Alþýðublaðið - 01.06.1960, Side 10

Alþýðublaðið - 01.06.1960, Side 10
Afmælisviðtal Framhald af 13. síðu. valdamennirnir ætluðu að flytja sveitarflutningi fourtu. Það er heil saga. Móðir mín var stólpa-manneskja: starf- söm og dugieg, skapmikil og fastákveðin í öUu. Bæði voru þau vel gefin. Ég dvaldi í for- eldrahúsum öll mín æskuár og naut sama og engrar kennslu, rétt lærði að draga til stafs, lesa og reikna. Ég lærði það seinna betur. En oft hefur mig sviðið undan vaniþekking unni. Um aldamótin vildi fað- ir minn ólmur fara til Vestur- heims og jörðinni var sagt lausri og a'.lt selt, en jafnframt foorgaðar s kuldir, sem á hvíldu og þegar því var lokið, var ekki' nóg fé eftir fyrir fargj^ld inu fyrir okkur. Við lentum því hérna niður á Bakka. Það gerðist fátt meðan ég var i sveitinni. En aldrei gleymi ég því þegar ég eignaðist fyrstu krónuna. Torfhildur Hólm skáldkona dvaldi í Skálholti á sumium, Þá mun hún foafa verið að skrifa skáldsögu sína um Brynjóif biskup. Hún kom einu sinni að Iðu og vildi' fá fylgd upp á Vörðufell. Ég var tiltæbur og fylgdi henni. Ég held helzt að hún hafi verið að skoða landið — og ei'tthvað tíndi hún af grösum. Þegar við skildum um kvöldið gaf hún mér spegilfágran krónu- pening. Það voru mikil auð- æfi. Það voru fyrstu aurarnir mínir. Þegar við komum niður á Bakka, var hér mikið líf. Hér var: Leikfélag, lestrarfélag með mörgum foókum, horn'a- félág, söngfélag, fimleikafélag og skautafélag. Þá voru hér ljósker á götunni, og ef eitt- hvað átti að ske, þá fór maður í hvítum strigafötum alla göt- una á enda austur og aftur vestur og barði trumbu. Margt hefur verið sagt misjafnt um faktorana og assistentana í Húsinu, en þó að það sé ef til vill rétt, að okkur kotungun- um hafi fundizt að þetta íólk, sem flest var með annarlegu erlendu sniði, sæti yfir höfuð- svörðum okkar, þá verður það ekki úr skafið, að frá Húsinu komu margvíslegir stráumar ti'l menningarauka. Þá eins og lengi síðan var aðalvinnan bundin við Lefolii-verzlunina, uppskipun þegar skipin komu og annað vi'ð Búðina fyrir karl mennina og jafnvel einnig kvenfólkið til dæmis I ullar- lo'tinu um og eftir lestirnar. Oft kom til árekstra. Menn voru að reyna að fá kaupi'ð hækkað um einn eyri á tím- ann eða svolítið meira. Og fræg er sagan af skonrokskök- unum, sem hætt var að láta fólkið fá eftir að kaupið hafði hækkað um þrjá aura, Ég fór að stunda þá vinnu, sem til féll heima á Bakkanum — og svo á sjóinn á vertíðum og í kaupavinnu á sumrum um sláttinn -m i- júní 1960 Árið 1904 stofnaði Sigurður reglufooði deild úr sjómanna- félaginu Báran og ég var með al stofnendanna, þá kornung- ur. Nú er ég víst einn li'fandi stofnendanna. Nær allir al- múgamenn í þorpinu voru með í stofnun félagsins — og Báran lifir enn. Hún beitti sér þegar í stað fyrir hækkun tímakaups — og fer ég ekkert út í það. Síðar fór félagið að ski’pta sér af fleiri málum, og smátt og smátt færðust völdin á Bakkanum yfir í hendur fé- lagsins. Ég skil hreint ekki hvernig á því hefur staðið, að ég fór að tala á fundum og menn fóru að kjósa mig í stjórn og nafndir. Þetta hlýtur að hafa stafað af því, að mér hefur fundizt ég þurfa nauð- synlega að segja eitthvað út af einhverju sérstöku