411ar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖU viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 868 Arlington St., Winnipeg S » “ Ritstjóri: STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: KDllOR HEIMSKRINGLA, 868 Arlington St. Winnipeg 3, Man. HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRJNTERS •M Arlingtoo St, Winnipeg S, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Authorlxed ga Second Claaa Mctil—Pogt Offlce DepL, Ottawq WPG., 10. og 17. SEPT. 1958 MINNI ÍSLANDS Frh. frá 1. bls. landsins, gædda þeirri fegurð og grómagni að leita þarf vítt um lönd, til að finna aðra, er taki þeim fram. Og svo eru andstæð- urnar ríkar, að f’nna má angandi birkiskóga í örskotshelgi við hrynjandi falljökla. Því meir sem vér kynnumst íslenzkri nátt- úru því betur finnum vér, að hún er auðug í fátækt sinni, því að ekki fáum vér neitað því að hin lifandí náttúra landsins er snauð hjá því, sem er í öðrum löndum. Tegundir plantna og landdýra eru fáar. Þar hefir landiö gold- ið einangrunarinnar. Hafið varð sá Kínamúr, sem tálmaði ferðum flestra ófleygra lífvera til lands ins, svo að bróðurpartur iþeirra plantna og dýra, sem villt er í landinu eru þær tegund'r -einar, sem lifað fengu af harðviðri fimbulvetra ísaldanna. Þannig er líf náttúrunnar hert í þraut- um þúsunda ísvetra, svo að það er ekki að undra, þótt það sé með nokkru meiri kuldablæ en vænta mætti eftir legu landsins. En ís- lenzk mold er frjó. Um þúsund ár (hefir hún verið v'taðsgjafi ís- lenzka bóndans, þar sem hann hef ir stöðugt þegið gjafir hennar án þess að leggja henni lið. En þótt lífið sé fátæklegt á landi, horfir það öðruvísi við um hafið. Varnarmúrinn sem hnekkt' ferðum landtegundanna varð þjóÖbraut þeirra dýra, sem heima áttu í hafinu. Grunnsævið um- hverfis landið, var sem skap- að kjörsvæði h'nna helztu nytjafiska Atlanzhafsins og straumar úr norðri og suðrij skópu þau skilyrði hita og fæðu, sem hagstæðust máttu vera. Þannig varð hafið við strend- ur íslands sífrjór nægtabrunnur, sem að vísu þurfti afl og áræði til að sækja gull í, en galt oft erfið'ð ríkulega, en heimti einn- ig dýrar fórnir, í lífi hraustra drengja, sem sækja vildu feng sinn í greipar Ægis. Eg hefi leitast við að bregða upp nokkrum myndum af and- stæðum í sl náttúru. Þar eru líka fögur, jökulkrýnd fjöll, brennandi jarðeldar, gjósand1 hverir, hrynjandi jöklar, dynj- andi fossar og fljót og voldugur útsær. á hinn bóginn brosandi hlíðar, hlýir, grösugir dalir, frjó- söm mold og auðug fiskimið, og unl allar andstæðurnar vefst “nóttlaus voraldar veröld” hlað- in h'nu dýrðlegasta litaskrúði ljóss og skugga. Þannig stendur land vort oss; fyrir hugskotssjónum. Land and-^ stæðnanna, stundum hart og hryssingslegt en einnig yndis-j blítt og milt, en alltaf fagurt og stórbrotið. En þá hljótum vér að spyrja, hvernig hefir þjóðin sem byggir þetta andstæðnanna land mótast af því. Eða hefir hún þroskast að skaphöfn og starfsháttum ó- háð og án tengsla v'ð náttúru lands síns. Um það er deilt af fróðum mönnum að hve miklu leyti nátt- úra hvers lands móti skaphöfn þjóðar þeirrar, er þar býr, en þó mun svo fara fleirum en mér, að þeir þykist kenna ýmsa drætti úr náttúru lands vors í skaphöfn og atgerðum íslendingsins, hvar sem hann fer eða finnst, hvort sem slíkt er hending ein eða lög mal lífs'ns. Hinu fær enginn neitað, að mjög hefir náttúra landsins ráðið um örlög þess fyrr og síðar. “Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma” kvað norrænt skáld fyrir