Alþýðublaðið - 01.06.1960, Síða 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson.
Belgía keppir
VIÐ skýrðum frá því hér
á síðunni fyrir nokkru, að
Belgía myndi ekki verða í
4ra-Ianda keppninni á Bisl-
et 20. og 21. júlí n. k. —
vegna fjárhagsörðugleika,
en nú hefur skyndilega
ræst úr vandamálinu og
Belgíumenn verða með eft-
ir allt saman!
Ungur Akureyringur
kom mest á óvart...
FORMAÐUR KR, Einar Sæ-
mundsson, setti þetta 18. EÓP-
mót með' nokkrum orðum. Mót-
ið var fyrst haldið 1943 á 50
ára afmælisdegi fyrrverandi
formanns KR, Erl. heitins Pét-
urssonar og síðan hefur það
farið fram árlega.
ic ÓVÆNT í 110 M.
GRINDAHL.
í fyrstu greininni, 110 m.
grindahlaupi komu úrslit á ó-
vænt, Guðjón Guðmundsson,
sem álitinn var sigurvænleg-
astur, tapaði fyrir félaga sín-
um Sigurði Björnssyni. Enda-
sprettur Sigurðar var mun
skarpari. Guðjón virðist ekki
vera í góðri æfingu en hann
dvaldi í Bandaríkjunum s. 1.
vetur.
if HILMAR ER
LANGBEZTUR.
Hilmar tók nú í fyrsta sinn
þátt í keppni á sumrinu og
sýndi að hann er okkar lang-
bezti spretthlaupari. Hann náði
ágætu viðbragði í 100 m. og
hélt forystu allt hlaupið. Á
MMMiMHMMMMMMUMMM
Beztu afrek
í 800 m. hl.
GUÐMUNDUR Þorsteins-
son skaut mörgum kappan-
um aftur fyrir sig í afreka-
skránni í 800 m. hlaupi
EÓP-mótsins. — Hér eru
beztu afrek á íslandi frá
upphafi:
Svavar Markússon, KR ’58,
1:50,5 mín.
Þórir Þorsteinsson, Á, ’58,
1:52,0 mín.
Óskar Jónsson, ÍR, ’48,
1:54,0 mín.
Guðm. Þorsteinss., KA, ’60,
1:54,1 mín.
Guðm. Lárusson, Á, ’51
1:54,6 mín.
Magnús Jónsson, KR, ’50,
1:55,7 mín.
Pétur Einarsson, ÍR, ’50,
1:56,0 mín.
Kjartan Jóhannss., ÍR, ’46,
1:56,2 mín.
Kristl. Guðbj.ss., KR, ’58,
1:56,3 mín.
endasprettinum lengdi Hilmar
bilið og var ca. þrem metrum
á undan Valbirni. Hilmar æfði
lítið í vetur og vor, en er nú
byrjaður af fullum krafti. Er
alveg ótrúlegt hvað hann er
fljótur að ná sér á strik. Val-
björn var ekki eins frískur nú
og á Vormóti ÍR.
+ EFNILEGIR
UNGLINGAR.
Keppt var í 100 m. hlaupi
unglinga og kvenna. Úlfar
Teitsson varð fyrstur í ungl-
ingahlaupinu eftir harða
keppni við Grétar Þorsteinsson,
hinn efnilega Ármenning. Þeir
eiga áreiðanlega oft eftir að
berjast á hlaupabrautinni í
framtíðinni, Úlfar og Grétar,
báðir harðskeyttir og snarpir.
Rannveig vann yfirburðasigur
í 100 m. en náði ekki eins góð-
um tíma og síðast.
* ÓVÆNT ÚRSLIT —
ÁGÆTUR ÁRANGUR!
Skemmtilegasta grein móts-
ins var 800 m. hlaup, en þar
voru aðeins tveir keppendur,
Svavar Markússon, sem verið
hefur okkar langbezti milli-
vegahlaupari undanfarin ár
og Guðmundur Þorsteinsson,
KA Akureyri, mjög efnilegur
hlaupari. Sumir héldu því
fram fyrir lilaupið að Akur-
eyringurinn myndi jafnvel
veita Svavai'i keppni, en aðrir
voru vantrúaðir. Flestir voru
samt sanimála um að Guðm.
myndi ná góðum tíma.
Hlaupið hófst og Guðm.
tekur forystuna og hleypur
greitt, en nokkuð þungt. Stíll
hans er góður. Þegar bjallan
glymur við 400 m. eru kapp-
arnir samhliða og klukkurnar
sýna 55 sek. — ágætur milli-
tími. Svavar bætir við og tek-
ur forystuna og nær 2—3ja m.
forskotj og nú bjuggust marg
Framhald á 7. síðu.
