Heimskringla - 25.02.1959, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.02.1959, Blaðsíða 3
WPG. 25. FEB. og 4. MARZ ’59 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA 'þóðskáldsins: “Hvað er þá orð- ið okkar starf? —Hiöfum við gengið til góðs götuna fram eft- ir veg?” Hver sá, sem hlutdrægn- islaust og af sambærilegum skiln ingi, les sögu félagsins, eins og hún er skráð í tþingbókum þess og í hinum vestur-íslenzku blöð- um vorum, hlýtur, að mínum dómi, að komast að þeirri niður- stöðu, að félagið eigi sér að baki harla fjölþætta og að sama skapi merkilega menningarstarfsemi. Ásamt deildum sínum hefir það haldið uppi víðtækri út- breiðslu- og fræðslustarfsemi vor á meðal í byggðum og borgum. Með sama hætti hefir það stutt að íslenzkukennslu og söng- fræðslu barna og unglinga. Það hafði árum saman á dagskrá sinni og studdi fjárhagslega stofnun kennarastóls í íslenzku við Manitobaháskóla. Það hefir komið upp hér í Winnipeg ís- lenzku bókasafni og styrkt það fjárhagslega, en safnið að öðru leyti starfrækt af deildinni Fróni fyrir hönd félagsins. Það hefir stuðlað að því, að minningu ís- lenzkra landnema og ýmissa skálda vorra væri á lofti haldið með byggingu minnismerkja þeim til heiðurs. Jafnframt hef- ir félagið átt hlut að og tekið þátt í ýmsum meiriháttar þjóð- hátíðum íslendinga hér í álfu. En jafnframt því og félagið hef- ir haldið vakandi minningu ís- lenzkra landnema og bókmenta- frömuða vorra, hefir það styrkt vestur-íslenzkt listafolk a nams- og framsóknarbraut þess, og sýnt með þeim hætti, að það lætur sig skipta samtíð og framtíð eigi síður en fortíðina. Þjóðræknisf. hefir brúað hafið með mörgum hætti. Það hefir staðið að heimferðum íslend- inga austur yfir álana og átt hlut að heimsóknum f jölmargra merk ismanna og kvenna, mennta- manna og listafólk, heiman af ættjörðinni, sem hafa, eins og eg komst að orði í afmælisgrein minni um félagið: “stórum styrkt oss í starfi, glætt oss áhugaeld og aukið oss trú á lífrænt gildi vors íslenzka menningararfs.” Sem dæmi þess nefni eg heim- sóknir þeirra séra Kjartans Helga sonar, rétt eftir að félagið var stofnað, dr. Sigurgeirs Sigurðs- sonar biskups, á 25 ára afmælis- ing félags vors, og Jónasar Jóns- sonar fyrrv. ráðherra og alþingis manns sumarið og haustið 1938. Höfum vér í samstarfinu yfir haf ið notið ríkulegs og margvíslegs stuðnings af hálfu ríkisstjórnar fslands og annarra aðila, svo sem Þjóðræknisfélagsins á íslandi, og skal það að verðugu hjartan- lega þakkað á þessum tímamót- um. Þá mun mörgum í minni sam- starf það, er stjórnarnefnd vors átti, að beiðni utanríkismálaráðu neytisins á íslandi, við Sýningar ráð fslands í sambandi við Heims sýninguna í N. York 1939, sem einkum fólst í f jársöfnun til þess að láta gera afsteypu af líkneski því hinu stórbrotna, sem Banda- ríkjaþjóðin sendi íslenzku þjóð- inni hátíðarárið 1930. Stóð af- steypan fyrir framan íslenzka sýningarskálann, en er nú, eins og kunnugt er, á Sjóminjasafni Bandaríkjanna í Newport News, Virginia, þar sem tugþúsundir heimsækjendur skoða Ihana ár- lega. Félagið 'hefir einnig stutt með fjárframlögum ýmsar stofn anir og menningarmál heima á ættjörðinni, svo sem skógræktar málið nú á síðari árum. Er þó enn ótalin ein allra merk asta hliðin á starfsemi félagsins, en það er útgáfustarfsemi þess. Um sex ára skeið gaf það út barnalblaðið -“Baldursbrá” undir prýðilegri ritstjórn dr. Sigurðar Júlíusar Jóhannssonar. Einnig átti félagið hlut að þýðingu og Útgáfu merkisritsins “Þjóðrétt- arstaða íslands’ eftir sænska þjóð réttarfræðinginn dr. phil. Ragn- ar Lundborg. Ennfremur lagði félagið fram ríflegan fjárstyrk til útgáfu hinnar ensku ísland- sögu “History of Iceland” eftir dr. Knut Gjerset. Samkvæmt á- skorun, er fram kom á ársþingi þess, beitti félagið sér einnig fyrir því, að hafin var útgáfa “Sögu fslendinga í Vesturheimi” og studdi það mál fjárhagslega, þó að öðrum beri heiðurinn af því að hafa aðallega staðið straum af því verki og ráðið út- gáfu þess farsællega til lykta. Langmerkasta útgáfumál fé- lagsins er samt útgáfa “Tímarits” þess í óslitin 40 ár, fyrst undir ritstjórn dr. Rögnvaldar Péturs- sonar og Síðan í tvo áratugi undir ritstjórn Gísla Jónssonar. Eg hefi undanfarið verið að endur- lesa ritið frá byrjun, og kennir þar vissulega margra grasa og góðra, og fjölskrúðug er sú mynd, sem þar er brugðið upp af Vestur-íslenzkum bókmenntum og menningarlífi í ritgerðum, sögum og kvæðum. Ritið hefir i Vitið þér . . . • í Manitobafylki eru ein niestu og verðmætustu fiskivötn i hciminum. • aðalfiskivötnin eru Winnipeg- Winnipegosis- og Manitoba-vatn, sem samtals eru að flatarmáli meira en 13,000 fermilur. • fiskað er og fiskur scldur úr yfir 100 smávötnum og mörgum ám i norður og austur hluta fylkisins. • flatarmál vatnanna í Manitoba er alls um 39,000 fermílur og fiskur veiddur og seldur úr hér um bil 22,000 fermílum af þeim vötnum. • að minsta kosti 75 tegundir af fiski finnast í Manitoba og af þeim eru 15 verzlunarvara. • 5,000 til 6,000 fiskimenn veiða árlega yfir 30,000,000 punda af allskonar fiski, sem er virði á markaðinum meir en $6,000,000.00 • árið 1958 voru yfir 100,000 fiskimenn að veiða með önglum sér til skemmtunar um allt fylkið. • Whiteshell fiskiklakið ásamt 3 öðrum klökum fylkisins eru stöðugt starfrækt til að auka sport-fiskiveiðar f Manitoba. FISHERIES BRANCH DEPARTMENT OF MINES AND NATURALRESOURCES HON. GURNEY EVANS, J. G. COWAN. >'■ ' Minúter. Deputy Minister einnig hlotið þann vitnisburð margra ágætra og sérstaklega dómbærra manna heima á f slandi, að þa<5 sé eitt hið merkasta tíma- rit, sem út hafi komið á íslenzku á síðari árum. Megum vér þeim dómi vel una, og getur hann jafn framt verið oss til skilningsauka á gildi útgáfu Tímarits vors. Þá liggur það í augum uppi, hversu mikill og merkur þáttur þjóðræknisþingin og fræðslu- og skemmtisamkomurnar í sambandi við það hafa verið og eru í starf- semi félagsins, og myndi félags- líf vort hafa verið og vera stór- um snauðara, ef þeirra nyti ekki við til vetrarstyttingar. Er það sagt með fullri viðurkenningu á hlutdeild þeirra félaga, deildar- innar Fróns og The Icelandic Canadian Club, sem þar hafa kom ið mest við sögu. Hér ihefir verið stiklað á stóru í starfssögu félags vors, og ýmis legs látið ógetið, timans vegna, sem verðugt hefði verið að dvelja við; en þeim, sem vilja sjálfum sér til fróðleiks og ummælum minum til staðfestingar, kynna sér nánar sögu Þjóðræknisfélags- ins g ostarfsferil, leyfi eg mér að vísa til fyrrnefndra ritegrða okkar dr. Rögnvaldar Pétursson- ar, og um síðastiliðin 15 ár til þingbókarinnar í Tímaritinu og frásagna blaða vorra. En það, sem félagið sjálft hefir afrekað, stjórnarnefnd þess eða aðrir í