málefni. Það var heldur ekki að sökum að spyrja: Ef Bjarni Eggerts- son hafði veður af einhverj- um, sem gat sagt sitt áli.t op- infoerlega, eð,a hafði djörfung til þess að standa uppi f hár- inu á hinum á einn eða ann- an hátt, þá hafði sá hinn sami engan folívanlegan frið fyrir honum. Og ég var kosinn i nefndir og í stjórn og hef ver ið formaður félagsins svo ára- tugum skiptir, en ekki saih- fleytt — og nú er ég formaður enn, hálfáttræður að aldri. Það er nú vegna þess, að ung- ur maður, sem kosinn var, neitar að taka það að sér, en ég var varaformaður Þeir hafa svo mikið að gera fyrir sjálfa sig þessir ungu menn. Fátækt var mikil á Eyrar- foakka, stundum allsleysi hjá þorra manna. Ég man það, að oft, eftir að ég kvæntist og við eignuðumst börn, stóð ég uppi allslaus óg það jafnvel um jól. Það var helvíti sárt, skal ég segja þér. Það var eins °g ég gæti ekki horft í augun á krökkunum mínum. Já, þá fer nú að kárna gamanið, lags maður. Kaupmennirni'r lánuðu oft, en stundum urðu þeir að stoppa. Hvað áttu þeir að gera þegar vertíðin foalði alveg forugðizt og maður stóð uppi allslaus með stóra skuld? Ekki gat kaupmaðurinn gerzt fram fleytandi heimilanna. Ég reri á áraskipum af Eyrarbakka og úr Þorlákshöfn. Svo fór ég á mótorfoáta og sótti sjóinn i marga tugi ára. Ég reri á Aust fjörðum á vorvertíðum og ég var í vegavinnu og kaupa- vihnu. Ég hef alltaf verið nátt úraður fyrir vinnu, aldrei kin- okað mér við vinnu, enda gat maður hvorki lifað á slætti né braski í þá daga. Og svo átti ég mín hugðarefni fyrir utan verkalýðshreyfinguna og jafn aðarstefnuna. Ég hugsaði mik- ið um leiklist og hef leikið mörg hlutverk hérna hjá Leik félaginu okkar. Ég lék Krans í Ævintýri’ á gönguför og Sig- valda í Manni og konu, svo að ég minnist aðei-ns á tvö hlut- verk. Ég kann við mig á leik- sviði og þykir gaman að því að stæla hinar ólíkustu persón- ur. En jafnaðarstefnan og Al- þýðuflokkurinn hafa ailtaf verið aðalatriðin fyrir mér. Ég skal segja þér alveg eins og er, að mér finnst oft hálft í hvoru að ég ihafi' staðið í akuryrkju allt frá því að ég gekk í Bár- una. Fyrstu árin ruddum við jörðina, undirbjuggum sán- ingu, svo sáðum við og hlúð- um að fræjunum í fjölda mörg ár — og loks fórum við að skera upp. Nei, það gerðist ekki allt á eihu sumri, lags- maður. Það gerðist á nokkrúm áratugum. Nýlega sagði gam- all maður við mig: „Það er orðið gott að vera gamalmenni á Íslandi.11 — Hann miðaðf á- reiðanlega við það, sem foann sá og heyrði á sínum unglings árum og bar það saman við nútímann, Er þetta ekki stór- kostleg uppskera af áratuga ræktunarstörfum? Og þó er þetta laðeins nokkur hluti upp skerunnar. Það er öðruvísi um að litast meðal almúgans nú en var fyrr á tíð. Og verka- lýðshreyfi'ngin voldug og sterk, sem getur, ef hún gætir síns punds vel og af raunsæi, stjórnað þessu landi fyrir hina vinnandi alþýðu. — Ég er sannarlega gæfumaður, að hafa getað verið með í þess- ari akuryrkju okkar verfca- mannanna. Það sagði maður vi'ð mig um daginn: „Hvað hefurðu eiginlega haít upp úr því að haf,a verið Alþýðuflokksmað- ur alla tíð, Kristján?