Íslenzki good-templar - 02.01.1889, Page 2
26
ísl. Good-Templar.
Jan.
eigi þá vanvirðu spyrjast úr nokkrum flokki liðs vors, að nokkur
einn einasti maður hafl gleymt svo skyldu sinni, að hann hafi dregið
sig í hlje eða hlíft kröptum sínum. Brýnið það alvarlega fyrir með-
limum stúku yðar, að undir þeim einum er pað komið, að petta
málefni fái æskilegan framgang. Ef hver einasti meðlimur stúku
yðar gjörir pað, sem honum er framast unnt til pess að fá fylgi
allra peirra, er honum standa nærri og honum eru kunnugir, pá er
eg viss um, að þessar áskoranir fá fjölmennara fylgi og par af leið-
andi geta áorkað meiru, en nokkurn tíma hafa áður dæmi til verið
hjer á landi. Leggjum kapp á petta mál og látum nú, hið fyrsta
sinn, sem verklega er treyst á fjelagsbönd Good-Templarreglunuar
hjer á landi, pað ásjá, að samheldni vor og fjelagsfylgi sje annað
eu orðin tóm. Vjer berjumst hjer fyrir hinni pörfustu siðbót í landi
voru; málefni vort er gott og sá vegur, sem vjer höfurn ráðið við
oss að ganga, skýr og ljós. Fylgið honum með hugrekki, kappi og
staðfestu og pá getum vjer verið pess öruggir, að vjer munurn innan
skamms ná takmarki voru og vinna pann sigur fyrir málefni vort,
sem nú er halinn hardagi fyrir.
Að öðru leyti vil eg, eins og áður hiðja yður, að hafa vakandi
auga á málum reglu vorrar, starfa með áhuga að pví, að efla stúku
yðar, vekja rjettan samheldnis- og bróðuranda hjá meðlimunum og
styðja af yðar fremsta megni stúkuna til allra góðra framfara og
sjá um, að hún fylgi fram stefnufast málefni voru. — Eg bið yður
að hafa vakandi auga á útbreiðslusjóði .reglunnar, sem nú, eins og
mál vor horfa, er áríðandi að efljst sem mest, enda er pað mikilla
pakka vert, hve vel meðlimir ‘ vorir alstaðar hafa styrkt hann. —
Eins vil eg biðja yður að gjöra pað, sem þjer getið, fyrir útbreiðslu
»ísienzka Good-Templars«. Bað er í marga stefnu áríðandi fyrir
regluna, að geta haldið áfram útgáfu blaðsins; en eins og nú stendur
hagur pess, er það pung byrði fyrir Stórstúkuna. Vjer vonum pví,
að pjer og allir góðir meðlimir stúku yðar gjöri pað, sem þeir geta,
til að styðja blaðið með pví að kaupa pað eða útvega því kaup-
endur.
Eg árna stúku yðar eflingar og góðra framfara á ári pví, er
nú fer í hönd og sem lítur út fyrir að verða muni þýðingarmikið
æfi-ár fyrir regluna hjer,—Eg vona að allir meðlimir yðar hafi ljóst
fyrir augum starf pað, sem þeir hafa tekið sjer á herðar, og vakandi
áhuga á að leysa petta starf af hendi með dugnaði og trúmennsku.
J>að er nú undir þeirra fylgi komið, hve langt vjer komumst áfram