meira en þúsund ár- um. Hann segir ekki meira, en lætur öðrum í té að ráða í fram- haldið, og ekki íþarf að kafa djúpt til að finna, hvar fiskur liggur undir steini um andstæð- una. Og einhvernveginn grunar oss, að hann hafi af lífsreynslu sinni, þegar kunnað full skil þess að mikil væru geð guma meðal miikilla sanda og sæva. Svo mun verið hafa geðslag þe'rra for- feðra vorra, er fyrstir námu land á íslandi, og enn í dag má kenna það meðal íslendingsins. Eg drap fyrr á einangrun landsins. Ekki verður þvJ neitað, að nokkurn svip hefir hún sett á yfirbragð þjóðarinnar og skap- ferli, þótt minni sé en vænta mætti. Og örlagarík hefir ein- angrunin orðið sögu landsins bæði til góðs og ills. Fyrstu landnemarnir voru far- menn og víkingar. Þeim varð haf ið ekki fangagirðing, heldur leikvöllur athafna og æfintýra. En tímarnir liðu. Þjóðin glataði skipum sínum og skömmu síðar frelsi sínu. Skipalaus ey-þjóð fær ekki staðið á eigin fótum til lengdar. Þjóðin var sem troðin möru öldum saman. Hún var lok- uð inni skipalaus og snauð. Hún fékk við það að ýmsu leyti svip heimaalningsins, en henni lærð- ist einnig að geyma sitt, án þess þó oft að gera sér ljóst, að hún væri að geyma. En i einveru sinni undi fólkið sér við að rita forn minni, yrkja og semja ævintýri. Og alltaf lifði ævintýrahugur- inn. Hafið ’bláa lokkaði og seiddi. Og furðu má það gegna, hversu margir íslendingar hafa þó um aldirnar hleypt heimdraganum,1 og víðar hafa spor fslendingsins legið á liðnum öldum en oss' grunar, og getum vér þó rakið þau allt austur til Indíalanda. Og þegar loks hagur landsins greiðist, iþá er sem tekin sé stífla úr fljóti. Útþrá íslendingsins brýst fram sterk og óstöðvandi. Hugurinn að leita landa segir til sín. Það er engu líkara en inni- byrgð þrá margra kynslóða, sem þjáðst hafa af einangrun og út- þrá ryðjist fram í einu vetfangi. Og það er trúa mín, að för yðar, feðra yðar og mæðra hingað til Vesturheims, hafi átt eina sína rót að rekja, og hana ekki þá veikj ustu, til þessa þáttar í íslend- ingseðlinu. En þótt óróinn og útþráin brenni í blóði fslend-j ingsins, þá býr þár einnig undir niðri djúp tryggð til ættlands og átthaga. Tryggð sem ekki týn^ ist þótt ár líði, og berst frá kyn- ^ slóð til kynslóðar. Eg gat þess fyrr, að megin- þorri þeirra plantna og dýra, sem á íslandi lifa, hefði lifað af firnbul vetur ísaldar. Þótt undar-' legt megi virðast, Ihefir saga| þjóðarinnar, sem landið byggirj orðið með alllíkum hætti. Kalla má að allar miðaldir sögu ís-1 lenzku þjóðarinnar, eða frá því írelsisöld hinni fyrri lauk á 13. öld og fram í byrjun 19. aldar væri einskonar ísöld. For þar saman versnandi veðurfar og ill- ir stjórnarhættir. Og svo var^ hart að gengið að nærri var högg! um hinar strjálu byggðir. Heitar við tilveru þjóðarinnar. Allt lagðist á eitt. Erlend yfirráð með litlum skilningi á þörfum þjóðarinnar, fátækt, fákunnátta og óblíð veðrakjör ásamt aðsteðj andi drepsóttum, sem þjóðin stóð berskjölduð fyrir. Sá stofn, sem lifði af þeissar þrautir var hertur af mótgangi, enda þótt hann væri einnig merktur af harðrétti samtíðar sinnar bæði á líkama og sál. Þjóðlífið staðnaði og hrörnaði. En “þó varð ísland aldrei dauðahljótt, alltaf var þar týra í nokkrum skálum”, eins og Þorsteinn Erlingsson segir. Týr- an slokknaði aldrei, og við og við blossaði hún upp sem leiftr- andi viti. Eldur andans í ritlist og ljóðagerð kúlnaði aldrie, þrátt fyrir hungur og harðrétti. Það er athyglisvert, þegar til rof- ar eftir svartnætti miðaldanna