urnboði hennar, er eigi nema önnur hliðin á starfsemi þess; hin hliðin, og sízt sú ómerk ari, er margþætt starf deilda fé- lagsins í byggðum og borgum, sem skráð er, og þó ekki nema að litlu leyti, í skýrslum þeirra. Hver fær talið sporin eða hand- tökin, tímann eða orkuna, er fjölmargir, ko'nur sem karlar, hafa lagt að mörkum, að ógleymd um beinum fjárútlátum, í þarfir deilda Þjóðræknisfélagsins og jafnframt í þágu félagsskaparins sjálfs í Víðtækari merkingu? — Slík fórnfærsla í þjónustu menn ingarlegrar hugsjónar og fram- kvæmdar hennar í verki verður hvorki auðveldlega tölum talin né á vog metin. En í félagsins nafni vil eg á þessum tímamótum þakka deildarfólki voru víðsveg- jar trúnaðinn við málstað vorn j og starfið allt deildunum og fé- laginu til eflingar. Nú kemur mér ekki í hug að halda því fram, að margt hefði ekki mátt betur fara í starfi voru enda er því svo farið um öll mannanna verk. Hugsjónir vorar eða di'aumar rætast löngum eigi nema að nokkuru eða jafnvel að litlu leyti. Á félagsskap vorum sem öðrum athöfnum vor mann- anna barna sannast orð skáldsins: Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Hvað, sem því líður, þá ætla eg það mála sannast, að félagið hafi drjúgum meir en réttlætt tilveru sína, að hrakspárnar, sem fylgdu því úr hlaði af sumra hálfu, hafi í rauninni reynst miklu ósannari heldur en góð- spárnar, sem fram voru bornar úr mörgum áttum í ræðu og riti við vöggu þess, svo sem í hinu fagra kvæði Stpehans G. Stephansson- ar “Þing-kvöð”, sem öndvegi skipar í fyrsta árangi Tímarits vros og þar sem vor þjóðræknis- lega stefnuskrá er færð í hreim- mikinn og eggjandi ljóðabúning. Með þá lögeggjan í minni, sný eg huga að samtíðinni og renni sjónum yfir síðastliðið ár í f élags sögu vorri. Framhald í næsta hlaði ÁYARP Man”, eða ‘Fjölskylda þjóðanna’, eins og hún hefir verið nefnd á íslenzku. Það var einmitt þetta sama, sem hreif mig og eg var að tala um áðan, að bera fram það bezta úr sínum sjóði til eflingar því umhverfi sem maður lifir í. Allir þessir menn, sem voru staðráðnir í því, um það er eg viss um, að verða sem beztir kanadisikir borgarar fyrst og fremst, þrátt fyrir mismunandi þjóðernisleg bakhjarl, og því verður ekki náð, nema bera fram hið bezta og dýrmætasta, sem hið þjóðernislega bakhjarl hefir feng ið okkur í vöggugjöf. Eg vil taka það strax fram, að með þessum orðum mínum er eg ekki að ráð- leggja ykkur að hætta að halda við íslenzkri tungu hér vestan- hafs. Eg hefi áður lýst fyrir ykkur undrun minni og hrifningu yfir því atriði. En viðhald tungunnar er, að eg held ekki aðalatriðið. Það eingöngu, að geta talað hefir aldrei verið talið til dyggða, það sem máli skiptir er, hvað hugsað er og hvað er framkvæmt, verkin sem unnin eru. íslenzkt þjóðar- eðli á margt fleira til en fagurt og þróttmikið mál. íslendingum hefir til dæmis ætíð fylgt kjark- ur og áræði, ákveðin einstaklings hyggja, þeir hafa fram að þessu verið lausir við alla múgmennsku sem stundum hefir þótt brýdda á hjá stærri þjóðum, enda eru þeir sagðir afkomendur Hrafnistu- manna, er þeir sigldu allan vind jafnt mótvind sem meðvind. ís- lendingar hafa alla tíð þótt menn heiðarlegir og réttsýnir. Hafa skal það er sannar reynist. Það er íslenzka. Hnefarétturinn er ó- þekkt ifyrirbrigði meðal íslend- inga og vígvopnaburður er þeim ekki hugstæður. Friðsamleg mála fylgja