Íslenzki good-templar - 01.06.1890, Qupperneq 5

Íslenzki good-templar - 01.06.1890, Qupperneq 5
Júní. Tsl. Goo'd-Temi>lar. 69 Höf. færir svo rök að því, hversu háskalegt pað er, að skoða vínnautnina, eins og almennt gjörist, sem saklausa, meinlausa skemmt- un meðan hún veldur eigi sýnilegu stórtjóni, pví áður en varir getur maðuriun verið orðinn svo «forfallinn» að hann rjetti eigi við aptur. Enginn hefur byrjað að drekka með þeim ásetningi að verða fyllisvín ; allir hugsa sem svo : «Mjer er óhætt, jeg drekk ekki meir en jeg þoli*, en áður en þeir vita af hefir ástríðan fengið yfirhöndina og þá er vegurinn opinn fyrir. Hið sama er um það,' að menn geri engan skaða með því að drekka dálítið «svona við og við». «þú gjörir sjálfum þjer og beimili þínu illt með drykkjuskap þínum — þú ert fátækur, konan þín og börnin eru klæðlítil og svöng þú gengur í búð og biður um brauð að láni, en fær það ekki. þú stendur þar svo, ef til vill dag eptir dag, «í mesta saklej'si og mein- leysi». En þó að þú sjáir engin sköpuð ráð til að fá brauðbita upp í barnið þitt, þá hefir þú þó optast nær einhver ráð til að fá brenni- vín ofan í sjálfan þig. «Er injer það ekki frjálst ?* spyr þú. Nei, hverjum einasta eyri, sem þú þannig eyðir til óþarfa, hefir þú bein- línis stolið frá konu þinni og börnum. |>að mun samvitska þín sannfæra þig um eptir á, þegar hún vaknar*. (frh.) Til unglingastúkunnar „Kærleiksbandið“, á afmæli hennar. Nú verið glöð og góðum hörnum lík á gleðistund, er fjelag yðar veitir; og biðjið Drottins blessi höndin rík það bræðralag, er «Kærleiksbandið» heitir. Nú verið glöð, en geymið þó í hug, að guð sjer allt, þó leynt sje fyrir mönnum og guði þóknast gleðihugar-flug, sein gengur fram í bróðuranda sönnum. pið eruð ung og óreynd lítil börn, sem enn ei þekkið heimsins tál og þrautir, en biðjið guð, því hann er veikra vörn og veitir sigur fram um alda-brautir. Ó! verið glöð, og verið ætíð börn, sem vjelar heiins í glötun fá ei hrundið.

x

Íslenzki good-templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.