Alþýðublaðið - 01.06.1960, Qupperneq 3
iðleikum, sem hún sá fram-
undan. Loks minnti Emil á, að
Hermann Jónasson hefði
tvisvar sinnum rofið samstarf
við Alþýðuflokkinn til að
setja á gerðardóm í launa-
málum.
Emil kvað langt síðan jafn
verðlag — þegar að skuldaskil-
um kom.
Jón ræddi um skattamálin og
rakti röksemdir fyrir því, að
veltuútsvar hefur verið lagt á
félagsmannaviðskipti kaupfé-
laganna. Taldi hann, að þegar
velia þyrfti á milli hagsmuna
stjómgrand-
stæöinga i
eldhúsum-
ræóum
ÞVÍ VAR HALDIÐ
FRAM, að ráðstafanir Al-
þýðuf lokksstj órnarinnar
1959 þýddu 13% skerð-
ingu á kaupi launamanna.
Nú hefur komið í ljós í
skýrslu, sem sjálfur Einar
Olgeirsson hefur lagt fram
á alþingi, að kaupmáttur
tímakaups verkamanna
hafi aldrei verið meiri síð
astliðin 10 ár en hann var
1959.
Þannig fórust Emil Jónssyni
orð í útvarpsræðu frá alþingi í
gærkvöldi. Hann hélt áfram:
Nákvæmlega sama sagan er að
endurtaka sig nú. Afleiðingar
efnahagsaðgerðanna eru rang-
túikaðar og affluttar, enda þótt
ekkert hafi komið fram um að
hækkun framfærslukostnaðar
vegna gengisbreytingar — þeg-
ar tekið er tillit til þeirra hlið-
arráðstafana, sem gerðar hafa
verið — fari nokkurn skapaðan
hlut fram úr þeim 4—5 stigum,
scm gert var ráð fyrir í upp-
liafi. Og hvað er það samanbor-
ið við hin ósköpin, sem komið
hefðu ef ekkert hefði verið að
gert? Auk þess eru líkur til að
þetta þurfi ekki að standa nema
stuttan tíma.
Hér ber allt að sama brunni.
Tilhneigingin til að gera póli-
tískan andstæðing tortryggileg-
an í augum fólksins, en ekki
viðleitni til að leysa aðkallandi
vanda, enda hefur ekki bólað á
neinum tillögum í þá átt frá
andstæðingum stjórnarinnar.
Emil kvaðst ekki í vafa um
að þær úrlausnir mála, sem nú
hafa fengizt, séu hinar líkleg-
ustu til að tryggja í framtíð-
inni góða efnahagsafkomu og
hinar léttbærustu, sem völ
var á.
Emil svaraði ádeilum Her-
manns Jónassonar á Alþýðu-
flokkinn og ásakaði hann um
að hafa stjórnað för íslenzku
þjóðarinnar fram á hengiflugs
brúnina 1958 en síðan hlaup-
izt á brott frá öllu saman.
Kvað Emil þá hugsun hvarfla
að mönnum, að Framsókn hafi
viljað koma sér hjá þeim crf-
iðulaus moldviðrisstórhríð hef-
ur gengið yfir útvarpshlustend-
ur sem ræður stjórnarandstæð-
inga í þessum umræðum.
Emil minnti á, að gengis-
lækkunin hefði þurft að verða
helmingi hærri, ef stöðvunin
1958 hefði ekki komið til skjal-
anna. Þá var margyfirlýst af
hálfu Albýðuflokksins, að
vandi framtíðarinnar væri ó-
leystur, þótt tækist að halda í
horfinu. Það er því útúrsnún-
ingur af versta tagi að segja,
að Alþýðuflokkurinn hafi nokk
ur loforð svikið.
RÆÐA JÓNS
ÞORSTEINSSONAR.
Annar ræðumaður Alþýðu-
flokksins í eldhúsumræðunum
var Jón Þorsteinsson. Byrjaði
hann á því að sýna með glöggu
dæmi hvernig skuldasöfnun
þjóðarinnar hefði haft þau ó-
hjákvæmilegu áhrif að hækka
kaupfélags eða bæjarfélags —
yrði að velja bæjarfélagið —
alla íbúana.
Jón hrakti fullyrðingar
stjórnarandstæðinga, og endaði
á því að rekja þau hagsmuna-
mál, sem Alþýðuflokkurinn hef
ur komið fram. Taldi hann
vafalaust, ag íslenzkur verka-
lýður mundi brátt bæta kjör
sín verulega og efnahagskerfi
ríkisstjórnarinnar sýna kosti
sína hér, eins og sambærileg
kerfi hefðu gert í öðrum lönd-
um.
RÆÐA GUÐ-
MUNDAR í.
Þriðji ræðumaður Alþýðu-
flokksins var Guðmundur í.
Guðmundsson, og ræddi hann
baráttu íslenzkra ríkisstjórna
gegn verðbólgunni. Benti hann
á, að síðustu tvo áratugi hefði
allar stjórnir skilað af sér
meiri dýrtíð en þær tóku við —
Framhald á 5. síðu.
