Alþýðublaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.06.1960, Blaðsíða 13
erist ekki Afmælisviðfal v/ð Knstján Guðmundsson, Eyrarbakka I. ÞETTA á að vera örstutt saga um verkamann í litlu þorpi þar sem þjóðfélagslegar aðstæður voru, misjafnar og djúp miili stétta, verkamann, sem gerðist ungur stofnandi Bái’ufélagsdeildar og skilur það ekki sjálfur, hvernig á því hefur getað staðið, að hann varð einn fremsti forustumað ur alþýðufólksins í þorpinu og um leið einn af merkustu brautryðjendum íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Ég veit ekki hvernig mér tekst að gera efninu, sem ég hef í höndunum þau skil, sem það á skilið. Mér finnst ég hafi efni í heila bók, merka sögu um öra þróun, fórnfýsi snauðs fólks, fádæma þraut- seigja og þrek — og ótrúlega bjartsýni og foaráttuhug. Það er efni í heila 'bók, en það á að vera blaðagrein, aðeins sti'klað á því allra stærsta og forðast að skyggnast djúpt í straumkast þess lífs, sem al- þýðan lifði um aldamót og næstu áratugina éí’tir þau. Mér er því mikill vandi á höndum, en skyldan við fólk- ið og íbrautryðjandann krefst þess að myndin sé dregi’n upp og ég geri það í þeirri von að únga kynslóðin eflist að skiln ingi á því, hvað hún á feðrum sínum og mæðr.um að þakka, hvaðan hún er komin og hvað það hefur kostað að skapa henni' þá aðstöðu, sem hún hefur í dag. Um leið mætti svo fara, að augu hennar opn- uðust fyrir því, hvað hún á í yændum ef hún ga?tir ekki þess arfs, sem hún hefur feng ið í hendur og hún hliðrar sér hjá að færa fórnir fyrir sam- eiginlegan m-álstað alls þess fólks, sem ekkert á nema sitt eigið vinnuþrek. Ég drap á stéttamismun. — Þegar ég hugsa til æsku- og unglings-ára minna á Eyrar- bakka 1908—1920 finnst mér ei’nna helzt að stéttaskipting- in hafi aða-llega verið fólgin í því, að stór hópur hafði ann- aðhvort mjög lítið eða á stundum alls ekkert að borða, en hinn hópurinn, sem var lítill, hafði nóg, en ekki' meira, að hægt var að „byggja út“ , stóra hópnum, en litl-a hópn- um ekki. — Þetta var mikill munur þá, en okkur vex hann líkast til ekki í augum nú. Þá voru hörð átök milli þessara tveggja hópa, mi'kil tortryggni — og jafnvel hatur, sem sta-f- , aði, að minnsta kosti að öðr- mri um þr.æði, af ótta, en hin-um, af skorti. Forustumennirnir voru ekki margir, en þei'r voru harðir í ihorn að taka, og það kom sjaldan fyrir að þeir hefðu sömu skoðun á nokkru máli. Grunntónninn í þessum átökum var mjög djúpur. Hann lá í eðlilegri þróun, sem hvorugur þessara -hópa skildi' í raun og veru t11 fulls. Annar " vildi fyrir alla muni halda, í það, sem hafði verið og var. Sú viðleitni' kom til af því, að hann var nokkurn veginn ör- uggur um afkomu sína, hinn barðist fyrir margvíslegum nýjungum, jafnvel umturnun, og sú stefna var sprottin af því, að þessi hópur lifði í ör- yggi'sleysi. Ef vertíð brást var hungur fram-undan. Hinar raunverulegu and- stæður á Eyrarbakka voru þá: Búðarvaldið, sem ég hef kall- að svo, það er Lefolii-verzlun- ■ in, síðasti anginn af. gömlu