Íslenzki good-templar - 01.04.1889, Qupperneq 4

Íslenzki good-templar - 01.04.1889, Qupperneq 4
52 ísl. Good Teraplar. April. ekki gætt þess að skýrslan er fyrir tvö ár) og álíta að stofnun Stór- Stúkunnar muni auka póstflutn- ingana á Islandi töluvert. Síðan eru taldir upp embættismenn Stór- Stúkunnar 1888 — 1889 og nöfn- in hjer um bil rjett prentuð. Sá sem útdrátt þennan hefur samið segir í niðurlaginu, að sig langi til að draga meira út úr skýrslunni, en hann hafi gjört; hann lætur í ljósi þá skoðun, að Reglan sje í góðum höndum hjer á landi, og segir að öll Stór- Stúkutíðindin beri vott um um- hyggju vora fyrir Reglunni, að af þeim sjáist góður skilningur á marki og miði hennar, og að vjer höfum staðfastlega fyrir augum til- gang hennar, og sjeum reiðuhúnir að gjöra það sem í okkar valdi stendur fyrir málefnið. Hann end- ar greinina með gamalli kveðju som eiginlega segir mikið, þvíþað liggur mikið af góðum óskum í henni, og endar hana með orð- unumDominus vobis cum! (þ. e. Guð veri með ykkur.). Fj árhagur Undir-Stúkna. Fátt_i er það sem mun gjöra stúkur í"Reglunni eins daufar og lakur fjárhagur, allt líf þeirra verður við hann einskonar basl, sem þreytir alla meðlimina, Stúkan getur ekki snúið sjer til neins, og gefst ef til vill upp á endanum fyrir þessa sök. Til þess að hver Stúka sem er, geti haft góðan fjárhag, þá verða meðlimirnir að standa í skilum við hana, og leggja á sig tilþeirra þarfa sein ekki verður komist hjá. Til þess að Stúka geti vænst þess að fá góðan fjárhag er bezta ráð- ið, að setja ársfjórðungsgjöldin nokkuð hátt þegar hún er stofnuð, því það er, — komi það í ljós að þau sjeu of há, — æfinlega hægt að lækka ársfjórðungsgjöld í Stúku, sem er búin að standa lengri tíma, en gamlir meðlimir álíta gjald- hækkun einskonar samningsrof við sig, þó það ekki sje, margir með- limir vilja ekki greiða atkvæði með því að hækka ársfjórðungs- gjölðin, en það er ávallt hægt að fá meðlimi til að greiða atkvæði með því að lækka þau. Menn samþykkja þá að borga minna franivegis en þeir hafa gjört áður. |>egar verið er að tala um út- gjöld fyrir einhverja Stúku ættu þeir sem greiða eiga atkvæði um þau, fyrst og fremst, að hafa það hugfast að komast ekki í skuldir. Enginn hlutur er eins eyðileggj- andi til og skuldir, fyrir hverja Stúku sem er. Meðlimir gefast •upp af því að basla við þær. Sumir álíta að skuldir Stúkunnar muni lenda á sjer persónulega þó það optast sje engin ástæða til að ímynda sjer það fyrir þá, og flýta sjer að ganga undan byrðinni.

x

Íslenzki good-templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.