Íslenzki good-templar - 02.01.1889, Síða 4
28
ísl. Good-Templar.
Jan.
fjöldn þeim, er þeir hafa fengið. Til þess að fulltrúi eða varafulltrúi
sje löglega kosinn þarf hann að hafa fengið meiri hlut allra atkvæða,
er greidd eru á fundinum.
peir, er neyta vilja rjettar síns til að taka Stór-Stúkustigið
verða að hafa með sjer skírteini frá Undir-Stúkunni fyrir því að
þeir hafi þjónað eða þjóni embætti Æ. T. eða Y. T. eða hafi verið
3 stigs meðlimir í tvö úr. ITmboðsmenn Stórtemplars hafa rjett til
st.igsins, ef þeir sýna umhoðsskrá sína.
Meðmœli með umboðsmanní skal hver undirstúka liafa sent til
Stórritara svo snemma, að þau sje til hans komin fyrir þiugið. Um-
boðsmenn þeir, sem nú eru, gegna starfi sínu þangað til hinn ný-
kosni hefir fengið umboð sitt.
Eeýkjavík 2. janúar 1889.
ði-r3m-U'Hclí>|on, S^TCa^uvTp %a\iazias^on,
Stórtemplar. Stórritari.
Rjettindi og skyldur.
Ef maður snýr sjer til einhvers
manns, sem hefur valið sjer þann
atvinnuveg, að selja áfenga drykki
og sýnir honum fram á hve sið-
spillandi atvinna hans sje, og
hvern skaða hún gjöri á einstök-
um mönnum, og mannfjelaginu í
heild sinni, svarar hann vanalega
á þessa leið:
«j>jer hafið engan rjett til að
álasa mjer, atvinna mín er leyfð
með lögum, og jeg lief borgað
rjettindi þau, sem jeg hef.
Ef maður skoðar þessi rjettindi
betur niður í kjölinn,*og vill vita
hvað þau hafa að geyma, hvað
finnur maður svo?
Jú, þessi rjettindi gefa ein-
stökum manni heimild til — fyrir
mjög litla borgun— að okra á löst-
um, og breiskleika náunga sinna
undir vernd laganna.
Rjettindi vínsölumanna hverjir
sem þeir svo eru, eru lögleg rjett-
indi til að spilla árlega á sálu og
líkama mörgum hundruðum manna
á öllum aldri, og af öllum stjett-
um — til að sjá um að hegning-
arhúsið og fangelsin hafi ávallt
nóga heimilismenn og að fátækra-
stjórnir landsins hafi ávallt nógum
fyrir að sjá.
Rjettindi þeirra hafa í sjer
fólginn rjettinn til að gjöra mörg
hundruð heimili, sem áður voru
hamingjusöm að ógæfuheimilum
— og að gjöra æfi margs þess
manns sem hafði byrjað hana vel,
að gleðisnauðri lífsleið.
í fám orðum vínsölurjettinum
fylgja lögvernduð forrjettindi til að