einokunarverzluninni, og svo lóðaei'gendurnir, en tveir að- ila.r áttu þá alla torfuna. Og hinum megin: Verkamannafé- lagið Báran. — Búðarvaldið var kastali hins fámenna hóps, Bárán varnar- og sókn- ar-vígi hins snauða fjölda. Hvernig sem á því stóð, komst ég alltaf í vígahug þega.r ég lenti' í snertingu við Búðar- valdið, jaínvel þó að ég heyrði aðeins á það minnzt. Hins vegar varð ég allur að augum og eyrum þegar rætt var um málefni Bárunnar. Það var straumkast á -heimili foreldra minan, á-n þess þó að þau tækj-u vi'rkan þátt í átök- um öðruvísi en sem óbreyttir liðsmenn. II. Tveir menn fyrst og fremst höfðu forustu fyrir Bárufé- lagsmönnum, þó -að ýmsir fleiri legðu þar fram þýðing- armikið starf: Bjarnt Eggerts son og Kristján Guðmundsson. Bjarni Eggertsson var eldhugi, iðandt í rótinu, hiklaus, fljót- huga og framar öllu öðru hug sjónamaður, sem átti sinn heim langt frá grjótgörðum og flæðarmáli. Kristján Guð- mundsson var samanrekinn, eins og blundandi kraftur í öllum hreyfingum hans, gjör- h-ugull, þungur nokkuð í til- svörum. Bjarni foefði tafar- laust sullast inn úr á bri'm- sundinu. Allt í einu öskrað á skipshöfn sína: ,,-Svona nú í einum logandi helvítis hvelli innúr.“ — Kristján hefði sagt við sína skips-höfn eftir ná- kvæma yfirvegun og eftir að hafa athugað sjólagið gaum- gæfilega: „Jæja-, piltar míni'r, nú tökum við lagið, í Jesú nafni.“ — Ég held þeir hefðu báðir farið innúr. Annar með því að vera nóg-u snöggur upp á lagið, hinn með gætni og íhygli. Ég sé þá báða Ijóslega fyrir mér í samstarfi. Ég man það, er Bjarni talaði hátt og hvellt á götunni eða inni í einhverri holunni og útskýrði hvað nú lægi næ-st fyrir. „En hvað segir Stjáni í Búðarhúsum?“ spurði einhver og þá snerist Bjarni' á hæli og kallaði: „Já, ég þarf a-ð tala við Stjána.“ — Og svo stundum, þegar hann kom af fundi 'hans, gat hann átt það til að vera ergilegur. Menn reiknuðu þá með því, að Kristján -heíði hreyft einhverj um andmælum, ka-nnski Sagt, að -það þyrfti að athuga þetta, velta því fyri'r sér, kanna að- AFMÆLISKVEÐJA KRISTJÁNI Guðmundssyni á Eyrarbakka kynntist ég strax og ég byrjaði að starfa í Al- þýðuflokknum Ég hitti hann' á hverju einasta þingi, sem haldið var innan alþýðusamtak anna og öllum sameiginlegum fundum, sem haldnir voru hér í Reykjavík um málefni þeirra. Ég' tók strax eftir þessum myndarlega verkamanni, sem gerði skíra og glögga grein fyr ir afstöðu sinni til mála, bar sitt mál fram snjall og afger- andi og skildi aldrei neinn efa eftir um það, hver viðhorf hans voru til þess, sem deilt var um, eða tekin var afstaða til. Kristján Guðmundsson er einn af elztu núlifandi frum- herjum alþýðunnar, sem aldrei hefur lagt árar í bát. Það er, hann hefur aldrei látið af störf- um síðan hann gekk í Bárufé- lagið á Bakkanum árið 1904, en það er nú orðið eina félagið, sem er sannur og réttur arftaki fyrstu verkalýðsfélaganna. Bárufélaganna, sem sjómenn stofnuðu til nokkru fyrir alda- mót, og er Kristján því í tvenn- um skilningi einn elzti núlif- andi