er sú aðferð, sem þeir að- hyllast frekast til að útkljá deilu mál, hvort heldur það er heima- fyrir eða á alþjóðlegum vett- vangi. Stöðu dómaranna virða þeir fremur mörgu öðru og af þeim krefjast þeir yfirmannlegr- ar réttsýni. Það eru þættir eins og þessir úr íslendingum vest- anhafs og afkomendum þeirra ættu að temja sér og ala upp í sér. Hið góða úr þjóðareðlinu, en reyna að láta hitt liggja milli hluta. Það er meðal annars þetta, sem hefir leitað á 'huga minn, síðan eg komst hingað í samfélag ykk- ar. Mér finnst eg vera skyldug- ur að segja ykkur frá því, það geri eg m eðal annars til að brýna ykkur frændur mína. Eg hefi nefnilega oft orðið var við þann hugsunarhátt meðal eldri íslend- inga, að þegar afkomendur ís- lenzkra landnema verði hættir að geta talað og hugsað á íslenzku, þá sé úti um íslenzkt þjóðarbrot hér í heirhi. Eg álít þennan hugsunarhátt alrangan, svo sannarlega, sem það hefir ekki gleymst að inn- ræta þeim að öðru leyti íslenzk- I ar þjóðarerfðir, þá munu þeir aldrei glata þjóðarupprunanum og ættarmarkinu. Það er einnig annað atriði, sem að eg vildi minnast á, atriði sem einnig hefir leitað á huga minn. Það er sambandið milli ykkar hér og þeirra heima á ís- landi. Þetta er að mínu áliti mjög þýðingarmikið atriði. Þið eruð ekki margir hér né sterkir og eg álít að félagsstarfsemi sú, sem haldið er uppi muni ekki veita af öllum þeim utanaðkomandi styrk, sem mögulegt er að fá. Eitt af því, er hinn andlegi styrkur að heiman. Glatið aldrei samband crissYcross (Pal.nted' 'l945| FRENCH SHORTS 555 Mjúk og liggja hið bezta að líkam- anum—þægilegt teygju inittisband. Sjálflokandi “Criss X Cross” að framan og fer eins vel og af beztu klæðskera væru gerð. Gert úr efnisgóðri kemdri bómull. Auðþvegin, engin strauing— endingargóð Jersey, sem vel fer nieð því. W2-8 inu við gamla landið og gömlu þjóðina, meðan taugin þar í milli er heil og óslitin munu þið fá um hana styrk og þrótt að heiman. Hinn íslenzki kennarastóll við Manitoba háskólann er gott dæmi upp á rétta stefnu í þessum efn- um. En svo er það líka á hinn veginn. íslendingar heima fyrir eru heldur ekki margir og þeim veitir ekki af styrknum frá ykkur. Sem þegnar í miljóna þjóðfélagi, þegnar í heimsþjóð, en þó brotnir af hinu harða ís- lenzka bergi, eru þið megnugir að veita okkur heimamönnum styrk. Og þar er íslenzki kenn- ararstóllinn ybkur einnig á rétt um stað. T>ið eruð megnugir þess að vera sem útverðir íslenzkrar menningar. Megnugir þess að koma íslenzkri menningu á al- þjóðarvettvang, og það er mikið hlutskifti og erfitt, en eg veit að sem endra nær munu andstaða og erfiðleikar ekki buga ykkur, heldur herða ykkur og stæla á alla lund til margfaldra átaka. Eg vil að lokum þakka enn á ný þann heiður, sem mér er sýnd ur með því að gefa mér tækifæri til að ávarpa ykkur hér i kvöld. Eg vona að eg hafi engan þreytt með málalengingum og vil að lokum biðja Guð að blessa ykkur öll, efla ykkur og etyrkja til stórra og góðra verka. Þakka ykkur fyrir. HREINSUN MIKIÐ VANDAMÁL? Sparið tíma. vinouí peniiífca Til að losna við v«r*fu óhrei*- indin, þvoið yfinbo*ðið úr legi, blönduðum tveimur matskeiðuin af Gillett’s Lye í gallon af vatni. Hreinsunin er hin ágætasta með þessu og kostar þó mikið minna en vanaleg hreinsunar lyf gera. Gillett’s hreinar allar ryfur Og holur, sem vanaleg hreinsunar- lyf ná ekki til. Með