Alþýðublaðið - 01.06.1960, Síða 8
LOKSINS er að því komið,
að Kim Novak ætlar að
ganga í hið heilaga hjóna-
band, segja einkamálasér-
fræðingar Hollywood. Allir
vinir hennar og vandamenn
eru í sjöunda himni, því' að
Kim- hafði í lengri tíma ver
ið súr í skapi og lífsleið og
jafnvel látið þau orð falla,
að hún mundi aldrei finna
sér neinn eiginmann, — og
þótti það slæmt.
Einn vina hennar lét svo
ummælt fyrir nokkru, að
„hún væri stórt, skelft barn
og ekki mundi vel fara, ef
engar breytingar yrðu á hög
um hennar innan skamms“.
Nú er sem sé útlit fyrir
að breyting verði, — og að
hin 27 ára gamla Kim sleppi
við ævilangt piparstand.
★
Einn slúðurdálkahöfund-
ur í Hollywood sagðis-t oft
hafa verið uggandi um, að
Kim léti lífið renna út úr
höndúm sér, meðan hún
væri að keppa með ofurefli
eftir einhverri frægðarham-
ingju, og öllum kemur sam-
an um, að þessi ein síðasta
„glæsistjarna" frá Holly-
wood hafi lítið haft af ham-
ingjunni að segja, þótt hún
hafi verið auglýst út um
allan heim, og þótt hún eigi
glæsilega íbúð og bíla.
★
Frank Sinatra, sem eitt
sinn átti vingott við Kim
segir: „Kim Novak er eitt
síðasta dæmið um stjörnu,
„sem búin var til í Holly-
wood. Með farða, myndum,
glæsilegum klæðum og aug
lýsingum var venjuleg
stúlka gerð að draumadís,
sem lagði hálft mannkynið
að fótum sér.“
Kim hafði þó „heppnina"
með sér frá upphafi. Hún
hafði ekki fyrr ákveðið að
freista gæfunnar í Holly-
wood en hún rakst á mann,
sem var fús til að kynna
hana fyrir ikvikmyndakóngi,
sem lokaði hana strax inni
og lét hanaj ekkert fá að
borða nema ruður og bein,
af því að hann áleit, að hún
þyrfti að horast.
Öðru hvoru kom hann svo
og leit á hana, hvort hún
hefði ekki lagt af eins og
vera bar.
En Kim þótti súrt í broti
að vera lokuð inni og eiga
að breyta draumaprinshug-
sjón sinni svo hún líktist
sköllótta skarfinum með
vindilinn, sem hafði hana í
svelti. — Og sú litla fékk sér
elskhuga.
En þegar kvi-kmyndakóng
urinn komst að þessu fór
allt í háaloft. Hann sagði
henni skýrt og skorinort, að
hún yrði að velja á milli
frægðarferilsins og stráks-
ins.
Kim valdi frægðarferil-
inn.
★
Rita Hayworth hafði koin
izt upp á kant við kvik-
myndafélagið Kolumbía, og
það þurfti að búa til nýja
stjörnu. Kim Novak var upp
lagt efni. Hún gekk Iíka fús
út í hvað sem var, ef það
mæti verða henni til frama
og framdráttar.
„En stundum finnst mér
ég vera aðeins sápa í hönd-
um þeirra, sem þeir blása
upp í blæfagra kúlu, — en
hún getur hjaðnað hvenær
sem er,“ sagði hún.
Þá varð hún ástfangin í
Frank Sinatra, sem gert hef
ur ótalmargar konur vitlaus
ar í sér. En hann varð fyrr
en varði leiður á henni og
fór ekki dult með hvers
vegna.
„Þú ert einfaldlega ekki
neitt neitt,“ sagði hann við
hana. „Þú ert enginn per-
sónuleiki, þú ert dauðhrædd
og undirgefin. Gerðu eitt-
.hvað! Hneykslaðu Iýðinn1
Ég væri heldur ekki neitt
neitt, ef ég hefði ekki gert
uppreisn gegn þessu öllu
...“ — Og Kim Novak
gerði uppreisn á þann eina
veg, sem hún sá. Til þess að
„hneyksla lýðinn“ og sýna
fram á kæruleysi sitt um,
hvað fólk hugsaði, daðraði
hún við alla, sem. hún gat.
Hún var orðuð við fleiri
en tekur upp að telja, trúlof
un var spáð í hverjum mán-
uði, en aldrei varð neitt úr
neinu. Hún daðraði við Aly
Khan, sem gaf henni dem-
anta, hún daðraði við þýzk-
an gæja, sem seinna kom í
ljós að var bíræfinn banka-
ræningi, hún daðraði við ít-
alskan falsgreifa, Cary
Grant og fleiri og fleiri.
Loks kom stóra ástin og
þá fyrst kastaði tólfunum.
Öll Hollywood (það er að
segja tibúar hennar) stóð á
öndinni og í öllum sam-
kvæmum var pískrað um
hið mikla hneyksli. Kim No-
vak hafði gerzt svo ófor-
skömmuð oð verða ástfang-
in af kolsvörtum söngvara.
En þetta endaði með mestu
skelfingu eins óg öll hennar
fyrri ástarævintýri. Kvik-
myndafélagið, sem hún var
ráðin við, setti blát
við þessum ráðahag,
Nov-ak neyddist til ai
við allt saman, n
Sammy Davis, fór hr
heirn til Las Vegas, j
hann tók í flýti gle
og giftist kolsvartr
mey.
★
En nú segir, að
hörmungar muni
enda, Kim ætlar að
kvikmyndast j órnand
Richard Quine, sem
er með efnilegustu
myndastjórum vestri
Og allir eru svo gl
kátir fyrir Kim hö
enginn kærir sig nen
óttan, að hún tók I
frá annarri konu, s
situr eftir með sárt
sorg og sút.
g, 1. júní 1960 — Alþýðublaðið