brautryðjandi verkalýðs- hreyfingarinnar hér á landi. Og enn gegnir hann for- mennsku félags síns. hálfátt- ræður að aldri. Ég leyfi mér fyrir hönd Al- þýðuflokksins að færa Krist- jáni Guðmundssyni mínar inni legustu heillaóskir og þakkir fyrir þrotlaust starf hans, lif- andi áhuga hans og ósérplægni fyrir það málefni, sem við öll, félagar hans í Alþýðuflokkn- um, álítum að sé og verði ís- lenzkri alþýðu til heilla. Emil Jónsson. stæðurnar, la-lls ekki viljað rjúka í það í „einum rjú-kandi helvítis hvelli“. — Stundum finnst mér það jafnvel ein- kennilegt, að þessir tvei'r t menn skyldu veljast til for- ! ustu fyrir almúganum heima. Og þó er það ekki svo undar- legt, Báðir voru þeir ja-fn nauðsynlegir, báðir samei'nuðu í sjálfum sér það afl fyrir al- þýðuheimilin, sem þau þurftu nauðsynlega á áð halda á þessu tímabili vakningar og unglingsára, þegar sótt var fram á öllum sviðum, en þurfti samt að fara að með gát. Og ég foef þráfaldlega rek ið mig á það, hvað svo sem hægt er að segja um einstaka a-tburði, deilur og átök, klofn- inga og úlfúð, að alþýðan er fundvís á þá hæfileika með fél'ögum sínum, sem hún þarf fyrst og fremst á að halda í það og það sinnið. Bjarni Eggertsson er látinn fyrir nokkrum árum. Kristján Guðmundsson lifir enn við góða heilsu og er sjötíu og fimm ára í dag. Ef ég hef nokknu si'nni haft ástæðu til að skrifa afmælisgrein um fé- laga minn, þá -er það í þetta 1 sinn, Ég heimsótti hann aust- ur á Eyrarbakka fyrir nokkr- um dögum og ræddi við hann dálitla stund. Hann sagði, að hann gæti ekki sagt mér neitt, sem ég ekki vissi um sig og sitt .æ-vistarf. Það er ekki rétt. Hi'ns vegar vissi ég það, að ég myndi ekki sækja nýjungar um sögu'na til hans. Það var nefnilega- þannig um baráttu- mennina fyrnum, að starf þeirra í þágu samtakanna var sjálfsagður hlutur. Þeir ætluð ust ekki til nei'nna launa fyrir sjálfa sig, Þeir sóttust hvorki eftir vegtyllum né metorðum. Þeir níddu aldrei félaga sína, en vörðu þá, börðú jafnvel í bresti þeirra og urðu vondir ef þeir voru gagnrýndir harka- lega. Þeir börðust ekki til embætta eða foitlinga. Þeir stóðu jafnvel upp í fyrsta skipti til þess að tala án þess að hafa gert ráð fyrir því fyr- irfram, komu alveg til dyr- anna eins og þeir voru klædd- ir. Það var aðeins nauðsynlegt að vinna starfið og þeir gerðu það án nokkurra skilyrða. Og þannig hefur Kristján Guð- mundsson verið alla tíð. Þess vegna finnst honum þetta ekki vera merkileg saga. III. „Ég fæddist að Iðu í Bisk- upstungum,“ sagði Kristján, „1. júní 1885. Foreldrar mínir voru Jónína Jónsdóttir og Guðmundur Guðmundsson, búandi þar. Faðir minn var lágvaxinn, tilfinningarík-ur, skapbráður, en staðfastur og þéttur þegar því var að skipta, Ég gleymi því aldrei' þegar hann setti fótinn fyrir dyrnar heima svo að valdamenn hreppsins urðu frá að -hverfa, en þeir ætluðu að taka hjá okkur konu í nauðum, sem leit að hafði foælis hjá okkur, en Eramhald á 10. síðu. Alþýðublaðið — 1. júní 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.