ís- lenzku, iþá er það fyrst í heimi andans. Andleg afrek eru unnin áður en þjóðin áttar sig á, að hún þarf að arfla sér brýnustu lífs- nauðsynja, eða gerir sér ljóst, að hún er að lífskjörum og verk- menningu margar aldir á eftir timanum. Og iþrátt fyrir allar breytingar eru menn naumast enn búnir að átta sig á Iþví fulls, sem 'kveðið var í upphafi aldar vorrar, að það sé lífsnauðsyn að “bókadraumnum, bögug’laum.n um breyt í vöku og starf”. Og enn eru þeir furðu margir, sem gleyma því, að baráttan fyrir sjálfstæðri tilveru þjóðarinnar í alþjóða samfélagi verður ekki sig ursæl nema með fullkomnum samleik anda og efnis. Vér lif- um ekki á listinni og ljóðinu einu saman, og vér fáum enn síð- ur' haldið uppi menningarlegum sessi vorum á eintómri véla- mennsku. íslenzk náttúra er alltaf að skapa, stórvir*k og hraðvirk. ís- lenzka þjóðin er skapandi þjóð, og hefir verið furðu hraðvirk hina síðustu áratugi. Ef til vill hraðvirk um of. Eftir kyrrstöðu vetrarins kom leysingin ör og áköf. En um leið og leysingin vekur frjóangana í moldinni til lífs og knýr þá til vaxtar, sópar hún oft brott fleira en góðu hófi gegnir. Og ekki verður því neit- að, að svo hefir einnig gerst í þjóðlífi voru og þjóðarhug, þótt gróandin hafi yfirhöndina. Rán- yrkju liðinna hefir verið breytt í ræktun. Tekið er að hamla gegn eyðingaröflum náttúrunnar, og mannshöndin sem áður var eyðandi, hefir nú gengið í lið með hinum græðandi öflum nátt úrunar. Móum, mýrum, melum og jafnvel eyðisöndum ihefir verið breytt i iðgræn tún, og þótt rækt uðu svæðin séu enn smá hjá öllu óræktaða landinu hefir samt gerzt undraverð breyting um sveitir landsins í þeim efnum. Gengið hefir verði á hólm við foksandinn og uppblásturinn, og þótt enn skorti nokkuð á ifull- komið viðnám, þá er sóknin gegn eyðingunni samt í góðum gangi. og valdi hennar hnekkt. Viðar- teinungar hafa verið sóttir í tvær heimsálfur til vesturs og austurs og þeir græddir í ís- lenzka mold, þar sem þeir virðast una lífinu vel. Og fengin reynsla sýnir oss, að það eru ekki lengur draumórar að klæða megi Ijallið og ísland verði vaxið nytjaskógum sem önnur lönd á sömu breiddarstigum. En sam- tímis aukinni ræktun 'hafa verið stigin risaskref í bættum húsa- kosti, samgöngum og öflun vinnu véla á sjó og landi, og umfram allt í bættum kjörum almenn- ings. Á fáum áratugum hefir þjóðinni þokað fram um alda löng skref. Gjörbylting hefir gerzt í atvinnuvegum og lifnað arháttum þjóðarinnar, svo að vér naumast áttum oss á því sjálf, sem þó höfum fylgt straumi tím ans. Fossar, sem kveðið hafa óð sinn síðan ísland hófst úr sævi og skapað fegurð og unað í is- lenzkum byggðum, hafa verið beizlaðir og spinna nú ljós, yl og afl til handa þjóðinni, ekki ein- ungis í þéttbýli bæjanna, heldur í sífellt ríkara mæli til hagsbóta uppsprettur, sem frá örófi alda hafa spýtt vatni sínu upp á yfir- borð jarðar engum til nytja og jafnvel fáum til ánægju, eru nú leiddar um hvert hús höfuðborg- arinnar, og ýmsir fleiri bæir njóta sömu hlunninda, þar isem náttúran hefir verið svo gjöful að gefa þeim jarðhita í nágrenni sínu. Og óðum nálgast sá tími, að jarðhitinn verði aflagjafi stór iðju. Vér eigum ekki auðæfi málma eða dýrra efna í skauti jarðar en þjóðin eða fyiirsvars- menn hennar dreymir drauma stóra um hagnýtingu þeirra orku linda, sem náttúra landsins ræð- ur yifir, og skapa þannig ný verk- efni og nýja afkomu möguleika. Orkan er ekki auður, nema uniít sé að beita henni við til- tekin viðfangsefni. Og þegar vér skyggnumst