fitu eða feiti fæst þvtí lfögur er slettar og hreinsar burtu alt sem á yfirbotð ið hefir sezt. Þetta er aðeins eitt af mörgu, sem sparar tíma, vinnu og peninga, sem í 60 bls. bæklingi getur um og fæst frítt. Skrlfið Standard Brands Ltd., 550 Sher- brooike St. W. Montreal. GL-219 Professional and Business — Directory- Thorvaldson, Eggertson Bastin & Stringer Lögfræðingar BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portage Ave. og Garry St. Sími: WUitehall 2-8291 Off. SP. 4-5257 Res. SP. 4-6753 Opposite Maternity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets — Cut Flowers Funeral Designs — Corsages Bedding Plants S. L. Stefansson — JU. 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ph. WH 3-2934 FRESH CUT FLOWERS DAILY PLANTS LN SEASON WE SPECIALIZE IN - Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs. — Icelandic Spoken — l MANITOBA AUTO SPRING VVORKS CAR and TRUCK SPRINGa MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springa 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - ----------------------w r A. S. Bardal Limited FUNERAL HOME Established 1894 843 SHERBROOK ST Phone SPruce 4-7474 Winnipeg L P. T. GUTTORMSSON, B.A. LL.B. Harristcr, Solicitor & Notary 474 Grain Exchange Bldg. I.ombard Ave. Phone 92-4829 L Erliiigur K. Eggertson B.A., L.L.B. Barrister, Solicitor, Notary Public DE GRAVES & EGGERTSON 500 Power Building — Winnipeg 1 WH 2-3149 - Res. GL 2-6076 k GUARANTEED WATCH Se CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Riugs, CIo La Silverware, China 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170 ----------------------------> r"---------------------—------— M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling Ncw and Good Used Cars Distributors toi FRAZER ROTOTILLER and Parts Scrvice 09 Osborne St. Phonc 4-4305 -----------^ SK YR LAKELAND DAIRIES LTU SF.LKIRK, MAN. PHONE 3681 At Winnipeg IGA FOOD MARKET 591 Sargent Avenue Frh. frá 1. bls. við það, að í einum hópnum, var eingöngu töluð islenzka, öðrum; eingöngu þýzka, og þriðja enska, j og þar fram eftir götunum. Þetta snart mig einkennilega og eg reyndar hreifst af þessu. Hið i fyrsta, sem mér kom í hug, var, heimsfræg ljósmyndasýning, upprunnin héðan vestan úr Am- eríku, er ber heitið “Family of GARLIC ER HOLLUR Spurfiu læknirinn Spurðu lyfsalan Garlic er náttúrlegt meðal til að halda blóðstraumnum I llkamanum frá óhrein- indum. ADAMS GARLIC PERLUR eru snáar lyktar og bragðlausar töflur, sem innihalda hreinan lög úr öllum lauknum. f þessum töflum hefirðu alt, sem þessi jurt hefir að bjöða. ADAMS GARLICI PF.RLUR innihalda salieylamide, sem eyð ir verkjum f taugtim, svo sem gigt. Það eflir líkamansþrátt og heilsu. Gerið sem : þúsundir annara hafa gert, fáið pakka j af ADAMS GARLIC PERLUM, hjá lyf- salanum i dag. Það gleður þig, að hafa gert það. Halldór Sigurðsson lc SON LTD. Contractor & Builder Office and Warchousr. 1410 ERIN ST. Ph. SPruce 2-6860 Rea. SP. 2-lZ7t V______________________________ ^ L. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. Page, Managing DÍTector WHOLESALE DISTRIBUTORS OF FRESH and FRO'/EN FISH 311 CHAMBERÍ STREET Office phone: SPrucv 4-7451 GRAHAM BAIN & CO. PUBHC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVF Bus. Ph. SP. 4-4358 Res. VE. 2-1080 '1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.