MHMHHtHMMMMUMMMM
FRÁ endasprettinum í 800
m. hlaupi EÓP-mótsins á
mánudaginn. Hinn efnilegi
Guðmundur Þorsteinsson,
KA, sigrar íslandsmetahf-
ann Svavar Markússon,
KR. (Ljósm.: J. Vilberg).
FYRSTI leikur Moskvu-
liðsins, sem hingað er að
koma í heimsókn, í boði
Fram, verður á fösudags-
kvöldið kemur kl. 9.15 á
Laugardalsvellinum. Mæta
Rússarnir úrvali Suðvest-
urlandsins, sem er dul-
nefni á landsliðinu. Lands-
liðsnefnd hefur þegar skip
að liðið og tilkynnt það.
Virðist nefndin hafa haft
nokkra tilburði uppi við að
breyta liðsskipaninni frá
áralangri hefðbundinni
reglu. Sumar þessar breyt-
ingar eru til bóta, aðrar
orka tvímælis og sumar
eru út í loftið — „kiks“.
Það er sjálfsagt að reyna
Rúnar Guðmannsson í
stöðu miðvarðar, og stand-
ist hann vel þessa raun,
verður fróðlegt að vita
hvort landsliðsnefnd lætur
hann halda stöðunni í
landsliðinu áfram, og leika
þá gegn Norðmönnum?
Hreiðar Ársælsson hefði að
ósekja mátt hvíla sig
þenna leik og sleikja „sár
sín“ eftir mistök undan-
genginna leikja í vor, en
lofa öðrum að reyna sig, og
sjá hvort ekki tækist betur
til, að minnsta kosti mundi
ekki miklu hafa verið
spillt. Arni Njálsson gat
ekki leikið með félagi sínu
Val, um sl. helgi vegna
meiðsla, og því hefði átt
að lofa honum að jafna sig
betur, en senda hann ekki
meiddan í harðan leik. Þá
er Garðar Árnason látinn
leika v. framvörð, þó hans
staða sé h. framvarðar.
Garðar er nógu svifaseinn
og þungur, þó ekki sé ver-
ið að rugla hann í ríminu
með stöðuskiptingum, sem
verða honum í óhag.
Sveinn Teitsson, sá snjalli
Akranesskappi, getur leik-
ið hvorum megin sem er í
framvarðarstöðu, nær væri
því að láta hann leika v.
framvörð. Rússnesku inn-
herjarnir verða ábyggilega
framvörðum vorum nægi-
lega erfiðir, þó ekki sé ver-
ið að gera þeim erfiðara
fyrir með ástæðulausum
stöðuskiptingum. Þá er
framlínan með hinn unga
Akurnesing Ingvar Elísson,
sem miðherja, aðalmann og
skipuleggjara. Ingvar hef-
ur sýnt sig sem gott efni,
svo vænta má af honum
alls hins bezta, þó sjálfsagt
eigi hann við erfiðann að
etja, þar sem rússneski
Framhald á 14. síðu.
IIWMWMMMMIMMMHMWIWHMMMMUUIMMIMMUtmK!
AUGLÝSING
m innfíufning. i
Bankarnir hafa ákveðið að nota heimild 4. gr. reglu-
gerðar nr. 78 27. maí 1960, um gjaldeyris- og inn
flutnings leyfi til að bindá fcaup eftirtaldra vara
við opinber vörukaupalán (FL 480 og ICA lán),
eftir því sem við verðum komið:
Hveiti og hveitimjöl.
Bygg og byggmjöl.
Aðrar fóðurvörur.
Hrísgrjón.
Tóbak og tóbaksvörur.
Soyuolíá og baðmullarfræsolía.
Aðrar jurtaolíur.
Sítrónur.
Þurrkaðir ávextir (þar með taldar rúsínur).
Epli og perur.
Niðursoðnir ávextir.
Kemikalíur.
Ullargarn.
Vefnaðarvörur.
Trjáviður.
Pappír og pappírsvörur.
Olíuvörur.,
Járn og stál.
Vélar.
Landbúnaðarvélar og dráttarvélar.
Bifreiðir og bifreiðavarahlutir.
Gúmmívörur.
(
: T
1
Reykjavík, 31. maí 1960.
Landsbanki íslands,
Viðskiptabanki.
Útvegsbanki íslarsds.
TQOOCT.-vr-<MOor--,r-vnojwm-oo-'Wr'-^TFT']rflrpo--------; w
■
AlþýðublaðiS — 1. júnf 1960 n