Sigga Vigga
______________________________________________
»ÞÚ SKALT E.KKI LMA ÞER BFtEGÐA ÞÓ AÐ STRÁKARNIR SE.U MEÐ
TILBURDI V/£> PIG FYRSTU DAGANA. PEIM FINMST ALLT NÝTT
FALLEGT SÍDAN FJÖLSKVLDUBÆTURNAR KOMU TIL SÖGUNNAR"
Greinagerð
frá bönkunum
VEGNA þeirra breytinga,
sem orðið hafa á skipan inn-
flutnings- og gjaldeyrismála
með gildistöku laga nr. 30, hinn
1. júní 1960, þykir rétt að vekja
athygli á eftirfarandi til leið-
beiningar fyrir þá, sem sækja
þurfa um gjaldeyri.
Nýju lögin kveða svo á
að Innflutningsskrifstofan
hætti störfum 1. júní en Lands-
banki íslands, 'Viðskiptabanki
og Útvegsbanki íslands taki við
veitingu leyfa fyrir þeim vör-
um og öðrum gjaldeyrisgreiðsl-
um, sem leyfi þarf fyrir, að
höfðu samráði við viðskipta-
málaráðuneytið.
Allar umsóknir um gjald-
eyri, hvort sem um er-að ræða
greiðslu á vörum samkvæmt
frílista, vörum háðum leyfum
eða duldum greiðslum, svo sem
námskostnaði, sjúkrakostnaði,
ferðakostnaði o. s. frv. skulu
lagðar inn í bönkunum á þar til
gerðum eyðublöðum, sem bank
arnir eða umboðsmenn þeirra
munu láta í té. Sama gildir um
umsóknir fyrir innflutning án
gjaldeyris. Eyðublöð þessi eru
númeruð eftir því um hvers
konar gjaldeyrisumsókn og
greiðslufyrirkomulag er að
ræða. Starfsmenn bankanna
munu leiðbeina fólki um val á
viðeigandi umsóknarformi og
aðstoða á annan hátt.
Nauðsynlegt er, að allir sem
um gjaldeyri sækja útfylli ít-
arlega umsóknareyðublöðin, og
sérstaklega skal brýnt fyrir inn
flytjendum að geta nákvæm-
lega um tollskrárnúmer þeirrar
vöru sem sótt er um greiðslu á.
FRÍLISTINN.
Meginhluti innflutningsins
hefur nú verið settur á frílista,
og verður umsóknum um yfir-
færslu fyrir vörum samkvæmt
honum afgreiddar jafnóðum og
þær berast. Allir, sem flytja inn
vörur, hvort sem um er að
ræða frílista- eða leyfisvörur,
skulu semja um greiðslu þeirra
í banka áður en innflutningur
á sér stað.
Bönkunum er heimilt að
binda kaup einstakra vara við
opinber vörukaupalán, ef þær
eru fáanlegar samkvæmt slík-
um lánum. Á þetta einnig við
um vörur, sem ætlaðar eru til
sams konar nota, og vörur, sem
kaupa má samkvæmt slíkum
lánssamningum. / '
LEYFISVÖRUR.
Leyfisvörur falla í tvo flokka.
Annars vegar vörur, sem flutt-
ar eru inn frá jafnkeypislönd-
um, er gert er ráð fyrir, að
leyfi fyrir þeim verði gefin út
viðstöðulaust, eftir því sem um
þau er sótt.
Hins vegar eru leyfi, sem
gilda gagnvart öllum löndum.
Verða þau gefin út innan
kvóta, sem ákveðnir verða í
upphafi hvers árs og skipt á
vöruflokka. Nánari auglýsing-
ar um kvóta þessa árs verða
gefnar út síðar.
NOTKUN GREIÐSLU-
FRESTS ERLENDIS.
Heimilt er að flytja inn vör-
ur með allt að þriggja mánaða
greiðslufresti hafi innflytjandi
áður samið við bankana um
greiðslufyrirkomulag vörunn-
ar.
Sérstakt samþykki þarf að
fást af hálfu bankanna, samkv.
nánari ákvörðun viðskipta-
málaráðuneytisins, óski inn-
flytjandi eftir lengri greiðslu-
fresti. Ekki er þó heimilt að
taka lán erlendis til lengri tíma
en eins árs, nema með sam-
þykki ríkisstjórnarinnar.
Það sem að framan er sagt
um lán og greiðslufrest vegna
vörukaupa gildir að jöfnu um
frílista- og leyfisvörur, svo og
um lán eða greiðslufrest vegna
annars en vörukaupa.
GREIÐSLUR FYRIR
ANNAÐ EN INNFLUTNING.
Leyfisveitingar fyrir öðrum
gjaldeyrisgreiðslum en til vöru
kaupa munu fara eftir árlegri
áætlun, sem ríkisstjórnin læt-
ur semja og staðfestir. Svipað-
ar reglur og verið hafa munu
gilda um flestar gjaldeyris-
greiðslur án innflutnings, svo
sem um yfirfærslur fyrir náms-
kostnað, sjúkrakostnað o. s. frv.
Hins vegar verða nokkrar breyt
ingar á reglum um greiðslur á
ferðakostnaði.
Þeim íslenzkum ríkisborgur-
um er óska að kaupa erlendan
gjaldeyri til utanfarar og hafa
lagt fram farseðil til útlanda,
Ftt'amhald á 2. síðu.
HIÐ vinsæla leikrit Karde-
mommttbærinn var sýndur í síff
asta sinn s. 1. fimmtudag og var
þaff 45. sýningin á leiknum.
Ákveðið hefur verið. að
sýna leikritið á næsta starfsári.
Alþýðublaðiff — 1. júní 1960 J