“ Þetta sýnir hugsunarhátt- inn. Ef til vill hefur engi'nn grætt eins mikið á því og ég að Aliþýðuflokkurinn gat starf að, því að ég vann mér frelsi, ég losnaði úr ánauð, við verka mennirnir höfum losnað úr á- nauð fyrir afcbeina verkalýðs- hreyfingarinnar og Alþýðu- flokfcsins.“ '•rv. Kristján Guðmundsson hef- ur lítið sem ekkert breytzt síð astiiðin fjörutíu ár. Hann gengur alveg eins, dálítið álút ur og stígur fram á fótinn þeg' ar hann talar. Hann endasent- ist um alla Árnessýslu við tvennar síðustu koffiingar og talaði á mörgum fundum. Hann var að styðja við bakið á ungum og myndarlegum jafnaðarmanni, Unnarj Stef- ánssyni', sem þeir félagarnir eystra hafa mikið álit á. Og Kristján muldi sannarlega ekki undir andstæðingana. — Fyrir nokkrum árum varð harin gigtveikur og mjög mið- ur sín. Þá loksins hætti hann stritvinnunni, kom sér upp kindum og sér urn þær. „Þær hafa lalveg læknað mig, ekki sízt andlega. Það er þroskandi að umgangast sauð- kindina, lagsmaður,“ segir hann og brosir. Hann dvelur hjá dóttur ..sinni Margréti og manni henn ar, Gísla Gíslasyni kaupfélags stjóra á Eyrarbakka. Kristján er ekkjumaður. Kona hans, Þóra Margrét Þórðardóttir, sem hann kvæntist árið 1912, lézt árið 1951. Þau eignuðust sex börn og eru fjögur á lífi. Kristján unir lífinu vel og sat um síðustu :helgi ráðstefnu Alþýðusambandsins. — Ham\ átti lengi sæti í stjórn þess og miðstjór.n Alþýðuflokksiris — og ég veit mörg dæmi þess, að forustumenn A]|þýðuflokksins, hafa í vandamálum hringt austur á Eyrarfoakka og rætt um lausninia við Kristján Guðmundsson. Þeir vita sem er að hann er traustur maður með langa reýnslu að baki. — Hann hefur í ríkum mæli beztu eðliskosti íslenzkrar al- þýðu. VSV. Ræða Gylfa Framhald af 4. síðu. orðið verðfall á lýsi, freðfiski, rækjum og foumar. Þessar verðlækkanir munu gera af- komu ársins í ár mun eríiðari en hún hefði ella orðið. En það er bæði óheiðarlegt og ó- drengilegt að nota þá erfið- leika, sem þetta bakar þjóð- inni í foeild, í baráttunni gegn ráðstöfunum, ríkisst j órnarinn- ar. Alþýðublaðið filbii óskast í Caterpillar D/6 m/skóflu og International TD-9 m/krana. Tæki þessi verða til sýnis í Rauðarárporti miðvikudaginn 1. júní kl. 1—3. Tilboðin verða opn- uð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. liShol óskast í Nokkrar pick-up jeppa og vörubifreiðir er verða til ‘sýnis miðvikud. 1. júnf kl. 1—3 e. h. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. SUJ H H a a B H H H H m m K H H H H H H H H H H H H H m a ☆ ☆ Farið verður upp í Borgarfjörð og gist á Logalandi í Reykholtsdal. Dansað á laugardagskvöld og kvö^dvaka á sunnudagskvöld (aðeins fyrir þátttakendur). Lion-tríóið lefkur fyrir dansinum. H H ☆ ☆ • gg Verð aðeins kr. 250.00 (fargjald, gisting og skemmtanir). Kaffi, brauð, pylsur, öl og gosdryk kir fást í ferðinni. m Lagt verður af stað kl. 2 e. h. frá Alþýðuhúsinu í Reykjavík, (kl. 1,30 frá Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði). Miðasala hefst í dag á skrifstofu Alþýðuflokksins í Reykjavík. sími 16724 og skrifstofunni í Hafnarfirði kl. 6—8. Þátttaka á Akranesi til- kynnist Baldvini Árnasyni form. F.U.J. og í Keflavík Karli St. Guðna- syni form. FUJ. STJORNIN. hbhbbhhhhhhhhhhhhbhbhhhhhhhbhhhhhbhhhbhbhbhhhhhhhhhhhhhhhbhbhhhhhhbb

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.