um, þá er meginauð- lind íslands ein og aðeins ein, hinn ótryggi en gjöfuli sær. Svo vel og réttlátlega hefir náttúran skipt, að iþótt hún gaefi ekki þur lendinu mikil né auðtekin auðæf i þá gerði hún hafið við strendur landsins þeim mun auðugra svo &ð þar eru ein auðugustu fiski- mið jarðarinnar. Og mála sann- ast er það, að komið hefðu kostir landsins að litlu haldi, ef ekki hefði verið hafið á öðru leitinu, sígjöful uppspretta fæðu og verð mæta. Svo má kalla, að þá fari íslenzka þjóðin fyrst að rétta úr kútnum, er henni lærist að hag- nýta sér auðæfi faafsins og eign- ast taríci til þeirra hluta, að afla fiskjar utar en á grynnstu mið- um. Það er ekki sagt til óvirð- ingar íslenzkri mold né landbún aði, þótt staðhæft sé, að sá auð- ur, sem þjóðin hefir eignast, og þær framfarir, sem orðið hafa liina síðustu áratugi, sé frá haf- inu kominn að langmestu leyti. Þar er einungis um að ræða blá- kaldar staðreyndir. Til þess að geta lifað menningarlífi og stund að atvinnuvegi vora, svo sem nauðsyn krefur, þarf flest að kaupa frá útlöndum. Svo má heita að hinn eini gjaidmiðill íslendinga á erlendum vettvangi sé sjávarafurðir. Þetta mun vera einstætt meðal allra þjóða við norðanvert Atlanzhaf annarra en Færeyinga. Þegar á Iþetta er lit- ið, ætti Iþað að vera augljóst hverjum manni, að ísland á í þessu efni sérstöðu, og að íslend- ingar eiga meira undir hafinu og gjöfum þess en nokkur þjóð. Vér eigum með öðrum orðum alla afkomu vora og tilveru undir því að sjávaraflinn bregðist oss eigi. Enn þótt íslenzík mið séu auðug, þá eru engin gæði náttúr- unnar svo, að þeim megi ekki of- bjóða, og sú hefir líka orðið reyndin á íslandi miðum hin síð- ari árin. Ef svo heldur áfram er ekki annað fyrirsjáanlegt en að ísland verði aftur að hverfa í sitt forna far fyrr en seinna. Af þess um sökum höfum vér orðið að krefjast rúmra fiskveiðiland- helgi. Sú krafa er fyrst og fremst til að tryggja það, að ofveiði verði ekki á miðum íslendinga, og afkoma þjóðarinnar sé tryggð eins og.framast má í þeim efnum. Þetta sjónarmið vonum vér að aðrar þjóðir fái skilið, enda þótt pær 'hafi af því nokkurt óhagræði í bili. Slíkt er naumast meira en ein fjöður af fati þeirra, sem er allt líf og heill smáþjóðarinnar í Atlanzhafinu. Ekkert er oss fjar skapi en ónauðsynlegar ýf- ingar við vinveittar þjóðir, en lífsnauðsynin krefst þeás, að vér iáum verndað fjöregg atvinnu- vega vorra. En svipull er sjávar- afli segir gamalt máltæki. Stund- um aflast af fjár a skómmum tíma, en á öðrum tímum er dauð ur sjór. Ekki verður þeirri hugs- un varizt að þessi þáttur í lífs- baráttu vor íslendinga hafi mark að Iþjóðina að nokkru leyti Skyldleiki veiðanna og áhættu- spilsins er oft of mikill. Vér höf- um oft verið fljótir að afla mikils f jár, en þykjum vera furðu skjót ir að eyða þvá á ný. Vafalaust hefir þetta f yrirbrigði þjóðlífs- ins magnast í umróti nútímans, byltingu í þjóðíartiögum inn á MINNIISLANDS flutt á íslend'ngadeginum á Gimli 4. ágúst 1958 Þeir bl'.mda nú marg’r í moldinni hér. sem manndóm sinn fengu þér 'hjá. Og flokkinn þann stóra sem fluttist um haf er farið að ganga svo á. En niðjarnir fylla þar eyðurnar upp, og aukinn er hópurinn sá, sem dreymir um áanna fjarlægu fold, og f jöllin þar töfrandi blá. Já, þúsundir helga þér daginn í dag í dulrænni iheimfarar^þrá; iþví arfar frá íeðrunum erföu þá mynd, sem alltaf í hug þeirra lá. Þar eygjum v‘ð fossa og fjallshlíð og dal, og firði og eyjar og sund, og sólina dottandi sæflötin við um sveínværa miðnætur-stund. En börnin þín hafa nú breytt þeirri mynd og bætt, svo að töfrum er líkt. En tækninnar f jölvísu, tröllelfdu mund er treystandi að afreka slíkt. Og þau hafa sigurkrans sótt út í lönd, og sæmd þína aukið hjá drótt. Svo verði það ávalt um ókomna tíð að aldanna fjarlægu nótt. LÁRUS B. NORDAL við, en rótleysi og upplausn tveggja heimsstyrjalda og eftir- kasta þeirra í umheiminum. En þetta er ekki nýtt fyrirbæri í ís- ienzku þjóðlífi. Heldur er hér einn af þeim þáttum, sem ís- lenzk skaphöfn er slungin af. Ör- læti meira en hagsýni og hagur leyfðu. Og þótt slíkt þyki ekki vænlegt til veraldargengis, þætti mér myndin af fslendingum verða allmiklu/ svipminni, ef þessi dráttur væri þurrkaður úr henni með öllu, þótt kjósa mætti að faann væri ekki svo skýrt mark aður sem raun ber títt vitni um. En andstæðurnar segja einnig til sín þar, því að við hliðina á ofrausn og eyðslu, er einnig til rík sjálfsafneitun og nægjusemi þegar á reynir. Og þegar rætt er um að þjóðin sé að glata sínum tíygðum, þrautseygju, nægjusemi sparsemi og ef til vill fleiru, þá hygg eg að iþótt svo geti virzt á yfirborði, þá sé það jafnvíst, að hiún á þessar dyggðir og neytir þeirra, þegar með þarf. En tímar einangrunarinnar eru liðnir, og vér getum ekki vænst þess, að vér séum lengur ósnortnir af óró og ólgu tímanna. Það faefir verið Ihlutskipti mitt að dveljast og starfa meðal ís- lenzks æskufólks. Slíkt gefur tækifæri til að fylgjast með frá ári til áns, hvernig hið unga ís- land vex upp, kvernig viðihorf aeskunnar eru þegar á reynir. Og þótt ungt fólk sé alltaf sjálfu sér líkt, fær engum iþó dulist, að mikill er munur íslenzkrar æsku nú og fyrir 25 til 30 árum síðan, þegar vér, sem nú erum komnir yfir miðjan aldur, vorum að alast upp. Og eg get ekki dulist þess* ?.ð mér þykir sem nútímaæskan gangi frá samanburðinum með vinninginn í höndum, þegar allt kemur til alls. Það er ekki ein- ungis, að æskumennirnir nú eru meir vaxnir úr grasi en jafnaldr- ar þeirra voru á fyrstu tugum aldarinnar. Rannsóknir sýna, að tvítugir piltar nú, eru nær 2 þuml. hávaxnari en jafnaldrar þeirra voru að meðaltali fyrir 30 árum. Slíkt sýnir ef til betur en nokkur annað, hversu lífskjör þjóðarinnar hafa batnað á þessari öld. Og hvað þá ef vér færum eina eða tvær kynslóðir lengra aftur í tímann. Og íslenzk æska ber nú höfuðið hærra, er djarfari í framgöngu, hispurslausari og fríðari en áður var. Hún er raun- særri en á sennilega ögn minna af draumórum en við eldri menn- irnir áttum, og ef til vill er faún dál-ítið óstýrilátari. Og eins og vænta má mörkuð af aldarfari og umfaverfi, eins og æska allra landa. En þegar vér rennum aug- um yfir hundruð íslenzkra æsku- manna og þe'kkjum þá af nánum samvistum, þá er naumast annað hægt en að vera vongóður um framtíðina, þrátt fyrir misstig og hrasanir, sem alltaf geta við borið. En bæði ungir og gamlir þurfa að minnast þess, að mar-gv þarf að læra og mikið að starfa, til iþess að halda í horfi og sækja fram, en sú saga er hin sama, hivar í heimi sem vér lifum. Vér getum ekki lifað lengur á afrek- um feðranna, þótt þau séu oss sterkur bakfajarl. Dómurinn um KREFJIST ! MEÐ MARGSTYRKTUM TÁM OG HÆLUM VINNU SOKKAR ÞEIR ENDAST ÖÐRUM SOKKUM BETUR PENMANS vinnusokkai endast lengur—veita yður aukin þægindi og eru meira virði — Gerð og þykkt við allra hæfi—og sé tillit tekið til verðs, er hér um mestu kjör- kaup að ræða. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 WS-9-4 4

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.